Alþýðublaðið - 18.04.1969, Blaðsíða 2
'”2 Alþýðiiblaðið 18. apríl 1969
Stáiu ofnusn og
'SCÖ patrónum
Reykjavík — ÞG.
F.inhverxítímann á síðastliðnum
firemur vikum hefur verið stolið
8—900 patrónum sem ætlaðar eru
fyrir skot í naglabyssur, og einnig
var stolið nokkrum ofnum úr vinnu-
akúr.
1 Slippfélagið hefur f byggingu
1 málningarverksmiðju inni í Duggu-
vogi, og hefur ekkert verið unnið
' þar undanfarnar þrjár vikur. Um
íiádegi á föstudag komu þangað
rnenn og veittu þá athygli að ibrot-
ízt hafi verið inn í húsið, og einnig
vinnuskúr, sem þarna stendur,
Greinilegt er að þarna hafa full-
orðnir verið að verki, því að hespa
hafði verið snúin mjög liðlega af
hurð og hún opnuð, síðan voru
ofnarnir aftengdir eins og þar væru
fagmenn að verki.
Ekki var mikill skaði að patrón-
unum, þar sem púðrið hafði blotn-
-að, og vafasífrnt er hvort viðkom-
andi geti skemmt sér við að hlusta
á;hvellina, Ofnarnir eru afturámóti
mjög dýrir, og er rnikill skaði að
þéim. Rannsóknarlögreglan hefur
fengið málið til meðferðar.
j| Einkur Smith við eitt verka sinna.
| Eiríkur sýnir
Reylkjiavík — ÞG.
Eiríkur Smith opnar mál-
verkasýningu í Bogasal í
kvöld. Á sýningunnj er 21
málverk, öll máluð á undan-
gengnum mánuðum, raunar
unnin sérstaklega fyrir þessa
jsýningu.
Eiríkur hefur verið í hópi strangra
abstraktista hingað til, en á þeim
þremur árum sem liðin eru síðan
hann hélt síðast sýningu hér, hefur
liann tekið miklum breytingum. Þessi
sýning fjallar aðallega um manninn
og eru flestar myndanna meira og
rninna fígúratívar. Segist Eiríkur
hafa snúið sér frá abstraktismanum
aðallega til þess að reyna að koma
í veg_fyrir stöðnun, sér hafi fundizt
hann vera kominn í klemmu með
það sem hann var að gera. En það
er ekki auðvelt að breyta svona.al-
gjörlega um form, ýmislegt sem
maður er ánægður með í abstrakt-
ismanum verður að forkasta í hinu
fígúratíva. Einnig sagöist Eiríkur
aldrei hafa veríð eins opinn fyrir
utanaðkomandi áhrifum og nú.
Sýningin verður opin til 27. april.
Oll málverkin eru til splu, og kost-
ar frá kr. 9000 til kr. 70 þús. Ijað
málverk er 2 rnetrar sinnum 2,70
að stærð.
Dugfegur piltur
Þessi piltur heitir Jörgen Guð j
jón),son, Bogahlíð 14. Hann
«r 14 ára gamall og hefur j
starfað hjá Aþýðublaðinu sem ,
sendill í vetur og sýnt mikinn
dugnað í starfi. Jörgen ætlar
að nema útvarpsvirkjun. ■
Hann heldur hér á bók, sem j
bann hlaut í verðlaun fyrir
vel unnin störf.
tÞa& hefur verið ákveðið að,
veita tvenn verðlaun fyrirj
, góð!an áiiangur í hverfasölu j
um helgina. Laugardagsblað-'
-ið verður tilbúið til afhend- j
íngar klukkan 8 í fyrramalið. i
-Því fylgir aukablað og sér- j
sfakt helgarblað.
ÝR GRETTIR
Reykjavík — ÞG
Bók Menntaskólanna á Is-
landi er komin út, óg hefur.
hún lilotið nafnið Nýr Gretí-
ir. í þessari bók er að finna
skáldskap eftir 44 unga
menntaskólanemendur, hæði
sögur og ljóð.
Hugmyndin að bókinni fæddist
um áramótin síðustu, og var ákveð-
ið að hrinda henni í framkvæmd
þegar allir menntaskólanememlur
hittust í nemehdaskiptunum í vet-
ur. Einn og hálfur mánuður er lið-
inn síðan hafizt var handa um út-
gáfuna, en hún átti að koma í
bókabúðir í dag.
Segja þeir sem útgáfuna önnuð-
ust að 'bókin sé gefin út í tilefni af
25 ára lýðveldisafmælinu, og það sé
gert af einskærri föðurlandsást.
Með styrk frá menntamálaráðu-
neytinu önnuðust þessif menn út-
gáfuna: Einar Örn Guðjöhnsen,
Gústaf Adoif Skúlason, Rósmundur
M. Guðnason og Sigurður Jakobs-
son, en Olafur H. Torfason sá um
útlitið og valdi bókinni heiti.
Um heiti bókarinnar segja rit-
stjórar, að þar sé raunar ekkert á
bakvið, það sé eiginlega út í loftið.
En innihaldið er fjölbreytt. Þar má
lesa skáldskap eftir ýmsum stefnum,
m.a. er þar atómismi og stuðlabergs-
stefna, hefðbundin sagnagerð og
rímuð Ijóð. — Um framhald útgáf-
unnar segjast ritstjórar ekkert geta
sagt, viðtökurnar rnunu skera úr
um það.
ekki
REYKJAVIK. — H.P.
Sem frá var skýrt hér í blaðinu
í gær var tillaga um að leyfa brugg-
un og sölu á bjór í landinu felld.
Tillagan var borin fram sem breyt-
ingartillaga, en nú er verið að
breyta . áfengislögunum á ýmsa
lund. Tillögur allsherjarnefndar til
breytinga á lögunum voru hins
vegar samþykktar. Helzta tiilagan
af þeim fjallar um, að nægilegt sé,
að viðkomandi bæjarstjórn lýsi á-
liti sínu á því, hvort leyfa eigi opn-
un vínveitingastaðar í viðkomandi
bæ, og jafnframt, að ekki þurfi að
vera fyrir hendi í þeim bæ áfeng-
isútsala til þess að slíkur vínveit-
ingastaður fái að starfa.
Frumvarpið verður nú sent til
efri deildar.
Hér fara á eftir úrslit atkvæða-
greiðslunnar í neðri deild í gær :
Jónas Pétursson (S)
Matthías Bjarnason (S)
Pálmi Jónsson (S)
Pétur Sigurðsson (S)
Steingrímur Pálsson (Ab)
Eyjólfur Konráð Jónsson (S) ,
íj|
Eftirtahlir þingmenn voru <? 1
móti:
Agúst Þorvaldsson (F)
Bjartmar Guðmundsson (S)
Bragi Sigurjónsson (A)
Ragnar Guðleifsson • / (A)
Eysteinn Jónsson (F)
Geir Gunnafsson (Ab)
Jónas Jónsson (F)
Hannibal Valdimarsson ( ) '
Jónas Arnason (Ab)
Lúðvík Jósepsson (Ab) ■
Magnús Kjartansson (Ab)
Matthías Á. Mathiesen (S)
Sigurður Ingimundarson (A)
Sigurvin Einarsson (F)
Þessir vildu bjórinn: Sigurður Bjarnason (S) Skúli Guðmundsson (F) .■ Stefán Valgeirsson (F')
Benedikt Gröndal (A) Vilhjálmur Hjálmarsson (F)
Birgir Finnsson (A) Þórarinn Þórarinsson (F) •
Bjarni Benediktsson (S) (
Björn Pálsson (F) F.inn þingmaður greiddi ekki at-
Guðfaugur Gíslasön (S) kvæði, Halldór E. Sigurðsson (F)',
Gunnar Gíslason (S) en fjórir þingmenn voru fjarstadd-
Gylfi Þ. Gíslason (A) ir : Birgir Kjaran (S), Eðvarð Sig-
Ingvar Gíslason (F) urðsson (Ab), Friðjón ÞórðarsoK
Jóhann Hafstein (S) (S) og Ingólfur Jónsson (S).
Jón Skaftason (S)
Þrír af ritstjórum Nýs Grettis: Gústaf Adólf, Sigurður
Jakobsson og Rósmundur Guðnason.