Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Page 18
7 8 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 'Fókus DV Á öllum tímum hafa verið til menn sem hafa barist fyrir því sem þeim fannst rétt, þvert í óþökk samfélagsins. Oft hafa þeir látið gott af sér leiða, stundum slæmt, en oftast hafa þeir þó lík- lega breytt mest litlu, eins og Don Kíkóti sjálfur, en síð- asti riddarinn deyr af sótt uppi í rúmi og sver af sér alla riddara- mennsku. Mögulega fer þó betur fyrir ridd- urum nútím- ans, en hverjir hérlendis gætu fyllt í skarðið? Don Kíkóti var riddari sem var uppi á tímum þar sem riddara- mennskan var dottin úr tísku. Hann var hugarfóstur höfundarins Cervantes, og bókin um hann var svo vinsæl að aðrir höfundar skrif- uðu framhaldsögur um ævintýri riddarans, þar til Cervantes fann sig knúinn til að skrifa framhald sjálfur, en seinni bókin kom út tíu árum síð- ar. Ævintýri Don Kíkóta birtust fyrst árið 1604, og eru nú af mörgum talin besta skáldsaga allra tíma. Hún er nú komin út hérlendis í nýrri þýð- ingu Guðbergs Bergssonar. Síðasti riddarinn deyr Riddarar fyrri alda, eins og þeir sem Don Kfkóti telur sig tilheyra, vernduðu þá sem minna máttu sín, tilbáðu konur og ferðuðust á milli staða og gerðu góðverk. Þessi at- vinnugrein var í lægð á þeim tímum sem Cervantes var uppi á, og hafði í raun lognast útaf nema í hinum geysivinsælu riddarasögum. Spánn stóð á hátindi valda sinna sem ný- lendu- og hernaðarveldi, en hafði ofmetnast af velgengni sinni og stóð í raun á leirfótum. Margir höfðu efnast mjög af við- skiptum og gripdeildum í Suður- Ameríku, en heima fyrir héldu aðals- menn enn í úreltar hugmyndir um titla og eignir. Alþýðan var mennt- aðri en nokkru sinni fyrr, en fólk hafði þó litla möguleika á að bæta lífsskilyrði sín. Gamlar dyggðir eins og heiður og riddaramennska áttu illa upp á pallborðið, og hugsjóna- maðurinn Don Kíkóti virðist mörg- um heldur kjánalegur þegar hann berst við skrýmsli þar sem aðrir sjá aðeins vindmyll- ur. Oft hlýst meira slæmt en gott af gerðum hans, en alltaf meinar hann þó vel, og höfundurinn skýtur föst- um skotum að samtíma sínum með að sýna fram á hversu illa hefur farið íyrir sönnum dyggðum. Don Kíkóta fyrir forseta! Don Kíkóti taldi það vera hlut- verk riddaranna að bjarga heimin- um, en fyrir hinn islenska hugsjóna- mann virðist forsetaembættið vera það starf sem helst er til þess fallið. Við fáum líklega aldrei að vita hvað hefði gerst ef Astþór Magnússon hefði verið kosinn forseti. Eins og sannur riddari ferðast hann heims- Don Kíkóti sló sjálfan sig til riddara, en Snorri hefur slegið sig til heiðurs- - borgara á Akureyri og Seyðisfirði. En eins og þeir sem verða á vegi Dons- ins eru samferðamenn Snorra ekki endilega vissir um að þeim þurfi að vera bjargað. hlutana á milli og reynir að gera góðverk, en þarf oft á tíðum að þola háð samtímamanna sinna. Draumaheimur Ástþórs er ef eitt- hvað er enn fallegra en heimur Kíkóta, og enn ólíklegri að verða að raunveruleika. Árið 2000 kom og fór, en alheimsfrið- ur virðist fjarlægari en nokkurn tímann þrátt fyrir bestu tilraunir Astþórs. Skeqq Don Kíkóta Þótt Don Kíkót- ar þekkist best af hugsjónaeldinum eru sumir sem bera útlitið með sér. Geir Waage sókn- arprestur í Reykholti er með myndarlegt riddaraskegg, og heldur einnig fast í fornar dyggðir sem formaður Svartstakkafélagsins, sem berst fyrir því að kirkjan haldi sem mest í fornar hefðir. Skjöldur úr búðinni Kormákur og Skjöldur hefur, ef eitthvað er , enn glæsilegra skegg. Hans helsta hugsjónarmál er að íslending- ar gangi um í notuðum föt- . um, sem er líklega heldur L vonlaus barátta meðal tískuþjóðarinnar miklu. | ' Gunnlaugur Ástgeirs- [ son hefur einnig riddara- legan skeggvöxt. Hann berst þó ekki við vindmyllur heldur gerði hann innrás, ásamt fleirum, í íslenska sendiráð- ið í Stokkhólmi árið 1970 til að mót- mæla bágu ástandi menntamála á íslandi, og var það vafalaust engin ímyndun að illt var í efni. Ári síðar bauð hánn sig fram á þing með Framboðsflokknum, sem hafði skrifstofu sína í pósthólfi og fram- boðsbókstafmn O. Flokkurinn naut töluverðs fylgis, og brugðu þá flokksmenn á það ráð að kjósa aðra flokka, til að koma í veg fyrir að þeir sjálfir myndu enda á þingi. Þrátt fyr- ir skeggið er Gunnlaugur því kannski aðeins of kaldhæðinn til að vera Kfkóti, en slíkt fer illa saman við riddaramennskuna. Sancho Panza á þingi Jón Baldvin er mikil glæsimenni, og riddaralegur í fasi. Aðstoðarmað- ur hans í hetjuferðinni, Össur Skarp- héðinsson, er heldur hreint ekki svo ólíkur Sancho Panza, þéttvaxinn en kannski eilítið rauðhærðari en kollegi hans á Spáni. Sá munur ér þó á Jóni og Doninum að Jóni tókst ætl- unarverk sitt, að bjarga þakklátum Eystrarsaltsbúum úr klóm Sovétríkj- anna, og eins og styttur af Don Kíkóta prýða Spán í dag segja sumir að það standi stytta af Jóni Baldvini í Tallinn í Eistlandi, en aðrir að þar sé gata skírð í höfuðið á honum. Einnig vegnaði Jóni betur en Doninum í ástarmálum, en hann fann og giftist sinni Dulcimeu, fegurðardrottning- unni Bryndfsi Schram. Bróðir Saricho Panza í dæminu hér að ofan, Magnús Skarphéðins- son, er þó mun meiri Don Kíkóti í eðli sínu en Jón Baldvin. Hann verndar þá sem minna mega sín, hvort sem um ræðir mýs eða hvali. Hann sér geimverur þar sem aðrir sjá hreint ekki neitt, og vill þeim ekk- ert nema gott. Og hann berst við vindmyllur nútímans, virkjanirnar, sem ef til vill eru landinu þó hættu- legri enn nokkrir risar. Hannes Hólmsteinn er annar riddari sem hefur skorað báknið á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.