Helgarblaðið - 13.03.1992, Page 20

Helgarblaðið - 13.03.1992, Page 20
Helgar 20 blaðið CQ CQ O o o < Barnaefniö er að byrja 1 sjónvarp- inu. Ég er að missa af þættin- um mlnum. ^ Ég er viss um að þörfin til að boröa fer að taka við sér inn- an skamms. f Á l l. -j • Hfíí Jr Hvað er svona merkllegt við það að borða kvöldmat? Af nverju má ég ekki fara og horfa á sjónvarp- ið? Fullt af fólki borðar meðan það horfir á sjónvarp. Kalli, kvöldmatartlminn er sá tími sem við erum öll saman og get- um talaö saman. Það felst meira I þvl að vera fjölskylda en bara búa i sama húsi. Við þurfum öll að tala og vera saman öðru hvoru. Spilað og dansað Það verður spilað og dansað hjá Félagi eldri borgara í Kópavogi í kvöld, föstudaginn 13. mars, að Auðbrekku 25. Skemmtunin hefst kl. 20.30 og er húsið opið öllum. gæðaflokki Um áratuga skeið hefur Grillið á Hótel Sögu verið einn vinsælasti og full- komnasti matstaður höf- uðborgarinnar. Kemur þar margt til: Þar hefur jafnan verið fyrsta flokks matur og þjónusta, og svo er staðurinn sjálfur einkar vel í sveit settur - á efstu hæð í einu glæsilegasta hóteli landsins. I síðustu viku var staðurinn opnað- ur eftír að komið var fyrir nýjum og glæsilegum hús- gögnum, eldhúsið endur- bætt og matseðill og vín- seðill aukinn. Það er því ekld í kot vísað að vera boðinn á slíkan stað. Gestir Helgarblaðsins sunnudaginn 8. mars voru þau Andrea Jóns- dóttir dagskrárgerðarmað- ur og Elías Mar rithöfund- ur, og hafa þau þetta um staðinn að segja: BYPACK fataskápar frá Þýskalandi Takmarkað rými Astralbarsins er nú nolað á sem hagkvæmastan hátt, og þar er strax mjög vinaleg stemmning, innréttingin í senn virðuleg og hlýleg og þjónustan mjög góð. Ekki er nema sjálfsagt að koma þar við og fá sér eitthvað lystaukandi. Eftir miklar vanga- veltur yfir kokteillistanum, sem er sá fjölbreyttasti sem við höfum augum barið, valdi Elías sér einn sem ber nafnið Prince Charles, bú- inn til úr koníaki, Drambuie og sí- trónusafa; Andrea valdi Boss, man ekki samsetninguna en að hann var hressandi og góður eins og Prins- inn. Þegar inn í sjálfan veitingasalinn er komið, er staðurinn í senn kunn- uglegur, en þó nýr. Þar eru ný borð og stólar, nokkuð viðamikil og virðuleg húsgögn, en einkar þægi- leg. Margfrægt útsýnið blasir við til allra átta, en þó að það sé vissu- lega gott í sjálfu sér - og einkar gaman að bjóða útlendingum þama upp, svo þeir geti virt fyrir sér höfuðborgina okkar og um- hverfi hennar, - þá er maður þó fyrst og fremst kominn veiting- anna vegna, og þær eru ekki af lakari sortinni. Himneskir réttir og höfug vín Andrca valdi sér að forrétti hum- ar og lárpem, Vinaigrette, sem var aldcilis himneskur, en Elías valdi sniglasúpu með vermút. I aðalrétt valdi Andrea hrein- dýrahnappa með rauðvínssoðinni peru. Kjötið var meyrt og mjög vel meðhöndlað, en humarforrétturinn var svo góður að hreindýrið, þótt Fagnaöarfundur. Þóft venjan sé aó matargestimir séu sjólfir ó myndunum sem birtast með þessum pistlum, gátum við ekki stillt okkur um að velja þessa slcemmtilegu mynd sem Andrea tók af Eliasi í hrókasamræðum við fyrrum samstarfsmann þeirra beggja, Krístófer Svavarsson sem nú starfar á Hótel Sögu. gott væri, féll í skuggann. Líklega mætti gera réttinn dálitið „villtari“, svona til að undirstríka það frelsi sem dýrið býr við áður en það lendir á disknum. Elías kaus sér það sem á matseðlinum nefnist Saga gratin, en það er réttur sem verið hefur á matseðli staðarins í nærri tvo áratugi og orðið mjög ró- maður og vinsæll. Hann er fram borinn í logandi heitri skál, sem er einkar hentugt fýrir þá sem njóta þess að vera lengi að borða án þess að maturinn kólni of fljótt. 1 fáum orðum sagt: Það er óhætt að mæla með þessum húsrétti staðarins, því hann er bæði mjög ljúffengur og rausnarlega útilátinn. Með hreindýrahnöppunum fékk Andrea sér rauðvín, Chateauneuf du Pape „Les Cédres“, en með fiskréttinum drakk Elías hvítvín, Chablis Premier Cru „Vosgros". Þetta rann ljúflega niður, og snilld- Matur argóður og lystugur maturinn sá til þess, að áhrifin urðu eins þægileg og best varð á kosið. Rétt er að geta þess að vínlistinn, eins og kokteil- listinn, er mjög Qölbreyttur og hægt er að velja sér vínfiösku á verðinu 1830 kr. og upp í 11.300 kr.! I eflirrétt voru borin fram gratín- eruð jarðarber, Grand Mamier, og eftir jafn mikinn og góðan mat má það merkilegt kallast að geta kom- ið meiru niður. En svo Ijúffeng voru þau og freistandi, að þau hurfu af skálunum fýrr en varði. Fyrsta flokks þjónusta Öll þessi máltíð stóð yfir í meira en þrjár klukkustundir, enda er ekki farið á slíkan stað til að hest- húsa sem mest á sem skemmstum tíma. Þess vegna var heldur ekki nema rétt að fá sér kaffi að lokum og koníak með til þess að jafna sig eftir allt átið. Og það er ekki ama- legt að fá að velja úr tug tegunda sem er ekið upp að borðinu hjá manni í e.k. barvagni. Þá er meira en mál til komið að geta þess, að öll þjónusta starfs- fólksins var fýrsta flokks, í senn kórrétt og mjög alúðleg; allt gekk mjög greiðlega, en samt sást ekki asi á nokkrum manni. Matreiðslu- meisturum helgarinnar, þeim Ragnari Wessman og Karli Ás- geirssyni, ber lof og prís fýrir þeirra verk, sem áreiðanlega myndi vera álitið fyrsta flokks á bestu veitingastöðum stórborg- anna. Einnig ber að nefna píanó- tónlistina sem Karl Möller lék af fingrum fram allt kvöldið - lág- vær, smekkleg og vel flutt. Það er hátíðleg og ljúf minning sem maður geymir eftir að hafa komið á slíkan stað sem Grillið á Hótel Sögu. Þetta er staður sem stendur fyrir sínu, nú sem jafnan áður, - og þarf ekki á því að halda að snúast í hring um sjálfan sig. Að lokum skulu Helgarblaðinu færðar bestu þakkir fýrir boðið. Ekki bara fyrir forseta Grillið í hæsta Stærð 100x197x52 cm. Verð 16.590.- stgr. Yfir 40 tegundir til í hvítu, svörtu og eik. Nýborgc§D Betra verð Skútuvogi 4 sími 812470 og 686760 Ragnar Wessman, matreiðslu- maður á Hótel Sögu, veitti okkur góðfúslega leyfi til að birta eftir- farandi uppskrift sem samin var í tilefni af komu Mitterrands Frakklandsforseta til landsins 1990. Ragnar tók það fram að þótt hún væri ekki flókin, þá væri þetta ekkert sem maður hristi fram úr erminni á svip- stundu. Okkur láðist því miður að afla okkur upplýsinga um það hvar maður verður sér úti um laxahrogn en klókir lesendur finna eflaust út úr því. Laxa- og lúóulög með laxahrognum 200 gr ferskur, flakaður og bein- hreinsaður lax 200 gr fersk smálúðuflök 2 msk. ferskar kryddjurtir, svo sem graslaukur, steinselja, estragon, karsi og ferskur arfi ef hann er fá- anlegur. 1 gulrót 1/4 blaðlaukur 2 sellerístönglar allt skorið í fína strimla skvetta af Pemod salt og pipar ólífuolía Hlauplögur: 350 ml þurrt kampavín 150 ml Nolly Prat 500 ml gott fisksoð 50 gr matarlím 40 gr laxahrogn Matreiðslan I smurt stálform, u.þ.b. 15x20 sm og 5 sm djúpt, er sett lag af þunnt skomum laxi. Ofan á laxinn er stráð söxuðum kryddjurtum og grænmetisstrimlum sem áður hafa verið hitaðir í olíu. Síðan kemur salt og pipar og skvetta af Pemod. Þvínæst er lagt lag af lúðu, svo kryddjurtir og grænmeti, salt og pipar og skvetta af Pemod. Endur- takið þar til lögin ná um 6 sm hæð. Hellið nú sjóðheitum hlaupleg- inum yfir og látið kólna. Skerið út í hæfilega skammta og leggið á diska með skrautkáli. Hellið 1 dl af ólífuolíu yfir laxa- hrognin og skvettu af sítrónusafa. Saltið og piprið og dreypið síðan yfir lögin. Föstudagurinn 13. mars

x

Helgarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.