Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2003, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 Sport DV FIFA-verðlaun bara grín Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, botnar ekkert í því af hverju Zinedine Zidane var valinn besti knattspyrnumaður heims og segir að verðlaunin séu orðin að algjöru gríni. „Með fullri virðingu fyrir Zidane, sem er án nokkurs vafa einn besti leikmaður heims, þá skil ég ekki af hverju hann var valinn því tímabilið var ekkert sérstakt hjá honum. Ef það á að gefa verðlaunin eingöngu vegna hæfileika þá hefði Maradona átt að vinna öll árin sem hann spilaði," sagði Gattuso og bætti við að Pavel Nedved og Paolo Maldini hefðu verið betur að verðlaununum komnir þar sem þeir áttu stóran þátt í góðu gengi sinna liða í Meistaradeildinni. „Valið er bara grín. Ég var meira áð segja tekinn fram yfir suma þessara leikmanna hjá þjálfara. Það sjá allir að það er glórulaust.'1 Fangzhuoá leiðtil United Kínverski knattspyrnu- maðurinn Dong Fangzhou mun að öllum líkindum ganga frá samningi við Man. Utd á næstu dögum en hann hefur lengi verið orðaður við ensku meistarana. „Þetta er satt," sagði Lin Lefeng hjá kínverska félaginu Dalian sem Fangzhou leikur með við Reuters. „Þetta verður klárað á næstu dögum." United er talið greiða kínverska félaginu um 400 milljónir kr. fyrir þennan 18 ára strák sem heillaði forráðamenn félagsins er hann kom í heimsókn til Englands í ágúst. Mourningfær nýtt nýra Körfuknattleiksmaður- inn Alonzo Mourning mun gangast undir nýrna- ígræðslu í New York í dag. Mourning hefur lengi þjáðst af nýrnasjúkdómi sem varð þess valdandi að hann varð endanlega að leggja skóna á hilluna í vetur eftir afar farsælan feril í NBA-deildinni. sekúndur sléttar og Róbert Frey Michelsen sem er íslandsmeistari unglinga 19-22 ára. Allir þessir strákar eru landsliðsmenn í spretthlaupum og því fékk Shirley verðuga samkeppni. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði íslensku strákana í stórskemmtilegu hlaupi. Erfið ævi Ævi Shirley, sem er 25 ára, er þyrnum stráð en hann var aðeins þriggja ára þegar móðir hans yfirgaf hann. Fyrir vikið varð hann að fara á munaðarleysingjahæli. Þar varð hann fyrir öðru áfalli þegar einn af gæslumönnum munaðarleysingahælisins keyrði óvart yfir fótinn á honum með sláttuvél. Það slys leiddi af sér að aflima varð af honum hægri fótinn. Hann var síðan orðinn 10 ára þegar Shirley-fjölskyldan ættleiddi hann. Þrátt fyrir þessi 'áföll hefur Shirley einstaka sýn á lífið. „Ef móðir mín hefði ekki yfirgefið mig þá hefði ég ekki lent á munaðarleysingjahæli. Þá hefði ég ekki misst fótinn og þá Undanfarna daga hefur verið hér á landi einn besti íþróttamaður heims í röðum fatlaðra. Hann heitir Marlon Shirley og er heimsmethafi í 100 metra hlaupi karla en hann hefur hlaupið 100 metrana á 10,97 sekúndum sem er ótrúlegt afrek hjá manni sem er aflimaður á hægri fæti. Ástæða komu hans hingað til lands er sú að hann var að prófa nýjan fót sem Össur hf. framleiðir en þeir eru leiðandi í framleiðslu gervilima. Teymi stoðtækjafræðinga og hönnuða hjá Össuri hefur unnið sleitulaust að endurbótum á fæti Shirley. Æfingarnar hafa gengið vel og Shirley tekur stöðugum framförum. Keppti við íslendinga A miðvikudagskvöldið atti hann kappi við íslenska hlaupara á Boðsmóti ÍR sem fram fór í Egilshöllinni. Þar keppti hann við þá Andra Karlsson sem á best 10,91 sekúndu í 100 metra hlaupi, Sigurkarl Gústavsson sem á best 11 Vel tekið á því Shirley tók vel á þvíI Egilshöllinni á miðvikudagskvöldið. Á efri myndinni tekur hann i hendina á Andra Karlssyni sem veitti honum harða keppni. væri ég ekki heimsmethafi í 100 metra hlaupi hjá föduðum," sagði Shirley. Hann hefur sett markið hátt og stefnir að því að keppa á alþjóðlegum viðburðum með óföduðum. Til að sá draumur hans get ræst þarf hann að geta hlaupið 100 metrana á 10,33 sekúndum og er hann alveg líklegur til að ná því takmarki. henry@dv.is Óli á leið frá Grindavík? Á förum? Ólafur er hér Ieldlinunni með Grindvíkingum ísumar gegn Fylki en það er Haukur Ingi Guðnason sem leggur boltann þarna fram hjá honum. Ólafur er hugsanlega á förum frá Grindavik og þrjú lið i Landsbankadeildinni hafa þegar sýnt honum áhuga. Einn besti markvörður landsins, Ólafur Gottskálksson, er hugsanlega á förum frá Grindavrk eftir aðeins eitt ár með félaginu. Ólafur gekk í raðir Grindvíkinga fyrir síðasta tímabil frá enska félaginu Brentford en hann lauk með þeim sex ára atvinnu- mannsferli sem hófst í Skotlandi þar sem hann lék með Hibernian. „Vegna persónulegra aðstæðna er ég að hugsa mér til hreyfings," sagði Ólafur í samtali við DV Sport í gær. Nú þegar eru félög farin að setja sig í samband við Ölaf þannig að hann ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sér félag ákveði hann að hætta hjá Grindavík. Þrjú félög í myndinni „Það eru þrjú félög í Landsbankadeildinni búin að setja sig í samband við mig en ég kýs að gefa ekki upp að svo stöddu hvaða félög eru þar á ferðinni," sagði Ólafur en líklegt má telja að tvö þessara félaga séu KA og Keflavík enda eru þau bæði á höttunum eftir nýjum markvörðum. Ómar Jóhannsson er farinn ffá Keflavík og fluttur til Svíþjóðar og KA-menn hafa að sögn ekki mikinn áhuga á að endurnýja samninginn við Sören Byskov. Aðgerðin gekk vel Olafur varð sem kunnugt er að taka sér frí frá knattspyrnuiðkun um mitt síðasta sumar vegna alvarlegra hálsmeiðsla. Hann fór síðan í uppskurð í september og er á góðúm batavegi. „Það er talað um að það taki fjóra til sex mánuði að jafna sig eftir slíka aðgerð en ég er á virkilega góðum batavegi og læknirinn treystir mér til þess að fara að æfa á ný fljódega eftir áramót. Það er alveg í styttra lagi þannig að ég gat ekki annað en verið ánægður með batann," sagði Ólafur og bætti við að hann ætlaði sér að koma sterkur til leiks á ný. Það verður athyglisvert að fylgjast með framvindu þessa máls og ekki er ólíklegt að fleiri lið muni bera víurnar í Ólaf enda er þar á ferð öflugur markvörður með mikla reynslu. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.