Dagblaðið - 17.10.1975, Blaðsíða 10
10
Dagblaöið. Föstudagur 17. október 1975.
Hvaö finnst þér skemmti-
legast að gera?
Kristján Þórarinsson, nemi:
Burtséð frá þvi, finnst mér lang-
skemmtilegast að gera alls ekki
neitt.
Jón Sigurðsson, bankastarfs-
maður og hljóðfæraleikari:
Það skemmtilegasta, sem ég hef
gert, er að skemmta sjúklingum á
sjúkrahúsum. Hef gert töluvert af
þvi og hvet aðra, sem eitthvað
hafa fram að færa, að gera slikt
hið sama.
Ingólfur Guðmundsson, lektor:
Ég vann i þjóögarðinum i Skafta-
felli i sumar. Það er með þvi
skemmtilegasta sem ég hef gert
— útilif og hreyfing.
Ragnhildur Kristjánsdóttir nemi:
Að fara i sund. Fer nokkrum sinn-
um i viku og er núna aö læra
skriðsund. Ligg svo i heita kerinu
á eftir og læt fara vel um mig.
Halla Jónsdóttir, skrifstofu-
stúlka:
Guö, það veit ég ekki. Feröast,
sennilega. Ég er ánægð með lifiö,
eins og það er, ekkert er
skemmtilegra en annað.
Sigriður Tómasdóttir, nemi:
Lesa og tala við skemmtilegt fólk.
Það er svo margt hægt að gera ef
maður vill reyna að njóta lifsins.
Raddir
lesenda
HJUKKUR,HJUKKUR, ÞAÐ ERU
TIL FLEIRI EN HJÚKKUR!
Ljósmóðir hringdi:
„Mig langar til að koma á
framfæri óánægju minni með
dekur við hjúkrunarkonur.
Nú er talað um að hjúkrunar-
konur ætli i „fri” þann 24. októ-
ber, a.m.k. mátti lesa þetta i
fjölmiðlum um daginn. — En
menn gleyma öðru starfsliði
spltalanna, sem engu siður er
nauðsynlegur starfskraftur á
sjúkrahúsunum. Þar á ég við
ljósmæður, gangastúlkur, mat-
reiðslukonur o.fl. — að ekki sé
minnzt á sjálfa húsmóðurina.
Þetta gegndarlausa dekur við
hjúkrunarkonurnar á sér engan
rétt — heilbrigðisstéttirnar
samanstanda af fleiru en hjúkr-
unarkonum og læknum, þvi
mega menn ekki gleyma.”
mér..."
Nú fóru að renna stoðir undir
tilgátu okkar. Reyndum við þvi
annað bragð. Þegar kom að
þeirri fjórðu að fara inn sagðist
hún vilja drifa þetta af. Komst
„spákonan” þá ekki frá.
Þegar inn kom fékk konan
ekkert að heyra sem staðizt gat,
og ekki var það skritið ef mið er
tekið af þvi sem siðar kom
fram.
Er við komum heim frá þess-
um ósköpum segir maður einn-
ar konunnar frá þvi að systir
hans hafi komið og sagt að
hringt hefði verið á vinnustað
hennar. Eitt flugfélaganna var
borið fyrir hringingunni.
„Féiag” þetta bað um upplýs-
ingar um okkur allar, hvað við
ættum mörg börn, aldur á þeim,
mönnum okkar og fleira I svip-
uðum dúr. Einhver misskilning-
ur kom upp hjá „spákonunni”
vegna þess að hún ruglaðist á
nafni einnar okkar þannig að
hún var orðin alnafna konu hér i
plássinu! Þessi kona hefur mjög
svo ólika lifsreynslu en það var
einmitt sú sem „spákonan”
lýsti. Nú held ég að hver hugs-
andi manneskja geti varla ef-
azt. Eigum við að láta svona
fólk komast upp með svona
svik? Konur sem þessi skaða
aðeins það fólk sem hefur hæfi-
leika. Onnur spurning vaknar:
Er ekki saknæmt að afla sér
upplýsinga um hagi fólks undir
fölsku nafni og á fölskum for-
sendum?”
„Spegill, spegill, herm þú
— falsspókona og vinnubrögð hennar
Áskorun til róðherra
og Alþingis
„Ég skora á . alla ráðherra
rikisstjórnarinnar, bæði núver-
andi og fyrrverandi, sem hafa
fengiö tollfrjálsan bil, að sjá
sóma sinn í þvi, þegar i stað, að
leggja sameiginlega af mörkum
fé til öryrkjabandalagsins til
þess að það geti leyst úr tolli bif-
reið sina, sem ætluð er öryrkj-
um.
Sömuleiðis skora ég á alþing-
ismenn og Alþingi I heild að sjá
svo um með fjárveitingu, að
öryrkjabandalagið geti rekið
þessa bifreið, að minnsta kosti
fyrsta árið.
Þessi bifreið er drengileg g jöf
frá erlendum vinum islenzkra
öryrkja. Ég þekki ekki embætt-
isskyldu ráðherra i þessu máli.
Það má og vera, að embættis-
sómi banni þeim að veita um-
komulausu fólki eftirgjöf á inn-
flutningsgjöldum af öryrkjabif-
reið. En ég er alveg viss um, að
enginn getur bannað þeim að
láta fé af hendi rakna persónu-
■ lega I þessu skyni. Ég skora á þá
að gera það áður en það er um
seinan fyrir alla.”
Gisli ólafsson,
Glæsibæ 4, Reykjavik.
Talandi
dœmi
um
bruðl
„Undrandi” hringdi:
„Siðastliðinn föstudag las ég
ágæta grein eftir Þorstein
Thorarensen i Dagblaðinu. Þar
skrifaði hann að vanda kjam-
yrta grein um gjaldeyrismál
þjóðarinnar.
Nú, af þvi minnist ég á grein
Þorsteins, að i útvarpinu var
verið að auglýsa litasjónvörp til
söluhjá fyrirtæki hér i borg. Al-
deilis finnst mér þetta furðu-
legt, talandi dæmi um bruðl
okkar Islendinga með gjald-
eyri. Við höfum ekki einu sinni
útsendingar i litum — til hvers
þá að selja litasjónvörp? Ef við
ætlum að komast út úr þeirri
efnahagskreppu, sem nú hrjáir
okkur, verðum við að spara við
okkur — en ekki flytja inn dýra
og um leið með öllu óþarfa
vöru.”
Fimm kunningjakonur suður
með sjó vildu skyggnast inn I
framtiðina og pöntuðu tima hjá
spákonu. Fer hér á eftir frásögn
þeirra af viðskiptunum við
hana:
„Við höfðum heyrt af nokkr-
um misjafnlega þekktum kon-
um sem spáðu fyrir fólk. Vegna
annrikis gátu þær, sem taldar
voru I sérflokki, ekki gefið tima
fljótlega svo viö hringdum i eina
sem ekki er mikið þekkt. Þó var
okkur kunnugt um, að hún haföi
hlotið nokkra viðurkenningu
viðskiptavina.
Fengum við tima strax dag-
inn eftir án nokkurra vand-
kvæða. En þegar pantað var
spurði spákonan um simanúmer
og nöfn okkar allra. Fékk hún
þetta upp gefið án nokkurra at-
hugasemda.
Þegar við svo mættum spurði
hún hver yrði fyrst og hvað hún
héti. Skrapp hún sfðan frá um
stund en kom siðan og fór með
fyrsta viðskiptavininn inn I her-
bergi. Las hún þar úr lófa, spil-
um og bolla, margar æði furðu-
legar hrakspár.
Svo vel gat spákonan sagt til
um aldur okkar allra, nema
einnar, að furðu sætti.
I hvert skipti sem hún tók
okkur inn, hverja fyrir sig,
þurfti hún að skreppa frá. Vor-
um við nú orðnar æði tortryggn-
ar og brugðum á dálltinn leik.
Þegar kom að þeirri þriðju
sagði hún rangt til nafns, eða
mitt nafn.
„Spákonan” (sem nú er kom-
in i gæsalappir) skrapp nú frá,
eins og fyrr, en á meðan röbbuð-
um við saman. Ákvað sú rang-
nefnda á meðan að segja rétt til
nafns, þegar spákonan kæmi
aftur. Viti menn: Aftur þurfti
spákonan að fara frá.
Engan verkfallsrétt!
— segja tveir reiðir
Tveir reiðir rikisstarfsmenrt'
simuðu:
„Við getum ekki lengur orða
bundizt vegna rangtúlkunar for-
ystu samtaka okkar svo og
nokkurra fjölmiðla um að mikill
meirihluti opinberra starfs-
manna óski eftir verkfallsrétti,
að ekki sé talað um að þeir vilji
taka sér hann ef ekki semst um
annað.
í dagblöðunum á miðvikudag-
inn eru fréttir með fyrirsögnum
um að 85% opinberra starfs-
manna vilji verkfallsrétt. Þetta
er viðs fjarri sannleikanum þvi
aðeins um þriðjungur opinberra
starfsmanna hefur mætt á nýaf-
stöðnum fundum og aðeins 85%
þeirra sögðu já við verkfalls-
rétti.
Það er þvi auðsætt mál að
yfirgnæfandi meirihluti opin-
berra starfsmanna er á móti
verkfallsrétti.
Alls eru innan vébanda sam-
takanna um 11500 manns og hlýt
ur þvi að vera augljóst að sá
meirihluti sem ekki mætti á
fundum til að fjalla um verk-
fallsrétt, er ekki hlynntur þeirri
kröfu.
Okkur finnstviðhafa talsverð
réttindi umfram aðra starfs-
hópa þar sem eru okkar verö-
tryggðu lifeyrissjóðir og það að
þurfa ekki að eiga yfir sér upp-
sögn er illa árar. Þetta á ekki
sizt við þegar ástand efnahags-
mála er jafnbágborið og nú.
Við teljum að við tölum fyrir
höndmeirihluta félaga samtaka
okkar þegar við segjum: „yfir-
standandi aðgerðir forystu-
manna okkar eru glapræði, sem
á eftir að koma okkur i koll I rik-
ari mæli en okkur grunar nú.”
Portúgalskir verkamenn hvetja
til verkfalla skömmu eftir bylt-
inguna. „Tveir reiöir opinberir
starfsmenn” kæra sig ekkert
um þá stefnu forystumanna
BSRB að heimta verkfallsrétt.