Dagblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.10.1975, Blaðsíða 5
Pagblaðið. Föstudagur 10. október 1975. Cí Utvarp Sjónvarp Sjónvarp kl. 20.35 Fáránlegt skattakerfi í Kastljósinu Þátturinn Kastljós er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld og er Eiður Guðnason umsjónar- maður þáttarins að þessu sinni. Fær hann til liðs við sig i þáttinn þá Valdimar Jóhannesson og Vilmund Gylfason. t fyrri lotu verður rætt um landhelgismálið og tekinn þar tali Hans G. Andersen þjóð- réttarfræðingur m.m. og hann spurður útúr hvernig málin standi á erlendum vettvangi og við hverju megi búast þegar út- færslan fer fram. Rætt verður einnig við fiskifræðing um ástand og horfur fiskstofnanna og hvaða áhrif útfærslan muni hafa á þá. Geir Hallgrimsson mun einnig koma fram i' þættin- um og sitja fyrir svörum þeirra félaganna. Seinni lota þáttarins mun fjalla um þau mótmæli, er hvað mestu umtali hafa valdið að undanförnu, en það eru mót- mæli Bolvikinga og fleiri byggðarlaga vegna fáránlegs skattafyrirkomulags sem býður útvegsmönnunum upp á marg- nefnt „vinnukonuútsvar”. Farið verður til Hveragerðis með myndavélina og hljóð- nemann og rætt við nokkra skattgreiðendur þar. t þessu skyni verður einnig rætt við Ólaf Nilsson skattrannsóknastjóra og Halldór Asgrimsson alþingismann og kennara við viðskiptadeild Háskólans. -BH Mynd lír ballettinum „Fölnaðar rósir”, sem dansaður er af Boishoj-ballettfiokknum. Sjónvarp kl. 21.25 BALLETT BYGGDUR Á LJÓÐI EFTIR BREZKT LJÓÐSKÁLD Ballettdansinn, sem við sjáum i kvöld og nefnist „Fölnaðar rósir”, er saminn eða byggður á samnefndu ljóði eftir brezka listmálarann og ljóðskáldið William Blake. Blake var fæddur í Lundúnum árið 1757 eitt fimm barna sokka- sala sem bjó í Broad-stræti 28 við Gullna torg. Um 14 ára aldur fór hann að yrkja og enn yngri var hann þegar menn þóttust taka eftir listrænum hæfileikum hjá honum til myndlistar. Var hann þvi ungur sendur á teikniskóla I Lundúnum keypti hann sér þá einnig talsvert af eftirmyndum málverka þekktra meistara. Flutti hann sig fljótlega i annan skóla þar sem hann lærði fyrst og fremst útskurð og alls kyns útflúr. Vann hann þá m.a. mikið að þvi að skreyta útgáfur á bókum. Þekktastur mun Blake fyrir skreytingar sinar á Jobsbók sem þykja frábærlega unnar. Trúarleg efni hölðu mikil áhrif bæði á skáldskap hans og myndagerð, hvort heldur það var útflúr til skreytinga bóka eða vatnslita myndir. Mest mynda hans er að finna i Tatelistasafninu i London auk British museum og safna i Cambridge. William Blake lézt ári 1827. Útvarp kl. 21.30 Ung skóldmenni þeysa ó Pegasusi Við náðum tali af Birgi Svan Simonarsyni og ræddum við hann um þáttinn sem er á dag- skrá útvarpsins i kvöld og nefnist „Pegasus á hjólum”. Þar hefur verið séð við þvi að skáldfákurinn dragist aftur úr á þessari öld, timaleysis og hraða: til þess var hann settur á hjól. t upphafi, þegar þáttur þessi hafði verið unninn, þótti i honum fullmikil tónlist og var hann þá endurbættur og styttur. Þátturinn mun vera hugsaður fyrir unga fólkið og eiga að vera þvi til leiðbeiningar um að læra að meta ijóðlist á þá mörgu vegu sem hægt er að melta hana. „Þemað” iþættinum er popp- kynslóð sú er kom upp i byrjun sjötta áratugarins og reis hvað hæst með brezku bitlunum, hvemig þessi frjálshyggja og á vissan hátt uppreisn gegn eldri kynslóðum lognaðist út af þegar sölumennskan og gróðahyggjan i auðvaldsþjóðtélaginu náði kverkataki _á þessari „upp- reisn”. Hafa flytjendur þáttarins, þeir Stefán Snævarr, Birgir Svan Simonarson og Gerður Gunnarsdóttir valið með hinum ýmsu ljóðum lög og „effekta” eftir þvi hvað þeim finnst bezt viðeig-mdi. Verða flutt þarna ljóð eftir þá Birgi og Stefán auk eins þýdds ljóðs finnskrar skáldkonu. Birgir og Stefán voru i þeim hópi ungra skálda er nefndi sig „Astmögur þjóðarinnar” og fluttu verk sin i Norrræna húsinu ekki alls fyrir löngu fyrir fullu húsi. I! ^gSjónvarp !) 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Kastljós Þáttur um innlend efni. Umsjónar- maður Eiður Guðnason. 21.25 Fölnaðar rósir Maia Plissetsskaya og Bolshoi- ballettinn dansa. Roland Petit samdi dansana, en verkið er byggt á ljóði eftir enska skáldið William Blake. 21.55 Skálkarnir Breskur sakamálamyndaflokkur. 11. þáttur. Sniudger Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok Q Utvarp Föstudagur 10.október 13.30 Setning Alþingisa. Guðs- þjónusta i Dómkirkjunni Prestur: Séra Jónas Gisla- son. Organleikari: Ragnar Björnsson. Dómkórinn syngur. b. Þingsetning. 14.45 Endursögn eftir Anders Bodelsen. Þýð- andinn, Bodil Sahn mennta- skólakennari, les. 15.15 Miðdegistónleikar. Ferdinand Frantz og Sax- neska rikishljómsveitin flytja tónlist úr „Meistara- söngvunum i Niirnberg” eftir Wagner,- Rudolf Kempe stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar.. 17.30 Mannlif i mótun, Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rekur minningar sinar frá upp- vaxtarárunum i Miðfirði (7). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál.Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá Sjónarhóli neytenda. Reynir Hugason ræðir um litsjónvarp og steró-útvarp. 20.00 Frá fyrstu tónieikum Sinfóniuhljómsveitar ís- lands á nýju starfsári i Háskólabiói kvöldið áður. Einleikari: Arve Tellefsen. Stjómandi: Karsten Ander- sen. a. „Leiðsla” eftir Jón Nordal. b. Fiðlukonsert eftir Carl Nielsen. c. Sinfónia nr. eftir Jean Sibelius. — Kynn- ir: Jón M. Árnason. 21.30 „Pegasus á hjólum”, Ljóðaþáttur i umsjá Stefáns Snævarr. Lesarar með hon- um: Gerður Gunnarsdóttir og Birgir Svan Simonarson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. tþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 22.40 Afangar. Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 11. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Arnadóttir les söguna „Bessi” eftir Doro- thy Canfield i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (6). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúk- linga kl. 10.15: Kristin Sveinbjörnsdóttir Kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A slóðum Stephans G. Annar þáttur Agnars Guðnasonar með frásögn- um og viðtölum viðVestur- Islendinga. 15.00 Miðdegistónleikar. Artur Rubinstein og hljómsveit undir stjórn Alfred Wallen- steins leika Konsert fyrir pianó og hljómsveit nr. 20 i d-moll eftir Mozart. Fil- harmoniusveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 8 i F-dúr op. 93 eftir Beethovenr Hans Schmidt-Isserstedt stjórn- ar. —V>Vr— POLAROID SIMI 22718 "6MÚJOWI í 3 mUf/ I RaSSAAWMDIR. ot’jus 5 þJyi t&ísi o ~ na/'n> 5 þj/téeuio oeýaÁr'éÆ— ,5kóía,íkj, zóetsu, „.a- / Æ^hu^nda^tCh^ j Amator | LAUGAVEGI ** )

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.