Helgarblaðið - 13.03.1992, Side 2

Helgarblaðið - 13.03.1992, Side 2
blaðiö Hljómsveit Finns Eydal meZ» söngkonunni Helenu Eyjólfs- dóttur óriö 1980. Nýrnasveifla á Sögu Mikil sveifluveisla verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu á sunnu- dagskvöld ld. 21. Veisl- an er haldin til að safna fé til að borga gervinýra fyrír hinn kunna bari- tónsaxófónleikara Finn Eydal. Finnur hefur átt við mikið heiisuleysi að stríða að undanfömu og heíur hann þurft að fljúga þrisvar í viku frá Akur- eyri til Reykjavíkur til að fara i gervinýra. Félagar hans hafa að undanfömu safnað fé til kaupa á litlu gervinýra til að hafa á Akureyri og er það loks- ins komið til landsins. Enn vantar þó herslu- muninn verður öllum ágóða af tónleikunum á sunnudag varið til þess að greiða það sem upp á vantar. Þeir sem koma fram á tónleikunum eru Sveiflu- sextettinn, Kristján Magnússon og hljóm- sveit; Ami Scheving og félagar; Bjöm Thorodd- sen, Steingrímur Guð- mundsson og þeirra lið; Kuran swing; Tríó Carls Möllers með söngvurun- um Andreu Gylfadóttur, Ellý Vilhjálms og Ragn- ari Bjamasyni ásamt blístraranum Ómari Ragnarssyni. Síðast en ekki síst mun hljómsveit Finns Eydal leika, en auk Finns em m.a. Ingimar bróðir hans og Helena Eyjólfsdóttir eiginkona hans í hljómsveitinni. Veislustjórar verða þeir Hermann Gunnarsson og Vemharður Linnet en það er Jazzvakning og Zonta-systur sem standa að hljómleikunum. 5T?- . . .. . ...... . Hún ætlaði alltaf að verða leik- kona. Löngunin var kannski ekki ævinlega jafii brennandi en hvarf þó aldrei alveg. Efiir ótal útúrdúra stendur hún nú hnarreist á sviði Garðaleik- hússins í Félagsheimili Kópavogs í sínu fyrsta stóra hlutverki. Þar túlkar hún tildurrófuna Est- elle í leikriti Jean Paul Sartres, Luktar dyr, í þýðingu Vigdísar Finnbogadóttur og Þuríðar Kvaran. Megi draumarnir aldrei rætast Hverra manna ertu? Eg er komin af íslenskum sjómönnum og bændum. lnn í þetta blandast svo meðal annars danskur kaupmaður og norsk formóðir sem yfirgaf mann og böm fyrir ástina. Þá þótti það glæpur. Heimilishagir? A götunni. Aldur, menntun og fyrri störf? Er yngri en móðir mín. Hef próf í lögfræði og leiklist. Eg hef verið blaðamaður, kennari, verkakona, gengilbeina, bilstjóri, hestaleiðsögu- maður, skúringakona og lögfræðingur; nefndu það. Er þó ekki enn farin að flokka rusl. 1 hvaða stjörnumerki ertu? Ég er Vatnsberi. Hver vildir þú vera ef þú værir ekki þú? Kleópatra. Hvað er það besta sem fyrir þig hefur kom- ið? Astin. Hvaða bók lastu síðast? Vegna hlutverksins í Luktum dymm hef ég ver- ið á Sartre-fylliríi undanfarið en samtímis því hafði ég hugsað mér að lúslesa Betra kynlíf. Ég gaf systur minni þá bók í jólagjöf en hún hvarf á aðfangadag og ég gruna föður minn um að vera valdur að hvarfinu. Hver er þinn uppáhaldsleikari? Fyrir utan sjálfa mig? En höfundur? Sigurður Nordal, fyrir Fomar ástir. Áttu þér draumahiutverk? Já, sjö bama móðir. Hvernig er Estelle í Luktum dyrum? Hún stígur ekki í vitið, er hégómleg og tilfinn- ingaköld, sannkallað flagð undir fögm skinni. Miklar umbúðir utan um ekki neitt. Hún myndi ekki afbera ellina. Hún er „pest, deigla, blóð- suga og flagð,” stendur þar. Sem sagt víti til vamaðar. Hvernig semur þér við hana? Leikari verður að elska, virða og skilja þá per- sónu sem hann túlkar eins og sjálfan sig og aðra. Annars kviknar engin list, annars er ekkert líf. Er eitthvað af henni í þér? Svona manneskjur ku gera það gott í tilvemnni. Stundum óska ég þess að ég gæti hagað mér eins og hún en yfirleitt hangi ég í þeirri rang- hugmynd að maðurinn uppskeri eins og hann sáir. Kannski er ég í leiklist til þess að fá meðal annars tækifæri til að leika slíka tík og fá útrás fyrir bælda illmennskuna. A hvaða plötu hlustaðirðu síðast? Adagio eftir Albinoni. Ertu með einhverja dellu fyrir utan leiklist- ardelluna? Ég er sjúk í ranga menn. Hvað er hamingja? Að vakna og sofna með bros á vör. Er þér meinilla við eitthvað? Nei, ég umber allt og er meinilla við það. Hver er þinn helsti löstur? Ég er draumóragjöm og passa bara ekki inn í tilvemna. En kostur? Að ég er draumóragjöm og passa ekki inn í til- vemna. Ertu sú sem þú sýnist? Nei, miklu betri. Ertu sátt við tilveruna? Nei, ég vildi eiga heima í Paradís. Hefurðu migið í saltan sjó? Ja, ég hef að minnsta kosti ælt í saltan sjó. Hvernig heldurðu að sé að búa með þér? Hræðilegt, nema viðkomandi sé þeim mun blíð- ari og skilningsríkari. Ertu matvönd? Nei. í útlöndum upplifði ég það iðulega að eiga ekki fyrir næstu máltíð og er því þakklát fyrir hvem bita sem býðst. Áttu þér draum? Já, alltof marga. Og megi þeir aldrei rætast svo að þeir hætti ekki að vera til. Ertu handlagin? Ég er dugleg að sauma en get varla rekið nagla í vegg. Það er ættgengt. Hvernig myndirðu verja stóra vinningnum? Ég gæti hugsað mér að skipta honum í íjóra jafna parta og þætti gott ef minn hluti dygði fyrir heimsreisu. Ertu misskilin? Herfilega - við fyrstu kynni. Ferðastu með strætó? Já, iðulega. Þegar ég er ekki á hjóli. Kanntu brauð að baka? Þegar ég var metnaðarfúil húsmóðir á Táknafirði bakaði ég sex sortir af kökum á viku en enginn át þær. Mig langar að læra að baka franskbrauð a la amma. Fer herinn? Ég skal spyrja pabba. Hvað er það sem þú hefur ekki glóru um? Tækni. Á hvað stefnirðu? Að verða hamingjusöm til æviloka og helst lengur. Hvenær varðstu hræddust um dagana? I Israel 11. nóv. 1987 og í Reykjavík 24. sept. 1991 þegar mér var hótað lífláti. Hvað er fegurð? Allt það sem gott er, gleður og göfgar. Hvernig viltu verja ellinni? í faðmi tuga bamabama sem spyija af hveiju himinninn sé blár. Danielle og „Rambó" - meft flutningalest ril Kúrdistans. Rambó til hjálpar Kúrdum Sylvester Stallone, hálf- fimmtugur bandarískur kvik- myndaleikari og heimsþekkt- ur af aðalhlutverkinu í Ram- bómyndunum, hefur um nokkurt skeið látið í ljós leiða á ímynd þeirri, sem það hlut- verk og fleiri álíka hafa orðið honum úti um. Hann hefur gfc margsagt að hann vilji miklu heldur láta að sér kveða í friðar- og líknarstörfum. Honum verður nú að þeirri ósk, þar eð hann hefur gengið til liðs við France-Libertés, franska líknarstofiiun. For- stöðumaður þeirrar stoíhunar er engin önnur en Danielle Mitt- errand, eiginkona Mitterrands Frakklandsforseta. Hún hefur einnig getið sér orðstír sem talsmaður Kúrda. Að sögn blaðsins Paris Match leggur „Rambó“ fljót- lega af stað með bílalest, sem flytja skal lyf, sjúkragögn og matvæli til Kúrda í Norður-Ir- ak, sem margir líða enn sára nauð. Er svo að heyra að Stall- one verði einn þeirra sem hafa yfirumsjón með flutningum þessum. Þar fær hann væntan- lega að sýna hvað í honum býr á annan hátt en fyrr, þvi að France-Libertés hyggst með vorinu senda um 300 vöruflutn- ingabíla með farmi til íraska Kúrdistans. Túrhestarnir hurfu Kjötkveðjuhátíð ársins í Rio de Janeiro stendur nú sem hæst. í ijóra daga samfleytt er dönsuð samba, léttklæddar konur og karlar á götum úti, ámur á ámur ofan af brasil- íönskum bjór og hefðbundin uppgrip hjá vændiskonum, vasaþjófum og öðru mektar- fólki. Það er aðeins eitt sem vantar í ár - ferðamennimir. Aldrei fyrr hafa verið jafnfáir ferðamenn á kjötkveðjuhátíðinni að sögn að- ila í ferðaþjónustu. Orsökin er augljós að mati ferðaþjónust- unnar: Afbrotatíðnin er orðin þvílík að túrhestamir láta ekki sjá sig. Aðrir gefa þá skýringu að almennt ástand efnahags- mála valdi því að t.d. evrópskir og bandarískir ferðamenn fari til nærliggjandi landa ef þeir yfirleitt ferðast út fyrir land- steinana og enn aðrir kenna eyðninni um að hótelin standi tóm. Stjómvöld í Rio og ferðaþjón- ustan hafa reynt að endurlífga gamla daga með því að banna strápils og bikini í opinberum göngum og hvetja dansmeyj- amar til að kiæðast örlítið meira en hingað til. En almenningur í Rio virðist kæra sig kollóttan þótt túrhest- ana vanti og lætur það ekki aftra sér við skemmtunina. Og fátt bendir til þess að strápilsin séu komin úr tísku... Föstudagurinn 13. mars

x

Helgarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.