Dagblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 20
MÍMBIABW
irfálst, áháð daghlað
Miftvikudagur 10. september 1975
TAYLOR
ÍSVÉLAR
Eiríkur
Smáauglýsingar
Dagblaðsins
Ketilsson
símamóttaka
s. 23472
— 19155
83322
IGNIS
FRYSTIKISTUR
RAFIORC SIMI 26660
RAflÐ JAN SIMI: 19294
Átök í lagmetinu:
Stjórn yfirtekur
daglegan rekstur
Nýkjörin stjórn Sölustofnunar
lagmetisiðnaðarins hefur
ákveðið að taka daglega
stjórn stofnunarinnar úr hönd-
um framkvæmdastjóra og
annast hana sjálf.
Þetta eru fyrstu viðbrögð
stjómarinnar við þeim vanda,
sem við blasir i markaðs- og
umbúðamálum Sölustofnunar-
innar.
„Stjórnarbylting” var gerð i
stofnuninni fyrir skömmu, og er
Lárus Jónsson, alþingism.,
formaður nýju stjórnarinnar,
nú staddur i Bandarikjunum
ásamt Heimi Hannessyni, vara-
formanni og fulltrúa Lands-
bankans. Þeir eru að kanna
stöðu Sölustofnunarinnar gagn-
vart söluaðila hennar Tayio
Americas. Það fyrirtæki keypti
á siöastliðnu ári islenzkt lag-
meti fyrir hátt i 200 milljónir. 1
byrjun þessa árs kom i ljós, að
mikill meirihluti þess magns lá i
vöruskemmu þar ytra, óselt.
Enn er lagmetið óhreyft, og
liggur hluti þess undir skemmd-
um, það er kaviar.
Bandariska fyrirtækið hafði
greitt lagmetið að fullu og mun
Sölustofnunin ekki verða fyrir
beinu fjárhagslegu tapi. Hins
vegar munu vera litlar likur á
frekari sölu lagmetis á banda-
riskum markaði, meðan þetta
magn liggur óselt.
13 milljóna
rekstrarhalli á
birgðum
Astæðan fyrir þvi, að lag-
metið selst ekki, er meðal
annars, að kaupverðið héðan
var svo hátt, að útsöluverð á
markaði þar ytra er ekki sam-
keppnisfært við verð keppinaut-
anna. Móttaka og meðferð
fyrirtækisins mun öll hafa verið
með eindæmum. Til dæmis hef-
ur Dagblaðið fregnað, að
sending af niðurlögðum kaviar,
sem á að geymast við tveggja til
fjögurra stiga hita, hafi legið á
hafnarbakka i Norfolk i Banda-
rikjunum svo að vikum skipti.
Sölustofnunin liggur með
birgðir fyrir röskar 40 milljónir
króna. Hluti þeirra er ógreidd-
ur, og andvirðið mun vera sem
ógreiddar erlendar ábyrgðir hjá
islenzkum lánastofnunum.
Rekstrarhalli birgðadeildar
Sölustofnunar varð samkvæmt
reikningum 13 milljónir króna á
siðastliðnú ári. Dagblaðinu er
kunnugt, að islenzkur lögmaður
hefur krafið stofnunina um
greiðslu fyrir niðursuðudósir,
sem enn eru i Noregi, þar sem
þær voru framleiddar. Mun sú
krafa nema nálægt 20 milljónir
króna.
—HH
Borgaraleg
handtaka í
miðborginni
— vegfarendur hand-
sömuðu árósarmanninn
Átök milli tveggja manna i
Austurstræti á áttunda timanum i
gærkvöldi. Annar þeirra átti
brennivin en hinn ekki, og sá sem
ekki átti brennivin réðst á hinn á
tröppum Sælkerans, hrinti honum
og náði af honum flöskunni.
Þegar flöskueigandinn lá óvig-
ur eftir, tók flöskuræninginn til
fótanna með feng sinn. En hann
fékk minna af henni en efni stóðu
til þvi menn i rauðum Fiat, sem
sáu hvað fram fór, eltu ræningj-
ann uppi og náðu honum uppi i
Þingholtsstræti. Þar gripu þeir
hann, fóru með hann niður á lög-
reglustöð og afhentu hann þar
löglegum yfirvöldum. —SHH
Þýzkt eftir-
litsskip ó
Patreksfirði
— með sjúkling
Þýzka eftirlitsskipið Rotensand
kom til Patreksfjarðar i morgun
með sjúkan mann. Að sögn Úlfars
B. Thoroddsen sveitarstjóra, var
ekkert talið á móti þvi, að skipið
legðist að bryggju. Hins vegar
var annað skip fyrir að lesta freð-
fisk, svo að sá þýzki kemst ekki
að fyrr en upp úr hádegi.
Var verið að athuga, hvort
senda ætti bát eftir hinum sjúka
manni.
Sveitarstjóri sagði, að farið
yrði eftir tilmælum Alþýðusam-
bands Islands um að veita þýzka
eftirlitsskipinu hvorki vatn né
vistir né aðra þjónustu. Hins veg-
ar væri sjálfsagt að taka á móti
sjúklingi og veita honum alla að-
hlynningu.
— HH.
Reuter um viðrœðurnar við Breta:
ÍSLENDINGAR
VERÐA HARÐIR
ASI setur afgreiðslubann á þýzku eftirlitsskipin
„Islendingar verða sennilega
harðir I ráðherraviðræðunum við
Breta um hugsanlegar veiði-
heimildir innan 200 mílnanna”.
Þetta er mat Reuter-fréttastof-
unnar i morgun. Viðræðurnar við
Bretana hefjast á morgun, og
koma sendimennirnir i dag.
Reuter telur ekki óliklegt, að
„nýtt þorskastrið” hefjist milli
tslendinga annars vegar og Breta
og Vestur-Þjóðverja hins vegar.
A meðan krefjast brezkir út-
vegsmenn 100-200 milna fiskveiði-
lögsögu fyrir sig. Bretar halda
uppi hálfgildings „löndunar-
banni” á tslendinga, sem felst i
háum tollum á islenzkar sjávar-
afurðir. Þessar aðgerðir eru þvi
miklu vægari en aðgerðir Þjóð-
verja.
Einar Agústsson utanrikisráð-
herra segir, að Bretar muni ráð-
gera svipaöa landhelgi og ts-
lendingar. „Eitt er vist,” segir
hann, samkvæmt Reuter-frétta-
stofunni, „að samkomulag við
Breta getur aðeins orðið til
bráðabirgða, þannig að þeir veiði
hér um mjög skamman tima og
afli þeirra verði verulega skert-
ur.”
Utanrlkisráðherra segir, að ts-
lendingar muni gefa mjög litið
eftir og samningarnir við Breta,
sem renna úr 13. nóvember, ættu
ekki að vera framlengdir.
Alþýðusambandið tók af skarið
i gær, eins og gefið var til kynna i
Dagblaðinu i gærmorgun, og setti
afgreiðslubann á þýzku eftirlits-
skipin, sem flestir munu nú kalla
njósnaskip. ASl beinir þvi til
sambandsfélaga sinna, að þau
gæti þess, að engir félagsmenn
leggi hönd að neins konar þjón-
ustu við vestur-þýzku eftirlits-
skipin nema um sé að ræða björg-
un sjúkra eða slasaðra manna.
Verði viðskiptaþvingunum haldið
áfram, mun ASI yfirvega upp-
skipunarbann á vestur-þýzkum
innflutningi.
— HH.
Klemmdist til bana
17 ára piltur klemmdist til
bana I gær, er hann lenti i færi-
bandi i Aburðarverksmiðjunni.
Hann var einn er þetta gerðist,
en að sögn rannsóknarlögregl-
unnar er það misskilningur,
sem fram kemur i einu
blaðanna i dag, að pilturinn hafi
sett færibandið sjálfur i gang.
Það var i gangi, er hann kom að
þvi. — Nafn piltsins verður ekki
birt i dag. —SHH
HAUST
Það var greinilegt á
byggingamönnum i morgun,
að þeir voru ekki I sumar-
skapi. Dúðaðir frá hvirfli tii
ilja mættu þeir til vinnu sinnar
i býtið. Esjan trónaði með
hvitan topp, en þegar liða tók
á morguninn fór regnið að
seytla, rétt einn rigningardag-
urinn var framundan. (Ljós-
mynd Dagblaðsins, BP.)
Rakspírinn:
EKKERT EFTIRLIT
MEÐ INNFLUTINGNUM
„Allur rakspiri, sem fer frá
okkur, er vandlega merktur
„óhæft til drykkjar” og við getum
ekkert gert við þvi, hverju menn
sulla i sig til að komast i vimu,”
sagði Ragnar Jónsson skrifstofu-
stjóri A.T.V.R., er við ræddum
við hann vegna fréttar um rak-
spiraneyzlu nokkurra Vest-
mannaeyinga og afleiðingar
hennar.
Annar starfsmaður áfengis-
verzlunarinnar sagði okkur, að
einkenniþau, sem komufram hjá
Vestmannaeyingunum, bentu
ótvirætt til þess, að efnið metanol,
sem meðal annars er i kompás-
spira, hafi verið i rakspiranum.
Afengisverzlunin notar hins
vegar aldrei metanol i fram-
leiðslu sinni, heldur etanol, sem
einnig er i öllu áfengi.
Innflutningur rakspira var gef-
inn frjáls fyrir nokkrum árum og
ekkert eftirlit virðist haft með
þvi, að hann flæði inn i landið i
ómældu magni og fjölda tegunda.
Rikið framleiðir og dreifir sinni
framleiðslu, en hefur engin af-
skipti af erlendu tegundunum.
Erviðspurðum skrifstofustjóra
áfengisverzlunarinnar, hvort þeir
hefðu ekki einkarétt á inn-
flutningi og sölu áfengs mjaðar,
og þar á meðal rakspira, svaraði
hann þvi til, að ef þannig væri litið
á málið, ættu þeir að hafa einka-
rétt á skosverlu, blettavatni og
allri þeirri ólyfjan, sem menn
nota til að koma sér i vimu—AT
Smygl í Langá
á Húsavík:
SPIRI, SIGARETTUR, G0LF-
TEPPI, REIÐHJÓL OG FLEIRA
200 litrar af áfengi, 29 pakka-
lengjur af sigarettum og fleira
dótfannstvið tollskoðun á Húsa-
vik i gær. Það er Langá, sem
þessi varningur kom upp úr og
var reynt að koma honum i land
óséðum i gámi.
Rannsókn málsins stóð yfir i
morgun, og varekki ljóst, hyerjir
voru eigendur að smyglvarningn-
um. Áfengið var að mestu leyti
96% spiri, en auk áfengis og
tóbaks var ýmiss konar varning-
ur i gámnum, svo sem gólfteppi,
reiðhjól og fleira.
Það var tollgæzlan á Akureyri
og Húsavik, sem i sameiningu
kom upp um þetta smygl, en
Langáin hefur komið á margar
hafnir siðan hún kom fyrst til
landsins i siðustu ferð, og kom þá
fyrst til Reykjavikur.
Kristinn Ólafsson, tollgæzlu-
stjóri, kvað góða ástæðu til að
ætla, að ekki hefði tekizt að koma
smygli óséðu úr skipinu á fyrri
viðkomustöðum þess við landið i
þessari ferð. — SHH.