Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Síða 13
Fimmtudagur 30. október 2003
Magasín
13
„Mér eldri menn á Al-
þingi hafa auðvitað
margfalt meiri lífs-
reynslu á að byggja og
ég geri mér grein fyrir
mínum takmörkunum."
Jafnrétti til náms þarf að
tiyggja
Ágúst Olafur er meðal þeirra
þingmanna sem telja að þörf sé að
gera verulega bragarbót í mennta-
málum þjóðarinnar. Alþjóðlegur
samanburður sýni að ísland stend-
ur sig ekki þegar kemur að fjár-
magni á hvern nemanda og því
þurfi að gera miklu betur í þessum
málaflokki. Allt of margir flosni upp
úr framhaldsnámi og færri ljúka
námi hérlendis en í samanburðar-
löndunum.
„Umræða um hugsanleg skóla-
gjöld við Háskóla íslands, sem Páll
Skúlason opnaði nú um helgina á
háskólahátíð, vekur með mér ugg.
Þessi viðhorf koma ekki til af öðru
en því að háskólinn er í fjársvelti.
Að mér læðist sá illi grunur að verið
sé að svelta skólann út í að neyðast
til að taka þessi gjöld upp. Hluti af
hugmyndafræði margra hægri-
manna er einmitt að skólagjöld séu
nokkuð sem koma skuli og sé af
hinu góða. Ég vil leggja mitt af
mörkum til þess að sporna gegn
þessari þróun, sérstaklega hvað
varðar skólagjöld í grunnnámi há-
skólans. Tel að næstu fimm ár eða
svo muni ráða úrslitum í þessu efn-
um. Þessi umræða væri ekki í gangi
ef háskólinn hefði nægt fjármagn til
að sinna sínum skyldum vel. Jafn-
rétti allra til náms, óháð efnahag,
þarf að vera tryggt."
Eymdin stakk í augun
Eitt af mörgu því sem Ágúst Ólaf-
ur segir að hafi aukið þroska sinn
og víðsýni eru ferðalögin. „Ef fólk
vill læra eitthvað um lífið er upp-
lagt að leggjast í ferðalög en ekki
eingöngu að grúfa sig niður í bæk-
ur. Maður á að reyna að kynnast
aðstæðum fólksins frá fyrstu hendi
og ræða við það.“
Eins og segir hér að framan hefur
Ágúst Ólafur ýmsar slóðir veraldar-
innar fetað, en nefnir sérstaklega
ferð sem hann og bróðir hans fóru
um lönd SA-Asíu árið 1998. í þeirri
ferð fóru þeir um Indland, Nepal,
Víetnam, Kambódíu, Laos, Tafland,
Malasíu, Singapore, Indónesíu,
Brunei, og enduðu austur í Japan.
„Þessi ferð var fróðleg og þá sér-
staklega að koma til Indlands. Þar
stakk fátækt fólksins og hin mann-
lega eymd í augun. En líka vakti
það athygli mína hvað fólkið var
samt-lífsglatt og bjartsýnt þó að-
stæður þess væru mjög bágar í
mörgum tilvikum. Að sjá þetta
hafði mikil áhrif á lífsviðhorf mfn
og ég varð eindregnari í þeirri af-
stöðu minni að við ættum að Ieggja
meira af mörkum til þróunarhjálp-
ar. Rétt eins og hér heima; við eig-
um að gera miklu betur við það fólk
sem höllustum fæti stendur og það
eru allt of margir."
Ekki fórnarlömb flokksagans
I kosningunum sl. vor gerðist
það að konum sem sæti eiga á Al-
þingi fækkaði nokkuð og þótti
mörgum það vera bakslag f jafn-
réttisbaráttuna. Á hinn bóginn
„Háskólinn er í fjársvelti
og að mér læðist sá illi
grunur að verið sé að
svelta skólann út í að
neyðast til að taka
skólagjöld upp ... Ég vil
leggja mitt af mörkum til
þess að sporna gegn
þessari þróun.“
mörkuðu úrslit kosninganna þau
tímamót að aldrei hefur jafn mikið
af ungu fólkið verið kjörið til þing-
setu; fólk sem er um og undir þrí-
tugu. Sú lcynslóð sem í dag stendur
í hinu venjulega basli og veraldar-
volki; þvf að stofna fjölskyldu,
koma sér þaki yfir höfuðið, borga af
námslánum og feta sig áfram á
vinnumarkaði í krafti menntunar
og reynslu.
„Ég vona að við unga fólkið, sem
nú höfum verið kjörin til þingsetu,
náum að koma ýmsum málum í
gegn sem víkja að hagsmunum
þeirra sem eru á okkar aidri. Mér
finnst við hreinlega vera í skuld við
okkar kynslóð að því leyti. Það snýr
beint að hagsmunum ungs fólks að
við tökum nú upp hreinskilnislega
umræðu um inngöngu f ESB,
tryggja þarf sömuleiðis árangursrík
meðferðarúrræði fyrir ungt fólk í
vanda, auka réttindi samkyn-
hneigðra, gera landið að einu kjör-
dæmi og auka frjálsræði í áfengis-
málum. Allt eru þetta mál sem snúa
að hagsmunum unga fólksins.
Þetta er einnig sá hópur sem einna
verst fer út úr jaðarsköttunum svo-
nefndu - og finnur mjög fyrir skert-
um barnabótum, háum leikskóla-
gjöldum, háu matar- og húsnæðis-
verði og þungri endurgreiðslubyrði
námslána. Þessu verður að breyta
og hér vil ég að yngsta fólkið á þingi
myndi bandalag þvert á flokkslínur
til að ná úrbótum fram. I þessum
efnum megum við ekki vera fórnar-
lömb flokksagans."
Meirihlutinn jafnaðarmenn
Sambýliskona Ágústs Ólafs er
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir,
laganemi og fyrrum blaðamaður á
DV. Þau hafa í vesturbænum búið
sér og dótturinni Elísabetu Unu fal-
legt heimili og öruggt skjól.
„Dóttirin er sautján mánaða og
auðvitað verður það að eignast
barn til þess að breyta lífi manns og
hugsun á allan hátt. Forgangsröð-
unin breytist. Og maður fer einnig
að hugsa nýja hluti svolítið póli-
tískt; furðar sig stundum á því
hversu dýrt er að vera með barn á
leikskóla; jafn sjálfsögð þjónustu og
þetta á að vera. Einnig sér maður
hvað hæft starfsfólk í skólakerfinu
er mikilvægt," segir Ágúst Ólafur.
Bætir við að þau Þorbjörgu dreymi
síðan vissulega um það í fyllingu
tímans að eignast fleiri börn.
„Við Þorbjörg höfum verið bless-
unarlega ósammála um margt í
pólitíkinni. Sjálfur hef ég alltaf talið
mig jafnaðarmann en Þorbjörg er
hins vegar hægrikona. En inn við
beinið tel ég hins vegar hana vera
jafnaðarmann, eins og 60% Islend-
inga eru í raun og veru. Þau viðhorf
að vilja búa öllum sem jöfnust og
bærilegustu skilyrði eiga sér sterkar
rætur meðal fólksins í landinu."
„Því varð ég að setja
hausinn undir mig og
hespa þessu af í sumar.
Ég náði að Ijúka 25 ein-
ingum í sumar. Þetta var
svolítill sprettur, en eftir
á að hyggja var þetta
aðeins skemmtilegt."
Að breyta heiminum
Fyrir utan stjórnmálin segist
Ágúst Ólafur eiga fjölmörg áhuga-
mál. Raunar hafi hið pólitíska starf
verið sitt helsta áhugamál til
skamms tíma. Nú sé það hugarefni
orðið að atvinnu.
„Vissulega eru það forréttindi
þegar atvinna og áhugamál fara
saman, en maður verður líka að
eiga sér skjól í öðru. Mér er finnst
alveg frábært að fara vestur á upp-
eldisslóðirnar á Seltjarnarnesi einu
sinni í viku og spila fótbolta með
gömlu félögunum. Hér heima
finnst mér síðan gaman að liggja í
sagnfræði. Ferðast þannig í gegn-
um aldirnar og kynnast straumum
og stefnum - álitaefnum og átök-
urn. Af sögunni má alltaf draga
mikinn lærdóm og að þekkja til
hennar er okkur sem fáumst við
stjórnmál mikilvægt. Mest um vert
er hins vegar að fólk fari í stjórn-
málin vegna hugsjóna um að
breyta heiminum til hins betra og
þá eru brjóstvitið, hugsjónirnar og
réttlætiskenndin það sem hafa
verður að leiðarljósi öðru fremur,"
segir Ágúst Ólafur Ágústsson að
síðustu. sigbogi&dv. is
AFSLÁTTUR AF PIESEL SKÓm