Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Side 31
é Angelina Jolie varaði SÞ við sjálfri sér SENDIHERRA: Hollywood- leikkonan Angelina Jolie segist hafa varað áhrifa- menn innan Sameinuðu þjóðanna við því að skipa sig sendiherra góðgerðar- mála og sagt þeim að hugsanlega væru þær með því að gera mikil mistök. Jolie segist hafa óttast að skrykkjótt orðspor hennar kynni að skaða samtökin. „Ég settist niður með þeim og spurði hvort þeir gerðu sér grein fyrir því að ég væri af sumum álitin skrýt- in," segir Jolie í nýlegu við- tali áTeen Hollywood vef- síðunni. „Ég benti þeim á að ég væri mjög umdeild og að bendla mig við sam- tökin gæti reynst þeim skaðlegt," segir Jolie. Eftir að Jolie hafði þegið sendi- herranafnbótina uppgötv- aði hún að áhættan var frekar hennar sjálfrar en samtakanna því henni barst fljótlega morðhótun. „Það skrýtna var að hún barst eftir að ég hafði ákveðið að gefa peninga til góðgerðar- mála," segir Jolie. SLEGGJUSYSTUR: We Are Family sungu Sister Sledge á Broadway um helgina og heilluðu landann öðru sinni, en þær gerðu góða ferð til landsins fyrir rúmum tveimur árum. Þessar brosmildu og skemmtilegu systur, sem virðast hafa elst hægt síðastliðin tuttugu ár, sýndu að þær hafa engu gleymt. Islenskir diskóunnendur kunnu svo sannarlega að meta diskóið og héldu þeim engin bönd og streymdi fólkið út á dansgólfið þótt ekki hafi verið gert ráð fyrir því og tóku systurnar sjálfar þátt í fjörinu. Og eins og sjá má á myndinni vildu sumir komast í snertingu við systurnar. Elvis græðir mest af þeim sem dauðir eru Það er ekki þar með sagt að heimsfrægir listamenn hætti að græða þótt dauðir séu. Birtur hefur verið listi yflr þá dauðu sem græða mest. Á toppnum trónir Elvis Presley með um 40 milljóna dollara árstekjur. Á hæla honum kemur teiknimyndahöfundurinn Charles Schulz, með 32 milljónir dollara og þriðji í röðinni er J.R.R. Tolkien en vinsældir Hringadróttinssögu hafa aldrei verið meiri. f fjórða og fimmta sæti eru svo Bítlarnir, John Lennon og George Harrison, en tekjur þeirra á ársgrundvelli voru 19 og 16 milljónir dollara. Þeir sem fylla síðan listann tíu efstu eru Dr. Seuss, barnabókahöfundur, Dale Earnhardt (kappakstursmaður), Tupac Shakur (rappari), Bob Marley (poppari) og Marilyn Mon- roe er svo í tíunda sætinu. Fjársjóðsleit í Amazon KVIKMYNDAGAGNRÝNI Hilmar Karlsson hkarl@dv.is Nú er Arnold Schwarzenegger orðinn ríkisstjóri í Kaliforníu og skilur eftir pláss í Hollywood sem er kjörið fyrir Dwayne Douglas John- son, öðru nafni The Rock, en kapp- inn, sem er íyrrum glímumeistari, er á góðri leið með að tryggja sér stöðu meðal helstu hasarmynda- leikara. Handritið að The Runaway gæti hafa verið skrifað fyrir Schwarzenegger, svo keimlfk er myndin nokkrum mynda hans, sér- staklega hvað varðar aðalpersón- una. Það sem styður þá kenningu er að Schwarzenegger birtist í byrj- un myndarinnar og kastar kveðju á Sambíóin The Rundown ★★★ Klettinn. Ef einhver nýr „James Cameron" kæmi til sögunnar og tæki Klettinn upp á sína arma væri leiðin greið fyrir hann upp í hæstu hæðir á stjörnuhimni Hollywood. Burtséð ffá þessum hugleiðing- um er' The Runaway mikil rússí- banareið um Amason-frumskóg- inn í Brasilíu. Myndin hefur það fram yfir margar af stóru sumar- hasarmyndunum að hún hefur náð nokkru af þeim ævintýrablæ og húmor sem einkennir meðal ann- ars Indiana Jones myndirnar. Kletturinn leikur kraftajötuninn Beck sem fær borgað fyrir að hafa uppi á fólki og skila því í hendur þess sem ræður hann til verksins. Nú er aðeins eitt verkefni eftir áður en hann getur opnað sinn eigin matsölustað, þ.e. að fara í Amason- frumskóginn og ná í son glæpafor- ingja nokkurs. Þegar komið er í frumskóginn verður á vegi hans Hatcher (Christopher Walken) sem telur sig eiga allt sem í landi hans er. Þar með talinn er fjársjóður einn sem enginn veit hvar er nema Travis (Seann William Scott), sonurinn sem Beck ætlar að ná í. Hatcher er ekki á því að Travis yfirgefi svæðið og Travis er heldur ekki á því að fara með Beck. Þar sem Hatcher er stóri glæponinn snúa þeir bökum saman, Beck og Travis, gegn Hatcher og njóta aðstoðar fagurrar frumskógarstúlku. Sagan er ekki merkileg en hefur samt sinn sjarma og matreiðslan á henni tekst vel. Hinir miklu frum- skógar í Amson gera sitt til að skapa góða stemningu og leikarar eru góðir. Christopher Walken þarf ekki að hafa mikið fyrir sínu hlutverki; hann kann utanbókar að leika harðsvíraða glæpa- menn og Seann William Scott leikur galgopann sem hann hefur oftar en einu sinni leik- ið, meðal annars í American Pie myndunum. Þá erum við komin að Klettinum sjálfum. Hann þarf ekki að sýna mikla leikhæfileika til að komast fram úr Schwarzenegger, Stallone, Seagal og hvað þeir nú allir heita og gerir það ekki. Hann stendur þó vel fyrir sínu og heldur myndinni á floti með kröftugri framkomu sem felst mik- ið í að hnykla vöðva því byssu not- ar hann ekki fyrr en öll önnur sund eru lokuð. Leikstjóri: Peter Berg. Handrit: R. J. Stewart og James Vanderbilt. Kvlk- myndataka: Tobias A. Schliessler. Tónlist Harry Gregson-Williams. Aöalleikaran The Rock, Seann William Scott, Christopher Walken og Rosario Daw- son. MÁNUDACUR 27. OKTÓBER 2003 TILVERA 47 * PEUGEOT Peugeot 307 Station 1,6i, 110 hestöfl, S glra, 6 loftpúðar, ABS, fjarstýrðar samlæsingar, rafmagn ( rúðum og speglum.fjarstýrt útvarp og geislaspilari. Frábaer fjölskyldublll! Verð kr. L779.000 Rekstrarleiga* frá kr. 29.800 Peugeot 406 1.8i Station 117 hestöfl, 5 gíra, 4 loftpúpar, ABS, loftkaeling, þokuljós, viðarinnrétting, rafmagn I rúðum og speglum, fjarstýrt útvarp og geislaspilari. Einstaklega þægilegur í akstri og með mikið farangurspláss! Verð kr. 2.059.000 Sjálfskiptur: 2.165.000 Rekstrarleiga* frá kr. 33.995 PEUCEOT Ljón á veginum Peugeot 206 SW Station 1.4i, 75 hestöfl, X-line innrétting, 5 gíra, 4 loftpúðar.ABS, þakbogar, fjarstýrðar samlaesingar, rafmagn í rúðum, S þriggja punkta öryggisbelti, fjarstýrt útvarp og geislaspilari. Verð kr. 1.565.000 Rekstrarleiga* frá kr. 25.965 Peugeot 607 Þessi glaesilegi blll er vaentanlegur í nóvember. Margar útfaerslur I boði, eftir þínum þörfum. Hafið samband við sölumenn til að fá frekari upplýsingar. Peugeot 807 Öruggasti blllinn I sínum flokki, fékk 5 stjörnur af 5 mögulegum I Euro NCAP árekstrar-prófunum. Bíllinn vaentanlegur til landsins I nóvember. ATH! Blllinn er 7 manna. 3ja ára ábyrgð • 12 ára ryövamarábyrgð • Útreikningur rekstrarleigu miðast við 36 mánuði. í rekstrarieigu eru innifáldar smur- og þjónustuskoðanir. Rekstrarieiga er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Umboðsaðilar: Reykjanesbær, Bílavík, slmi 421 7800 Akranes, Bflver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 Vestmannaeyjar, Bragginn, slmi 481 1535 Peugeot 206 1,4i, 75 hestöfl, X-line innrétting, 5 gíra, 5 dyra, 4 loftpúðar.ABS, fjarstýrðar samlaesingar, rafmagn í rúðum, S þriggja punkta öryggisbelti, fjarstýrt útvarp og geislaspilari. Verð kr. 1.435.000 Rekstrarleiga* frá kr. 25.795 Peugeot 307 1.4i, 75 hestöfl, 5 gíra, 5 dyra, 6 loftpúðar,ABS,fjarstýrðar samlæsingar, 5 þriggja punkta belti, rafmagn ( rúðum, fjarstýrt útvarp og geislaspilari. Verð kr. 1.619.000 Rekstrarleiga* frá kr. 26.820 Peugeot 406 1,8i, 117 hestöfl, 5 gíra, 4 loftpúðar, ABS, loftkæling, þokuljós, viðar- innrétting, rafmagn I rúðum og speglum, fjarstýrt útvarp og geisla- spilari. Einstaklega þægilegur í akstri! Verð kr. 1.959.000 Sjálfskiptur: 2.059.000 Rekstrarleiga* frá kr. 32.360 Bernhard ehf. Vatnagarðar 24 - 26 Sími 520 1100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.