Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003
Fréttir DV
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 1 7
Engin þjóð í Evrópu lætur jafn lítið afhendi rakna til þróunar- og neyðarstarfa og íslendingar. Hver íslendingur gefur 500 krónur íþróunar- og neyðar-
aðstoð en hver Dani 22 þúsund. íslenska prestastéttin gengur á undan með góðu fordæmi þó að stjórnvöld og almenningur fylgi illa á eftir.
í engin hús aft venda Mörg hundruð milljónir manna viðs vegar i heimin-
um býr við sára fátækt og þak yfir höfuðið er fjarlægur draumur.
íbúi þriðja heimsins Meðalaldur íslendinga er 80 ár. Meðalaldur imörgum rikjum Afriku er 40 ár.
Islendingar gefa
minnst allra bjófia
Neyð í Úganda Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er til að lina neyð 300 foreldralausra barna sem enginn sér farborða.
Evrnpu
Hjálparstarf kirkjunnar Tíu milljónir hafa safnast hingað
til i þeirra árlegu jólasöfnun.
Hver íslendingur lætur heilar 500
krónur af hendi rakna á ári hverju til
þróunar- og neyðaraðstoðar miðað
við framlög íslenska ríkisins á þessu
ári. Þar erum við eftirbátar allra evr-
ópskra þjóða og verður að fara alla
leið til Asíu og Mið-Austurlanda til að
ftnna dæmi um þjóðir sem sýna ör-
brigð og neyð í heiminum minni at-
hygli en íslensk stjórnvöld.
Biskup íslands, Karl Sigurbjömsson,
hefur í prédikunum sínum vakið máls á
þeirri ágirnd og þeim hroka sem virðast
ráða för í íslensku þjóðfélagi. Honum
hefur verið mikið niðri fyrir og bent á að
hin sönnu auðæfl em ekki að eiga mik-
ið, heldur þurfa lítið.
DV lék forvitni á að vita hversu
vel menn innan kirkjunnar fylgdu
kalli sínu en jólasöfnun Hjálpar-
starfs kirkjunnar stendur nú yfir.
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkj-
unnar
Tíu milljónir króna hafa nú safn-
ast f jólasöfnun Hjálparstarfs kirkj-
unnar síðan hún hófst fyrir þremur
vikum. Söfnunin er árlegur viðburð-
ur og er hún stærsta fjáröflun í hjálp-
arstarfi kirknanna í landinu. Mikil
neyð ríkir víða um heim en að þessu
sinni er safnað til handa munaðar-
lausum börnum í Úganda. Söfnunin
mun standa út janúar og vonir
standa til að 20 milljónir safnist áður
en yfir lýkur. Gíróseðlar voru sendir
inn á hvert heimili í landinu og söfn-
unarbaukar liggja víða í fyrirtækjum
og á heimilum. Eitt 2500 króna fram-
lag dugar til að veita hópi umkomu-
lausra barna nauðsynlega hjálp og
aðstoð.
I stefnulýsingu Hjálparstarfs kirkj-
unnar kemur fram að „unnið verði
markvisst að því að vekja söfnuði,
sóknarnefndir og presta til ábyrgðar
á hjálparstarfi svo að það sé eðlilegur
hluti af öllu safnaðarstarfi".
Jónas Þ. Þórisson, framkvæmda-
stjóri Hjálparstarfsins, segir það viss
vonbrigði hversu margir aðilar séu
ekki hluti af styrktarkerfinu. „Það er
unnið hörðum höndum að því að gera
söfnunarstarfið skilvirkara. Hjálpar-
starfið er hugmynd kirkjunnar og auð-
vitað á fólk innan kirkjunnar að sýna
það í verki. Margir rétta hjálparhönd
og gefa, en betur má ef duga skal."
Sælla er að gefa en þiggja
■ Framlög presta voru á sínum tíma
nauðsynleg til að koma Hjálparstarfi
kirkjunnar á fót en nú greiðir aðeins
helmingur presta á íslandi fastan
hluta launa sinna til Hjálparstarfsins.
Á ársgrundvelli er um rúmlega 30
þúsund krónur að ræða. Þykir mörg-
um súrt í broti að fleiri guðsmenn
skuli ekki ganga þannig á undan með
góðu fordæmi en þetta segir ekki alla
söguna þar sem margir prestar láta fé
af hendi rakna með öðrum hætti. DV
hafði samband við 40 presta og kváð-
ust flestir láta eitthvað af hendi rakna,
bæði í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkj-
unnar en einnig til annarra brýnna
málefna. Fæstir þeirra vildu þó nefna
einhverja upphæð í þessu sambandi.
„Þetta er viðkvæmt mál fyrir
marga," segir Pálmi Matthíasson,
sóknarprestur í Bústaðakirkju. „Mjög
margir gefa tíma og fé í góð málefni og
vilja ekki berast mikið á vegna þess.
Enda má segja að um einkamál sé að
ræða. Menn verða dæmdir að lokum."
Mikið og gott sjálfboðastarf fer
einnig ffam í mörgum söfnuðum.
Flestir söfnuðir gefa fé til ýmissa mál-
efna og í mörgum þeirra er sérstak-
lega safnað fyrir Hjálparstarfið en
einnig fyrir þann stækkandi' hóp hér-
lendis er þarf nast aðstoðar.
„Ég hef ekki nákvæmar tölur yfir
það sem safnast hefur en við reynum
að vekja sóknarbörnin til meðvitundar
um mikilvægi starfs Hjálparstarfsins,"
segir íris Kristjánsdóttir, sóknarprest-
ur í Hjallakirkju. „Það má alltaf gera
betur og ég geri mér væntingar um að
söfnuðurinn eigi eftir að styrkja starfið
enn betur með hærri framlögum."
Um helmingur safnaða í landinu
lætur ákveðna prósentu af tekjum
sínum renna til Hjálparstarfsins.
Hluti safnaða gefur þó ekki neitt en
notar fé sitt í annað. Engar tölur eru
til um framlög safnaða á þessu ári en
á því síðasta námu heildarframlög
allra söfnuða tæplega fimm milljón-
um króna til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Þjóðráð
Þórir Guðmundsson, upplýsinga-
fulltrúi íslandsdeildar Rauða krossins,
vill meina að íslendingar séu þrátt fýr-
ir allt gjafmildir og með gott hjarta.
„Það er fjöldi fólks sem gefur reglulega
tU góðgerðarmála. Margir eiga sjálfir
ekki of mikið en ganga engu að síður
DÆMI UM GJAFIR FRAMLAG RÍKISINS TIL ÁRLEGT FRAMLAG
SAFNAÐA TIL HJÁLPAR- ■ FRJÁLSRA FÉLAGA- ■ TIL ÞRÓUNAR- OG
STARFSINS HINGAÐTIL: ■ SAMTAKA Á ÍSLANDI ■ NEYÐARAÐSTOÐAR
(MILLJÓNIR KRÓNA) ■ (PR. EINSTAKLING)
Keflavíkursókn 300 þúsund
Grensássókn 70 þúsund
Hallgrímskirkjusókn 550 þúsund
Hafnarfjarðarsókn 0
fram fyrir skjöldu. Það sem er kannski
helst ámælisvert er hve hið opinbera
stendur sig illa gagnvart öðrum þjóð-
um.“
Þórir bendir þó á að hið opinbera
hafi önnur úrræði í stöðunni en að
gefa peninga. „Víða eriendis þekkist
2002 2003
ABC Hjálparstarf 0 2,8
Barnaheill 0 1,0
Hjálparstarf kirkjunnar 2,0 1,0
Heimild: World factbook/ Utanríkisráöuneytiö
það að stjórnvöld veita þeim skattaaf-
slátt sem gefa til góðgerðarmála ýmiss
konar. Það ýtir undir að fólk gefi sjálft
enda má segja að almenningur sé þeg-
ar búinn að greiða sinn skatt af tekjum
sínum."
atben@dv.is
Lúxemborg 26.000
Noregur 22.500
Danmörk 22.000
Holland 16.000
Svíþjóö 14.000
Portúgal 1.900
Bandaríkin ■HH1.700
ftalía 1.200
ísland ■HHI' 500
Sádi-Arabia 0
Suður-Kórea mmmaai