Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 12
12 Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. D íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Við erum beztir klapp, klapp, klipp, klapp, klapp! Frægasta lið Englands eftir- striðsáranna, Manch. Utd. er á allra vörum á ný — glæsibyrjun liðsins i 1. deild hefur komið mjög á óvart. Fimm sigrar i sex leikj- um — eitt jafntefli — og liðið unga, sem kom upp úr 2. deild i vor, trónar nú eitt á toppi 1. deild- arinnar. Enn sigur á laugardag — gegn Tottenham —eftir frábæran leik á Old Trafford, 3-2, og gömul vígorð hijómuðu um allan völl á ný „Við erum meistarar — klapp, klapp, klipp, klapp, kiapp — við erum beztir”. Ahorfendur þar standa bakvið lið sitt — aðeins samjöfnuður á Englandi er á An- field I Liverpool. Þetta rifjar upp gamlar endur- minningar, þegar ég á laugardegi i september fyrir átta árum horfði á leik Manch. Utd. og Tottenham á Old Trafford — i boði Manch. Utd. Leiknum þá og leik liðanna á laugardag svipar svo mjög til hvors annars. Fyrir átta árum voru skærustu „stjörnur” enskrar knattspyrnu á Old Trafford, Law, Charlton, Best, Crerand og Stiles hjá United — Jimmy Greaves, MacKay, England og Pat Jennings hjá Tottenham. Rafmagnaður leikur frá byrjun, þar sem heimaliðið misnotaði viti — Tottenham skoraði fljótlega, en Manch. Utd. sígraði 3-1. Þá nötraði Old Trafford-hverfið — „Við erum meistarar, klapp, klapp, klipp, klapp, klapp, við erum beztir” og það er stórkostlegt að heyra slik hróp samhljóma úr tugþúsundum barka. Þá var Manch. Utd. ensk- ur meistari — og „the greatest” var einnig réttnefni — nokkrum mánuðum siðar varð liðið Evrópumeistari félagsliða. En fegursta eplið i liði Manch. Utd. var sjúkt — og sýkti frá sér þar til allt var ónýtt. Orfá um árum síðar rambaði liðið á barmi glötunnar — og féll svo niður i 2. deild vorið 1974. En fallið varð bjargvættur þessa gamalfræga félags — Tommy Docherty, Skotinn eitilharði, sem á árum áður var ein helzta máttarstoð Preston sem leik- maður meðan það félag var og hét, hefur byggt upp nýtt lið ungra leikmanna — aðeins mark- vörðurinn Alec Stepney er eftir, af þeim leikmönnum, sem urðu Evrópumeistarar 1968. 1 sigur leikjum 2. déiídar ’siðasta leik- timabil hefur lið Manch. Utd. öðlast sjálfstraust á ný — og tókst að sigra Tottenham á laugardag, þó svo Lundúnaliðið skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 3ja min. leik. En áður en við segj- um frekar frá þeim leik skulum við lita á úrslitin á laugardag. igur sinn í 1 1. d« Norwich—Everton 4-2 West Ham—Manch. City 1-0 2. deild Blackburn—Bristol C. 1-2 Blackpool—Oldham 1-1 Bolton—Southampton 3-0 Bristol Rov.—Charlton 0-0 Chelsea—Nottm .For. 0-0 Hull City—Orient 1-0 Notts Co,—Carlisle 1-0 Oxford—Fulham 1-3 Plymouth—Sunderland 1-0 Portsmouth—Luton 0-2 WBA—York City 2-2 1. deild Arsenal—Leicester 1-1 Birmingham— QPR 1-1 Coventry—Ipswich 0-0 Derby—Burnley 3-0 Leeds—Wolves 3-0 Liverpool—Sheff.Utd. 1-0 Manch.Utd,—Tottenham 3-2 Middlesbro—Stoke 3-0 Newcastle—Aston V. 3-0 „Aldrei að breyta sigurliði” segja brezkir, en Docherty varð þó að breyta liði sinu i fyrsta sinn á leiktimabilinu gegn Tottenham. Skozki landsliðsbakvörðurinn Forsyth meiddist i Evrópuleik Skota við Dani i Höfn sl. miðviku- dag, og tók Jimmy Nichols, 18 ára piltur, fæddur I Kanada, stöðu hans. Fyrsti heili leikurinn hjá þessum pilti, sem er af irskum ættum, hjá Únited, en i vikunni hafði hann leikið sinn fyrsta landsleik fyrir N-Irland — gegn Svium i Belfast. En fleiri breytingar gerði Docherty ekki — skozki landsliðsmiðvörðurinn Jim Holton hefur þvi enn ekkí komizt i liðið vegna sigurgöng- unnar. Leikurinn við Tottenham var stórgóður — þar sást allt hið bezta, sem ensk knattspyrnu hef- ur upp á að bjóða og spenna var gifurleg. Strax á þriðju min. skoraði ungi framherjinn, Chris VIÐ TEPPALEGGJUM STIGAHÚSIÐ deild ó laugardag Jones, fyrir Tottenham — en United svaraði með stórsókn, sem varði nær allan hálfleikinn. Sóknarbylgjurnar gengu á mark Tottenham. Þar strandaði allt á frábærri markvörzlu Pat Jennings, þar til á 37. min. að hann réð ekki við spyrnu sam- herja sins, bakvarðarins Ian Smith, og staðan varð 1-1. Nokkr- um sekúndum fyrir hlé lék bak- vörður United, Stewart Houston, inn i vitateig Tottenham — var brugðið og vitaspyrna óumflýjan- leg. Úr henni skoraði Gerry Daly — og United hafði náð forustu 2-1. Docherty keypti Houston frá Lundúnaliðinu Brentford fyrir „smápening” og það eru ein beztu kaup hans. Aður var bak- vörðurinn á „bókum” Chelsea án þess að leika þar með aðalliðinu. 1 byrjun siðari hálfleiks skoraði Daly 3ja mark United og liðið virtist stefna i góðan sigur. En leikmenn virtust álita, að þeir þyrftu ekki meira fyrir sigrinum að hafa — slöppuðu af og Totten- ham gekk á lagið, var meira að segja óheppið að jafna ekki. Jimmy Neighbour misnotaði vitaspyrnu á 75. min. en skömmu siðar skoraði Martin Chivers, sem rétt áður hafði komið inn sem varamaður, annað mark Tottenhani. Spenna varð loka- minúturnar, en Tottenham var ekkert nálægt þvi að jafna. Já, árangur Manch. Utd. héfur mjög komið á óvart — en glöggur les- andi tekur þó eftir þvi i stöðunni hér á eftir, að hinir fimm sigrar United eru gegn þeim fimm lið- um, sem skipa fimm neðstu sæt- in. Útisigra i Stoke, Birmingham og Wolverhampton er þó ekki hægt að vanmeta. West Ham er i öðru sæti i 1. deild með 10 stig og i leiknum gegn Manch City á laugardag á Upton Park breyttist leikur liðs- ins allur til hins betra, þegar - IjSíTí.ÍtE- «!• MARGRA ARA REYNSLA TRYGGIR GÓÐA WÓNUSTU...... NÍÐSTERK TEPPI I MÖRGUM GERÐUM OG LITUM....... STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR, GERUM TILBOÐ EF ÓSKAÐ ER, LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ INNRÉTT- INGABÚÐINNI GRENSÁSVEGI 3 V ■ & *- 't * % ■ i fyrirliði bikarmeistaranna frá I vor, Billy Bonds, kom inn sem varamaður. Fyrsti leikur hans — eftir meiðsli — i sumar. En hann kom, sá og sigraði. Þá voru 15 min eftir — og aðeins tveimur siðar skoraði West Ham, Frank Lampard eftir sendingu Bonds. En West Ham hefði átt að vera búið að tryggja sér sigur áður — Alan Taylor og Jennings fóru illa með tækifæri i fyrri hálfleik. Árangur Manch.City á útivelli er alltaf jafn sorglegur — enginn sigur nú, aðeins 2 á siðasta leik- timabili, 3 árið áður, og 4 þar áður. Það er mikið umhugsunar- efni fyrir Tony Book. Nokkur lið unnu stórsigra. Leeds fór létt með úlfana — McQueen og Clarke skoruðu i fyrri hálfleik, og McKenzie bætti við 3ja markinu eftir hlé. Lið Leeds er líklegt til mikilla afreka — þrátt fyrir tapið mikla á heimavelli fyrir Liverpool á dög- unum. En þá voru meiðsli svo mikil hjá Leeds, að Jimmy Arm- field gat varla „komið” saman KAUPAAENN — INNKAUPASTJÓRAR ISLENZKUR FATNAÐUR í dag er haustkaupstef na ÍSLENZKS FATNAÐAR að Kristaisal Hótel Loftleiða opin til kl. 18:00. Á morgun þriðjudag verður hún opin frá kl. 10:00-18:00. Tískusýning kl. 14:00. Ákjósanlegt tækifæri til að kynnast því, sem helstu fataframleiðendurnir bjóða upp á fyrir veturinn. Islenzkur fatnaður HÓTEL LOFTLEIOIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.