Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.09.1975, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. I íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Sölvi Óskarsson „hálfrakaður hjá Villa Þór. Þróttur, litla liðið úr Sœviðarsundi í 1. deild: En IBV, lið, sem spóð var toppsœti í 1. deild, féll! Niki Lauda, Austurriki, tryggði sér i gær heimsmeistaratitilinn i kappakstri i Monza á ítaliu, þeg- ar hann varð 3ji i itölsku kappaksturskeppninni. Hann hef- ur hlotið 55.5 stig og aðrir keppendur geta ekki náð honum. Heimsmeistarinn frá i fyrra, Emerson Fittipaldi, Braziliu, er annar með 39 stig. Reggazzoni, Sviss, sigraði i Monza — Fitti- paldi varð annar. Liem Swie King, Indónesiu, varð heimsmeistari i gær i ein- liðaleik karla i badminton, þegar hann sigraði Fleming Delfs, Dan- mörku, i úrslitaleiknum á HM i Kuala Lumpur 15-4 og 15-13. King er 19 ára og sigraði Danann á 31. minútu. I undanúrslitum varð Svend Pri, Danmörku, sem talinn var sigurstranglegastur, að hætta vegna meiðsla. Hann lék þá við Delfs. Manuel Orantes, Spáni, varð bandariskur meistari i tennis i gær, þegar hann mjög óvænt vann Jimmy Connors, USA, i úr- slitaleiknum i New York 6-4, 6-3 og 6-3. í undanúrslitum vann Connors Björn Borg, Sviþjóð, 7-5, 7-5 og 7-5. Pálssyni, Arsæli Sveinssyni og svona mætti lengi telja. En bar- áttuna vantaði — þá er ekki að sökum að spyrja. Þróttur — litla liðið við Sæviðarsund, hefur unnið sig upp i 1. deild eftir 10 ára fjarveru. Sölvi Óskarsson hefur náð at- hyglisverðum árangri með liðið. Leikskipulag er til fyrirmyndar, samstilling góð og liðið hefur ver- ið yngt upp, leikmenn, sem eiga framtiðina fyrir sér. Leikurinn um 9. sætið i 1. deild milli l.B.V. og Þróttar var háður á Melavellinum á laugardag. Svo virtist sem Eyjamenn litu á leik- inn sem formsatriði — þetta yrði auðveldur sigur. Liðið var eins og vindlaus tuðra, sifelldar langspyrnur fram völlinn, sem ágæt vörn Þróttar átti ekki i neinum erfiðleikum með. I byrjun virtust bæði liðin vera að þreifa fyrir sér, rétt eins og þau héldu, að mörkin kæmu af sjálfu sér. En á 25. min. kom markið, sem skipti sköpum. Vest- mannaeyingar tóku útspark, sem misheppnaðist gjörsamlega, bolt- inn fór til Halldórs Arasonar og þrumuskot hans af 20 metra færi hafnaði neðst i markhorninu fjær — óverjandi fyrir Arsæl. Nú hélt maður að Eyjamenn myndu vakna af sinum Þyrnirósarsvefni — nei, aldeilis ekki, þeir sváfu sem fastast. Það, sem eftir lifði af hálfleikn- um, var ósköp tiðindalitið. Þróttarar verkuðu alltaf sterkari. Strax i byrjun siðari hálfleiks skoraði Þróttur sitt annað mark og var þar aftur að verki hinn ungi og efnilegi Halldór Arason. Friðfinnur ætlaði að hreinsa, en tókst ekki betur en svo, að boltinn fór i Halldór, sem brunaði upp og skoraði örugglega framhjá Ar- sæli, 2-0.• Eftir það var sem Vestmanna- eyingar sættu sig fyllilega við aðra deildina. Sá eini sem eitt- hvað reyndi að gera var Orn Óskarsson, en hann mátti sin litils einn. Alveg er það ótrúlegt, hvað Vestmannaeyingum hefur farið aftur siðastliðin tvö ár. Það er Sölvi Óskarsson, þjálfari Þróttar, hét þvi að raka sig ekki fyrr en Þróttur værikominn i 1. deild. Tækist það, áttu hinir ungu leikmenn Þróttar að reyta af honum skeggið og nota i afleggjara, þvi eins og alþjóð veit eru flestir þeirra svo ungir, að þeim er ekki farin að gpretta grön. Hér eru þeir Sölvi, Gunnar Ingvason, aldursforseti liðsins, og Stefán Ó. Stefánsson sem biður spenntur eftir af- leggjaranum sinum á hársnyrtistofu Villa Þórs I Siðumúla 8, þar sem athöfnin fór fram. —hh Afleggjarar handa Þrótturum eins og alla baráttu vanti, — sem einkenndi þetta lið, þegar það var upp á sitt bezta. Þróttur á ungt og efnilegt lið. Hvernig þvi farnast i 1. deild skal engu um spáö. Þeir eiga framtið- ina fyrir sér, leikmenn eins og Halldór Arason, Jón Þorbjörns- son og Þorvald I. Þorvaldsson. Vissulega er bjart framundan hjá Þrótti og verður gaman að sjá þessa leiknu pilta spreyta sig i 1. deild. — hh t.B.V. liðið, sem allir reiknuðu með I toppbaráttunni f sumar, er fallið. Það hefur ávailt verið i einu af efstu sætum 1. deildar, unnið bikarkeppnina og staðið i eldlinunni i Evrópukeppnum. Liðið, sem vann hvern leikinn á fætur öðrum I vor, var ekki nema svipur hjá sjón i tslandsmótinu. Eitthvað meira en litið hefur farið úrskeiðis. Liðið hefur mörgum góðum leikmönnum á að skipa, s.s. Erni Óskarssyni, Tómasi KA og IBI í 2. deild Um helgina fór fram úrslita- keppnin um þau tvö sæti, sem laus voru i 2. deild. Þá léku Vik- ingar frá ólafsvik, KA og IBt. Fyrsti leikurinn var á milli KA og 1B1, sem Akureyringar unnu 3- 2. Þá léku Isfirðingar við Viking og sigruðu 2-0. Siðasti leikurinn var svo háður i gær. Þá áttust við Víkingur og KA. Eftir að Ólsarar höfðu haft yfir 3-1 i hálfleik, tóku Akureyringar heldur en ekki rögg á sig i seinni hálfleik og tókst að jafna 3-3. Það eru þvi KA og IBÍ sem leika að ári i 2. deild. Þau lið, sem verða i 1. deild næsta keppnistímabil eru: IA, IBK, FH, Breiðablik og Reykja- vikurfélögin KR, Valur, Fram, Vikingur og Þróttur. I 2. deild leika: IBV, 1B1, Haukar, Selfoss, Armann og norðanliðin Þór, KA , Reynir og Völsungur. —hh. Stórsigur Celtic! Glasgow Celtic hafði mikla yfirburði gegn Dundee á heimaveiii sinum á iaugar- daginn i 2. umferð skozku deildakeppninnar — og hefði þess vegna getað gefi Jö- hannes Eðvaldsson eftir i landsleikinn gegn Belgum. Celtic sigraði með 4-0 á Parkhead og var gamli, skozki iandsiiðsmaðurinn Bobby Lennox i mikiu stuði — skoraði þrjíi af mörkun- um. Hið fjórða skoraði McNamara. Gleði var mikil — en þö langmest, þegar Jock Stein, framkvæmda- stjóri liðsins, sem manna mestan heiður á á stórkost- legum árangri liðsins siðasta áratuginn, birtist á veliinum i fyrsta sinn siðan hann lenti i bilslysinu mikla i sumar. Ilonum var fagnað innilega. Skozku meistararnir Rangers sigruðu aftur — 2-0 gegn Hearts i Edinborg. Þar var lieppni með Rangers-lið- inu, bæði mörkin voru sjálfs- mörk Hearts-leikmanna. Fyrst skallaði Anderson i eigið .mark á 7. min. og nokkrum mln. siöar varð svo Murrey fyrir þvi að senda knöttinn i mark sitt. Úrslit i aöaldeildinni „Töp ten” urðu þessi: Aherdeen—Motherwell Ayr-St. Johnstone Celtic—Dundee Dundee Utd.—Hibernian llearts—Rangers 2-2 1-0 4-0 1-0 0-2

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.