Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Side 22
Sport DV 22 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 Ekkertílík- ingu við Real Franski landsliðs- maðurinn Claude Makalele yfirgaf spænska stórliðið Real Madrid til að taka þátt í rússnesku byltingunni hjá Chelsea en hann er samt þeirrar skoðunar að Real Madrid sé mikið, mikið betra félag. „Þegar allt kemur til alls þá er Real Madrid bara Real Madrid. Það er ekki hægt að líkja því saman við nokkurn hlut. Ég er umvafinn góðum leik- mönnum hjá Chelsea en gæðin eru allt önnur hjá Real Madrid sem hefur nokkra leikmenn sem hafa verið valdir bestu leikmenn í heimi," sagði Makalele en bætti við að hann hefði fulla trú á liði Chelsea og hefði farið frá Real Madrid fyrir annað lið en Chelsea. Arsenal mætir Middlesbrough Arsenal mætir Middles- brough í undanúrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu en dregið var á miðvikudagskvöldið eftir leiki Aston Villa og Chelsea og Tottenham og Middles- brough. í hinum leiknum mætast Aston Villa, sem sló út Chelsea, og Bolton. Liðin spila heima og að heiman og fara fyrri leikirnir fram 19. janúar en seinni leikirn- ir viku síðar. Forráðamenn norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk skoða aðra framherja en Helga Sigurðsson. „Helgi er strákur sem erlétturog skemmtilegur og hungraðurí árangur.1 Hefur ekki enn fengið samning Norska úrvals- deildarliðið Stabæk hefur ekki enn boðið framherjanum Helga Sigurðssyni samning og hyggst skoða aðra framherja áður en þeir gera honum tilboð. Gaute Larsen, þjálfari Stabæk, sagði í samtali við norska blaðið Budstikka í gær að félagið vildi halda því opnu að geta samið við aðra en Helga. Larsen segir þó að það sé alls ekki útilokað að félagið semji við Helga enda þekki þeir vel til hans frá fyrri tíð og hvers er vita hann megnugur. „Helgi er strákur sem er léttur og skemmtilegur og hungraður i árangur. Við munum samt ekki taka ákvörðun um framherja íyrr en í janúar," sagði Gaute Larsen. Helgi Sigurðsson sagði í samtali við sama blað að það truflaði hann ekkert þótt Stabæk vildi bíða með að bjóða honum samning. „Mér finnst það alveg eðlilegt. Ég er sjáifur að leita í kringum mig í Evrópu og af hverju ætti félagið ekki að gera það sama. Ég er búinn að æfa með liðinu undanfarna tíu daga til að halda mér í formi," sagði Helgi Sigurðsson. Hann sagði jafnramt að hann gæti vel hugsað sér að spila með félaginu því honum hefði liðið alveg einstaklega vel þegar hann var þar síðast. „Ég hef saknað Stabæk síðan ég fór þaðan og það er klárt að það er liðið sem efst á óskalistanum hjá mér t'Noregi," sagði Helgi. oskar@dv.is LANDSLIÐSHÓPURINN Sigurður Ingimundarson valdi í gær tuttugu leikmenn fyrir leikina tvo gegn bandaríska háskólaliðinu Catawba College sem kemur hingað til lands á milli jóla og nýárs. Þetta er fyrsti landsliðshópurinn sem Sigurður setur saman í sínu starfi. I fyrri leiknum, sem fer fram sunnudaginn 28. desember kl. 18 í Smáranum í Kópavogi spilar lið 1 en daginn eftir mun lið 2 mæta Catawba College í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn kl. 19.15. fliði Catawba er íslenski landsliðsmað- urinn Helgi Már Magnússon. Liðin tvö eru skipuð eftirtöldum leikmönnum: Liðl Brenton Birmingham, Njarðvík Friðrik Stefánsson, Njarðvík Gunnar Einarsson, Keflavík Mangi Hafsteinsson, KR Jón Nordal Hafsteinsson, Keflavík Lárus Jónsson, Hamri Páll Axel Vilbergsson, Grindavík Pálmi Freyr Sigurgeirss., Breiðabliki Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli Skarphéðinn Ingason, KR Liö 2 Axel Kárason,Tindastóli Egill Jónasson, Njarðvík Eiríkur Önundarson, (R Guðmundur Jónsson, Njarðvík Halldór Örn Halldórsson, Keflavík Hlynur Bæringsson, Snæfelli Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík Ómar Sævarsson, fR Páll Kristinsson, Njarðvík Sævar Haraldsson, Haukum. Dregið í 8 liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar í körfuknatt- leik í karla- og kvennaflokki. Meistararnir mæta Haukum Bikarinn á loft Guðjón Skúlason tók við bikarnum fyrir hönd Keflavíkur i fyrra. í gær var dregið í átta liöa úrslit- um bikarkeppni KKl og Lýsingar í körfuknattleik í karla- og kvenna- flokki en 16 liða úrslitin voru spiluð í vikunni. Bikarmeistarar Keflavíkur í karlaflokki eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir munu sækja Hauka heim að Ásvöllum. Njarðvík tekur á móti Hamri, Fjölnir sækir Grindavík heim og Tindastóll og Snæfell mætast á Sauðárkróki. Þessir leikir fara fram 8. janúar næstkomandi. Aðeins einn 1. deildarslagur? I kvennaflokki mæta bikarmeist- arar IS 2. deildarliði Tindastóls í Kennaraháskólanum, / sigurvegarar úr leik Breiðabliks og ^órs frá Akur- eyri fá það erfiða verkefni að taka á móti Keflavík, KR-stúlkur taka á móti sigurvegaranum úr ieik Ár- manns/Þróttar og Grindavíkur og Haukar fá Njarðvíkinga í heimsókn. Leikirnir í kvennaflokki fara fram 7. janúar. Það vekur athygli að aðeins einn 1. deildarslagur getur orðið í átta liða úrslitunum sem ætti að þýða tvo æsispennandi undan- úrslitaleiki enda hefur það sýnt sig að mikiil munur er á 1. deild og 2. deild kvenna. Bikarúrslitlin fara fram í Laugardalshöllinni 7. febrúar en undanúrslitin 17. janúar. oskar@dvJs f Blatter sér rautt yfir græðginni Sepp Blatter, forsetiAlþjóða knattspyrnusambandsins, finnst græðgin hafa tekið völdin i ensku úrvalsdeildinni i knattspyrnu og hefur áhyggjur afþróun mála þar á bæ. Sepp Blatter, forseti FIFA, fer ekki fögrum orðum um ensku úrvalsdeildina Græðgin er að eyðileggja allt Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, fer ekki fögrum orðum um ensku úrvals- deildina og segir þróun hennar ekki vera í góðum farvegi. Blatter segir að gífurlegt fjármagn og mikill fjöldi er- lendra leikmanna sé á góðri leið með að eyðileggja deildina. Blatter vegur að Rússanum ríka Roman Abramovich þegar hann segir að hann hafi áhyggjur af framtíð enskr- ar knattspyrnu vegna allra erlendu leikmannanna. Hann sagði að pen- ingar væru farnir að stjórna knatt- spyrnunni og að græðgin væri orðin sterkara afl heldur en hollusta leik- manna við félög - þróun sem gerir lítið annað en fæla stuðningsmenn liða frá. Hollustan bundin við launin „Nýjasta þróunin að leikmenn stóru liðanna í Englandi og annars staðar séu samsuða af mönnum frá öllum þjóðum truflar mig,“sagði Blatter og bætti við: „Mörg ensk félög eiga ekki skilið að vera skilgreind sem ensk þar sem þau eru uppfull af erlendum leik- mönnum. Hollusta leikmannanna er eingöngu bundin við þann sem borgar þeim launin hvort heldur sem það eru 30 þúsund, 50 þúsund eða 100 þúsund pund á viku. Græðgin mun taka völdin Þegar til lengri tíma er litið hef ég ekki trú á því að enskt lið með ellefu erlenda leikmenn nái að kalla fram stuðning áhorfenda sem hafa mun lægri árslaun en þessir leikmenn fá á viku. Ef við stígum ekki varlega til jarðar þá mun græðgin taka völdin í knattspyrnunni - nokkuð sem ég er alfarið á móti," sagði Blatter sem virðist vera sérstaklega uppsigað við Englendinga þessa dagana. oskar@dv.is 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.