Helgarblaðið - 13.03.1992, Side 7
Helgar ~1 blaðið
Varad við hættunni
- en ekkert gert
Réttindum fórnað
fyrir stundargróða
í febrúarsamningum 1990
sendu atvinnurekendur og
verkalýðsfélögin frá sér
sameiginlega yfirlýsingu um
þá aukningu sem þá hafði
orðið á svokallaðri verk-
takastarfsemi.
„Á síðustu mánuðum hefur færst
í vöxt, að samskipti launþega og
atvinnurekenda hafi verið færð í
búning verktakastarfsemi, þar sem
launþegi hefur talist undirverktaki
Málum atvinnulausra á
borðum Félagsmálastofium-
ar Reykjavíkur hefur fjölgað
til mima undanfarið. Þriðj-
ungur þeirra eru svokallaðir
„verktakar". Réttindaleysi
þessa launafólks hefur kom-
ið því sjálfu í opna skjöldu.
Atvinnurekendur og verka-
lýðsfélög líta það alvarlegum
augum að sífellt fleiri láta
blekkjast af gylliboðum
launagreiðenda um ágæti
verktakafyrirkomulagsins.
Samfara auknu atvinnuleysi hafa
komið upp vandamál sem atvinnu-
rekendur og verkalýðsfélög hafa
varað við, sem er fjölgun launa-
fóiks í „verktakavinnu". Verka-
lýðsfélögin hafa kveðið sterkt að
orði og sagt að oftar en ekki sé
launafólk blekkt til að gerast verk-
takar. Viðkomandi atvinnurekandi
býður starfsfólki sínu hærri laun,
vinni það sem verkfakar í viðkom-
andi fýrirtæki. Um leið losnar at-
vinnurekandinn við ákveðin launa-
tengd gjöld ásamt ýmsum skyldum
sem hann hefur gegnt gagnvart
starfsfólki sínu. Launafólkið afsal-
ar sér hins vegar öllum þeim rétt-
indum sem það hefur haft, eins og
t.d. slysatryggingum og rétti til at-
vinnuleysisbóta.
Ásmundur Stefánsson, forseti
Alþýðusambands Islands, segir að
þessi þróun hafi farið mjög hratt
yfir ýmsar atvinnugreinar, og það
sé orðið þekkt vandamál í nánast
öllum atvinnugreinum að launafólk
ráði sig sem „verktaka".
„Þetta mál hefur mikið verið rætt
innan ASÍ og í okkar samskiptum
við atvinnurekendur. Það má segja
að þama sé um sameiginlegt hags-
munamál að ræða, því það er ekki
þeim í hag að þurfa að stunda sam-
keppni við aðila sem misnota fólk
á þennan veg,“ sagði Ásmundur.
Aðspurður hvemig ASÍ brygðist
við ef launamaður leitaði til þeirra
og segðist hafa verið blekktur í
verktakavinnu. sagði Ásmundur
ýmislegt skipta máli í því sam-
bandi. „Ef hægt er að sýna fram á
að niaðurinn hafi verið blekktur í
verktakastarfsemi getur hann lík-
lega öðlast sín réttindi aftur. í öðr-
um tilfellum standa menn frammi
fýrir þeirri bláköldu staðreynd að
þeir em búnir að afsala sér öllum
sínum réttindum," sagði Ásrnund-
ur.
Sumir örvinglaðir
Gunnar Sandholt, yfmnaður íjöl-
skyldudeildar Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur, sagði að ijöldi at-
vinnulausra sem þangað leituðu
vinnuveitenda. Mörg deilumál
hafa risið vegna óljósra reglna uin
réttarstöðu aðila, ábyrgð þeirra í
milli og gagnvart þriðja aðila, auk
þess sem rökstuddar gmnsemdir
hafa vaknað um undirboð í krafti
þessa. Þessi skipan dregur úr gildi
félagslegra réttinda samkvæmt
kjarasamningum og lögum, henni
fylgja vanhöld á gjöldum og skött-
um og hún veikir samkeppnisstöðu
raunvemlegra atvinnurekenda.
Aðilar telja þessa þróun skað-
hefði aukist að undanfömu. Það
ylli starfsfólki Félagsmálastofnunar
sérstöku áhyggjuefni að þriðjungur
þeirra ætti engan rétt á atvinnuleys-
isbótum.
„Þama er um að ræða svokallaða
undirverktaka og fólk sem unnið
hefur „svarta" vinnu. Þetta fólk
þyrfti almennt ekki að leita hingað
ef það ætti rétt á atvinnuleysisbót-
unum,“ sagði Gunnar. „Málið er að
sumt af þessu fólki hefur af and-
varaleysi og til að fá nokkrar krón-
ur í vasann afsalað sér ýmsum
þeim réttindum sem launamaður
hefur. Þegar það missir vinnuna
stendur það síðan uppi gjörsamlega
tekjulaust."
Hjá Atvinnuleysistryggingasjóði
sagðist Margrét Tómasdóttir hafa
orðið vör við að fyrirspumir verk-
taka um atvinnuleysisbætur hefðu
aukist. „Flestir eru kurteisir og bú-
ast svo sem ekki við neinu. Aftur á
móti em sumir örvinglaðir og
Sveinþór
Þórarinsson
spyrja á hveiju þeir eigi eiginiega
að lifa,“ sagði Margrét og bætti því
við að Atvinnuleysistryggingasjóð-
ur gæti aðeins vísað þessum ein-
staklingum á Félagsmálastofnun.
Grétar Þorsteinsson, fomiaður
Sambands byggingamianna, sagði
að í mörgum tilfellum væri launa-
manninum hreinlega stillt upp við
vegg. „Atvinnurekandinn sem
krefst þess af starfsfólki sínu að
það gerist undirverktakar, jafnvel
fólki sem í áraraðir hefur unnið hjá
fyrirtækinu. er oftar en ekki að
spara sjálfum sér ákveðinn launa-
kostnað. I sjálfu sér er það ekki
skrítið að menn fallist á þetta, þar
eð fólki hrýs hugur við slæmu at-
vinnuástandi. 1 haust stóð mönnum
í byggingariðnaði t.d. ekki annað
til boða,“ sagði Grétar.
„Að mínu mati er þetta eitt
stærsta vandamálið sem heildar-
samtök verkalýðsfélaganna standa
frammi fyrir. I sjálfu sér er ekkert
að því að menn geri ákveðna verk-
samninga innan fýrirtækjanna ef
rétt er staðið að því. Ef launamaður
afsalar sér öllum sínum réttindum
fyrir 20-30% hærra kaup er hann
um leið að stofna sér og sínum í
ákveðna hættu, því „verktakar“
liafa enga baktryggingu ef til áfalla
kemur,“ sagði Grétar.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, sagði að það mætti að
sumu leyti líkja verktakaíýrir-
komulaginu við svo kallaða svarta
atvinnustarfsemi. „Við hjá VSÍ er-
um ckki hrifnir af þannig starfsemi,
því samkeppnisstaða íýrirtækja er
ekki sú sama ef annar aðilinn þarf
að taka á sig allar skyldur atvinnu-
rekandans en hinn ekki,“ sagði
Þórarinn.
Aðspurður hvort VSÍ ynni gegn
þessari þróun, sagði Þórarinn að
heilmikil fræðsla hefði verið í
gangi um annmarka þessa fýrir-
komulags. „Hins vegar búum við í
frjálsu landi og erfitt er um vik að
koma í veg fyrir þetta ef menn vilja
á annað borð ráða starfsfólk sitt á
þessum kjörum," sagði Þórarinn.
Engin baktrygging
1 marsmánuði 1990 var fjallað
um launainanninn og verktakann í
fréttabréfi ASI. Þar var ítarlega
ijallað um stöðu launafólks og
hvaða réttindi það missti efþað
gerðist verktakar. Einnig var lýst
þeim atriðum sem skildu í sundur
þessa aðila. Samkvæmt túlkun ASÍ
eru einkenni verktaka m.a. að hann
taki að sér ákveðin verk sem skilast
þurfi fýrir ákveðinn tíma. Verkið
skuii unnið fyrir umsamið eining-
ar- eða heildarverð og það sé fyrst
við örugg verklok sem nauðsynlegt
sé að greiða verktakanum, sé ekki
urn annað samið. Verktaki þarf
ckki að vinna verkið sjálfur, hon-
um er í sjálfsvald sett hvort hann
lætur aðra vinna verkið sem hann
hefur tekið að sér, en undir öllum
kringumstæðum ber hann þó
ábyrgð á verkinu.
Einkenni launamannsins eru hins
vegar þau að samningar séu gerðir
til óákveðins tíma og geta báðir að-
ilar sagt honum upp með tilteknum
fyrirvara. Atvinnurekandinn skuld-
bindur sig til að greiða umsamið
endurgjald á umsömdum tíma án
tillits til framvindu verksins. Kaup
launaniannsins er einnig háð kjara-
samningi en ekki hagnaði af fram-
leiðslunni. Einnig verður launa-
maðurinn að beygja sig undir
vinnutilhögun og skipulag atvinnu-
rekandans.
í áðumefndu fréttabréfi ASÍ er
tekið dæmi um launatengd gjöld
sem gætu verið hjá verktaka með
um tíu manns í vinnu.
Hafa skal í huga að sá sem hefur
aðeins sjálfan sig í vinnu getur ekki
dreift áhættunni, eins og sá sem
hefur marga menn í vinnu. Verk-
taki sem vinnur einn verður því að
reikna sér hærri álagningu vegna
veikinda og slysa en eftirfarandi
dæmi sýnir eðlilega álagningu á
Föstudagurinn 13. mars
laun, sé miðað við grunneininguna
hundrað krónur.
1. Grcitt tímakaup........ 100.00 kr.
2. Vcikindi og slys..............7.00 -
3. Hclgidagar....................4.59 -
4. Dcscmbcruppbót............. 1.50 -
5. Orlofsuppbót................1.09 -
6. Orlof..................... 14.34-
7. Lífcyrissjóður...............13.05 -
8. Sjúkrasjóður..................1.30 -
9. Orlofssjóður..................0.33 -
10. Ymis gjöld og
skattar scm grcidd cru cftirá..13.30 -
11. Fclagsgj. atvinnurck.........2.61 -
12. Aðstöðugjald.................1.61 -
13. lðnlánasjóður................0.57 -
14. Þóknun................... 16.11 -
Samtals....................177.40 kr.
Virðisaukaskattur................43.46 -
Samtals....................220.86 kr.
Samkvæmt þessurn tölum frá
ASl er um verulega kjararýmun að
ræða hjá launamanni sem sam-
þykkir verktakavinnu fyrir 20-30%
hærri laun. Auk þess verður við-
í þjódarsáttarsamning-
unum í febrúar 1990 var
lýst áhyggjum yfir vaxandi
umfangi verktakastarfsemi.
lega og andstæða hagsmunum fé-
lagsmanna sinna og munu því
vinna gegn henni með því að á
samningstímanum verði settar
skýrar reglur og skiigreining á
stöðu launþega annars vegar og at-
vinnurekenda hins vegar.“
Þessar reglur, sem minnst var á í
yfirlýsingunni, hafa ekki séð dags-
ins Ijós, en báðir aðilar hafa reynt
að kynna félagsmönnum sínum
hættuna sem fylgir gerviverktaka-
starfsemi.
Þaft er oráiá þekkt vandamál i
nánast öllum atvinnugreinum
aá launafólk ráði sig sem
„verktaka".
komandi að hafa í huga hver staða
hans er ef slys eða veikindi ber að
höndum, að ekki sé talað um cf
viðkomandi stendur uppi atvinnu-
laus.
N • Á-M-A-N
NAMU-NAMSSTYRKIR
Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum um § styrki
sem veittir verða NÁMU-félögum
1 Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu
Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki.
2 Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir
16. mars 1992, eiga rétt á að sækja um þessa styrki.
3. Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir
verða afhentir í apríl 1992 og veittir NÁMU-félögum skv.
eftirfarandi flokkun:
2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 1 styrkur til náms við
framhaldsskóla hérlendis, 1 styrkur til framhaldsnáms er-
lendis og 1 styrkur til listnáms.
4. Umsóknum, er tilgreini námsferil, heimilisfang og
framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar
en 16. mars næstkomandi.
5. Umsóknir sendist til:
Landsbanki íslands, Markaðssvið,
b.t. Ingólfs Guðmundssonar,
Austurstræti 11, 155 Reykjavík.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna