Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 10
Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. Dagblaöiö. Mánudagur 8. september 1975. 11 Nú beinist athyglin að Arna og Marteini — hjá atvinnumannaliðunum í Frakklandi og Belgíu Magnús Gislason blaða- maður Dagblaðsins 'a landsleiknum i Liege Belgiu skrifar: Teitur Þórðarsoh miðherji. ,,Kg var einu skrefi of innarlega, þegar ég fékk sendinguna, svo ég stóð ekki nögu vel að knettinum til að geta komið honum i markið, — það var gremjulegt i jafnágætu færi." Arni Stefánsson: ,,Ég sá knöttinn koma svifandi, Jón stökk upp fyrir aftan Lambert, svo ég missti sjóri- ar af knettinum eitt augnablik, sem nægði til þess að ég náði ekki til hans i tæka tið, þegar Belginn skallaði. Annars fannst mér þetta léttari leikur en gegn Frökkum, færri opin færi, en hins vegar hálka vegna náttfalls á vellinum." Matthias Hallgrimsson: ,,Ég kunni agætlega við að vera færður aftur, þá er ég meira i knettinum. Mið- herjastaðan er meiri slagur, i færri skipti, oftast i glimu við tvo eða fleiri. Ég hefði gjarnan viljað hitta betur i bezta færinu, — en ég var langt frá marki. Við naðum mun betri leik ntina en i Nantes og ég er ekki öanægður með úrslitin." Asgeir Sigurvinsson fyrirliði: ,,Ég gerði það með vilja að reyna að ná hraðanum niður, það var betra fyrir okkur og stundum varð eg að fara mér hægt, þegar engir voru til sóknar. Liðið var mun betra en gegn Frökkum, en mér fannst dómarinn lélegur og leyfa ljöt brot." Arni Þorgrímsson og Jens Sumarliðason voru að brjóta saman bUninga liðsins þegar við litum inn i klefann eftir leik. „Tap er alltaf tap, en þeir voru eigi að siður ánægðir með frammistöðu landsliðsins, — sérstaklega mark- vörzlu Arna, — en allir höfðu staðið sig með ágætum, og vonandi tækist ekki verr til i Moskvu." MarteinnGeirsson:Uppstilling var betri a vörninni en i Nantes. Ég er vanur að leika með Jóni miðvörð i Framliðinu. Ég kunni ekki al- mennilega við mig gegn Frökkum, þ& lék Gisli hægra megin við mig, — en níi færðist eg þangað og Jón kom vinstra megin við mig. Belgiska liðið fannst mér jafnara en það franska, — samt voru fram- herjarnir frönsku sneggri og erfiðari viðureignar en Belgarnir, enda opnaðist vörnin varla nokkuð sem heitið gat hja okkur í kvöld." Arni Stefánsson fékk varla næði til að fara i bað fyrir fréttamönnum og ljósmyndurum. Svo aðgangs- harðir voru þeir að hann var myndaður svo til kviknakinn — hvort sem síi mynd verður nti birt eða ekki. Þá hefur það flogið fyrir að atvinnulið séu með Arna i „sigt- inu" og fulltríiar þeirra hafi fylgzt með honum bæði i Frakklandi óg Belgiu, svo og Marteini Geirssyni. Ekkert má gefa efrir — og þá er staða manns í liðinu í hœttu, segir Guðgeir Leifsson Frá Magnúsi Gíslasyni/ Liege: „Lið mitt er nu ekki nema með eitt stig eftir fjóra leiki," sagði Guðgeir Leifsson, atvinnumaður I knattspyrnu i Belgiu, þegar við hittum hann ásamt föður hans Leifi Einarssyni, sem kom með isl. hópnum til Frakklands og Belgiu, en mun dveljast hjá syni sinum um vikutima. „Þetta er ólikt þvi sem gerist i á- hugamennskunni, harðari skóli. Ef maður stendur sig ekki, er nógur mannskapur á varamannabekkj- unum til að taka við, svo ekkert má gefa eftir. Ég hef ekki getað sýnt allar minar beztu hliðar, að minnsta kosti ekki hin löngu inn- köst. Knötturinn er eiginlega alltaf i leik, ólikt þvi, sem gerist i áhuga- mennskunni. Þótt við séum eigin- lega á botninum sem stendur, er svo litill munur á liðunum, að mikið á örugglega eftir að ganga á, áður en lýkur og röðin að breytast." sagði Guðgeir. „Konan og börnin kunna ágæt- lega við sig hér þennan stutta fima, sem þau hafa dvaliö ytra og ég er farinn að venjast breytingunni, — nú er bara eftir að sjá, hvernig frammistaðan verður." Fjöldi ísl. óhorfenda setti svip á leikinn Frá Magnúsi Gislasyni, Liege: tslendingar settu mjög svip sinn á landsleikinn við Belga i áhorf- endas'túkunni. Flestir komu frá Luxemburg og höfðu þeir með sér gjallarhorn og hvöttu landa sina ó- spart meðan a leiknum stóð, með hrópum og söng, jafnvel islenzkum kvæðum, eins og „Fyrr var oft i koti kátt", og „Afi minn fór á hón- um Rauð." Að leikslokum biðu margir þeirra fyrir utan búnings- klefana . eftir Árna Stefánssyni markverði og tolleruðu hann fyrir markvörzluna, — og hvöttu is- lenzku þjóðina til aö gera vel við knattspyrnumennina og því til áréttingar rétti einn viðstaddra veskið sitt til Arna, — en hann tók að sjálfsögðu ekki við þvi. Belgiumenn hafa verið mjög rausnarlegir við Islendinga og sýnt þeim mikla vinsmed i hvivetna. Meðal annars fengu þeir að taka æfingu á vellinum I Liege kvöldið fyrir landsleik. Slikt mun með fá- dæmum hér, ef ekki einsdæmi, og gat Tony Knapp þess sérstaklega, hvað þetta lýsti miklum vinarhug Belga til tslendinga. - ¦¦ Landsliðið ætti ekki að þurfa að fara með skegghýjung til Rúss- lands vegna rakvélaleysis. Eftir leikinn við Belga voru þeim afhent- ar rafmagnsrakvélar, gjöf frá bel- giska knattspyrnusambandinu. « ¦ Albert Guðmundsson, fyrrver- andi form. KSf, horfði á leik Is- lands og Belgiu, I Liege. Kom Al- bert hingað i sérstöku boöi Belgiska knattspyrnusambandsins, en fátitt mun vera, að fyrrverandi formenn fái slik boð, en þetta lýsir bezt, hverrar virðingar hann nýtur meðal knattspyrnuforystunnar i Belgiu vegna samskipta hennar við island. ¦ ¦ Franska sjónvarpið fór þess á leit við Albert Guðmundsson, að hann kæmi fram i þætti, sem það hugðist gera um feril hans i Frakk- landi og sýna i sambandi við lands- leik Islands og Frakkl. Siðan átti að ræða um landsleikinn að honum loknum ásamt nokkrurn fyrrver- andi knattspyrnumönnum en þvi miður gat ekki oröið af áætlun Frakkanna, þar sem Albert sá sér ekki fært vegna anna að fara til Frakklands á þeim tima sem Frökkum hentaði. Ekki er þó loku fyrir það skotið að unnið verði að slikum þætti slðar. Einn fór yfir 8000 Leonid Litvinenko, Sovét, varð sigurvegari i Evrópukeppni landsliða i tugþraut, sem lauk i Bydgoszcz i Póllandi i gær. Hann hlaut 8030 stig. Keppendur voru frá sjö þjóðum. Sovétrikin sigr- uðu — hlutu 23.631 stig. Pólland varð I öðru sæti með 22.824 stig og Sviþjóð i 3ja með 22.763 stig. Síð- an komu A-Þýzkaland, V-Þýzka- land, Finnland og Frakkland. Fyrrum heimsmethafi, Avilov Sovét, varö annar með 7973 stig — en hann hafði forustu eftir fyrri daginn, 4077 stig. Katus, Póllandi, varð :tji með 7950 stig og Hedmark Sviþjóð, fjóröi með 7867 stig. Su- vitte, Finnlandi, varð fimmti með 7760 stig — eða aðeins betri árangur, en Stefán Hallgrimsson náði i gær. Schreyer, A-Þýzka- landi, varð sjötti með 7658 stig. Við munum segja nánar frá keppninni á morgun. Okkar menn á londsleikjum Islands — Greinar Magnús Gíslason. Myndir Bjornl. Bjornleifsson HPJJIMilll-Jl *,-»»« _____ *""** mgm . ¦-¦¦*¦¦.., td' '% " f*ww ;* f r» m LITLA ISLAND KOM ENN A OVART Frá Magnúsi Gíslasyni, blaðamanni Dagblaðsins á landsleiknum í Liege í Bel- gíu: Eftir ósigurinn í Nantes var það álit margra, að ís- lenzka landsliðið hefði lítið að gera í sinn næsta mót- herja, Belgíumenn. Þeir voru taldir eiga mun sterk- ara lið en nágrannarnir, Frakkarnir, eins og f rammistaða þeirra á und- anförnum árum hefur reyndar sannað. Meira að segja skrifuðu frönsku blöðin, að það eina, sem skyggði á sigurinn í Nantes, væri, að með hon- um hefðu Frakkar gert is- lendingana að of auðunn- inni bráð fyrir Belgana, — brotið þá niður andlega. Kvlðalaust var þvi ekki fyrir hina mörgu fslendinga, sem lögðu leið sina á leikvanginn i Liege, sumir langt að komnir, að horfa á islenzku knattspyrnumennina ganga i bláhvita búningnum inn á rennisléttan grasvöllinn, — bað- aðan flóðljósum. En litla Island kom rétt einu sinni á óvart i al- þjóðlegri knattspyrnu, — sigraði að visu ekki, það var borin von, — en veitti Belgunum kröftuga mót- spyrnu. Aðeins éitt mark skildi liðin að, hálfgert heppnismark, skorað rétt undir lok fyrri hálf- leiks. Hinir nærri 12 þúsund Belgiu- menn, sem komu til að horfa á leikinn, hafa vafalitið búizt við stórum sigri, mörgum mörkum. Knattspyrnulandslið þeirra ætlaði augsýnilega að láta þá verða þess aðnjótandi. Strax eftir aö danski dómarinn, Lund Sörensen, hafði blásið i flautu sina, — en hann slapp sæmilega frá leiknum, þrátt fyrir lélega linuvarðarað- stoð, — hófu Belgar sókn með leiftursnöggum sendingum, allt sett á fulla ferð til að knýja fram sigur hið fyrsta. En sóknarloturnar brotnuöu á HALLUR SlMONARSON íþróttir islenzku vörninni eins og haföldur á hamraveggleikinn út, ellegar Arni Stefánsson varði af þvilikri snilli, að orð brestur til að lýsa — með einni undantekn- ingu, þegar Lambert, miðherji Belgana, skallaði knöttinn i netið á lokaminútu fyrri hálfleiks. Elmar Geirsson átti i höggi við Colls, en virtist ekki hafa snerpu til að ná knettinum. Colls sendi hnitmiðaðan knött frá hliðarlin- unni, beint á höfuð Lamberts. Jón Pétursson stökk upp með Lam- bert i þeirri von að ná til knattar- ins, — en Belginn var sterkari, — skallaði yfir Jón og undir þverslá, i netið, 1:0. Landsliösþjálfarinn Tony Knapp sannaði enn hæfileika sina sem stjórnandi landsliðs okkar, fremur en þjálfari, — til þess hefur honum ekki gefizt tóm. Honum tókst að berja i bresti liðsins, frá þvi i Nantes með nýrri uppstillingu og ná fram sterkara liði, þótt Jóhann- esar Eðvaldssonar nyti ekki við, þar sem hann fékk ekki Belgum vegna þýðingarmikils leiks félagsins. Tony gerði þær breytingar á vörninni, að Jón Pétursson lék miðvörð ásamt Marteini Geirssyni og áttu þeir báðir framúrskarandi góðan leik, samstilltir eins og tannhjól i vél, svo mikill var skilningurinn og samheldnin þeirra á milli. Bjorn Lárusson lék vinstri bakvörð að þessu sinni, en Gisli Torfason fékk einnig að glima við nýtt hlut- verk i landsliði, tengilið, og eins og ávallt skilaði hann þvi með prýði, sennilega aldrei betur en gegn Belgum. Matthias Hall- grimsson var einnig færður til, i stöðu tengiliðar I leikkerfi 4-4-2, en Elmar Geirsson og Teitur léku miðherjana. Þessi uppstilling gaf mun betri raun en sú skipan, sem var á lið- inu gegn Frökkum, enda orkaði það mjög heilsteypt og samstillt- ara og skilaði betri árangri gegn voldugum andstæðingi.' Timi sá, sem liðið hefur haft til æfinga i ferðinni hefur greinilega verið nýttur, og sú spurning leitar á hugann, hverju landslið okkar gæti áorkað, éf það fengi tóm til undirbúnings Hkt og ónnur lands- lið, eftir slikar framfarir á stutt- um tíma? Belglumennirnir drógu sýni- lega nokkurn dám af Frökkum. Notuðu útherjana mjög' mikið framan af og freistuðu þess að sundra með þvi móti islenzku vörninni, en þegar það misheppn- aðist reyndu þeir meira miðjuspil og leikbrögð, — en vörnin var vel á verði, svo opin tækifæri urðu fremur fá, þótt sóknarþunginn lægi á islenzka liðinu meirihluta leiksins. Hins vegar áttu Belgarn- ir nokkur- hættuleg skot af löngu færi og úr horn- og aukaspyrnum. Betra var að gæta þeirra inni i vitateignum og skapaðist mesta hættan undir sllkum kringum- stæðum, þar á meðal skalli i stöng og skot I þverslá, — og ekki má Staðan í 7. riðli Staðan i sjöunda riðli Evrópu- keppni landsliða er þannig eftir leik Belgiu og tslands. Belgia 4 3 10 5-1 7 Frakkland 4 12 1 6-4 4 ísland 6 12 3 3-8 4 A-Þýzkal. 4 0 3 1 4-5 3 island hefur lokið leikjum sinum. Belgia á eftir að leika við Austur- Þýzkaland heima og Frakkland a útivelli — og auk þess er eftir leikur A-Þýzkalands—Frakk- lands. Þjálfi æsist, er hann heyrir aö Lolli kemstekki. Ég tala við föður Lolla. Strákurinn er fæddur knattspyrnumaður, en faðir hans vill hann verði arkitekt. BOMMI Siðar hjá föður Loll'a. Aðeins rólegur, í_________^Sonur'-^L. Þjálfisæll. þinn er mikill ibrótta \ maður. Þaö er óréttlátt) að leyfa honum ekki.^-7 aðleika. __> gleyma að minnast á skotin, sem ekki hittu, en mishittni þessara þrautþjálfuðu atvinnumanna var næstum furðuleg. Eins og að framan má sjá, var áherzlan lögð á varnarleikinn, en tslendingar voru óragir við að sækja, ef svo bar undir, og þrátt fyrir allt fengu þeir opnasta færi leiksins, sem fékk islenzku áhorf- endurna til að risa úr sætum sin- um. Elmar Geirsson brauzt i gegn hægra megin og sendi knött- inn fyrir markið, til Teits Þórðar- sonar, sem stóð þar einn, — en á óskiljanlegan hátt spyrnti Teitur frá markinu i stað þess að senda knöttinn i netiö. Matthias Hall- grimsson átti einnig gott skot af löngu færi I fyrri hálfleik, en knötturinn smaug rétt fyrir utan stöng. Ef nokkurs staðar bar á mistökum var það helzt við sókn- artilraunirnar, rangar sendingar voru þvi miður of tiðar, og fram- herjarnir, áttu erfitt með að sjá við rangstöðuaðferð Belganna, — sem nutu við hana sérstakrar að- stoðar glámskyggnra danskra linuvarða. Asgeir Sigurvinsson var fyrir- liði liðsins I stað Jóhannesar, og stjórnaði hann liðinu mjög fag- lega, bæði hraða og skipulagi, auk þess sem hann vann óhemju mik- ið. Eftir að hafa horft á hann á sinum heimavelli þarf engan að undra þótt hann sé dýrkaður af borgarbúum, duglegur, fljótur og leikinn. Guðgeir Leifsson barðist að vanda, en kom ekki eins vel frá leiknum og i Nantes, enda fékk hann eins og venjulega, ómjúka meðferð mótherjanna, sem hlifðu honum ekkert i návigum, Elmar Geirsson fékk nú að leika fullan leik. Barðistaf dugnaði, en var þó slappur i seinni hluta fyrri hálf- leiks, en náði sér vel á strik i þeim seinni. Landsliðið heldur næst til keppni við Sovétmenn i Moskvu án atvinnumannanna og veikist að sjálfsögðu við það, en aldrei er að vita, nema Tony Knapp, snill- ingurinn, sem búinn er að vinna islenzkri knattspyrnu nafn á al- þjóðavettvangi, raði saman nýju liði, — sem stenzt hramma rúss- neska bjarnarnins. - MYNDIRNAR tslendingar sækja að marki Frakka I Nantes og þar má greina islenzka leikmenn frá vinstri: Jó- hannes, Matthias, Jón Pétursson og Teit — I hvit iini búningum. Neðri myn'din: Marteinn Geirsson og Jón Péturs- son sækja að belglska mark- verðinum i landsleiknum á laug- ardaginn — en honum tókst að slá knöttinn frá.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.