Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Síða 14
14
Magasín
Fimmtudagur 30. október 2003
Undur veraldar
Britney segist bitur
Britney Spears sagði í viðtali nú á dög-
unum að hún væri bitur í garð karl-
manna eftir sambapdsslitin við Justin
Timberlake. Britney segir að henni hafi
verið brugðið er Justin fór að tjá sig um
það hvernig hann svipti Britney mey-
dómnum.
„Ég veit að ég er ekki samkynhneygð,
en samt verð ég alltaf bitur þegar ég hitti
nýja menn. í augnablikinu er ég ekki
með neinum en ég vonast til að hitta
draumaprinsinn og eignast með honum
fjölskyldu innan fimm ára,“ er haft eftir
Britney.
Drullumall í Kína
78 ára kona í Kína hefur greint frá því að hún hafi borðað um það
bil 10 tonn af drullu og leðju á síðustu sjö áratugum. Konan segist
hafa byrjað að borða drullu þegar hún var átta ára og hefur hún að
eigin sögn ekki sleppt úr degi síðan.
Konan segist finna til ánægju eftir að hafa borðað drulluna og seg-
ir hana mjög holla. Svo mikið er víst að hún er við hestaheilsu - enn
sem komið er.
Þjófur í prísund
Nítján ára japanskur unglingur var handtekinn eftir að hafa reynt
að stela 43 pökkum af sígarettum úr sjálfsala. Pilturinn hafði fest
höndina í sjálfsalanum og gat með engu móti losað sig. Þegar lögreglu
bar að spurði hún drenginn hvað hann væri að gera og hann sagðist
einfaldlega vera að ræna sjálfsalann. Eftir margar tilraunir lögreglu tii
að losa drenginn var kallað á slökkviliðið sem náði loks að losa hann
úr þessari undarlegu prísund
Aftur í sviðsljósið
Agnetha Faltskog er nú að hljóðrita plötu eftir 16 ára hvíld frá tón-
listarbransanum. Þessi fyrrverandi ABBA-stjarna segir að það sé
skemmtilegt að vera komin aftur í stúdíó og búist er við því að platan
verði gefin út í mars á næsta ári. Faltskog býr á lítilli eyju rétt utan við
Stokkhólm og nýtur sín í kyrrðinni þar. Hún byrjaði að vinna að nýju
plötunni fyrir þremur árum, en hvort sú verður eins vinsæl og þær
sem hún hljóðritaði með ABBA forðum daga verður bara að koma í
ljós.
Alexandra í tíma-
mótabíltúr
Danska prinsessan Alexandra, sem gift er
yngri bróður Friðriks krónprins, Jóakim, og á
með honum tvö böm, brá sér nýlega í bíltúr
sem hún segir vera mesta og skemmtilegasta
bíltúr sem hún hafi nokkm sinni farið í. Farar-
tækið var Porsche GT3, sem í sumar var sýnd-
ur hérlendis. Þetta gerðist þegar hún heim-
sótti, ásamt vinkonu sinni, bílasýninguna
„Racing Event" í sýningarhöllinni Bella Cent-
er. Sá sem þessar línur ritar rengir ekki orð
prinsessunnar því að hann ók sjálfitr slíkum bil hérlendis. Til ham-
ingju, Alexandra!
Líf og yndi Danir vilja óvenjuleg sumarhús
Leita að Emil í Kattholti
Danirtelja sænska sveitaróm-
antík mjög eftirsóknarverða,
og þegar þeir sem hafa á því
efni leita eftir sveitabýli eða
sumarhúsi horfa þeir ekki síst
yfir sundið, á Skán í Svíþjóð.
Þetta er ámóta og á íslandi, þar
sem allir vilja nú eiga sumarhús
fyrir austan fjall eða uppi í
Borgarfirði.
Nýja brúin yfir Eyrarsund auð-
veldar Dönum leitina að sælureit í
sveitinni. Hús og jarðir á Skáni eru
ódýrari en sumarhús á dönsku
strandlengjunni við Eyrarsund. Eft-
irsóknin hefur aukist um 15% á síð-
ustu þremur ámm og hafa á því
tímabili selst yfir 2.000 eignir til
Dana. Þeir hafa stofnað með sér
félagsskapinn Danske torpare sem
hefur blásið út og á síðasta ári
bættust við yfir 1.000 nýir meðlim-
ir.
Ekta sænskt eins og Kattholt
Danir vilja hafa húsin ekta
sænsk, og helst yfirgefin býli frá 19.
öld, eða eins og þeir hafa séð í kvik-
myndunum um prakkarann Emil í
Kattholti sem á að hafa búið á
Skáni, samkvæmt sögum Astrid
Lindgren. Þær kann hvert einasta
mannsbarn í Iöndum Skandinavíu
og raunar mun víðar. Eða geta ekki
Danir vilja hafa húsin
ekta sænsk, og helst yf-
irgefin býli frá 19. öld,
eða eins og þeir hafa
séð í kvikmyndunum um
prakkarann Emil í Katt-
holti.
allir haft yfir sögurnar um þennan
litla pottorm sem skotið var út í
smíðaskúr í refsingarskyni eftir
hvert prakkarastrik? Þar tálgaði
hann í hverri betmnarvist litla
spýtukarla - sem á endanum vom
orðnir því sem næst óteljandi
margir.
Rauð timburhús með lítilli ver-
önd með hvítum köntum og horn-
um, rétt eins og Lonneberga, en
það hét heimili Emils á sænsku. En
„einkakattholtið" má ekki vera
lengra burtu en sem svarar tveggja
tíma akstri frá Helsingborg. Þarf
helst vera í suðurhluta Smáland-
anna, Norður-Skáni, Vestur-Blek-
inge eða suðurhluta Hallands.
Vilja engin þægindi
Sumir Dananna vilja alls ekki
nútímaþægindi í húsin, eins og kló-
sett og sturtu, og helst ekki renn-
andi vatn. Best er að sækja það í
bmnn, sem þó má ekki vera of
langt í burtu. Það er nefnilega eng-
in vinnukona lengur á bænum sem
er skotin í vinnumanninum. Dan-
irnir vilja heldur ekki neinn þjóð-
veg í nágrenninu, en við það sætta
Svíar og Þjóðverjar sig sem þarna
kaupa hús.
En þessi hús kosta skildinginn,
eða allt að níu milljónum króna,
Standi þau við vatn með skógi í
kring má bæta tveimur milljónum
króna við verðið. Skyldi engum
Dana hafa dottið í hug að leita í Sví-
þjóð að Sjónarhóli Línu Langsokks,
Villa Villekulla?
Þessi undarlegi vemleiki frá
Skandinavíu leiðir huga okkar að
öðm. Hvernig geta íslenskar sögur
eflt sumarhúsabyggðirnar? Geta
Borgfirðingar ekki haldið
einhverjum sögum á lofti sem
draga enn fleiri í héraðið til að
byggja sér þar sumarhús? Og munu
draugasögur þær sem Sunnlend-
ingar kynna nú sérstaklega heillað
fólk svo rækilega upp úr skónum að
fólk vilji hvergi annars staðar eiga
sér sælureit í sveit.
gg@dv.is
KATiHYLTINGURINN: Emil með systur sína fdu í kerrunni og ef til vill er þetta eitt af ótal mörgum prakkarastrikum hans.
Fáar sögur fyrr og síðar hafa notið viðhka vinsælda og ævintýri Emils og nú eru þau meira að segja farin að stjórna
sumarhúsakaupum í Skandinavíu.
Stór pizza með 4 áleggstegundum
Aukaálegg að eigin vali kr. 150
r
Smáauglýsingar $
py í
550 5000 {
við birtum - ^
það berárangur ^