Helgarblaðið - 13.03.1992, Qupperneq 9
Helgar
9 blaðið
Ve&u r
I dag verður norðlæg átt, allhvöss eða
hvöss norðaustanlanas en kaldi eða
stinningskaldi sunnanlands og vestan.
Um norðan- og austanvert landið verður
snjókoma eða éljagangur en
úrkomulaust og víðast bjart veður
s.unnanlands og vestan.
A morgun er gert ráð fyrir minnkandi
norðanátt oa éljagangi norðanlands en
í öðrum landshlutum verður hægviðri og
I jltskýjað. Frost á bilinu 10 til 20 stig.
A sunnudag verður vaxandi
suðaustanált og þá dregur úr frosti, fyrst
vestanlands. Dálítil snjókoma
sunnanlands en lengst af bjart veður
norðaustantil.
Mín útivist
Birair Þorgilsson
ferðamálastjóri
Ég er nú alinn upp í sveit og útivist
hefur alltaf verið hluti af tilverunni,
bæði við leik og störf.
Mér finnst nauðsynlegt, þegar maður
vinnur við skrifborð liðlangan daginn,
að komast út í náttúruna og mín útivist
felst aðallega í hestamennsku og golfi.
A vetuma er ég með hesta í bænum og
fer eins mikið og ég get á hestbak en
daglegar gegningar em auðvitað líka
mikil útivera. Það er í raun ekki hægt
að lýsa því hve nálægð við lifandi
skepnur, sérstaklega hesta, gefúr manni
mikið. Eg fer mest í styttri útreiðartúra
en þó kemur fyrir að maður fer í lengri
ferðir, t.d. upp í Borgarfjörð eða jafnvel
þvert yfir landið.
Auk þess að vera með hesta hef ég
stundað talsvert golf á sumrin. Það
passar oflast þegar sumarið gengur í
garð, að þá sendir maður hrossin burt
og tekur fram golfkylfúmar. Það er líka
mjög hressandi og í raun meiri líkams-
hreyfmg en margur heldur því maður
gengur mjög mikið við golfið.
Reyndar má nú segja að í mínu starfi
felist ekki bara skrifborðsvinna því auð-
vitað er maður í tengslum við ferða-
þjónustuna þannig að útivistin tengist
bæði starfi og ffítíma, rétt eins og í
sveitinni forðum.
Hott, hott í
Reiðhöllinni
„Hér er vísir að reiðkennslu
og óhætt að segja að undir-
tektímar hafi verið góðar.
Boðið er uppá tíma bæði
fyrir byrjendur og þá sem
em lengra komnir í hesta-
mennskunni. Á hverjum
virkum degi koma hingað
80-90 nemendur," sagði
Laugar-
dagsganga
Hana nú
Gönguklúbburinn Hana nú í
Kópavogi verður með sína viku-
legu laugardagsgöngu á morgun
og verður safnast saman við
Fannborg 4 klukkan hálftíu. Þeir
sem áhuga hafa á klukkutíma
göngu um götur bæjarins stilla
vekjaraklukkuna og velja fatnað
eftir veðri.
Skoöunar-
ferö um
Sandgerði
Náttúruvemdarfélag Suðvestur-
Iands fer í sína þriðju ferð í ferða-
röðinni „Framtíðarsýnin okkar“ á
morgun, laugardag. Að þessu sinni
verður farið í skoðunarferð um
Sandgerði.
Lagt verður af stað frá grunn-
skólanum í Sandgerði kl. 10.30 og
gengið umhverfis þéttbýlið og rætt
um framtíðarsýn þess sem heildar.
Gert er ráð fýrir að gangan standi
yfir í tvo og hálfan tíma. í fór
verða ffóðir menn og eru allir vel-
komnir. Ekkert þátttökugjald.
Fjölbreyttar
sunnudags-
feröir
Áhugafólki um útivist standa
til boða fjölbreyttar göngu- og
skíðagönguferðir með Ferðafélagi
íslands sunnudaginn 15. mars.
Um morguninn kl. 10.30 verð-
ur gengið á skíðum milli hrauns
og hlíða við Hrómundartind og er
þátttökugjald krónur 1100. Eftir
hádegið kl. 13 verður farið í Kjal-
amesgönguna. Gengið verður
með undirhlíðum Esju þar sem er
að finna skemmtileg náttúrufyrir-
bæri, svo sem gilið við Mógilsá
og sérkennilegar klettamyndir. Á
sama tíma er boðið upp á skíða-
göngu um Hellisheiði-Hverahlíð
og er reiknað með að gengið
verði í tvo og hálfan til þijá tíma.
Að lokum býður Ferðafélagið
uppá fjallgöngu og verður gengið
á Stóra- og Litlameitil.
Brottför er að venju ffá Um-
ferðarmiðstöðinni austanmegin
og verður stansað við Mörkina 6.
_________________________I
Jón Albert Sigurbjömsson
hjá Reiðskólanum í Víðidal.
Reiðskólinn hf. í Viðidal er
hlutafélag sem sett var á fót fyrir
þremur árum þegar Reiðhöllin fór i
þrot. Stærstu hluthafar eru hesta-
mannafélögin á Stór- Reykjavíkur-
svæðinu, Félag hrossabænda,
Landssamband hestamanna og
Hestaíþróttasamband íslands. Skól-
inn leigir aðstöðuna af Búnaðar-
bankanum.
I fyrra var gerður samningur
inilli Reiðskólans og íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur sem
tók höllina á leigu yfir sumarið. 1
haust var svo gerður annar leigu-
samningur milli þessara aðila og
hefur íþrótta- og tómstundaráð
höllina á leigu í vetur ffá kl. 10-18
á daginn. Þar er boðið uppá reið-
kennslu fyrir nemendur í 5., 6. og
7. bekk grunnskólans. Iþrótta- og
tómstundaráð sér alfarið um
kennsluna en aftur á móti sér Reið-
skólinn um að útvega hross til
kennslunnar og ennfremur er
kennslan tekin upp á myndband.
Þannig geta nemendumir séð sjálfa
sig á hestbaki og hvað þeir gerðu
rétt eða rangt eftir atvikum.
Þa& skemmtilegasta
Jón Albert segir að tómstundir á
hestum séu töluvert frábrugðnar
öðru tómstundagamni því að verið
væri að fást við lifandi dýr en ekki
dauða hluti. „Skíðin getur þú lagt
til hliðar að lokinni notkun en það
er ekki hægt þegar hestar em ann-
ars vegar.“
Það er ekki aðeins að gmnn-
skólanemendur hafi mikinn áhuga á
hestum og reiðmennsku heldur hafa
einnig fóstmr komið þangað með
leikskólakrakka. Ennfremur hefur
Reiðskólinn boðið uppá reiðnám-
skeið fyrir fatlaða. Meðal annars
kom þangað hópur blindra og var
ekki að sjá að það væri neitt vanda-
mál fyrir þá að fara á hestbak.
Það sem nemendum er kennt í
skólanum er m.a. að beisla, leggja á
hnakk og kemba hrossunum. Jón
Albert segir að byrjendum sé yftr-
leitt ekki kennt á gangtegundir ís-
lenska hestsins en þær em tölt,
brokk, stökk, skeið og fetgangur.
Þess í stað er meira farið út í það að
útlista fyrir krökkunum ásetu og
stjómun og að nota líkamann rétt á
hestbaki. Helstu mistökin sem byrj-
endur á hestbaki gera er að þeir
hækka taumhaldið, færa þyngdar-
punktinn upp og em fyrir vikið
mun valtari í hnakknum, beita hest-
inum vitlaust, stíf í baki og öxlum
sem getur orðið til þess að þau
detta af baki.
Þegar Helgarblaðið lagði leið
sína í Reiðhöllina fyrr í vikunni var
þar hópur nemenda úr Selásskóla.
Sólrún Steinsdóttir 11 ára var þama
að stíga sín fyrstu spor í reið-
Sólrúnu Steinsdóttur, 11 óra nemanda í Selós- Sigurói Júliussyni, 10 óra nemanda i Selósskóla,
skóla, rinnst skemmtilegast áb vera ó hestbaki. finnst skemmtilegast aó lóta hestinn hlaupa.
mennskunni og var í sínum þriðja
tíma. Þrátt fyrir það sagðist hún
ekki vera með öllu ókunnug hestum
því frændi hennar og frænka ættu
hesta. Hún sagði hestamenns'kuna
vera það skemmtilegasta af öllu og
hún sæi svo sannarlega ekki eftir
því að hafa farið á reiðnámskeið.
Sigurður Júlíusson 10 ára sagði
að hesturinn væri besti vinur sinn
og það væri ofsalega gaman að fara
á hestbak og lát’ann hlaupa. Sig-
urður sagðist sjálfur eiga hest, eins
og raunar öll fjölskyldan, og því
væri hann síður en svo ókunnugur
hrossum. Hann þvertók heldur ekki
fyrir þann möguleika að hann yrði
hestamaður þegar hann yrði stór.
AUGLÝSING
15-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55-69 ára
Kolaportið er einn vinsælasti samkomustaður borgarinnar. Súluritið sýnir hlutfall
höfuðborgarbúa sem þangað hafa komið.
/
Ibúar höfuðborgarsvœðisins markaðsglaðir:
75% hafa komið í Kolaportið
Kolaportið hcfur verið ábcrandi vinsæll liður í
hclgarlífi Reykvíkinga en niðurstöður skoðana-
könnunar scm íslenskar markaðsrannsóknir
'gcröu nýlcga koma samt mjög á óvart því þar
kemur fram að hvorki meira né minna cn 75%
íbúa höfuðborgarsvæðisins hafa komið í
Kolaportið og 62% allrar þjóðarinnar.
Það kcmur einnig í ljós í könnuninni að flestir
segjast gestirnir hafa komið oft í Kolaportið og
4% þjóðarinnttr hefur komið þangað 23 sinnum
cða oftar. Ekki er að finna marktækan mun á
gestum eftir kyni eða tekjum.
Að meðaltali korna um tíu þúsund manns í
Kolaportið hvern markaðsdag þar sem yfir 100
seljendur bjóða upp á nánast allt milli himins
og jarðar. Nokkrir scljcndur hafa þar fasta
söluaðstöðu en flestir eru nýir um hverja helgi,
eins og t.d. fjöldi félagasamtaka og
einstaklinga sem eru að afla sér fjár með
margvíslegum hælti. Kolaportið er þannig
síbreytilegt og mannlífið fjölskrúðugt en þar er
alltaf gott veður og hciðskírt cnda allir f
sólskinsskapi.
Kolaportið er opið á laugardögum kl. 10-16
og sunnudögum kl. 11-17.
Myndir: Kristinn.