Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. 7 SJÁ JARÐSKJÁLFTA FYRIR OG HEMJA ÞÁ höfðu jarðskjálftafræðingar fengið upplýsingar, sem komu þeim til að spá því, að verulegur jarðskjálfti yrði í Hollister „kannski á morgun”, eins og þeir komust að orði. Enda fór svo. Næsta dag siðdegis, þegar ibiiar Hollister voru að setjast að snæðingi, fór jörðin að hrist- ast undir þeim. Jarðskjálftinn mældist 5,2 stig á Richter og olli litlu tjóni en mikilli gleði fræði- manna. Þar er stefiit að þvi, að tækni finnist, sem geri kleift að sjá fyrir jarðskjálfta, sem tal- inn er munu verða allörugglega i grennd við stórborgina San Francisco einhvern tima næstu þrjátiu árin og mun vafalaust granda tugum þUsunda, ef hann kemur að óvörum. Feikilegur jarðskjálfti varð i San Francisco árið 1906. Annar slikur mundi hafa hryllilegar afleiðingar, ef hann dyndi til dæmis yfir um miðjan dag. Miðað við fyrri reynslu mundu stórar sprungur opnast i götun- um. Mörg tonn af steinum og gleri mundu þeytast á götuna. Margar gamlar byggingar hryndu i rUst, og aðalgatan i Kinverjahverfinu yrði sem kirkjugarður. SkýjakljUfamir mundu skekkjast og fólk i þeim þeytast um i ibUðum sinum. Eldur brytist Ut hvarvetna. Þannig færi, ef sá jarðskjálfti, sem flestir spá að muni verða i San Francisco ekki seinna en upp Ur næstu aldamótum, dyndi yfir. Hafa kostað 74 milljónir mannslifa Það er engin furða þótt marg- ir fræðimenn leggi nótt við dag til að reyna að sjá jarðskjálfta fyrir og hemja hann með ýms- um leiðum. Sambærilegur jarðskjálfti i grennd við aðra borg i Kali- fomiu, Los Angeles, er talinn mundu granda 20 þUsundum og slasa 600 þUsund, samkvæmt meðaltalsreikningum. Næst á eftir styrjöldum og plágum hafa jarðskjálftar deytt flest fólk i sögunni. Þeir hafa grandað 74 milljónum manna, að þvi er talið er, þegar með eru taldar afleiðingar þeirra, svo sem flóð, eldar og skriðuföll og mannskaðinn, sem þær valda. Lissabon lögð f eyði 1 jarðskjáifta slikt endurtaki sig? 1775. Tekst að koma I veg fyrir, að ekkert nema það, sem hann les af tækjum. Þannig má hemja jarðskjálfta í eldgosinu i Vestmannaeyj- um þótti mörgum óliklegt að vatnsdæling hefði einhver áhrif á hraunflóð. Siöar hafa menn orðið sam- mála um, að dælingin hafi haft góö áhrif. A sama hátt eru visindamenn nU að þreifa fyrir sér um leiðir til að hemja jarð- skjálfta. Ef unnt er að sjá þá fyrir með nokkurri nákvæmni, er imnt að flytja fólk burt og gera fleiri ráðstafanir. En aðal- markmiðið verður að hemja jarðskjálftana, svo að þeir verði minni en ella. SU tækni, sem kann að verða aöalvopnið gegn jarðskjálftum, var fundin af tilviljun árið 1966. Visindamenn, sem störfuðu i grennd við borgina Denver i Bandarikjunum, tóku eftir, að litlir jarðskjálftar urðu sam- timis þvi, að eiturúrgangi var dælt i brunna djUpt i jörðu við framleiðslu taugagass. Eftir að herinn hætti við þetta, dró Ur jarðskjálftunum. Visindamönn- um fannst mikið koma til þessara jarðskjálfta, sem menn hefðu hrundið af stað. Þeir reyndu siðan að draga úr afli jarðskjálfta með þvi að koma af stað minni háttar jarðhræring- um og „hleypa með þvi Ur blöðrunni”. önnur aðferð er að bora holur djúpt i jörðu og nota vatnsdælingu til að létta þrýstingnum af stóru svæði. Slikar aðferðir eru nokkuð langt komnar. Með þeim er fræðilega unnt að draga úr mætti jarð- skjálfta,ef hanner á næsta leiti. En þær kosta ósköpin öll. (Aðalheimild: Time) Þeir eru farnir að spá nokkuð nákvæmt um jarðskjálfta úti i lönd- um. Við ættum að fylgjast vel með. Næsta skrefið verður að ,,hemja” jarðskjálfta, svo að hann valdi ekki verulegu tjóni. Á þvi sviði hafa einnig verið unnin afrek að undan- förnu. Kinverjar eru snjallir. Yfir- völd þar vöruðu fólk við yfirvof- andi jarðskjálfta siðastliðinn vetur. Klukkan sex að morgni var gefin Ut þessi tilkynning: „Samkvæmt spá herstjórnar- innar verður sennilega mikill jarðskjálfti i kvöld. Við krefj- umst þess, að allt fólk yfirgefi heimili sin og öll húsdýr verði fjarlægð Ur gripahúsum.” Til að örva fólk frekar til að hlýða þessum boðskap var enn- fremur tilkynnt, að kvikmyndir yrðu sýndar utan húss. „Um leið og tilkynningin hafði veriö lesin,” segir i kinverskri blaöagrein um þetta, „fóru margir karlar og konur Ut með öllum fjölskyldum sinum og söfnuðust saman á torgi. Fyrsta kvikmyndin var varla á enda, þegar mikill jarðskjálfti, 7,3 stig á Richterskvarða dundi yfir. Mikill dynur eins og þruma heyrðist frá iðrum jarðar. Mörg hús hrundu þegar i stað. Af tvö þúsund IbUum i hreppnum særðust eða létust aðeins „þeir þrjózku” I þessum jarðskjálfta, þeir sem hunzuðu aðvörunina. Allir aðrir voru heilir og ósárir, og ekki einn einasti gripur fórst hjá þeim, sem hlýddu.” ,,Kannski á morgun” Kinverjar munu hafa spáð rétt um tiu jarðskjálfta siðustu árin. Af tilkynningunni, sem lesin var fólki i framangreindu tilviki, sést hve öruggir visinda- menn þeirra eru i sinni sök. Og Bandarlkjamenn og Sovétmenn ætla ekki að láta Kinverja skjóta sér ref fyrir rass i þessu kanna málið. Leiðangursmenn dvöldust þar árum saman, en timanum var vel varið. Sovét- menn tilkynntu á alþjóðaráð- stefnu árið 1971, að þeir hefðu náð takmarkinu og fundið að- ferðir til að þekkja merki um yfirvofandi jarðskjálfta. Visindamenn fara eftir ýms- um fræðilegum merkjum um þessiefni sem ekki verður farið Ut i hér. Kinverjar leggja jafn- framt áherzlu á annað, svo sem einkennilega hegðun dýra, áður en jarðskjálftar verða. Svanir flýðu burt frá vötnum, tigrisdýr hætti að æða um búrið og hestar hegöuðu sér einkennilega áður en jarðskjálftinn I Hollister dundi yfir. Þannig virðast dýrin finna á sér, að eitthvað ógurlegt sé i vændum, meðan maðurinn veit Jarðskjálftinn mikli I San Francisco 1906. Agnar Guðnason. - Einkennileg hegðun dýra fyrir skjálfta Sovétmenn voru majina fyrstir til að leggja áherzlu á leit að góöri forspá um jarðskjálfta. Það var 1949, þegar jarð- skjálftar i Siberíu ollu skriðum, sem grófu þorpið Khait og deyddu 12 þúsund manns. Þetta olli skelfingu i Sovétrikjunum, og leiðangur var gerður Ut til að frekar en öðru. Bandarikja- menn stæra sig af réttri spá um jarðskjálfta, sem varð i fyrra- vetur f bænum Hollister. Frá stöðvum með fram San Andreassprungunni i Kaliforniu tæpir 4000litrar, var framlegðin á árskúna kr. 53.333,-. Með þessum samanburði vildi ég benda á það, að þýðingar- mesta verkefni leiðbeininga- þjónustunnar I samvinnu við bændur er að auka arð af hverj- um grip, það gefur bóndanum meiri tekjur og samkvæmt regl- unni ódýrari matvæli á borð neytandans. Miklar framfarir hafa orðið á sviði búfjárræktar á undanförn- um árum, meðalnyt kúa hefur hækkað um 50 litra á ári. Þar sem bændur hafa tekið þátt i starfsemi sauðfjárræktarfélaga hefur kjötmagn eftir hverja * kind einnig aukizt verulega. Starfsemi búf járræktar- félaganna þarf að efla og fá sem flesta bændur til virkrar þátt- töku i þeim. Bætt ræktun, betri heyverkun, aukin arðsemi bU- fjárins, er mun vænlegri til að stuðla að hagkvæmri fram- leiðslu en einhliða fjölgun gripa. Vonandi láta bændur ekki leiða sig Ut i ógöngur með öllum áróðri sem rekinn er fyrir stækkun búanna, þeir verða sjálfir að finna hvaða bústærð hentar hverjum einum og hvað landið þolir, sem þeir hafa yfir að ráða. í þessu óhóflega kapp- hlaupi að öðlast einhver lifs- gæði, sem flestir álita að felist i seðlabúntum, vill gleymast að lifa lifinu i sátt og samlyndi við sjálfan sig og umhverfi sitt. Í „VarÓveitiö augnablikió Eftirárerhún eínu ári eldri - og þá er þaó of seint aó taka „5 ára mynd“.... Bari\a __ Cokxircvtrtf’hoto Tánínga - /TS 1 Brúóhjóna - l Fjölskyldu - l^lj Ferminga - yr J Portrett - ----------------- MATSWIBELUND LITMYNDIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.