Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR 550 55 55 Vlð tökum við fréttaskot- um allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 kr. Fullrar nafnleyndar er gætt. e H-Laun ... ekkisætlaþla við minna! | T Ö L. V U M 1 Ð L U N s i m í: 5 4 5 5 0 0 0 •www.trn.is 1 Flugvirkjadeilan: Verkfalli frestað ÁVERKAR: Töluverðir áverkar eftir átökin fyrir utan Players. Sauma þurfti tennur fastar á Landspítalanum og tannhold saman. Tennur brotnar Tennur voru brotnar í liðlega fertugum manni fyrir utan skemmtistaðinn Players sport- kaffi aðfaranótt sunnudagsins. Hann var kominn út þegar dyra- verðir Players skelltu honum í götuna og segir hann tennurn- ar þá hafa brotnað. Maðurinn segist hafa verið bæði pirraður og reiður og í slæmu skapi, og því hafi dyraverðirnir haft allan rétt á því að henda honum út. „Þeir stormuðu að mér fjórir og skelltu andlitinu beint í jörðina. Þetta var mjög harkaleg meðferð og þeir héldu mér á jörðinni þar til lögregl- an kom. Ég er allur marinn á hand- leggjum og hnjám auk þess sem tennur brotnuðu í mér. Ég fór í að- gerð á Landspítalanum á sunnu- dagsmorgun. Ég var alls ekki að áreita aðra gesti, en auðvitað í glasi. Ég mun kæra þá fyrir þetta. Hefðu tennur ekki brotnað í mér hefði þetta ekki haft nein eftirmál. Fyrir fjórum' vikum varð ég vitni þarna að hrottalegri árás dyravarðanna á einn gestanna." Hallur Dan Johansen, yfirmaður á Players, segir að málið sé hjá lög- reglunni og dyraverðir hafi viður- kennt að maðurinn hafi farið harkalega í jörðina. „Lögreglan tók manninn seinna og sneri hann harkalega niður, enda var þessi maður með mikinn galsa. Það er verið að athuga hvort tannbrotið hafi verið af völdum okkar manna eða lögreglunnar. Þegar tannbrot verður springur yf- irleitt vör, en það var ekkert slíkt þegar hann var í höndum dyra- varðanna," segir Hallur Dan Johan- sen. gg@dv.is HARKALEG MEÐFERÐ: Fyrir utan brotnar tennur er maðurinn marinn á handleggjum og hnjám. Honum var skellt harkalega i jörðina og haldið þar til lögreglan kom. Veðrið á morgun Norðaustan 10-15 m/s og slydda eða snjókoma norðvestanlands en annars vestlæg eða breytileg átt, 3-8 og vfða skúrir eða slydduél. Kólnandi veður og hiti 0 til 6 stig, mildast syðst. *ó Veðriðídag ddk <0^ 5 Sólarlag f kvöld Sólarupprás á morgun Rvfk 17.29 Rvfk 8.53 Ak. 17.07 Ak.8.02 Sfðdeglsflóð Rvlk 19.29 Ak. 24.02 Árdegisflóð Rvík 07.10 Ak. 11.43 Stórstreymi Veðrið kl. 6 i morgun Akureyri Reykjavfk Bolungarvík Egilsstaðir Stórhöfði Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur London Barcelona New York París Winnipeg 3 7 8 9 6 -4 0 -10 þokumóða 1 þokumóöa 10 rigning 17 lágþoka 0 alskýjað 0 rigning úrkoma skýjað léttskýjað skúr léttskýjað snjókoma SmÁauglýsingar ý 550 5000 í / Ríkissáttasemjari lagði í nótt fram miðlunartillögu í kjara- deilu Flugvirkjafélags íslands og að tilmælum hans var verkfalli flugvirkja, sem hefj- ast átti á miðnætti, frestað til miðnættis mánudaginn 10. nóvember. / / / Sáttafundur deiluaðila, Flug- virkjafélagsins og Samtaka at- vinnulífsins fyrir hönd Tækni- þjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf., hafði staðið yfir í húsakynn- um ríkissáttasemjara frá því sfð- degis í gær. Fundurinn hafði ekki borið árangur um miðnætti. Lagði sáttasemjari þá fram miðl- unartillögu og var verkfallinu frestað um hálfan mánuð. / / / Þórir Einarsson rfkissáttasemjari. Atkvæði um miðlunartillöguna verða greidd með leynilegri al- mennri póstatkvæðagreiðslu og skal henni vera lokið kl. 17 fimmtudaginn 6. nóvember. Um 130 flugvirkjar munu greiða at- kvæði um tillöguna og verður hafist handa við að senda út at- kvæðaseðla í dag. Atkvæði verða síðan talin á skrifstofu ríkissátta- semjara. Óttast var að töluverð röskun yrði á millilandaflugi vegna boð- aðs verkfalls en um fjögur þúsund manns áttu bókað flug til og frá landinu í dag. Árangurslausir sáttafundir höfðu staðið alla helg- ina þegar miðlunartillaga sátta- semjara var lögð fram. Flugvirkjar vildu ekki tjá sig um efnisatriði deilunnar þegar DV hafði samband í morgun, vísuðu í Þóri Einarsson ríkissáttasemjara. Ekki náðist í Þóri í morgun. Mb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.