Dagblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 4
4 Dagblaðiö. Miðvikudagur 10. september 1975 OG NÚ ! ! ! ! ! TROÐFULLAR BÚÐIR AF NÝJUM STÓRGLÆSILEGUM CIA viðbúin sýkla- hernaði Sýklar og eiturefni, sem oröi gætu þiisundum manna að bana, er geymt i leynigeymslum banda- risku leyniþjónustunnar CIA. Er þetta þvert ofan i fyrirmæli for- setans, að þvi er áhrifamikill öldungadeildarþingmaður demó- krata, Frank Church, sagði i New York i gærkvöldi. Church er formaður rannsókn- arnefndar öldungadeildarinnar um starfsemi leyniþjónustunnar. Sagði hann fréttamönnum, að baneitruð efni, þar á meðal eitur úr kóbraslöngum og skelfiskum væri geymt þarna. HAUSTVÖRUM Þingmaðurinn vildi ekki gefa upp hvar i Bandarikjunum eitrið væri geymt, en sagði þess strang- lega gætt. Stórblaðið New York Times sagði i frétt i gær, að tvö ílát með banvænu eitri, framleiddu af CIA, hefðu fundizt I vöruhúsi í Mary- land. Church sagði fréttamönnum, að sú ákvörðun CIA, að eyða ekki eitrinu, myndi sérlega rannsökuð i næstu viku. Þá hefjast opinberar yfirheyrslur nefndar hans. öldungadeildarþingmaðurinn kvað þessa eitursöfnun leyniþjón- ustunnar bera vott um stórkost- legt viröingarleysi fyrir fyrir- skipunum forsetans. Það var Nixon, fyrrum forseti, sem ákvað 1970 aðöllum sýklavopnum skyldi eytt. Sú ákvörðun Nixons var til að staðfesta Genfarsamþykkt frá 1925 um bann við öllum sýkla- hernaði. Þingið staðfesti ekki það samkomulag fyrr en á á siðasta ári. Church sagði einnig, að eitr- mu hefði verið komið fyrir án vitneskju yfirmanns CIA, Will- ams Colby. Rannsóknarnefnd þingsins fékk vitneskju um tilvist eitursins eftir að leyniþjónustan lét gera „innanhússrannsókn” fyrir nokkrum vikum. Þingmað- urinn kvað það hlutverk nefnd- arinnar að komast að þvi, hver hefði fyrirskipað geymslu eiturs- ins. 1 yfirheyrslunum, sem hefjast i næstu viku, verður mál þetta kannað niður i kjölinn. Ekki vildi Church greina frá efni yfir- heyrslnanna i smáatriðum en við- urkenndi, að vegna frétta af eit- ursöfnun leyniþjónustunnar hefði hann neyðzt til aö viðurkenna, að m.a.yrðrreyntaðkanna það'mál. 1 dag verður fyrrverandi yfir- maður leyn iþjónu stu nna r, Richard Helms, yfirheyröur fyrir lokuðum dyrum. Starfsmaður rannsóknarnefnd- arinnar sagði fréttamönnum I gærkvöldi, að fylgiskjöl með eitr- inu sýndu, að um væri að ræða rúmlega 10 kg af skelfiskaeitri og átta milligrömm af kóbraslöngu- eitri. Indverjar lausir Sjö leiðtogar indversku stjórn- arandstöðunnar voru látnir lausir úr fangelsi i gærkvöldi. Náðunar- nefndin i V-Bengal kvað enga haldbæra ástæðu til að halda þeim lengur. Sjömenningarnir eru hinir fyrstu af nærri 1000 stjórnarand- stæðingum, sem látnir eru lausir siðan Indira Gandhi lýsti yfir neyðarástandi i landinu i júni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.