Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Qupperneq 12
12 FÖSTUÖÁGVR 19. DESEMBER 2003 Frétiir DV Gagnrýnd í Stúdentablaði Dagný Jónsdóttir, nýr þingmaður Framsóknar- flokksins, er harkalega gagnrýnd í leiðara Stúd- entablaðsins fyrir að snúa baki við Háskólan- um og sannfæringu sinni með því að greiða atkvæði gegn auknum fjárfram- lögum í haust. Fyrir tveimur árum var Dagný fulltrúi stúd- enta í Háskólaráði, æðsta stjórnvaldi Háskól- ans, auk þess sem hún var framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs. Þar leiddi hún baráttuna fyrir hærri íjár- framlögum til skólans. Dagný bar því við, þegar hún var gagnrýnd, að á þinginu væru tvö lið, og hún væri í stjórnarliðinu. I lok leiðara blaðsins segir: „Dagný - ert þú ekki í liði með stúdentum Háskóla íslands?" Kúsiðjafnað viðjörðu Hús Ians Huntleys verð- ur jafnað við jörðu eins fljótt og auðið er. Huntley hefur, sem kunnugt er, ver- ið dæmdur í tvöfalt lífstíð- arfangelsi fyrir morðin á skólastúlkunum Jessicu Chapman og Holly Wells. Stúlkurnar voru myrtar í húsinu í ágúst í fyrra. Það kemur í hlut foreldra stúlknanna að taka ákvörð- un um hvað verður gert við lóðina. Fregnir herma að foreldrarnir vilji ekki reisa minnisvarða á lóðinni heldur verði hún látin standa auð. Lögregla hefur haft yfir- ráð yfir húsinu síðan Huntley var handtekinn. Þess er nú beðið að lög- regla afhendi bæjaryfír- völdum í Soham húsið svo niðurrifið geti hafist. íbúar Soham kváðu fagna húg- myndinni enda telja þeir að húsið muni ætíð minna fólk á hina skelfilegu at- burði sem þar áttu sér stað. Úrstólnum og út á götu Löggæsla á að verða sýni- legri og öryggi borgara trygg- ara en áður með skipulags- breytingum hjá lögreglu- embættinu í Kópavogi. Hingað til hefur einn lög- reglumaður verið á stöðinni allar nætur en vegna minna álags á stöðinni hefur verið ákveðið að senda hann út af örkinni. Þannig fjölgar þeim lögreglumönnum sem em við almennt eftirlit í Kópavogi. „Þetta þýðir betri nýtingu á þeim mannafla sem hér er við störf," segir Friðrik Björgvinsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn. „Nú getum við hvort sem er haft tvo fullmannaða bíla á ferð um nætur eða fjölgað bflunum um einn og haft einn lög- regluþjón í þeirn bfl. Hvern- ig sem á það er litið þýðir þetta meira öryggi fyrir íbú- ana og eignir þeirra." j'd’i U Hr - iPi iiiuai Gamli flugturninn Heimir Már Péturs- son, upplýsingafull- trúi Fiugmáiastjórnar, segirgamla flugturn- inn þvinga stórar vél- ar út afakbrautog inn á flugvöllinn sjálf- an og tefja þarmeð fyrirumferð. Flugmálastjórn fær heimild til að rífa gamla flugturninn og hús við Nauthólsvík sem Bretar reistu á stríðsárunum. Flugturninn hindrar stórar flugvélar á nýrri ak- braut við flugvöllinn. Borgin eignast gömul hús sem setja ljótan svip á ylströndina í Nauthólsvík. Rífa flugturn sem hindrar umferð Flugmálastjórn hefur fengið leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að rffa gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Turninn tefur flugumferð. Að sögn Heimis Más Péturssonar upplýsingafulltrúa hefur Flugmálastjórn lengi haft áhuga á að rffa gamla flugturninn sem tekinn var úr upphaflegri notkun fyrir 40 árum. Verndunarsjón- armið hafi á hinn bóginn tafið fyrir heimild til nið- urrifsins. Flugskóli íslands er nú með aðstöðu í tum- inum fyrir verklega kennslu. Kostar 60 milljónir að flytja turninn „Tuminn er fyrir nýju akbrautinni sem lögð var þegar flugvöllurinn var endurbyggður. Fokkerarnir eru svo stórir að þeir geta ekki keyrt fram hjá flug- skýli 1 á akbrautinni fyrir framan gamla flugturn- inn og verða því að fara út á brautina. Það tefur umferð um flugvöllinn," segir Heimir Már. Að sögn Heimis Más er ekki ljóst hvenær hafist verður handa við niðurrifið. Hann segir það hafa Stríðsminjar í Nauthólsvík Breska hernámsliðið byggðiþessi hús í siðari heimsstyrjöldinni. Flugmálastjórn ætlar að afhenda borginni húsin og lóðina og fá i staðinn lóð undir og við félags- heimili starfsmanna Flugmálastjórnar. verið of kostnaðarsamt að flytja turninn á annan stað. „Það myndi kosta á bilinu 60 til 70 milljónir bara að flytja turninn," segir hann. Borgin fær land við ylströnd Flugmálastjórn hefur einnig samið um að af- henda borginni gamlar byggingar ofan við yl- ströndina í Nauthólsvík. „Þetta em hús sem Bretarnir byggðu á sínum tíma. Hluti var notaður sem hótel á hemámstím- anum. Húsin eru galtóm í dag og em ljót, séð frá yl- ströndinni. Borgin mun eflaust láta rífa þau," segir Heimir Már. Að sögn Heimis Más á ríkið landið undir bresku húsunum. Borgin mun fá lóðina og láta í staðinn lóð undir húsi sem starfsmenn Flugmálastjórnar hafa til umráða annars staðar við Nauthólsvíkina. Hann segir Flugmálastjórn einnig hafa afhent Reykjavflcurborg 9,6 hektara lands við Valssvæðið á Hlíðarenda í nóvember 2002. „Það em uppi áform um að rífa fleiri hús við flugtuminn; bragga og viðbyggingu. Þá viljum við rífa eigið flugskýli en það verður ekki gert fyrr en við höfum komið upp annarri aðstöðu fyrir flugvél- ina okkar," segir Heimir Már. í umræddum bragga em í augnablikinu geymslur íyrir slökkvilið á flug- vellinum. gar@dv.is Stefnir í metár í íslenskri plötusölu. íslensku titlarnir seljast best. Fákeppni á markaðnum. Fákeppni á blómlegum plötumarkaði „Þessi aukna sala er helst að þakka markvissri vinnu útgefenda og tónlistarmanna," sagði Einar Bárð- arson, talsmaður Sambands hljóm- plötuframleiðenda. „Plötusalan hef- ur líka færst til stórmakaða. Hagkaup selja til dæmis gríðarlegt magn af titlum." í fréttatilkynningu frá Sam- bandi hljómplötuframleiðenda kemur fram að á föstudaginn í síð- ustu viku hafi Sta'fan náð að selja sama magn af titlum og allt árið 2002. Þá er öll jólasalan eftir svo ljóst er að 2003 verður metár hjá Skífunni. „Gullplötur stefna í að verða tólf en voru átta í fyrra," sagði Einar og benti á að í ár væri útlit fyrir að fjórir titlar næðu platínusölu. „Það er já- kvæð þróun í íslenskri tónlist en að- eins minni sala í erlendri." Spurður hvort Internetið kæmi niður á söl- unni sagði Einar að það hefði frekar aukið söluna. „ísland er lítið land og fólk vill síður stela verkum vina sinna,“ sagði Einar og benti á að til dæmis hefði vefurinn tonlist.is haft jákvæð áhrif á plötusölu. Úlfar Þórðarson, verslunarstjóri Japis á Laugarveginum, sagði að sal- an í ár væri ágæt. „Desember mætti vera betri en það spilar líka inn í að salan í miðbænum tekur seinna við sér." Úlfar sagði að íslensku titlarnir seldust mest en Japis legði metnað í að vera með sem fjölbreyttast úrval. „Robertino, undrabamið frá Ítalíu, selst líka gríðarlega vel.“ Það stefnir í metár hjá Skífunni en ýmsir sem DV tók tali voru ekta sam- mála um aðferðirnar. Það virðist vera ákveðin fákeppni á markaðnum þar sem Skífan, BT og Hagkaup und- irbjóða nýjustu titlana. Þannig þurfa sjálfstæðar plötuverslanir að kaupa metsöluplötur af Skífunni sem geftir Einar Bárðarson „Plötusalan hefurlíka færst til stórmarkaða eins og Hagkaupa sem selja griðarlegt magn aftitlum." þær út. Heimildarmaður DV sagði erfitt að keppa við batterí sem hefði fjölmiðla, stórmarkaði og útgáfuna að baki sér. Það væri þó jákvætt að æ fleiri virtust hlusta á íslenska tónlist, eins og sölutölur bæru með sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.