Helgarblaðið - 13.03.1992, Side 12
ÖII almenn farseÓlasala
Laugavegi 3, Reykjavík, sími 91-626362 og Fjarðargötu 8, Seyðisfirði, sími 97-21111
Helgar
12
blaðið
Helgar
13
blaðið
Nú vorar í Eistlandi. íbúar í bænum
Tappa í norðurhluta landsins finna
fyrstu vorboðana. Jörðin byrjar að
sortna afolíu sem vellur upp, olíu-
daunninn liggur yfir svæðinu ogsvo
kvikna eldarnir sem loga vikum sam-
an. Það er grunnvatnið peirra sem log-
ar vegna olíumengunar. Tappa var fag-
ur smábær og herragarður en síðan
reistu Rússarnir þar risastóran flugvöll
og herstöð. Nú eru afleiðingarnar af
margra ára olíumengun að koma fram;
þegargrunnvatnið stígur í leysingum á
vorin, vellur olían uþþ á yfirborðið á
stóru svæði umhverfis flugvöllinn. En
það er fleira en olía sem nú kemur uþþ
á yfirborðið í Eistlandi; lokinu hefur
verið lyft afkraumandi þotti.
Steinblokkir
í miðborg
Tallin, tókn
um varj-
stöbu
eistneskra
þjóðernis-
sinna er
þeir áttu í
átökum við
sovéskar
hersveitir á
síðasta ári.
Áf bverjti ckki
að aka af iattdi brotf
œtd Norrasnu ?
Sigling með Norrænu er ævintýri, sem allir ættu að láta eftir sér,
og frekar fyrr en síðar ! Hvers vegna ekki að láta nú drauminn
rætast og drífa sig með Norrænu í sumar ?
Norræna siglir frá Seyðisfirði vikulega 4/6-1/9 til
nágrannalanda okkar, Færeyja, Danmerkur, Hjaltlands og
Noregs. Og nú bætist einn áfangastaður við, Skotland, með
gamla góða Smyrli, sem siglir frá Seyðisfirði til Aberdeen
og til baka frá Scrabster á norðurströnd Skotlands.
Norræna getur flutt 1050 farþega og 300 bíla.. Öll
aðstaða um borð er eins og best verður á kosið. Lúxusklefar
með tvöföldu rúmi, tveggja manna klefar, fjögurra manna klefar
eða svefnpokapláss. Leikherbergi fyrir bömin, sólbaðsþilfar -
og verslanir með rnikið úrval af tollfrjálsum vamingi.
Fyrsta flokks veitingastaður og ágætur skyndibitastaður.
Notalegur bar og næturklúbbur með lifandi tónlist fyrir nátthrafna.
Sigling meb Norrænu -
ævintýralegt sumarfrí.
Sviðin jörð og sært stolt
□ ftir áratuga undirokun
grafa Eistar í sögu sína og
reyna að gera upp við for-
tíðina. Þegar fólk á borð
við sagnfræðinginn Evald
Lassi og gyðingaforkólfínn Eugeniu
Loov- Gurin byrjar að grafa í gömul
skjalasöfn kemur ýmislegt fram í
dagsljósið. Allt í einu kemur upp
nafn á Islendingi sem er hluti af
flókinni og viðkvæmri sögu, tengsl
Eista við Rússa og samskipti þeirra
við nasista í stríðinu. Sjálfstætt Eist-
land með um 40 prósent íbúanna
rússneskumælandi og af rússnesku
bergi brotna þarf að leysa erfið
vandamál. Hver eiga að verða rétt-
indi Rússa sem búa í Eistlandi?
Hvemig á að taka á Rússahatrinu
sem nú blossar upp? Er andsemít-
ismi að vakna á ný? Hvemig geta
Eistar leyst þau ótrúlegu umhverfis-
vandamál sem miðstýrð iðnvæðing-
in hefur leitt af sér?
Olían flýtur
Það er martröð líkast að virða fyr-
ir sér jörðina umhverfis herflugvöll-
inn í Tappa. Jarðvegurinn er gcgn-
vættur af olíu og hvarvetna loga eld-
ar sem bændurnir kveikja í von um
að losna við eitthvað af olíunni sem
kemur upp. Arum saman helltu
rússnesku hermennimir olíu í stóra
bmnna við flugvöllinn en líkt og
víðast í Eistlandi er sprungið kalk-
steinslag undir sverðinum og olían
lak út í grunnvatnið á öllu svæðinu.
Flugmenn sem fengu skammtaða ol-
íu fyrir ákveðna flugtíma og nenntu
ekki að sinna skyldum sínum, helltu
olíunni niður til að blekkja her-
stjómina. Aflciðingin er nær ónýtur
jarðvegur og allt vatn þarf að flytja
til Tappa.
Ekki langt frá Tappa í austri er
Kadila-skógur og þar blasir við ann-
ars konar eyðilegging af völdum
sovéska hersins. I Kadila-skógi var
leynileg eldflaugastöð falin á um
400 hektara svæði. Skömmu eftir
1980 ákvað sovéski herinn að leggja
hana niður. Aðferðin var einföld:
Þeir bmtu niður öll mannvirki á
svæðinu og skildu eftir sig skóg
fullan af rústum. Það er erfitt að
imynda sér hve mikinn tíma og hve
mikla peninga þarf til að hreinsa til í
þessum fagra skógi. En það er líka
ómögulegt að segja til um hver um-
hverfisspjöllin verða að lokum því
fljótlega eftir að herinn yfirgaf
svæðið uppgötvuðu Eistar að hann
hafði skilið eflir sig olíubirgðir
grafnar í jörðu. I tíu ár hafa bændur
á samyrkjubúunum í grenndinni
ausið olíu úr jörðu og enginn veit
hve mikið magn er enn að finna
undir skóginum.
Þegar maður upplifir þau geig-
vænlegu umhverfisspjöll sem fram-
in hafa verið í Eistlandi á undan-
fomum áratugum er ekki erfitt að
skilja að sjálfstæðishreyfing Eista
skuli hafa sprottið af umhverfis-
vakningu. Sjálfstæðisvakningin
hófst í Norður- og Austur-Eistlandi,
á iðnaðarsvæðum á borð við Kohtla
Járve þar sem um 2000 hektarar eru
mengaðir vegna efnaiðnaðar og fos-
fór- og olíusteinsnáma. Mótmæli
gegn frekara olíusteinsnámi kveiktu
neistann sem síðar varð að báli.
Þegar olíusteinn er numinn er sverð-
inum flett af kalksteinsundirlaginu
og skóflað í risavaxnar hæðir. Síðan
er bergið sprengt upp og olíusteinn-
inn flokkaður frá kaíksteininum.
Eftir er tungllandslag mcð einkenni-
lega löguðum hæðum.
Umhverfis Kohtla Jarve voru áður
blómleg landbúnaðarsvæði sem
fæddu fjögur þorp, nú er þar ónol-
hæf jörð. Annað vandamál skapast
þcgar olíusteinninn er brenndur. Að-
eins hluti brennur en hitt vcrður að
ösku. Við raforkuverin myndast því
risavaxin Ijöll af grárri þurrösku og
þcgar þurrt er í veðri rýkur af þeim
yfir nágrennið. Við orkuverið í Nar-
va í Austur-Eistlandi sá ég þurr-
öskufjöll scm voru margir kílómetr-
ar að lengd. Það er erfitt að koma
orðum að þeirri tilfinningu sem
grípur mann andspænis svona eyði-
leggingu.
Bætt fyrir brot Rússa
Þótl auðvclt sé að fyllast vonleysi
reyna Eistar nú að bæta spjöllin, til
dæmis með skógrækt á þeim svæð-
um sem olíusteinsnámið hefur skilið
eftir í auðn. í Eistlandi lílur fólk svo
á að það sé að bæta fyrir það sem
Rússamir gerðu rangt og eyðiiögðu
í landinu þeirra. Eistar bera því eng-
ar hlýjar tilfinningar í garð Rússa og
sífellt kemur upp fleira og fleira úr
fortíðinni. Eitt lítið dæmi er að þeg-
ar styttan af Lenin, sem stóð fyrir
framan aðalstöðvar kommúnista-
flokksins í Tallinn, var íjarlægð í
fyrra brotnaði stallurinn í sundur og
í ljós kom að hann var hlaðinn úr
legsteinum. Þessir legsteinar höfðu
verið teknir úr kirkjugarði á Kopli-
nesinu í Tallinn þar sem einkum
voru jarðsettir eistenskir listamcnn
og menningarforkólfar liðinna ára.
Þegar sagnfræðingurinn Evald
Lassi talar um gjörðir Rússanna í
Eistlandi brennur eldur í augum
hans. Lassi er einn þeirra sem hafa
rannsakað skjalasafn kommúnista-
flokksins. Á fundi sem ég átti með
honum fullyrti þessi gamli maður að
á meðan Rússamir, óvinir eistnesku
þjóðarinnar, búi meðal þeirra, sé
sjálfstæði Eistlands aðeins að form-
inu til. „Það verða endalok eistnesku
þjóðarinnar ef Rússamir fá ríkis-
borgararétt hér,“ sagði Lassi. Hann
bætti við að hann byggist ekki við
að ég gæti skilið tilfinningar sínar
og sjónarmið. Lassi var ungur
drengur þegar Rússamir komu og
kveðst hvorki geta né vilja gleyma
því. Hann sagði mér sögur af nauð-
ungarflutningum þúsunda Eista til
Síbiríu og af baráttu eistneskra
skæruliða gegn hemáminu.
Tími skæruhemaðar Eista gegn
Rússum er sérgrein Lassis og hann
leitar nú skjala um skæruhreyfing-
una í nýopnuðum skjalasöfnum
Kommúnistaflokksins. Sögumar af
þessari baráttu hafa greinilega mikið
tilfinningalegt gildi fyrir þau átök
sem nú em í Eistlandi. Evald Lassi
skrifar frá Eistlandi
táraðist þegar hann sagði mér sög-
una af orrustunni um bæ ekkjunnar
Mörtu Meritz í Suður-Eistlandi. Þar
vörðust 6 skæruliðar árás 120 rúss-
neskra hermanna í 8 klukkustundir
eða allt þar til skæruliðamir og ekkj-
an vom brennd inni. Aður en þau
voru brennd náðu þau að skrifa bréf
og fela í bænum. Þetta bréf varð-
veittist og Evald Lassi fann það í
skjalasafni Kommúnistaflokksins. í
bréfinu er hvatt til þrollausrar bar-
áttu gegn rússneskum yfirráðum í
Eistlandi og það er sú barátta sem
Evaid Lassi getur nú tekið upp eftir
áratuga undirokun. Lokinu hefur
verið lyft af. En það er óneitanlega
óhugnanlegt að upplifa það hatur
sem Lassi er fullur af og sú spuming
er áleitin hvort það skapi ekki óleys-
anleg vandamál í Eistlandi ef slíkar
tilfinningar fá að ráða ferðinni.
Mikson-málið
Þegar talið berst að tengslum eist-
nesku skæmliðanna við nasista í
síðari heimsstyrjöldinni er greini-
lega komið inn á viðkvæmt svið.
Lassi segir skæmliðana hafa viljað
hjálp frá Vesturlöndum en þegar
hún kom ekki snem þeir sér til Þjóð-
verja. „Við hefðum þegið hjálp frá
andskotanum sjálfum í þeirri baráttu
sem við háðum gegn Rússum,“
sagði Lassi. Eistar vom milli steins
og sleggju í þessari baráttu því and-
stæðingar þeirra, Rússar, vom á
sama tíma bandamenn Vesturveld-
anna í stríðinu gegn nasistum. Til að
gera myndina enn flóknari var sú
staðreynd að þessir „bandamenn"
Eista, þýski herinn, drap Ijölda eist-
neskra gyðinga. Og nú em gyðingar
í Eistlandi einnig að grafa í skjala-
söfnin og draga fram staðreyndir úr
fortíðinni um þessa hlið sögunnar.
Þar sprettur skyndilega fram nafn
eins Islendings sem hluti af þessu
sjónarspili.
Eugenia Loov-Gurin er formaður
sambands gyðinga í Eistlandi. Nú
fæst hún við að kanna tengsl landa
sinna við nasista á stríðsámnum. Ég
spurði Eugeniu um Islendinginn Ev-
ald Mikson og fékk þau svör að það
væri hafið yfir allan vafa að hann
hefði verið foringi í eistnesku ör-
yggis- eða stjómmálalögreglunni og
sem slíkur undirritað skipanir um
handtöku á fólki sem síðan var skot-
ið eða látið hverfa sporlausl. Hún
kvaðst hafa undir höndum skjöl sem
sönnuðu þetta og nefndi sem dæmi
skipanir um handtöku á 83 ára gam-
alli konu og 14 ára stúlku sem hún
sagði hafa verið drepnar. Eugenia
segist enn fremur vera viss um að
Mikson hafi vitað hver yrðu örlög
þessa fólks.
Líkt og Lassi vill Eugenia ekki að
sagan liggi í þagnargildi, hún vill
finna hina seku og refsa þeim. En
meðal yngri Eista finnur maður ann-
arskonar og mildari viðhorf.
í vikublaðinu Eesti Ekspress þann
6. þessa mánaðar birtist stutt grein
um mál íslendingsins Evalds Mik-
sons. Yfirskriftin var „íslenski Eist-
inn Evald Mikson truflaður í ell-
inni“. I inngangi greinarinnar segir
að öldungurinn Mikson, sem hafi
búið í 37 ár á íslandi, sé nú orðinn
að skemmtiefni fyrir íslenska blaða-
menn eftir að Wiesenthal- stofnunin
lýsti eftir honum fýrir að undirrita
handtökuskipanir. Ég hitti blaða-
manninn sem skrifaði þessa grein,
unga konu að nafni Tiina Jögeda.
Tiina var ekki jafn sannfærð um
sekt Miksons og Eugenia. Hún sagði
það vandamál að gyðingar í Eist-
landi töluðu bara rússnesku og vissu
afar lítið um Eistland. Tiina nefndi
sem dæmi að Mikson hefðii í raun
undirritað mun fleiri handtökuskip-
anir á hendur Eistum en gyðingum
en það væri aldrei nefnt í umræð-
unni. Hún sagði að það gleymdist
líka í þessari umræðu um gyðinga-
ofsóknir Eista að Eistland hefði ver-
ið fyrsta landið sem gaf gyðingum
frelsi til að halda menningu sinni ár-
ið 1920. Vegna þessa hefúr Eugenia
Loov-Gurin sakað Eesti Ekspress
um að vera andsemítískt blað. Tiina
Jögeda sagði þær ásakanir óskiljan-
legar, hún vildi bara benda á að það
voru ekki bara gyðingar sem þurftu
að líða í Eistlandi.
Tiina Jögeda tilheyrir annarri kyn-
slóð en Eugenia og Évald Lassi.
Hún deilir ekki blindu Rússahatri
Lassis og er ekki áfjáð i að grafa
upp gamlar syndir. Vissulega er
fjöldi Rússa í Eistlandi vandamál í
augum Tiinu en hún segir jafnframt
að enn sem komið er þurfi Eistar á
þeim að halda þar eð Rússar séu
uppistaða vinnuaflsins í þungaiðn-
aði og verksmiðjum. Skyndilega
stendur maður frammi fýrir vanda-
máli þar sem engar góðar lausnir
finnast. Jafnvel Evald Lassi viður-
kenndi að hann kynni engin svör við
spumingum dagsins.
Landlausir Rússar
Það er lýsandi dæmi um aðstæð-
umar hér í Eistlandi að ný lög um
ríkisborgararétt eru gagnrýnd úr öll-
um áttum. Þau þykja ýmist allt of
ströng eða allt of fijálslynd gagnvart
Rússunum. Þessi lög em málamiðl-
un sem var samþykkt með minnsta
mögulega meirihluta. Þrátt fyrir að
margir segi þessi lög vera mjög
frjálsleg, þar eð aðeins er krafist
tveggja ára búsetu í landinu og svo
eins árs biðtíma til að fá ríkisborg-
ararétt, hafa þau valdið ótta meðal
rússneskumælandi hluta lands-
manna. Nú þurfa Rússamir að læra
eistnesku og sá hluti þeirra sem hef-
ur flutt til landsins eflir 1940 þarf að
sækja um ríkisborgararétt og bíða í
eitt ár eftir svari. Nú vill svo til að á
þessu eina ári fara fram kosningar til
þings og sveitarstjóma. Stór hluti
Rússanna verður því án kosninga-
réttar.
I norðaustur hluta Eistlands, þar
sem meirihluti íbúanna er Rússar,
hafa lögin um rikisborgararétt vakið
hörð viðbrögð. Borgin Narva liggur
á landamæmm Eistlands og Rúss-
lands og þar em 97 prósent íbúanna
Rússar. Þegar ég heimsótti Narva
gafst mér færi á að hitta borgarstjór-
ann í Narva sem að sjálfsögðu er
Rússi. Hann sagði að samkvæmt
þessum lögum yrði hluti Eista land-
laus og án réttar til að kjósa eða
bjóða sig fram. Á fundinum kynnti
borgarstjórinn líka glænýjar tillögur
nefndar um nýja stjómarskrá Eistlands.
Hann sagði að 56. grein þessarar stjóm-
arskrár heimilaði stjómvöldum að banna
þeim sem ekki hefðu ríkisborgararétt að
taka þátt í stjómmálum, hafa með sér fé-
lög um menningarstarfsemi, halda fundi,
eiga eignir og fleira. Borgarsljórinn
sagði ennfremur frá fjölmennum fundi
starfsmanna í orkuverinu í Narva þann 7.
mars sem ályktaði gegn þessum brotum
á mannréttindum. Hann sagði að ef þessi
stjómarskrá tæki gildi í Eistlandi gæti
hann ekki sagt fyrir um viðbrögðin.
Meðal þess sem borgarstjórinn las upp
úr stjómarskrártillögunum og kom eist-
nesku blaðamönnunum á staðnum alger-
lega á óvart var að stjómvöld geta meðal
annars takmarkað rétt þeirra íbúa sem
ekki hafa ríkisborgararétt til að ráða bú-
setu sinni og vinnu. Þar sem þessar til-
lögur eru svo nýjar hafa þær ekki verið
þýddar á fleiri tungumál eða þeim dreift.
Eistar sem ég hef borið þessar upplýs-
ingar undir segja að sá texti sem borgar-
stjórinn í Narva las upp geti ekki staðist.
Eftir fundinn með borgarstjóranum í
Narva fundu eistnesku blaðamennimir
hjá sér hvöt til að fullvissa mig um að
þetta væm bara tillögur og að endanleg-
ur texti gæti ekki orðið svona.
Innihald þessara tillagna skýrist vænt-
anlega á næstu dögum en þangað til saka
Rússar Eista um að vilja hrekja sig úr
landi eða svipta sig réttindum og Eistar
segja á móti að Rússar vilji ekki verða
Eistlendingar, þeir vilji ríghalda í gömlu
sovésku réttindin sín. Eistneskur sér-
fræðingur hjá finnska utanríkisráðuneyt-
inu segir að tillagan um nýja stjómarskrá
veki þessi viðbrögð hjá Rússum þvi auð-
vitað vilji enginn tapa völdum. Hann var
enn fremur sannfærður um að Rússar í
Narva mistúlkuðu stjómarskrárdrögin.
Rússamir sem búa í Eistlandi geta
fæstir flutt til Rússlands. Þar er hvorki
atvinnu né húsnæði að hafa. Ef þeir fá
ekki ríkisborgararétt í Eistlandi er erfitt
að segja hvað gerist. I umræðunni hefur
komið upp sú hugmynd að í Norðaustur-
Eistlandi setji Rússar upp sjálfstætt ríki
innan landamæra Eistlands. Ég á erfitt
með að ímynda mér að sá Eisti finnist
sem er tilbúinn að ljá þeirri hugmynd
eyra. En umræðan um lausn á þessum
vanda heldur áfram og engar einfaldar
lausnir eru í sjónmáli þegar 40% lands-
manna em óvelkomnir en engin leið er
að losna við þá.
Á meðan vellur olían upp úr jörðinm
við Tappa og rústir herstöðva minna
Eista á yfirráð Rússa. Maður upplifir
Eistland líkt og kraumandi pott þar sem
allt getur gerst.
Föstudagurinn 13. mars
NÝfí DAGUfí AUGL ÝSINGASTOFA