Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Page 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 9 • Besta forvörnin er að foreldrar upplýsi böm sín um hættuna á að verða íyrir kynferðisofbeldi. Dr. Phil ráðleggur eftirfarandi: • Foreldrar eiga að vera á verði gagnvart hugsanlegum barna- níðingum. Vísbending urn slíkt er þegar menn bjóða of mikla hjálp varðandi fjölskylduna og börnin, eða vita of mikið um börnin þín eða börn yfirleitt, sér- staklega ef þeir eiga engin börn sjálfir. • Foreldrar eiga að ræða við börnin sfn um barnaníðinga strax og þau hafa aldur til. Við þriggja til flmm ára aldur eru þau orðin nógu gömul til að geta orð- ið fórnarlömb barnaníðings. • Foreldrar þurfa ekki að vera hræddir um að þeir skelfi börnin með slíkum umræðum, en verða um leið að kunna að ræða víð þau þannig að þau skilji. Börnin verða ömggari ef þau vita hvern- ig þau eiga að verja sig. • Börn þurfa að vita að þau hafa rétt til að segja nei, öskra eða biðja um hjálp. Þetta gæti verið andstætt því sem þeim hefur ver- ið kennt um að hlýða fullorðn- um. Segið þeim að ef þeim er ógnað hafa þau leyfi til að öskra eða hlaupa í burtu, og að þau verði ekki skömmuð þó þau hafi kannski rangt fyrir sér. • Tryggið að börnin viti hvað er viðeigandi snerting og hvað ekki, og hvaða hluta líkamans enginn má snerta. • Æfið það sem börnin eiga að gera lendi þau í hættu. Að segja barninu einfaldlega að öskra á hjáip er ekki nóg, ef þau ekki æfa viðbrögðin vita þau ekki ná- kvæmlega hvað þau eiga að gera. • Minnið börnin á að barnaníð- ingar eru ekki endilega skrítnir eða ljótir f frarnar. Hættuleg manneskja getur litið ósköp venjulega út. www.drphil.com „Ég bíð þangað til foreldrarnir fara að treysta mér fyrir barninu áður en ég fer að misnota það" Foreldrar og nánir ættingjar gegna stærsta hlutverkinu við að koma í veg fyrir að börn þeirra verði fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi. í þætti dr. Phil á Skjá einum var skyggnst inn i þanka- gang margdæmds barnaníðings, sem notaði háþróaðar aðferðir til að ná til barna í gegnum foreldra þeirra. David Hernandez. Hann náði til barnanna fyrst og fremst igegnum fjölskyldurþeirra.„Tæiingar- ferlið, það að undirbúa barnið áður en ég ræðst til atiögu, getur tekið langan tima". Áhrifamikið viðtal við margdæmdan barna- níðing var sýnt í þætti sálfræðingsins dr. Phils á Skjá einum á miðvikudagskvöld. David Hernand- ez er nú í fangelsi í Kaliforníu, en hann segir fórn- arlömb sín vera vel yfir eitt hundrað talsins, stúlk- ur og drengir, á aldrinum 7 til 10 ára. Hann notaði háþróaðar aðferðir til að koma sér í mjúkinn hjá foréldrum barnanna. Hann var vinalegi nágrann- inn, fjölskylduvinurinn og góðhjartaði starfsmað- urinn í kirkjunni sem gerði allt til að hjálpa með- bræðrum sínum, og vann sér þannig traust for- eldra og barna. David kemur fyrir sem rólegur, greindur og vinalegur maður. Hann náði til barn- anna fyrst og ffemst í gegnum fjölskyldur þeirra. „Tælingarferlið, það að undirbúa barnið áður en ég ræðst til atlögu, getur tekið langan tíma. Ég nota ekki pening, eiturlyf eða annað. Foreldrar gætu séð við mér, sem dæmi, með því að taka eft- ir því að ég væri að leggja mig of mikið fram við að ná tengslum við þau og barnið. Ef þau hafa það á tilfinningunni að eitthvað sé ekki eins og það á að vera, þá er það oftast þannig". David segist oft hafa notfært sér vandamál í fjölskyldum, til dæm- is hjónabandserfiðleika, eða að barnið skorti föð- urímynd. „Þá kom ég inn í spilið, aðstoðaði við að sækja barnið í skólann, fara með það á fótbolta- leiki og annað slíkt. Ég bíð þangað til foreldrarnir fara að treysta mér fyrir barninu áður en ég fer að misnota það“. David segist ekki líta á börnin sem fórnarlömb heldur jafningja sína, en Dr. Phil bendir á að þetta er ein af mörgum hugarbrengl- unum sem barnaníðingar ala með sér. „Ég setti sjálfan mig í hlutverk tíu ára barns. Ég talaði eins og tíu ára barn myndi tala við annað barn um það sem þeim finnst skemmtilegt. Ég hækkaði röddina, og var blíður og góður. Spurði spurninga eins og „Hefurðu einhverntíman farið í sturtu með bróður þínum? Hvað kallarðu það sem hann pissar með? Hvað heitir það sem þú Hann var vinalegi nágrann- inn, fjölskylduvinurinn og góðhjartaði starfsmaðurinn í kirkjunni sem gerði allt til að hjálpa meðbræðrum sínum, og vann sérþannig traust for- eldra og barna. pissar með?" Ég passaði mig á að klæða mig á þann hátt sem þeim fýndist flott og höfðaði til þeirra. Til dæmis notaði ég kitluleiki. Svona leik þar sem við kitlum hvort annað en megum ekki hlæja eða hreyfa okkur. Svo geng ég alltaf lengra og lengra, þar til ég er búin að færa hann úr bux- unum og „kitía" hann með munninum á kynfær- unum". David segist nota sömu aðferðir og voru notaðar á hann þegar hann var sem barn beittur kynferðislegu ofbeldi - gera börnin aldrei hrædd, heldur láta allt líta út sem leik. Dr. Phil spurði hann hvort hann gerði sér grein fyrir að hann hefði líklega búið til nokkra kynferðisbrotamenn sjálfur. „Já. Við köllum það vampírueinkennið. Já. Ég hef búið til nokkrar vampírur". Á tveggja ára fresti fer David í gegnum nákvæmar læknisskoð- anir, og mun fá hugsanlega frelsi sitt aftur í fram- tíðinni. „Ef mér yrði sleppt í dag, myndi ég halda áfram að níðast á börnum. Þess vegna vil ég ekki að mér verði sleppt strax". Skýringar kynferðisofbeldismanna á hegðun sinni eru fátfðar, því flestir gerendur neita allri sök. Þá sjaldan að ofbeldismenn gefa skýringar eru þær oftast á þá leið að „eitt hafi leitt af öðru" eða að börnin hafi leitað á þá. Dæmi um slíkt var í dómi yfir manni sem fékk 18 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 7 ára stjúpdóttur sinni. Stúlkan var smituð af tveimur kynsjúkdómum og því lágu læknisfræðilegar sannanir fyrir í málinu: Maður- inn sagði að kynferðismökin hefðu verið að frum- kvæði barnsins, en þeirri skýringu hafnaði dóm- urinn. Lögreglan í Bretíandi hefur opnað vefsfðu í þeim tilgangi að leggja gildru fyrir barnaníðinga. Verkefnið er unnið í samvinnu við lögregluyfir- völd víða um heim. Fólki sem fer inn á síðuna eru gefnar viðvaranir og margir möguleikar á að fara út af síðunni. Haldi fólk áfram mun það á endan- um rekast á texta þar sem segir að viðkomandi að stunda ólöglegt athæfi, og geti verið sóttur til saka hvar sem þeir búa. „Við vonum að þessi síða muni trufla barna- níðinga sem nota internetið, draga úr fjölda þeirra sem setja myndir af ofbeldinu inn á netið og brjóta sjálfstraust þeirra sem halda að þeir geti ferðast nafnlaust í þessum tilgangi um netheima", segir Jim Gable, einn forsvarsmanna verkefnisins. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra segir að fimm til tíu mál af þessu tagi séu til athugnar hér á landi. Þannig hafi borist upplýsingar erlendis ffá um að tölvunotandi hér á landi hafi farið inn á vefsíðu sem inniheldur barnaklám. Þá sé reynt að hafa upp á tölvunot- andanum, og málið sent til viðkomandi lögreglu- embættis. TENGSL GERENDAI ALDUR ÞOLENDA OG ÞOLENDA 1998-2003 Skýrslutökur fyrir dómi 2-5 ára 150 Náin tengsl 40% 6-9 ára 199 Kunnugir 49% 10-13 ára 173 Ókunnugir 11% 14-18 ára 156 uppl. frá Barnahúsi uppl. frá Barnahúsi - AÁ-.v* Guðmundur Guðmundsson Guðmundur er vinnuhundur og hættir aldrei fyrr en hann er sáttur við sitt. Hann hefur reglu á sínu og hægt að ganga að því sem vísu að hann stendur við orð sín. Hann er góður félagi og er fljótur að sjá aumur á fólki. Kostir & Gallar Hann hefur lítinn tíma fyrir sjálfan sig og fjölskylduna. Mörgum þykir hann harður stjóri og einstaka sinnum fara yfir strikið enda sé stutt í skapið hjá honum. Hann vill hafa hlutina eftir sínu höfði og tekur oflítið tillit til annarra. Nýja stjórnin hjá Noröurljósum byrjuð Landsbankinn í lykilstöðu Samningaviðræður standa nú sem hæst um að Landsbankinn kaupi til sín sambankalán Norður- ljósa sem er upp á rúma fjóra millj- arða króna. Kaupþing Búnaðar- banki var með stærsta hluta sam- bankalánsins en Landsbankinn og ABM Amro sinn hvorn fjórðunginn. Standa vonir nýrra Norðurljósa- manna til þess að Landsbankinn geti tekið yfir lánið og tekið þátt í endurreisn Norðurljósa. Fjölmargir fjárfestar hafa áhuga á að koma að fjárfestingu í Norður- ljósum en í fyrradag var kjörin þar ný stjórn sem markaði upphaf að endalokum endurfjármögnunar fyrirtækisins, eins og Sigurður G. Guðjónsson forstjóri orðaði það. Samkvæmt heimildum DV hafa fjárfestar tengdir S-hópnum áhuga, en á meðal þeirra er Finnur Ing- ólfsson forstjóri VÍS. Fjárfestinga- félagið Kaldbakur hefur að sögn einnig áhuga á að koma að fjárfest- ingu í Norðurljósum. Baugur á fimmtán prósenta hlut í Kaldbaki og Halldór Jóhannsson sem settist í Skarphéðinn Berg Steinarsson Stjórnar- formaður Norðurljósa leitarað fjárfestum. stjórn Norðurljósa í gær starfar hjá Kaldbak. Fleiri eru nefndir en óvíst er hvort Bakkavararbræður eru þeirra Sigurjón Þ. Árnason Landsbankastjóri að leysa skuldastöðuna. á meðal. Kári Stefánsson hefur oft verið nefndur sem áhugasamur fjár- festir en DV hefur ekki heimildir fyr- ir því að sá áhugi hafi dofnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.