Dagblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.09.1975, Blaðsíða 7
Dagblaöiö. Miövikudagur 10. september 1975 7 Islands lita þær tölur þannig út fyrir árið 1973: HLUTFALL BANKALANA OG VELTU ARID 1973 Olíuverzlun.......... 14,4% Samvinnuverzlun...... 19.0% Einkaverzlun........... 9,7% Verzlun alls: 12,1% Þessar tölur sýna, að i árslok 1973 hafa bankalán samvinnu- verzlunar numið 19% ársvelt- unnar en bankalán einka- verzlunar 9,7% ársveltunnar. Það getur þvi varla verið skýr- ing á vaxandi útlánum til sam- vinnuverzlunarinnar að hún hafi haft svo slæma fyrir- greiðslu áður. Ef litiö er á útlán Samvinnu-' og Verzlunarbankans kemur eftirfarandi i ljós: CTLANAAUKNING Samvinnub. Verzlunarb. 1972 100 100 1973 134 125 1974 178 149 1975 240 184 Hér kemur i ljós, að útlán Samvinnubankans hafa aukizt mun meira en útlán Verzlunar- bankans. Þessi munur er svo mikill, að útlán Samvinnubank- ans hafa aukizt tvöfalt meira á timabilinu en nemur umfram- aukningu bankalána samvinnu- verzlunarinnar i heild. öll aukn- ingin gæti þvi hæglega verið komin frá Samvinnubankanum. Stutt erlend vörukaupalán eru verulegur hluti af fjármagni verzlunarinnar, en hafa verður i huga, þegar rætt er um erl. lán- tökur, að þær eru ekki frjáls- ar. Það er háð reglugerðar- ákvæðum, hverjir mega taka erlend vörukaupalán. Veruleg erlend lán eru þó veitt vegna ýmiss innflutnings. Þessar lán- tökur hafa vaxið talsvert hraðar nú á siðustu árum en almenn út- lán bankanna til verzlunarinn- ar, eins og sést af meðfylgjandi töflu: Bankalán Erlend verzlunar vörukaupalán. 1972 100 100 1973 123 142 1974 172 264 1975 211 307 Rétt er að hafa i huga i þessu sambandi áhrif gengisfelling- anna og eins hitt, að aðeins nokkur hluti vörukaupalána er vegna verzlunarinnar, þar sem iðnaðurinn flytur einnig inn vör- ur til eigin nota gegn gjaldfresti. Allar tölur fyrir 1975 eru áætl- aðar þannig: 1975 = 1974 x jan. 1975 : júni 1974 og sumar að við- bættri leiðréttingu vegna geng- isfellingaráhrifa. Laser-geislinn: TIL BÖLVUNAR OG BLESSUNAR Dauöageisli hasarblaö- anna er þegar oröinn að raunveruleika, jafnvel þótt handbyssurnar séu enn ekki til og verði ekki á næstunni. Áður en langt um líður verða algengar á heimil- um plastplötur, sem not- aðar verða til að sýna kvikmyndir í fullri lengd og technicolor i gegnum sjónvarpstæki. Hægt er að sauma karl- mannafatnað með þvi að mata tölvu á ýmsum upp- lýsingum um stærð við- komandi og mál hans og siðan þrýsta á hnapp. Matvörur eru seldar við kassann án þess að mannleg hönd komi þar nokkurs staðar nærri. Lykillinn að þvi, sem hér er talið upp, er litill ljósgeisli, sem á visindamáli heitir ,,light am- plification by simulated emissi- on of radiation” (ljósmögnun með tilbúnu úthlaupi geisla- virkni) — en þekkt á upphafs- stöfunum: laser, oft kallaður leysi-geisli á islenzku. Laser-geislinn, sem er ljós- geisli, er skellur á milli tveggja spegla, unz mögnunin verður nægilega sterk til að skera i gegnum málm, var uppgötv- aður i Kaliforniu i lok sjötta áratugsins. Siðan þá hefur laser-geislinn verið notaður i nærri öllum þáttum þeirrar tækni, sem maðurinn hefur yfir að ráða. Fullkomnun á drápstækjum Með laser-geislanum hefur strið orðið jafnvel enn hrika- legra en það var áður — og þótti þó ýmsum nóg um. Skriðdrekar og brynvaröir vagnar geta nú verið útbúnir með aflmiklum geisla, sem getur skorið mann i tvennt á einu augabragöi, að sögn visindamanna, sem kunn- ugir eru geislanum og afli hans. Þeir segja einnig, aö flugvélar, útbúnar meö laser, geti skorið gat á stjórnklefa óvinaflugvéla og þannig grandað þeim fljótt og örugglega. Dr. Michael Bass, yfirmaður laser-rannsóknadeildar háskól- ans i S-Kaliforniu (UCLA), seg- ir þó — og kann að vera nokkur huggun i — að enn eigi eftir að liöa langur timi þar til hægt Leysi-geislinn til hernaöar er þegar orðinn aö staöreynd þótt enn geti einn maöur ekki ráöiö viö sllkt vopn. Þess veröur þó ekki iangt aöbiöa, eftir þvl sem vl&indamenn segja. Þá veröur mynd af þessu tagi ekki bara mynd. Þá veröur ekki nauösynlegt aö teikna þessar myndir. Þær koma til okkar heim I stofu — i fréttatlmaniim. verður að útbúa laser-vopn, sem halda má i hendi sér. „Vopn af þessu tagi eru litt hreyfanleg og þvi óliklegt, að svona dauðageislar verði bornir af einum manni,” segir dr. Bass. Laser-geislar eru nú orðið notaöir á fjöldamörgum svið- um, allt frá þvi að stjórna sprengjum niður i að leiðrétta vélritunarvillur. Laser-stjórn- aðar sprengjur eru svo ná- kvæmar, að varla skeikar milli- metra. Með þvi að beina laser- geisla á þann staf, sem hefur verið sleginn rangt á ritvél, hverfur blekið eins og dögg fyrir sólu. Laser-stjórnaðar kvikmyndir Með þvi að beina veikum laser-geisla i rákir plastplötu, svipaðrar og venjuiegrar hljómplötu, verður innan skamms hægt að sýna kvik- myndir i fullri lengd i heimilis- sjónvarpstækinu. Segir sig þá sjálft, að nokkur útbúnaður hlýtur að fylgja slíkum munaði, ekki sizt þegar slikar kvik- myndir eru þrividdarmyndir. Laser-geislar eru þegar not- aðir til að fylgjast með færi- böndum i matvöruverzlunum, sem renna fram hjá gjaldkeran- um við kassann. Geislinn nemur svartar linur á hverjum hlut og er þar að finna staðlaðar upp- lýsingar um verð og önnur at- riði, sem kunna að skipta máli. Kassinn meðtekur þessar upplýsingar sjálfkrafa og sendir auk þess frá sér — i vöru- geymsluna — upplýsingar um það, sem selt er, svo að hægt sé aö, ósundurslitið og ómótmælt” eins og skýrt er tekið fram i þjóðarétti eftir Alfred Verdross, sem kenndur er við flesta þýzka háskóla i dag. Telja verður, að ekki dugi hér minni timi I minnsta lagi en 40 ár, þar sem hliöstæður um afnot svæðis til á- vinnings hefðar eru svo talin bæöi i islenzkum og þýzkum rétti. En hvað geta svo Bretar og Þjóðverjar lagt fram af tima „ótruflað, ósundurslitiö og ó- mótmælt” til ávinnings hefðar og sögulegs réttar? Þeir sjást ekki hér heimsstyrjaldarárin fyrri og slöari. Þvi geta þeir ein- göngu lagt fram timaslitrur til ávinnings heföinni. Þetta kemur skýrt fram á bls. 6i framlögðum málsskjölum Þjóðverja sjálfra I Haag. Þrátt fyrir það dæmir Haag- dómstóllinn Bretum og Þjóð- verjum sögulegan rétt. Þar sem Haagdómstóllinn bregzt þeirri skyldu sinni að standa fyrir sjálfstæðri gagnasöfnun, þegar eingöngu annar aðili máls við- urkennir dómssögu hans, dæmir hann Þjóðverjum rétt út á nas- istiska striðsglæpi. Þvi hann gerir sér ekki ljóst, að Þjóðverj- ar gerðu annað og meira en að hætta að senda fiskiskip sin til Islands á styrjaldarárunum, Pétur Guðjónsson heldur sendu þeir hingað her- skipaflota, sem drap hér sjó- menn og aðra hundruðum sam- an og sökkti mörgum islenzkum skipum. Þetta framferði • nær hámarki. er Goðafossi er sökkt 2 milur undan Garðskaga og ,24 tslendingar farast, þar á meðal 4 börn. Er það með hreinum endemum, er það getur komið fyrir Alþjóðadómstólinn i Haag að dæma einni þjóð söguleg réttindi til fiskveiða i gegnum slik glæpaverk. Bretar eru hér ekki heldur sýknir saka, þvi þeir lögðu stórar tundurduflagirð- ingar fyrir Vesturlandi, sem togarar okkar voru svo að fá i vörpur sinar striðsárin og þar á eftir. Þessi dufl sökktu svo tog- aranum Fylki frá Reykjavik, skipstjóri Auðunn Auðunsson. Má það eingöngu teljast guðs mildi, að þar skyldi nokkur vera til frásagnar. Einnig hurfu á þessum slóðum á striðstiman- um togararnir Sviði og Max Pemperton. Á þeim varð enginn til frásagnar um afdrif þeirra. Er þetta nú hefur borizt til dóm- aranna i Haag fyrir tilstilli Fé- lags áhugamanna um sjávarút- vegsmál, vildu þeir blessaðir menn, er þar sitja, gefa mikiö til að hafa ekki lent i að orsaka slikt réttarhneyksli og dómur- inn um „sögulegan rétt” Breta og Þjóðverja er. Að sjálfsögðu afneita Islendingar þeirri hneykslanlegu siðfræði, sem að baki dómnum er eins og hann er i dag. Getur þvi krafa Breta og Þjóðverja i dag ekkert gert ann- að en rifja upp söguferil þeirra hér, sem geymir litið annað en ofbeldi og morð. Útlendingar eiga þvi skv. framansögðu engan rétt til fisk- veiða á Islandsmiðum. Eins og Islendingar færðu út i 50 milur án þess að brjóta alþjóðalög færa þeir nú út i 200 milur. Eins og ástatt er meö fiskistofna okk- ar og i efnahagsmálum okkar kemur ekki til mála að veita auðugustu og þróuðustu iðnað- arstórveldum heimsins hlut- deild I þjóðarauði okkar, fiskin- um við strendur tslands. Islend- ingar eru tilbúnir að gleyma ó- heillaverkum Þjóðverja á Is- landsmiðum á styrjaldarárun- um, en það verður ekki gert, ef Þjóðverjar ætla nú sjálfir að standa fyrir upprifjan þeirra. Bretar eiga i grundvallaratrið- um sömu hagsmuni og Islend- ingar, byggja eyju með stór landgrunn og áttu áður stóra fiskistofna. Þvi hafa þeir ávallt barizt við Islendinga á röngum forsendum. Þjóðarhagsmunir hafa verið látnir vikja fyrir hin- um þrönga hagsmunahóp, þrýstihóp togaraútgerðarinnar i Hull og Grimsby, þvi heima- flotinn hefur ávallt lagt á land meiri afla en úthafstogaraflot- inn. Þvi er athyglivert að sjá, hvort nú ennþá einu sinni eigi að fórna brezkum þjóðarhagsmun- um fyrir hagsmuni þessa þrýstihóps. Svarið kemur i næstu viku. Islendingar standa nú i órofa fylkingu til verndar þjóðarhags- munum sinum. að bæta við birgðirnar i verzlun- inni. Sterkir laser-geislar eru nú notaðir með mjög góðum og vaxandi árangri til að skera ýmis efni i iðnaði, hvort heldur er stál eða léreft. Má nefna sem dæmi, að föt eru sniðin með laser-geislum og einnig hlutir i bila I bilaverksmiðjunum I Detroit, höfuðborg bilaiðnaðar- ins i heiminum. Meira að segja i Las Vegas, þar sem spilaviti eru lögleg og geysivinsæl, er laser-geislinn notaður með góðum árangri: viðskiptakort fjárhættuspilara og hótelgesta eru sett i gegnum laser-kerfi og gildi þeirra kann- að. Tæki, sem framleitt er af Optical Data Systems i Moun- tain View i Kaliforniu, er matað á upplýsingum um úr sér gengin eða stolin viðskiptakort, og fær gjaldkerinn öruggt svar eftir aðeins þrjár sekúndur. Byltingarkennd samgöngubót Visindamenn á sviði laser- tækni vinna nú baki brotnu að þvi að endurbæta simakerfi heimsins, sem þegar er viða að brotna undan álaginu, sérstak- lega i stórborgum. 1 stað þess að bera raddir eftir þunnum virum með rafstraumi er ætlunin að láta hljóðin berast með laser- geislum gegnum örþunnar trefjar. Dr. Lee Casperson, prófessor við verkfræðideild UCLA, segir þó, að notkun lasers á þennan hátt sé enn ekki fjárhagslega hagkvæm, þar sem hljóðið geti aðeins borizt stutta vegalengd áður en það missir mesta kraft- inn. Aftur á móti, segir dr. Casperson, mun iaserinn gjör- bylta öllum samskiptum manna, þegar lausn hefur verið fundin á þessu vandamáli. Samskonar tref jar geta einnig verið notaðar til að ljósmynda mannslikamann innvortis, ein- göngu með þvi að iáta þær ganga niður hálsinn og i mag- ann. Sérstaklega gera visinda- menn sér vonir um. að rann- sóknir á magasárum og orsök- um þeirra taki stórstigum framförum og verði mun auð- veldari en nú er.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.