Dagblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 1
dagblað
l.árg. — Föstudagur 10. október 1975 —27. tbl. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
FYRIR ÞETTA ER GREIDDUR
18 ÞÚS. KRÓNA EIGNASKATTUR
— og skattar alls rétt slefa yfir 100 þúsund — sjó bls. 2
„Ófœrt
að kunna
ekki að
sjóða
kartöflur"
„Þetta er i fyrsta skipti, sem
kvöldnámskeið i matreiðslu er
hér i Húsmæðraskóla Reykja-
vikur sérstaklega fyrir karl-
menn”, sagði Jakobina
Guömundsdóttir skólastjóri, er
viö litum þar við i gærkvöldi til
þess að sjá hvernig karlmönn-
unum færi þetta verk úr hendi.
Við truflum Arna Pétursson
sem stendur og vigtar i ákafa i
deigið sem hann ætlar að fara
að búa til. Á matseðlinum er
djúpsteiktur fiskur og eins og
allir vita er fiskinum fyrst dýft
ofan i deig áður en hann er
steiktur. (Eða vissu þetta ekki
allir)? Arni byrjar bara upp á
nýtt að vigta og segir okkur um
leið að það sé alveg ófært fyrir
karlmenn að kunna ekki einu
sinni að sjóða kartöflur. Þess
vegna hafi hann notað tækifærið
þegar hann sá námskeiðið aug-
lýst og innritað sig i hvelli. „Þar
að auki er ég kennari og strák-
arnirsem ég kenni eru farnir að
vera i matreiðslu. Það er slæmt
að standa þeim að baki”, segir
hann.
Og Arni ætlar að taka þátt i
matreiðslunni heima með kon-
unni sinni svona þegar þörf
verður á i framtiðinni.
Við ætlum að segja nánar frá
þessum myndarlegu karlmönn-
um seinna i blaðinu. En þarna
voru menn úr öllum stéttum.
Forstjórar, menntaskólarstrák-
ar, trésmiðir og járnsmiðir svo
að einhverjir séu nefndir. EVI
Hann Arni Pétursson vigtar i
ákafa og nú læra karlmenn mat-
reiðslu i Hús m æðraskóla
Reykjavikur svona rétt eins og
kvcnfólkið. Ljósm. Bjarnleifur.
ÍRAR
SKAMMAST
SÍN
Ræningjar hollenzka iðn-
jöfursins dr. Tiede Herrema á
lrlandi neyddu forráðamenn
hjólbarðaverksmiðjunnar,
sem Herrema stjórnar, til aö
loka henni um óákveðinn
tima.
I gærkvöldi birti hollenzka
sendiráðið tilkynningu, þar
sem sagði að dr. Herrema
væri enn á lifi — en skömmu
siðar sagði hollenzki sendi-
herrann i Dyflinni, að ekkert
nýtt hefði gerzt i málinu. Ekki
er ljóst hvað olli þessu mis-
ræmi.
Mikil reiðialda gengur yfir
irland vegna ránsins. Sjá
erlenda grein á bls. 9.
Að léttast um 17
kíló á 6 vikum
— baksíða