Alþýðublaðið - 18.04.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.04.1969, Blaðsíða 5
Alþýðtiblaðið 18. apríl 1969 5 yramlcTSPmdastJðrtl Þórlr SwmundssoH JUtslJórar: Krlstján Bml ólifssðB (íbt) Bcnedlkt Gröndal FréttasUóri: Sicurjón Jóhannssoa Ancltstngastjórl: stgurjón Arl Slcurjónisoa C'li:cfandl: SfjÁ út*4fuféla»IS FrcntsmlOja AlJ»jOubla6iIn?, Reynum enn Engar viðræður hafa farið fram milli full- trúa Alþýðus'am'bandsins og vinnuveitenda síðan á sunnuda'g. Tæplega vilka hefur far- ið að mestu til einskfe og er nú stutt þar til keðjuverkföll hefjast og verkbönn, sem boðuð hafa verið til að mæta þeim. Sá tími, sem nú hiefur tapazt, verður að gkrifast á reikning vinnuveitenda. Verk- bönn eru að vísu lögvernduð á sama hátt og venkföll. En þeim befur mjög sjaldan Vterlð beitt og því hlaut það að hafa alvar- leg áhrif, er nú var skyndilega gripið til þess vopns. Vinnuveitendur hefðu átt að yfirvega betur, hvort þetta skref þeirra gæti hugsanlega grefltt fyrir skynlsamlegri lausn á deilunum. Reynslan ,hefur þegar sýn,t, að svo er ekki, og er þá verr af stað farið en heima setið. Náist ekki samkomulag nú um helgina, hefjast átök fyrir alvöru í næstu vlku. Þá horfir íslenzk þjóð upp á þá hörmung, að tveir risar innan þjóðfélagsins, verkalýð- urinn og vinnuveitendavaldið, berja hvorir aðra með vierkföllum og verkbönnum og svara hverju höggi með öðru. Hvar endar þetta? Hvorugur aðilinn getur sigrað í slíkum átökum. Af þeim leiðilr beint framleiðslu- tjón, sem einstaklingar eða þjóðarhieiMlin mega ekki við. Af því getur einnig lei'tt, að fjanidskapur aðila risti dýpra og dýpra og verður þá erfiðara að koma á hleilbrigðu samlkomulagi. Enn er von til |að forðast þessi óheilla- átök. Margir þeir, sem kunnugastir teru mál inu, trúa því að grundvöllur sé fyrir sam- komulagi. Verður nú að leggja alla áherzlu á að Iná því samkomulagi og fetða hióðinni frá átökum, sem geta endað í stórtjóni og upplausn. KAUPMENN Kaupmannastéttíln hefur látið allmikið frá sér heyra undanfarið og kvartar um erfiða. aðstöðu fyrir smásölu, eins og nú er komið málum í landinu. Er það rétt hjá kaup- mönnum, að ríkisstjórnin hefur í efnahags- ráðstöfunum síðustu mánaða hert ólina að verz’luninni! til þess að draga sem mest úr þeim verðhækkunum, sem lenda á neyt- endum. Um þestea staðreynd verður varla deilt, enda þótt skoðanir séu skiptar um aðstöðu verzlunarinnar í heild nú og und- anfarin ár. Kröfur kaupmanna um hækkun álagn- ingar hafa haft mjög slæm áhrif á kjara- samnilngana og valda óhjákvæmilega auik- inni tortryggni launþega. Þess vegna var það viturlega gert iaf kaupmannasamtök- unum að fresta mótmælalokun sinni og af Sigurði Magnússyni að viðuókenna í sjón- varpihu, að nú sé ekki tími til að hækka álágninguna. Smásöluverzlunin er einte og aðrar at- vinnugreinar í mótun nýrrar tækni og hag- ræðingar. Sjálfsagt er að líta á málefní hennar af skilningi/, en rétt er að minnast þeirrar staðrevndar, að við lifum í neyzlu- þjóðfélagi á öld neytenda. LADAMANNAFUNDIR TJÓRNMÁLAFLOKKA 'pramsóknarflokkurinn hélt mið- stjórnarfund um sfðustu helgi og hoðaði að honum loknum til blaðamannafundar til þess að skýra frá gerðum fundarins. Þetta er nýj- ling í sögu flokksins og mér er ekki kunnugt um að aðrir flokkar liafi heldur gert slíkt áður, nema iAfþýðubandalagið Jað loknum Jandsfundi sínum í haust. Ejnstök flokksfélög og deildir í stjórn- málaflokkum hafa þó sfðustu miss- eri stöku sinnum haldið blaða- mannafundi til að kynna stefnu sína og starfscmi; til að mynda gerði Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur það í haust, cr það hóf vetr- arstarf sitt. Það hafa þó allt verið undantekningar; reglan hefur til þessa yfirleitt verið hin að frá samkomum eins og flokksþingum, miðstjórnarfundum og öðru slfku væri ekki skýrt nema í flokks- blöðum hlutaðeigandi flokks. Hafi önnur blöð minnzt á slíkar sam- konrur hefur það oftast verið gert í þeim tilgangi að koma höggi á andstæðing um leið. Svo er að sjá sem þetta sé nú að breytast. Sú breyting stendur á- rciðanlega að einhverju leyti í sam- bandi við kröfuna urn opnari og aðgengilegri starfsemi stjórnmála- flokka, sem einkurn ungt fólk hef- ur sett fram af vaxandi þunga und- anfarin misseri. Um leið er þetta tákn fyrir breyttar hugmyndir um blöðin og hlutverk þeirra í sam- félaginu. Sú skoðun er greinilega á undanhaldi að blöðin séu og eigi að vcra einhliða áróðurstæki ákveð- inna skoðana og flokka, jafnvel þótt þau séu gefin út af flokkum og styðji að sjálfsögðu málstað þeirra. En 'mönnum er að vcrða það betur og betur Ijósí, að bíöðin þurfa að gera annað og meira; þau þurfa að rniðla upplýsingum um það sem er að gerast í kringum okkur og túlka þessar upplýsing- ar, flytja mönnum sem. fjölbreytt- ast úrval skoðana og sjónarmiða ttm hvaðcina. §á tími er vonandi liðinn fyrir fullt og allt að blöð geri það að venju sinni annað hvort að þegja um allt sem andstæðingar þess gera og segja eða afflytj.r það til þess að gera sjónarmið þeirra tortryggileg. Samþykktir flokksþinga, afstaða flokka. til stórmála og yfirlýsingar forýstumanna þeirra eru fréttaefni, hvort sem menn eru sammála þessu eða ekki. En bæði stjórnmálamenn- irnir sjálfir og almenningur, les- endur blaðanna, ciga rétt á því að fá heiðarlega skýrt frá þvi sem er að gerast. Um leið ber blöðunum auðvitað skylda til þcss að taka rit- stjórnarlega afstöðu til þess, en sú afstaða verður að byggjast á því sem raunverulega er á ferðinni, ekki tilbúnum skoðunum. Menn verða að bera það mikið traust til eigin stefnu að þeir þoli að skoð- anir andstæðinganna komist ó- skertar fyrir augu manna og eyru. Sjálfsagt skortir enn talsvert á að blöðin framkvæmi þetta ti! hlít- .ar. En síðustu ár hcfur þó rniðað talsvert í rétta átt og vonandi verða blaðamannafundir stjórnmálaleið- toga til þess að hraða þeirri þróun enn. Það ætti raunar að vera sjálf- saeður hlutur, að stjófnmálamenn héldu blaðamannafundi hvenær sem þeim Iægi eitthvað sérstakt á hjarta. og um leið verður þnð auð- vitað að vera skvlda blaðanna að segja rétt frá því, sem þar kemur fram, jafnframt því sem þau að sjálfsögðu legðu sinn dóm á það. Þess þarf einungis að gæta að halda fréttinni aðgreindrí frá um- sögninni. gorgarstjórinn í Reykjavík hefur g nú um nokkurt skeið haldið g reglulega fundi með blaðamönn- W um. A þessum fundum hefur hon- m um gefizt tækifæri til að koma á | framfæri því sem en að gerast á „ vegum borgarinna'r og fréttamönn- B um héfur gefizt tækifæri til að ■ spyrja hann að vild sinni. Þarna ■ hefur verið farið inn á braut sem H fleiri þvrftu að feta. Það gæti H tvímælalaust orðið til bóta ef p stjommálaleiðtogar, bæði ráðherr- _ ar og foringjar stjórnarandstöðunn- I ar, gæfu sér oftar tíma til að ræða l við bl’aðamenn. Slíkt yrði ekki að- ® eins til þess að auðvelda blöðunum, Q og um lcið almenningi, að fá fregn- ■ ir af því sem raunverulega er að gerast, með því beina móti að þar kænui iðulega fram ýmis merk tíð- indi, heldur hefði þetta jafnframt óbein álirif með því móti að auka kynni og tengsl stjórnmálamanna og starfsmanna blaðanna. Slík per- sónuleg kynni yrðu tvímælalaust til bess fallin að auðvelda blöðunum að segja á heiðarlegan hátt í frétt- um frá því sem raunverulega er að gerast í þjóðmálunum á liverj- um tíma. — KB. FJÓRTANDU tónleikar sinfóníu- hljómsveitarinnar voru helgaðir minningu Jóns Leif.s, þar sem cin- göngu vpru flutt verk eftir hann. 1 upphafi flutti Andrés Björnsson útvarpsstjóri stutt ávarp, og baðþ menn að því loknu að rísa úr sæt4 um í. virðingarskyni við hinn látmtji hvað gert var. Jón Leifs er einn merkasti tón- listarmaður á þessari öld. Hann vat stór í hugsun sinni allri, hélt sínu striki hvað sem á gekk, og hirti lítið um að afla sér vinsælda. íslenzkt tónlistarlíf var mjög fá- brotið í upphafi aldarinnar, þegar Jón var að alast upp, og tækifæri fá til að kynnast æðri tónlist. Bók- menntirnar hafa löngum setið hér í öndvegi, og hin frumstæða alþýðu- tónlist okkar, þó ævaforn sé, hlýtur að standa í skugganum. Þó reynd- ust þjóðlögin Jóni drjúgt vegarnesti, og hann, ásamt Bjarna Þorsteinssyni frá Siglufirði, á sinn stóra þátt í því að vekja þjóðina til meðvitundar um þann merkilega menningararf, þar scm þjóðlögin eru. Þegar hanti færir þjóðlag í listrænan búning, undirstrikar hann sérkenni lagsins og anda, en afskræmir það ekki með sætum hljómasamhöndum síðróman- líska tímabilsins. Stíll Jóns er mjög Framhald bls. 13.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.