Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2003, Side 16
16
Magasín
Fimmtudagur 30. október 2003
Líf og yndi Eyjólfur Sverrisson knattspyrnukappi kominn heim
KÓPAVOGSBÚI: Eyjólfur Sverrisson, leikmaður með Tindastóli, Stuttgart, Beziktas og Herthu Berlín auk landsliðs fslands. „En það hefur ekki verið kæft enn þá að ég leiki
einn leik með Tindastóli og nái 100 leikja markinu. Kannski verður það bara 10 mínútur og ein snerting við boltann," segir Eyjólfur hér í viðtaiinu.
ert á þegar menn voru að skjóta
upp í loftið. Ég var leigður frá Stutt-
gart til Beziktas, en svo seldur til
Berlínar og ætlaði að vera 3 ár hjá
Herthu Berlín, enda strákurinn
kominn í skóla hér heima, en það
lengdist upp í 8 ár. En nú er ég loks-
ins kominn heim, enda tími til
kominn, 35 ára gamall. Ég vildi
hætta áður en fólkið f stúkunni
segði: Nei, sjáðu gamla manninn,
hann er enn þá að drattast þarna í
vörninni."
Eyjólfur segir að á þeim tíma sem
hann spilaði með Herthu hafi verið
mikil uppbygging hjá liðinu, meðal
annars hafi það verið með milli-
göngu Sport-Five sem keypti Eyjóíf
frá Stuttgart. „Christoph Daum,
sem þjálfaði hjá Stuttgart, hvatti
mig til að fara til Berlínar því að
hann kæmi á eftir mér. En Dieter
Höenes var ráðinn svo að ekkert
varðafþví."
„En þegar maður fór að
finna graslyktina á vorin
vaknaði knattspyrnu-
áhuginn, og þegar
slyddan fór að berja
mann í andlitið á haustin
byrjaði körfuboltinn. En
ég var mikið að hugsa
um að hætta í fótboltan-
um og æfa körfubolta
einnig yfir sumartím-
ann.“
Ungur maður frá Sauðárkróki
skorar sex mörk með 21-árs
landsliði fslendinga í knatt-
spyrnu í landsleik á Akureyri
gegn Finnum. Áhugi á frammi-
stöðu hans er vakinn erlendis
og njósnarar frá liðum í Þýska-
landi, Belgíu og Noregi reyna
að fá hann í sínar raðir
Leikmaðurinn sem lék með 2.
deildar liði Tindastóls á Sauðár-
króki er á leiðinni út í frægðina og
framann. Án þess að hafa leikið
með úrvalsdeildarliði á íslandi. Og
verður líklega aldrei úr því sem
komið er. En leikirnir með Tinda-
stóli urðu 99 talsins, og nú þegar at-
vinnumannsferlinum er lokið kitlar
það að leika einn leik í viðbót, ná
100 leikja markinu.
Fótbolti eftir kvöldmat
Eyjólfur Sverrisson heitir þessi
maður, sem hleypti heimdragan-
um skömmu eftir stúdentspróf á
Sauðárkróki. Hann segir það ekki
hafa vakað fyrir sér lengi að verða
atvinnumaður í knattspyrnu, enda
að spila í annarri deild. Þá byrjaði
dagurinn á sumrin með vinnu í tré-
smiðjunni, síðan var hlaupið heim
um kvöldmatarleytið til að ná fót-
boltaæfingu. Til baka eftir hana til
„Ég vil meira samspil við
A-landsliðið, að spilað
sé svipað kerfi. Enda á
21 -árs liðið að vera
undirbúningur fyrir A-
liðið eða atvinnu-
mennsku. Á þessum
tíma eru strákar að taka
út sinn mesta þroska.“
að sinna einhverri næturvinnu í að
minnsta kosti tvo tíma.
Á þessum tíma taldi Eyjólfur að
næturvinnan mundi skila sé aftur.
Hugmyndin var að fara í skóla í
Reykjavík. Geta í knattspyrnu ætti
að stuðla að því að fá íbúð og bfl í
náminu en aukavinnan gæti þá
orðið einhver vasapeningur.
Sveigjanlegur í hugsun
„Von um atvinnumennsku
blundar alltaf í strákum sem
stunda knattspyrnu af einhverri al-
vöru," segir Eyjólfur. „Þetta er orð-
ið nær en var áður, strákar eru mik-
ið að fara út til reynslu til erlendra
liða í dag. Á þessum tíma fyrir
norðan var ég líka í körfuboltanum
og hafði kannski meiri áhuga á
þeirri íþrótt á þessum tíma. En þeg-
ar maður fór að finna graslyktina á
vorin vaknaði knattspyrnuáhug-
inn, og þegar slyddan fór að berja
mann í andlitið á haustin byrjaði
körfuboltinn. En ég var mikið að
hugsa um að hætta í fótboltanum
og æfa körfubolta einnig yfir sum-
artímann. En menn eins og Páll
Ragnarsson og Bjarni Jóhannesson,
nú þjálfari Blika, voru alltaf að
hvetja mann til knattspyrnuiðkun-
ar. Enda erfitt að vera í báðum
íþróttum. Mér fannst ég alltaf vera
betri körfuboltamaður en fóltbolta-
maður! En maður þarf að vera mjög
sveigjanlegur í hugsun, það sann-
aðist þarna."
Víkingurinn sem varð ekki
körfuboltamaður
Á sínum tíma fór Eyjólfur í tíu
daga æfingabúðir til Stuttgart og
var eftir það boðinn samningur
sem hann þáði. Brann í Noregi og
Lokeren í Belgíu höfðu þá einnig
boðið Eyjólfi í sínar raðir.
„Ég var hjá Stuttgart í 5 ár, síðan
eitt ár í Tyrklandi hjá Beziktas og 8
ár hjá Herthu Berlín. Ég fór út fyrir
tilstilli Henson, Páls Ragnarssonar
og Ásgeirs Sigurvinssonar. Það má
segja að þeir beri sameiginlega
ábyrgð á því að ég varð ekki körfu-
boltamaður," segir Eyjólfur og
brosir. í Þýskalandi var hann yfir-
leitt kallaður víkingurinn, en ís-
lendingar í fótboltanum eru yfir-
leitt kallaðir ísmenn eða víkingar.
Miklar öfgar milli gleði og
haturs
- Islendingar líta stundum á
Tyrki sem hálfgerða villimenn.
Hvernig komu þeir þér fyrir sjónir?
„Þetta er allt annar heimur; önn-
ur trúabrögð og lífsstfll. Mér leið
alls ekki illa í Tyrklandi og var fljót-
ur að aðlagast þjóðlífinu þarna. En
þarna er spilaður mjög „agressívur"
fótbolti, og það hentaði mér, ég var
sjálfur harður í horn að taka og lét
andstæðingana finna fyrir mér.
Evrópuhluti Tyrklands er alls ekki
svo fjarlægur okkur en þegar komið
var upp í fjöllin var komið í allt
annan heim. Pressan var mikil,
krafist var sigurs í hverjum leik og
þegar Beziktas varð svo meistari í
Tyrklandi varð allt vitlaust. Enda
ekki orðið meistarar í 24 ár. Það
varð líka allt vitlaust þegar leikur
tapaðist, þarna eru miklar öfgar
milli gleði og haturs. Mér leist ekk-
Tíu mínútur og ein snerting
Úrvalsdeildarlið hérlendis leit-
uðu eftir því að fá Eyjólf í sínar rað-
ir, en hann ákvað að taka sér frí.
Nefnt var við hann að taka að sér
þjálfun á Fylki. Segir hann það ekki
hafa verið hugsað sem verkefni
með bróður sínum, Sverri, sem hef-
ur leikið með Fylki.
„En það hefur ekki verið kæft enn
þá að ég leiki einn leik með Tinda-
stóli og nái 100 leikja markinu.
Kannski verður það bara 10 mínút-
ur og ein snerting við boltann. Ég er
nú þjálfari 21-árs landsliðsins auk
þess að sinna sparkvalla- og út-
breiðsluátaki KSÍ. Ég hafði þetta
alls ekki í sigtinu þegar ég kom
heim þótt ég hefði áhuga á þjálfun.
Ég tek þetta verkefni að mér af
krafti. Ekki neinu hálfkáki og til að
hafa bara eitthvað að gera. Það
verður dregið í riðla í desember og
ég ætla að mynda mér skoðun á
þeim leikmönnum sem koma til
greina, og fara á leiki og fylgjast
með. Ég vil meira samspil við A-
landsliðið, að spilað sé svipað kerfi.
Enda á 21-árs liðið að vera undir-
búningur fyrir A-liðið eða jafnvel
atvinnumennsku. Á þessum tíma
eru strákar að taka út sinn mesta
þroska sem leikmenn".
Á HK-svæðinu
Kópavogsbúinn Eyjólfur Sverris-
son á tvo syni. Sá eldri er 13 ára og
leikur með HK en sá yngri er fjög-
urra ára og segist æfa með HK,
Liverpool og Herthu Berlín! Búast
má því við Eyjólfi meðal stuðnings-
manna HK í framtíðinni.
gg&dv.is
r r r ••
ODYR SIMTOL TIL UTLANDA
fleiri lönd - fleiri mínútur
ATLAS FRELSI
INTERNATIONAL CALLING CARD
More countries - more minutes • less price
ALÞJOÐLEGT SIMAKORT
fæst hjó Olís um land allt
220 mín. til 8 helstu landa
r
A vefsíðunni www.atlassimi.is
er að finna gjaldskrá og sölustaði