Dagblaðið - 10.09.1975, Page 10

Dagblaðið - 10.09.1975, Page 10
Dagblaðið. Miðvikudagur 10. september 1975 10 I íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrc Hlýtur oð hafo verið ónœgður með Eðvaldsson Framkvæmdastjóri Celtic, Jock Stein, horfði i fyrsta skipti á leik aðalliðs Celtic — var i fyrsta skipti meðal áhorf- enda á Parkhead eftir bilslysið i sumar — og hann hlýtur að hafa verið ánægður með það, sem hann sá til Jóhannesar Eðvaldssonar. Þó aðalhlutverk tslend- ingsins hafi verið i vörn Celtic, fór hann með árangri upp i vítateig Dundee — og þar varð að gæta hans, skrifar Mark Neil i The Sunday Times sl. sunnudag eftir leik Celtic og Dundee i skozku deildakeppninni á laugardag. Celtic vann stórsigur 4-0 — en til gamans má geta þess, að bæði þessi skozku lið leika við islenzk i Evrópukeppninni nú i mánuðinum. Celtic við Val á Laugar- dalsvelli 16. september i Evrópukeppni bikarhafa — Dundee við ÍBK i Keflavik i UEFA-bikarnum 23. september. Gamli baráttukappinn, Bobby Lennox, fyrrum skozkur landsliðsmað- ur, lék leikmenn Dundee grátt i leiknum — skoraði þrivegis, þar af tvö mörk á siðustu tuttugu min. leiksins, en McNamara skoraði eitt mark. Þrátt fyrir markamuninn var lið Dundee alls ekki slakt i leiknum — lék oft prýðilega, en komst litið áleiðis gegn sterkri vörn Glasgow-liðsins og réö ekki viö beittan sóknarleik þess. Mikil spenna var oft i vitateig Dundee — og litlu munaði, að Callaghan skoraði á sjöttu minútu, en Allan markverði tókst að bjarga á siðustu stundu. En siðan áttu framherjar Celtic i erfiöleik- um með að opna vörn gestanna, þar til Dalglish, landsliðsmaðurinn kunni, lék skemmtilega i gegn á 36. min. — gaf á Lennox. Hann lék á Allan markvörð og renndi knettinum i mark. Unglinga- landsliðsmaðurinn McCluskey frá Celtic — einn þeirra, sem fékk lands- leikjabann ævilangt i vikunni, meiddist rétt eftir mark Lennox og kom Connelly i hans stað. 1 lok fyrri hálfleiks kom Lennox knettinum i mark Dundee, en var dæmdur rangstæður. Allan markvörðurstóð sig vel i byrjun siðari hálfleiks — varði tvivegis m.a. spyrnu frá Jóhannesi Eðvaldssyni. Sóknarþungi Celtic varð stöðugt meiri og á 70. min. skoraði liðið mjög gott mark. Það kom eftir, að Jóhannes sendi ,,háan” knött til Wilson, sem skallaði i átt að marki. Þar var Lennox til staðar og skoraði af stuttu færi. Mörkin áttu eftir að verða fleiri — á 79. min. náði Lennox knettinum frá Galvin og spyrnti honum framhjá Alan i markið. 3-0 og tveimur minútum siðar skoraði McNamara fjórða mark Celtic eftir góðan undirbúning Connelly. Tvær umferðir hafa nu verið leiknar i skozku deildakeppninni og i aðaldeild- inni —Premier division — eða „top ten” eins og skozkur almenningur kallar deildina „Tiu á toppnum” er staðan þannig: Rangers Ayr Celtic Hibernian Dundee U. St. Johnstone Motherwell Aberdeen Dundee Hearts 2 2 0 0 4-1 4 21102-13 21015-22 2 10 11-12 21011-12 2 10 11-12 2 0 2 0 3-3 2 2 0 2 0 4-4 2 2 10 13-62 2 0 0 2 0-3 0 1 1. deild eru Falkirk, Montrose og Kilmamock með fjögur stig. iflfl Hún er stolt af strákunum sinum, hún Vilborg Andrésdóttir frá Vestmannaeyjum. Ólafur Sigur son brá sér i heimsókn til móður sinnar og „litla bróöur” Asgeirs, þegar hann var með islenzka lani inu I Belgiu. Þá tók Bjarnleifur þessa mynd á heimili Asgeirs i Liege, en móðir hans heldur heimili hann. Frá vinstri Ásgeir Sigurvinsson, sem var fyrirliöi tslands gegn Belgiu, Viiborg og ólafur. Olympíuleikunum verð sjónvarpað eftir allt Kanadiska sjónvarpið skýrði frá þvi I gær, að samkomulag hefði náðst milli kanadisku olym- piunefndarinnar og sjónvarps- stöðva Evrópu (EBU) um sölurétt á sjónvarpsefni frá Olympiuleik- unum I Montreal næsta sumar. Farið var bil beggja I samkomu- laginu — og leikunum veröur því sjónvarpað beint til Evrópu eftir allt. EBU var samkomulagsaðili fyrir fimm sjónvarpsfyrirtæki viðs vegar um heim og samdi um réttinn til beinna sendinga utan Norður-Ameriku. Niöurstöður samkomulagsins veröa tilkynntar á föstudag. Olympiunefndin kanadiska fór fram á 16,2 milljónir dollara fyrir sjónvarpsréttinn i byrjun, en siö- asta boð EBU var 8,2 milljónir dollara. Talið er að samkomulag hafi náðst um 10 milljónir dollara. PAU eiga tvo Leiðir liggja til allra átta — og það má vist með sanni segja, að leiðir ís- lenzkra íþróttamanna hafa legið til allra átta #undan- farna mánuði og ár. Is- lenzkir iþróttamenn eru orðnir „útflutningsvara", hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þetta er staðreynd sem blasir við. Fjölmennur hópur beztu handknattleiksmanna okk- ar leikur i Vestur-Þýzka- landi i vetur — og einn í Svíþjóð. Knattspyrnumenn islenzkir eru orðnir þekktir og vinsælir i Belgiu, Skot- landiog Vestur-Þýzkalandi — þrír sem atvinnumenn. Nöfn þessara kunnu íþróttamanna í handknatt- leiknum og knattspyrnunni eru öllum islendingum íþróttir þekkt. En hverra manna eru þeir? — Þar ætlar Dag- blaðið næstu vikur að bregða sér í heimsókn til foreldra iþróttamannanna kunnu. Við byrjuðum i gær — brugðum okkur i heimsókn til hjónanna Sigrúnar Rósu Steinsdóttur og Einars Ólafssonar i Hafnarfirði. Ræddum við þau stundarkorn á glæsilegu heimili þeirra að öldu- götu 28. Þau eru kunnir borgarar i Hafnarfirði — að minnsta kosti þekkja allir Hafnfirðingar af yngri kynslóðinni hann Einar — já, Einar er nefnilega forstöðu- maður Iþróttahússins i Firðinum og þangað liggja spor allra hinna ungu i Firðinum — einnig margra, sem komnir eru til ára sinna. Þegar handknattleikur er i iþróttahúsinu — er fjör i Firðin- um. Þau hjónin eiga tvo hand- knattleiksmenn i þýzkum hand- bolta — landsliðsmennina kunnu Gunnar og Ólaf Einarssyni. Var í knattspyrnunni — hlustar á lýsingar Einar Ólafsson lék mikið knattspyrnu hér áður fyrr — en frúin var ekkert i iþróttum. ,,Fer sjaldan á leiki, en hlusta oft á Einar óiafsson og Sigrún Rósa á heimili sinu að öldugötu 48 i liafnarfirði i gær — og til vinstri cr Einar i öðru marki iþróttahússins i Hafnarfirði. I.jósmyndir Bjarnleifur. lýsingar ’ i útvarpinu - þegar FH eða landsliðií knattleiknum eru að sagði Sigrún Rósa. Einar er fæddur og u] Vestmannaeyjum — og aðrir ungir piltar i stundaði hann sjóinn. Þe: var hann i fótbolta — öllu um. Hann var i Þór. Þá v

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.