Dagblaðið - 10.09.1975, Page 6

Dagblaðið - 10.09.1975, Page 6
6 Dagblaöiö. Miövikudagur 10. september 1975 MMBIABW fijálst, áháð datfblað Útgefandi: Dagblaöiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason tþróttir: Ilallur Simonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaöamenn: Asgeir Tómasson, Bolli Héöinsson, Bragi Sigurösson, Hallur Hallsson, Ómar Valdimarsson, Siguröur Hreiöar. Handrit: Asgrfmur Pálsson, Inga Guömannsdóttir, Mária ólafs- dóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirfksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Haildórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Hafnbann er sjálfsagt Vesturþýzku eftirlitsskipin á íslandsmiðum hafa verið að leika þorskastrið á miðunum með þvi að fylgjast kerfis- bundið með ferðum islenzku varðskipanna og vara vestur- þýzku togarana við þeim. Með þessu eru eftirlitsskipin orðin svo virkur aðili að land- helgisdeilunni, að sjálfgert er að stöðva alla þjónustu við þau i islenzkum höfn- um, aðra en björgun mannslifa. Út af fyrir sig skiptir það litlu i þorskastriðinu, hvort vesturþýzku eftirlitsskipin fá þjónustu hér eða ekki. En kringumstæðurnar knýja okkur til að mótmæla i verki njósnum þessara skipa hér við land. Hið aukna kapp, sem vesturþýzkir togarar hafa áð undanförnu lagt á veiðar innan fiskveiðilög- sögunnar, neyðir landhelgisgæzluna til að efla aðgerðir sinar gegn þeim. Togviraklippingar eru eðlilegur þáttur þessara landvarna, og má gjarn- an auka þær eftir föngum. Rikisstjórn okkar ber að sjálfsögðu að sýna fulla ábyrgð og forðast vanhugsuð skref. Og allra sizt má hún láta hentistefnu eða yfirboð af hálfu stjórnarandstöðunnar koma sér úr jafnvægi. Hitt má henni vera ljóst, að kröfurnar um auknar togviraklippingar og hafnbann á eftirlits- skipin eru eðlilegar kröfur i núverandi ástandi og að þær njóta viðtæks stuðnings meðal þjóðarinn- ar. Landhelgismálið er tiltölulega litið flokkspóli- tiskt um þessar mundir. Skoðanir rnanna á þvi fara mjög saman, hvar i flokki sem þeir standa. Menn hafna yfirboðum, sem höfða til þjóðremb- ings, en krefjast þess jafnframt, að einarðlega sé haldið á málinu. Einkennilegt er, að vesturþýzka stjórnin skuli reyna að egna togaraskipstjóra sina til að halda uppi spennu á íslandsmiðum með þvi að tryggja þeim greiðslu fyrir skaða, sem þeir kunna að verða fyrir. Þessi baktrygging gerir islenzku rikisstjórninni nánast ókleift að halda uppi nokkrum viðræðum við hina vesturþýzku um lausn málsins. Baktrygging vesturþýzkra stjórnvalda gagn- vart togurunum er bein eða óbein tilraun til að koma illu af stað i landhelgisdeilunni. Hún gefur tilefni til að ætla, að ekki sé nokkur von á samn- ingum við Vestur-Þýzkaland um lausn deilunnar. Einstakir ráðamenn I vesturþýzkum stjóm- málum sýna oft mikinn skilning og sáttfýsi i við- ræðum við islenzka aðila. Þeir átta sig á, að hin opinbera stefna Vestur-Þýzkalands i málinu er byggð á mjög svo takmörkuðum sérhagsmunum, sem fara á engan hátt saman við almannaheill þar i landi. En þessir, sem skilja, virðast engin á- hrif hafa á málið. Við skulum þvi herða aðgerðirnar gegn vestur- þýzku togurunum og banna eftirlitsskipum þeirra að koma til islenzkra hafna, — um leið og við ger- um okkur grein fyrir þvi, að samkomulag við Vestur-Þjóðverja á óralangt i land. LÁNSFÉ VERZLUNARINNAR Lánsfé verzlunarinnar Það er sagt, að fjármagnið sé atvinnutæki verzlunarinnar og þvi er eðlilegt að þeir, sem við þann atvinnurekstur fást, hug- leiði nokkuð fjármagnslega uppbyggingu fyrirtækja, sinna. Einkum þegar háft er i huga, að liklega er ekki eins mikill skortur á nokkru hér á landi og fjármagni, svo sem vænta má i landi, þar sem raunvextir eru neikvæðir um allt að 25% á ári. Skorturinn hefur svo leitt til þess, að það er ekki arðsemin eða afköstin, sem ákvarða útlánin, heldur rikir skömmtunarkerfi, þar sem höfuðáherzlan er lögð á neyðar- hjálp og útjöfnun, eins og jafnan þar sem skömmtun á sér stað. ðJýjustu tiltækar tölur um fjármögnun verzlunarinnar eru frá árinu 1973. Verzlunin 1973 Stutt lán 63,3% Bankalán 23,5% Erlend lán 5-10% Innl. selj. 30-35% Löng lán .6.7% Eigið fé 30.0% Samtals ,100,0% Innlend stutt lán, önnur en bankalán, eru bæði lán frá inn- lendum framleiðendum og inn- byrðis lán verzlunarfyrirtækja. Fróðlegt væri að sjá, hve mikill hluti fjármagnsins kemur frá öðrum atvinnuvegum, en slik áætlun verður að biða enn um sinn. Aftur á móti verður hér litillega gerð grein fyrir þróun bankalána verzlunarinnar og stuttum erlendum vörukaupa- lánum. Hlutdeild verzlunar i heildar- útlánum bankanna hefur áhrif á sjálfstæði verzlunar sem atvinnugreinar. Verzlun verður aldrei lögð niður, en hana má stunda með tvennum hætti: annaðhvort sem aukabúgrein með öðrum atvinnugreinum eða sem sjálfstæðá starfsemi. Að hve miklu leyti verzlunin fær að þróast sem sjálfstæð atvinnu- grein er mest undir þvi komið, hvort hún á kost á lánsfé á sama hátt og aðrar atvinnugreinar. Ef hún nýtur minni lánafyrir- greiðslu getur verkaskipting r þjóðfélagsins ekki náð þvi stigi, sem æskilegast er, vegna þess að þá verður verzlunin i of rikum mæli stunduð sém auka- búgrein, t.d. frá landbúnaði og iðnaði. Það verður að teljast skiljanlegt að framleiðendur sækist eftir sliku fyrirkomulagi, e,n hagsmunir neytenda hljóta alltaf að krefjast frjálsrar óháðrar verzlunar. Ef litið er á sundurliðun bankalána kemur i Ijós, að aukning þeirra hefur verið minnst til verzlunar og samgangna árin 1972-75. LANSFJARAUKNING 1972-75. Verzlun ............... 111% Samgöngur ............. 94% Sjávarútvegur......... 307% Byggingaverktakar ..... 180% Landbúnaður ........... 173% Iðnaður ............... 165% Þjónustustarfsemi...... 163% Hér skal ekki fyllyrt, hvort hér sé um að ræða fullnægjandi lánafyrirgreiðslu til þess að verzlunin geti gegnt svipuðu hlutverki og hún gerir meðal annarra þjóða, en ýmislegt bendir til að svo sé ekki. Nú þurfa atvinnuvegirnir ekki einungis að keppa sin á milli um lánsféð, heldur eiga þeir að mæta vaxandi samkeppni frá opinberum aðilum, sem sést bezt á því, að á árunum 1972-75 jukust útlán til sveitarfélaga um 357%, en til fyrirtækja aðeins um 176%. Tiltækar eru tölur sem sýna bankalán oliuverzlunar, sam- vinnuverzlunar og einka- verzlunar annarrar. Þar kemur i ljós, að lánsfjáraukningin hefur verið mest hjá oliu- verzluninni, en minnst hjá einkaverzluninni. AUKNING BANKALANA oliu- samv- einka- verzl. verzl. verzl. 1972 100 100 100 1973 166 121 117 1974 333 167 150 1975 350 222 181 Mikil lánsfjáraukning til oliu- verzlunar þarf engan að undra. Vegna gífurlegra verðhækkana hlaut sú verzlun að þurfa veru- lega aukið lánsfé umfram aðrar verzlunargreinar. Aftur á móti er ekki jafnaugljóst hvernig stendur á mikilli lánsfjáraukn- ingu til samvinnuverzlunar Kjallarinn Þorvarður Eliasson umfram einkaverzlunina. Þar getur þó verið um ýmsar ástæður að ræða, t.d. að sam- vinnuverzlunin og einkaverzl- unin hafa misjafna þátttöku i heildverzlun og smásölu og verzla með mjög mismunandi vörutegundir. Að vöxtur Sam- vinnubankans hafi gert hreyf- ingunni kleift að komast yfir vaxandi hlutdeild i lánsfjár- markaðnum, eða að hlutur sam- vinnufélaganna i verzlun lands- manna hafi vaxið hraðar en einkaverzlunarinnar. Einnig má hugsa sér þá skýringu, að samvinnuverzlunin njóti meiri stjórnmálalegs stuðnings hjá almenningi en einkaverzlunin, sem valdi þvi, að lánsfjár- skömmtunin beinist i vaxandi mæli þangað. Hér verður ekkert fullyrt um, hver hin rétta skýring er, heldur aðeins bent á nokkrar frekari staðreyndir i þvi skyni að varpa frekara ljósi á málið. Þannig væri fróðlegt að vita, hvert hlutfall væri á milli bankalána og veltu hjá þessum aðilum. Ekki eru til opinberar tölur um sundurliðun veltu milli einkaverzlunar og samvinnu- verzlunar, en samkvæmt laus- legri áætlun Verzlunarráðs HAAGHNEYKSLIÐ Þvi miður hefur ekkert verið ritað um hinn fræga Haagdóm frá júli 1974 og litið talað. Þvi er almenningur á Islandi alls ó- fróður um innihald hans og ætla ég nú i fáum orðum að bæta nokkuð úr þvi. Dómurinn er hneyksli, þar sem hann dæmir Þjóðverjum rétt út á striðsglæpi nasista. Dómurinn er einnig hneyksli að þvi leyti, að honum ber að standa fyrir sjálfstæöri gagnasöfnun, þegar aðeins ann- ar aðilinn mætir. Þetta van- rækti dómurinn algjörlega. Þvi lendir hann i einu versta slysi, sem um getur i hinni mjög svo umdeildu sögu hans. Það, sem mestu máli skiptir i dómnum, er, að aðalkröfum Breta og Þjóðverja um, að „dóminum beri að dæma ein- hliða útfærslu tslands á fisk- veiðilögsögu sinni i 50 sjómilur eigandi sér ekki stoð i alþjóða- lögum og þvi að dæma útfærsl- una ógilda” er hafnað. Bentu Bretar og Þjóðverjar i mál- skjölum sinum, eins og fleiri, mikið á 12 milurnar sem hin v-------------: einu gildandi alþjóðalög. Jafn- framt reyndu þeir að sameina alla i hóp, sem voru með 3, 4 og 6 milna regluna ennþá i gildi, með þvi að segja, að ekki mætti fara út fyrir 12 milur. En samkvæmt strangri lögfræðitúlkun er ekki um slikan hlut að ræða, þvi at- huga verður hverja reglu fyrir sig, og samkvæmt starfsreglum dómsins sjálfs eru ákveðin á- kvæði ura, hvernig ákveða megi reglu eða framkvæmd sem venjureglu og þvi gildandi sem alþjóðalög. Við athugun kom i ljós, að 35 þjóðir voru komnar út fyrir 12 milurnar, nokkrar voru ekki komnar út i 12 milurnar, og svo voru nokkrar, sem voru búnar að gera bindandi samþykktir um 200 milna efnahagslögsögu á - alþjóðaráðstefnum og gátu þvi ekki talizt til 12-milnareglu- þjóða. Þvi var hér kominn svo stór hluti af þjóðum heims, sem voru ekki 12-milnaregluþjóðir, að dómurinn gat ekki dæmt 12 milna regluna sem „venju- reglu” og þvi brutu tslendingar engin lög við útfærsluna i 50 mll- ur. Þvi hafnaði dómurinn aðal- dómskröfu Breta og Þjóðverja sem fullyrðingu, er ætti sér ekki stoð i lögum. Ennþá einu sinni eru fullyrðingar Breta og Þjóð- verja um fiskveiðilandhelgis- viðáttu dæmdar i Haag sem lög- leysa, fullyrðingar án stoðar i lögum, eða á góðri islenzku: þvættingur. Vegna þessa er kröfunni um skaðabætur vegna viraklipping- anna einnig hafnað, þar sem ekki er hægt að benda á, að Is- lendingar hafi verið að brjóta nein alþjóðalög við að verja með þessum hætti 50milna fiskveiði- lögsöguna. En dómurinn framkvæmir hneykslið, þegar hann dæmir Bretum og Þjóðverjum söguleg- an rétt á Islandsmiðum, þó ekki meiri eða ákveðnari en svo, að um þau beri að semja við Is- lendinga. Söguleg réttindi geta eingöngu áunnizt i gegnum hefð, sem ávinnst eingöngu með á- kveðinni framkvæmd, „ótrufl-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.