Helgarblaðið - 13.03.1992, Page 6

Helgarblaðið - 13.03.1992, Page 6
Samtökin Barnaheill efna tii landssöfnunar vegna meðferðarheimilis fyrir vegalaus börn á Bylgj- unni og Stöð 2 föstudaginn 20. mars. Skemmti- og fræðsludagskrá hefur verið undirbúin og mun hún standa á Bylgj- unni frá níu um morguninn og áfram klukkan níu um kvöldið á Stöð 2 í beinni útsendingu. Um 200 manns munu taka þátt i þessari söfnun en fólki gefst kostur á að hringja inn og gefa upp hvað það er tilbúið að gefa mikið i söfnunina. Gula línan hefur lánað símanúmer sitt 62 62 62 og græna númerið 99 62 62 í þessum til- gangi sem og starfsfólk. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis mun gæta söfn- unarfjárins og sagði Arthúr Morthens, fomaður Bama- heilla, að svo væri búið um hnútana að kostnaðurinn við söfhunina væri þegar að mestu frágenginn. Það sem safn ast á íostudaginn eftir viku rennur þannig allt til heimilis- ins. Peningamir eiga þannig að skila sér á réttan aða. Arthiir sagði að reiknað væri með að hús- næði fyrir heimilið gæti kostað 16-20 milj- ónir króna fullbúið. Hann bjóst við að Bamaheill gætu safnað því fé í tveimur atr- ennum. Samkvæmt núgildandi lögum um vemd bama og unglinga er það skylda ríkis- ins að sinna vegalausum bömum, til dæmis með því að byggja og reka meðferðar- heimili. Ríkið mun þó sjá um að reka heimil- ið því Bamaheill ráða ekki við rekstrakostnað slíks heimilis. Reiknað er með að um 20-30 böm á aldrinum 6-12 ára séu vegalaus. Heimili sem þetta gæti hýst 5-7 böm en þau þarfnast meðferðar í 1 -3 ár. Að meðferð lokinni eiga bömin mjög góða möguleika á að lifa eðlilegu lífi. * S L A ^ Helgar 6 blaðið Vegalaus í sprungum velferðarinnar Eftír tvö ár verður of seint að hjálpa Daníel Daníel fæddist í mars 1982, hann er tíu ára. Fyrsta bam móður sinnar, Guðnýjar, sem var 16 ára þegar hún eignaðist hann. Hann var hinsvegar þriðja bam íÖður síns sem var þrítugur fyrir tíu árum. Daníel hefur aldrei þekkt föður sinn. Foreldrar móð- ur hans skildu þegar hún var 14 ára og hún bjó hjá föður sínum en móðirin fluttíst til útlanda. Guðný lauk aldrei skyldunám- inu, hún fékk þann vitnisburð að hún ætti erfitt með nám, væri ístöðulítil og með mikla vanmeta- kennd. Stuðningskennsla gekk ckki og hún fór út á vinnumarkað- inn en hélst illa á vinnu. Þegar hún varð óftisk rak faðirinn hana á dyr. Hún bjó hjá vinkonu sinni í byijun en síðan á heimili fyrir ungar verðandi mæður. Eftir að Daníel fæddist bjó hún hjá móð- ursystur sirmi en eftir missætti milli þeirra flutti Guðný út. Hún hefur nokkrum sinnum verið í sambúð en aldrei lengi og lengst í tvö ár með eldri manni. Guðný er afar háð Daníel og hann henni. Tengsl þeirra ein- kennast af miklum sveiflum. Daníel tekur á sig ábyrgð á móður sinni og telur sig vera húsbóndann á heimilinu. Móðir hans á erfitt með að stjóma honum og hefur aldrei getað sett honum mörk. Hún á það til að missa þolinmæð- ina gagnvart honum ef yfirgangur hans beinist gegn henni og þá hót- ar hún honum að fara burt og skilja hann eftir. Hún hefúr lagt á hann hendur. A sinni tíu ára ævi hefúr hann verið á þremur dagvistarstofnun- um, í fimm skólum og hann hefur verið í sumardvöl á fjórum stöð- um. Allsstaðar hefur hann lent í miklum vandræðum þar eð hann á erfitt með að fara eftir settum reglum. Þá á hann erfitt með að taka tillit til annarra. Hann skynjar heiminn sem sér andsnúinn og honum finnst að allir fúllorðnir vilji honum illt. Samband mæðg- inanna er nú erfitt og Daníel er kominn í félagsskap sér eldri drengja og farinn að taka þátt í innbrotum. Guðný sér að hún hefúr misst á honum tökin og er nú tilbúin að þiggja hjálp. Eftir hvatningu ffá íjölskyldudeild Félagsmálastofn- unar hafði hún samband við Bama- og unglingageðdeild Landspítalans. Nokkurra vikna rannsókn á deildinni leiðir í ljós að Daníel þarfnast meðferðar á meðferðarheimili. Það kom í ljós að þegar hann fékk aðhald og bjó við reglufestu undi hann sér vel. Hann sýndi að hann var í raun og veru blíðlyndur en mjög kvíðinn drengur. Fái Daníel ekki meðferð innan tveggja ára verður of seint að hjálpa honum. Dæmið um Daníel er raunveru- legt að þvi leyti að blandað er saman sögum tveggja vegalausra drengja og búin til ein. Þau eru vegalaus vegna þess að engin úrræði eru fyrir hendi þeim til hjálpar. Þau ganga á milli foreldra sem ekki geta alið þau upp, stofh- ana sem henta þeim ekki, fósturforeldra sem gefast upp og þess að sofa á götum úti. Að lokum leiðast þau út í glæpi, fíkniefnaneyslu og jafhvel sjálfsvíg. Þessi börn hrynja í tugatali niður um sprungur vel- ferðarkerfisins. Það er samdóma álit þeirra sem að þessum málum koma að því fyrr sem þessum bömum er komið til hjálpar því meiri möguleikar em á því að hjálpin komi að gagni. Hver em svo þessi böm? Arthúr Morthens, formaður Bama- heilla, sagði að þau böm væm nefnd vegalaus sem ættu sér ekki fjöl- skyldu er gæti veitt þeim trausta for- sjá og góð uppeldisskilyrði. „I dag er talið að þannig sé ástatt fyrir 20-30 bömum á aldrinum 6-12 ára,“ sagði Arthúr. En það segir ekki alla sög- una. Arthúr taldi að upp undir 200 böm ættu í verulegum erfiðleikum á höfuðborgarsvæðinu og að 50 þeirra væm á mörkum þess að geta búið heima hjá sér. Bömin eiga við alvarlega félags- lega og geðræna erfiðleika að slríða, þau em félagslega einangmð og lenda oft í alvarlegum útistöðum við aðra. Hegðun þeirra og skapferli er svo frábmgðið öðmm bömum að þau geta ekki nýtt sér almenna kennslu. Venjulegar fjölskylduað- stæður, til dæmis hjá fósturforeldr- um, duga ekki því bömin eiga við svo alvarlegan vanda að etja. Þau hrekjast á milli stofnana. „Vegalaus böm þurfa á heimili að halda sem getur veitt þeim markvisst uppeldi, meðferð og umhyggju,“ sagði Art- húr. Oft er um vítahring að ræða. Vegalausu bömin em oft sjálf böm vegalausra, jafnvel hafa afar og ömmur þeirra líka verið vegalaus. Vegalausu bömin em gjaman böm ungra einstæðra mæðra sem ekki hafa sjálfar náð fullum þroska. Oft fylgist það að að bömin eiga við geðveilu eða skapgerðarbresti að stríða, em misþroska og/eða eiga erf- itt með að hcmja skap sitt. Þetta magnast svo upp vegna lélegra fé- lagslegra aðstæðna. Bömin verða of- beldiskennd og lokast inni i eigin heimi. „Þau verða harðir einstakling- ar sem erfitt er að fá til að opna sig og til að taka á móti hlýju,“ sagði Arthúr. Sólveig Asgrímsdóttir, sálfræðing- ur á Bama- og unglingageðdeild Landspitalans, þekkir til þessara bama. Hún sagði að til þess að hjálpa þeim þyrfti að koma til fastmótað uppeldi sem væri sjálfu sér sam- kvæmt en færi fram í heimilislegu umhverfi. Kjaminn í aðstoðinni væri uppeldi þótt margt fleira þyrfti að koma til. Hún sagði að þegar bömin kæmu á geðdeildina væri það oft endapunkturinn á löngu ferli og oft væri þá orðið of seint að grípa inní. A deildinni væri staða bamanna greind en vegalaus böm þyrftu með- G. Pétur Matthíasson ferð í 1-3 ár áður en hægt væri að senda þau aftur til foreldra sinna eða til fósturforeldra. Sólveig taldi víst að hjálp fyrir ungar einstæðar mæður myndi örugglega skila sér en hún benti einnig á að margar þeirra vildu einfaldlega ekki þiggja hjálp á því stigi. „En ef ekkert er að gert sitjum við gjaman uppi með þessi böm sem ólánsfólk á fullorðinsárum,“ sagði Sólveig. Hún sagði að þegar bömin kæmu á geðdeildina ættu þau iðulega við mjög mikil hegðunarvandamál að stríða og einnig geðræn vanda- mál. Kvíði einkennir þau og þau ciga erfitt með að tengjast öðm fólki. Það er erfitt að hafa mörg þessara bama. „Þau geta verið vond við lítil böm eða dýr, þau geta hnuplað og logið. þau geta verið með allskonar kyn- ferðisleg einkenni. Þetta er allt sam- an nokkuð sem fólk á mjög erfitt með að þola,“ sagði Sólveig og bætti við að það væri ekki á hvers manns færi að gerast fósturforeldri bams sem girti niður um sig úti á götu, væri gjamt á að stela og þess utan þversum í sinni. Hans Henttinen, forstöðumaður Rauðakrosshússins, kynnist vega- Iausu bömunum þegar þau em orðin 13-15 ára og upp í 18 ára og hafa gengið á milli stofnana. Húsið er at- hvarf fyrir böm sem ekki geta leitað annað. Það er opið allan sólarhring- inn en er augljóslega neyðarúrræði því að þar fer engin meðferð fram. Hans benti á að það þyrfti 2-3 með- ferðarheimili einsog Bamaheill væm að safna fyrir því það vantaði að minnsta kosti eitt fyrir eldri bömin. Hann sagði að ýmsar leiðir heíðu verið famar til að hjálpa þessum bömum þegar þau kæmu í Rauða- krosshúsið. Sum hafa farið inn á heimili, á stofnanir eða á einhvers- konar sambýli en það vantar úrræði fyrir þessa unglinga sem dugar, sagði Hans. Húsið er öllum opið og þar fá allir krakkar ráðgjöf eða spjall, haft er samband við foreldra eða viðeig- andi stofnun og að sjálfsögðu er veitt húsaskjól. í húsinu gista allt frá ein- um og upp í níu einstaklinga en þá er þröngt. Vegalausu bömin em ekki bara þau sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða, sagði Hans, heldur líka böm sem em komin í neyslu fíkni- efna og svo þau böm sem hafa verið svo óheppin að fæðast inn í ónýtar ljölskyldur. Einsog dæmið af Daníel hér á síðunni sýnir er oft stutt í að ekkert verði hægt að gera fyrir vega- lausu unglingana sem koma í Rauða- krosshúsið. Söfnunin fyrir meðferðarheimili fyrir 6-12 ára vegalaus böm er því greinilega aðeins byrjunin. Barnaheill safiia fyrir meðferðarheimili Arthúr Mort- hens. Vegalaus unglingur L-T L1lll nokkrum misserum en þá gisti ungi maburinn gjarnan á þessum byggingar- stab. Mynd: Krislinn. .,;-í Föstudagurinn 13. mars

x

Helgarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.