Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Síða 8
8 Magasín Fimmtudagur 30. október 2003 Foreldrar vikunnar er Hji QQQqQ OOQQqQQ Hlfðasmára17, Kópavogí Sími: 564-6610 www. aiiírkrakkar, is Gefin voru saman í Laufáskirkju þann 26. júlí síðastliðinn, af séra Pétri Þórar- inssyni, þau Hallgrímur Öm Karlsson og Gunnhildur Lily Magnúsdóttir. Með þeim á myndinni er Hrefna Lily dóttir þeirra. Fjölskyldan er búsett í Svíþjóð. Gefin voru saman í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 20. ágúst sl. af sr. Hjálmari Jónssyni, þau Edda Herdís Guðmundsdóttir og Hörður Kvaran sem búsett eru á Seltjamamesi. Með þeim á myndinni em synimir Ari og Kári. NÝGIFT: „Hárið er ljóst, en hver veit nema seinna verði það rautt eins og mamman hefur," segir Dagrún Ingvarsdóttir, hér með Jósef Antoni Skúlasyni eiginmanni sínum og dótturinni Evelyn Þóm. Grafarvogsstúlka og gifting í laumi Þegar þau Dagrún Ingvarsdótt- ir og Jósef Anton Skúlason báru dóttur sína til skírnar í Selfoss- kirkju sl. sunnudag lumuðu þau á leyniatriði í pokahorninu. Ekki nema örfáir vissu hvað til stóð; að þau hygðust láta gifta sig í leiðinni. „Jósep þurfti ekkert að biðja mín. Við vorum búin að ákveða fyrir löngu síðan að gifta okkur um leið og fyrsta barnið yrði skírt. Hins veg- ar neituðum við því við alla að þetta stæði til þegar við vorum spurð. Aðeins móðir mín og pabbi Jósefs vissu hvað til stóð, en þau voru svaramenn við athöfnina," segir Dagrún. Nánasta fjölskylda Dóttir þeirra Dagrúnar og Jósefs, sem fæddist 27. ágúst, var skírð Evelyn Þóra. Heitir stúlkan í höfuð- ið á föðurömmu pabbans, en hún Við vorum búin að ákveða fyrir löngu síðan að gifta okkur um leið og fyrsta barnið yrði skírt. er bresk að ættum. „Af því þetta er ekki íslenskt nafn og ekki við'ur- kennt hér urðum við að fá sérstakt samþykki mannanafnanefndar og það fengum við formlega ekki fyrr en síðasta föstudag," segir Dagrún. Við athöfnina í Selfosskirkju um helgina voru aðeins um tuttugu manns, það er nánasta íjölskylda. „Við Jósef erum bara þannig fólk að við viljum sem minnst umstang og hlutina yfirlætislausa. En auðvitað er líka mjög gaman að fara í brúð- kaup sem talsvert er lagt í. Þau eru hins vegar ekki okkar stfll." Augnsvipur frá pabbanum Dagrún er rekstrarfræðingur að mennt og starfar við bókhald hjá Farmaco sem er fyrirtæki í bygging- ariðnaði. Jósef er hins vegar húsa- smiður og er með hamarinn á lofti í byggingaframkvæmdum í Grafar- holti. „Við erum bæði frá Selfossi og mér fmnst ekkert ósennilegt að við setjum okkur þar niður í fram- tíðinni. Hins vegar líkar okkur afar vel hér í Grafarvoginum þar sem við búum í dag.“ Allt hefur gengið vel með dóttur- ina, fyrir utan smáveikindi skömmu eftir fæðingu sem ollu því að hún þurfti að vera nokkra daga á vökudeild. „En síðan hefur allt gengið í haginn. Ég veit ekki hverj- um ég á að segja að hún líkist; það eina sem við sjáum er sterkur augnsvipur frá pabbanum. Hárið er Ijóst, en hver veit nema seinna verði það rautt eins og mamman hefur." sigbogi&dv.is Sex ár eru liðin síðan Jóna Svava Sigurðardóttir og Krist- inn Helgi Guðjónsson kynntust fyrst, en það var á skemmtistað í Reykjavík. Strax blikaði á auga þeirra beggja - og ekki varð aft- ur snúið. Ástin kviknaði og nú í lok sept- ember gengu þau í heilagt hjóna- band. „Þetta var sannkaliaður hamingjudagur lífs okkar," segir Jóna Svava en þau Kristinn voru gefm saman af sr. Þórhalli Heimis- syni. Brúðkaupið fór fram í Garða- kirkju á Álftanesi þann 27. septem- ber síðastliðinn. „Það er afar falleg kirkja þar sem sést líka vel yfir Hafnarfjörðinn okkar,“ segir brúð- urin í samtali við DV-Magasfn. Flauta og píanó Þau Jóna Svava og Kristinn koma hvort úr sinni áttinni. Kristinn, sem er Reykvíkingur og vélfræðingur að mennt, starfar sem slfkur hjá Granda hf. Brúðurin er hins vegar tónlistarkennari og kennir við Víði- staðaskóla íHafnarfirði. „Já, ég get spilað á hljóðfæri; það er á flautu og píanó. Ég sleppti því hins vegar alveg að spila íyrir gesti í brúðkaupinu," segir Jóna og hlær. Þau Kristinn eiga eitt barn, son- inn BrynjarÁrna sem erþriggja ára. Rauðhærður prestur „Athöfnin í Garðakirkju tókst afar vel og var falleg," segir Jóna Svava og segir að prestinum, sr. Þórhalli Heimissyni, hafi mælst vel. „Hann talaði meðal annars til stráksins okkar sem er rauðhærður og sagði að þeir sem væru með þannig háralit væru einatt stilltir og prúðir. Sjálfur er Þórhallur rauð- hærður og eins margir í fjölskyldu okkar og vinahópi. Þessi orð hans féllu því í afar góðan jarðveg.“ Tíu dagar á Krít Brúðkaupsveislan var haldin á Garðaholti sem er skammt frá Garðakirkju. Tókst veislan vel - og segir Jóna Svava að hápunkturinn hafi líklega verið þega stöllur henn- ar í Kvennakór Hafnarfjarðar komu á svæðið sem leynigestir og sungu nokkur lög til heiðurs þeim brúð- hjónunum. Það hafi verið ánægju- legt. „Fáum dögum seinna fórum við svo í brúðkaupsferðalag til Krítar á Grikklandi. Það voru tíu sælir dagar og ég mæii eindegið með þeim stað hvert sem er tilefni fólks að fara í gott frí í sólina," segir Jóna Svava Sigurðardóttir að síðustu. sigbogi@dv.is Jóna Svava og Kristinn Helgi. „Athöfnin í Garðakirkju tókst afar vel og var falleg/ segir brúðurin. Brúðhjón vikunnar Sannkallaður hamingjudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.