Dagblaðið - 17.10.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 17.10.1975, Blaðsíða 24
Nýft verktakafyrirtœki við hlið Breiðholts h.f. Ætla að byggja hundruð húsa og íbúða í Nígeríu Nýtt verktakafyrirtæki hefur nú verið stofnað til þess að starfa við hliðina á Breiðholti hf. að húsbyggingum i Nigeriu og ef til vill viðar i Afriku. Þetta er hlutafélagið Scanhús hf., sem ásamt Breiðholti er ætlað að' reka bygginga- og verktaka- starfsemi, sem og ráðgjafar- þjónustu erlendis. Viðræður fóru fram á siðast- liðnu ári milli Breiðholts hf. og rikisstofnunar i Nigeriu um fyr- irhugaðar húsbyggingarfram- kvæmdir. Tóku þær til mörg hundruð húsa og ibúða. Fóru menn frá fyrirtækinu til Nigeriu til þess að kanna aðstæður og ræða væntanleg verk. Var mjög gott útlit fyrir að samningar gætu tekizt um stóran verk- samning. Meðal annars vegna stjórn- málaástandsins i Nigeriu og efnahagsþróunar þar varð nokkurt hlé á viðræðum. Gifur- legur húsnæðisskortur er viða i landinu og þó einkum i höfuð- borginni, Lagos. Hefur borgin þanizt út á tiltölulega skömm- um tima svo að nær allar fram- kvæmdir hins opinbera, gatna- gerð, vatnslagna- og holræsa- gerð hafa dregizt mjög aftur úr húsbyggingarframkvæmdum. Tekjur af oliuvinnslu, sem er að mestu leyti I höndum fjöl- þjóðlegra stórfyrirtækja voru á siðasta ári um 8 billjónir dollara i ríkiskassann. Eftir að Murtala Mohammed hrifsaði stjórnar- taumana úr hendi Yakubu Gowons i ágústmánuði sl. hefur verið hafizt handa að nýju um verklegar framkvæmdir. Nú éru menn frá Breiðholti hf. og Scanhús hf. staddir i Nígeriu til framhaldsviðræðna þar sem frá var horfið. Stofnendur Scanhús hf. eru Sigurður Jónsson forstjóri Breiðholts hf., Björn J. Emilsson, byggingartækni- fræðingur, Páll Friðriksson, byggingameistari, Hafsteinn Baldvinsson, hrl., og H. Dieter Ginsberg, Leverkusen, V-Þýzkalandi. Hann hefur verið ráðgefandi tengiliður milli hinna Islenzku fyrirtækja og rikisfyrirtækis I Nigeriu, sem hefur með höndum áætlanir og viðræður um fyrirhugaðar framkvæmdir. Stjórnarformað- ur Scanhús hf. er Björn J. Emilsson. —BS— Fimlegc i stolið i ír strœtó- um! baukun Tveir starfsmenn SVR misstu atvinnu fyrir Baukar þeir sem notaðir eru fyrir peninga, er inn koma i vögnum Strætisvagna Reykja- vikur, urðu tveimur starfs- mönnum fyrirtækisins of mikil freisting fyrir nokkru. Gerðu þeir atlögu að baukunum að næturlagi og viðurkenndu að hafa tekið nokkurt fé. Vegna þess að enginn veit hvað I hverjum bauk er að kvöldi var ekki hægt að kanna hverju stolið hafði veriö og urðu úrslit málsins þau að mennirnir misstu stööur siðar. Baukar SVR eru að næturlagi geymdir I sérstöku herbergi með tvöföldum lás. Eru þeir ekki tæmdir og úr þeim talið fyrr en að morgni er skrifstofu- fólk mætir. Mjög fáir hafa lykla að lásum „peningabauka- herbergisins” en annar mannanna er I hlut áttu gegndi slikri trúnaðarstöðu. Hann og félagi hans fóru leynt að málinu og finlega brutust þeir i baukana. Baukarnir eru læstir en með lagi og kunnáttu má spenna þá upp og ná úr þeim peningum án þess annað verði greint á baukunum en þeir hafi orðið fyrir smáhnjaski. Ekki er vitað hve oft þeir léku þennan leik en við athafnir sinar notuðu þeir „labb-rabb” tæki til að gera hvor öðrum viövart um mannaferðir. Svo litið tóku þeir úr hverjúm bauk I hvert sinn að ekki vaknaði grunur þess fólks er telur úr baukunum aö morgni, utan einu sinni að grun- samlega litiö þótti I einum bauk. Grunur féll á mennina er úr fjarlægð og leynilega sást að hurð peningaherbergisins stóö opin og er að var gáð komst upp um hinar fimlegu og skipulögðu aðgerðir á baukunum. Síðbúnir sólargeislar Börn að leik með dúkkur og dúkkuvagna er oftast táknmynd sumars og sólskins, eins og þessi mynd sýnir, sem Bjarn- leifur tók. Og samkvæmt veður- spám má búast við, að hann verði að geyma slikar mynda- tökur til næsta sumars, þvi nú nálgast óðum timi kólnandi veð- urfars, með hvassviðri, skúrum' og siðan frosti. Við megum bú- ast við austan stinningskalda hér á Suður- og Vesturlandi, en þurrt mun verða á Norður- og Austuriandi yfir helgina. SÖLUMENN GEFAST UPP GEGN KONUM — taka sér frí og þjóna konum til borðs og sœngur ó kvennaverkfallsdaginn Sölumannadeild V.R. er fyrsta stéttin, sem lýsir yfir algerri og skilyrðislausri uppgjöf við kvennafriið. Er þegar sýnt, að sölumenn verða sjálfir að taka sér fri til að þjóna konum sinum til borðs og sængur, eftir þvi sem reglur eiginkvenna leyfa, allan þennan dag, 24. okt. næstkomandi. Hafa sölumenn tryggt sér salarkynni á Hótel Loftleiðum þar sem þeir verða með konum sinum i dýrlegum fagnaði þeim til heiðurs. Aðeins karlar þjóna til borðs og kona úr framkvæmdanefnd kvennafrisins, Erna Ragnars- dóttir, flytur erindi. Vitað er, að sölumenn hafa pantað fögur blóm til veizlunnar. —BS— VILTU KAUPA TÖLVU? — spurði þjófurinn — Hvers virði er þessi reikni- tölva? spurði náungi einn sem kom inn til Skrifstofuvéla á Hverfisgötu i gær. — Hún er 10-12 þús. kr. viröi, sagði afgreiðslumaður. — Viltu kaupa hana. — Nei, sagði afgreiðslumað- urinn, þvi hann fann áfengislykt af manninum. — Þú getur fengið hana á 8 þúsund. Enn hafnaði afgreiðslumað- urinn en bauðst til að taka hana i sölu ef hann vildi skilja hana eftir, og um leið sá hann að tölv- an var merkt IBM á Islandi og númeruð. Þvi spurði hann komumann hvar hann hefði fengið gripinn. — Ég erfði hana eftir föður minn. Og nú var hann orðinn ó- kyrr og fór út með tölvuna. leit- aði i mjólkurbúð handan göt- unnar og siðan inn á knattborðs stofu. IBM var gert viðvart og kom i ljós að þaðan hafði tölv- unni verið stolið. Lögregla var látin vita og manninum jafn- framt veitt eftirför. Við Hverfisgötu 53 lauk sög- unni með handtöku. Og tölvan er á sinum stað hjá IBM. —ASt. frjáJst, nháð dagblað Föstudagur 17. október 1975. Setjið ekki brennivín í frystikistur Hjá lögreglunni á Húsavik var allt með kyrrum kjörum en við fengum þær fréttir hjá lögreglumönnum, að þeir sem til rjupna hefðu farið hefðu ekki haft erindi sem erfiði. Þaulvanar rjúpnaskyttur komu t.d. með 4rjúpuraf fjalli i gær og það þykir Þingeying- um litið. Einnig hafði lögregl- an haft af þvi spurnir aö Hús- vfkingur einn sem ætlaði að hafa brennivinið sitt ve) kalt, varð fyrir þvi óláni að óátekin brennivinsflaska sprakk i frystikistu hans. Eftir upplýs- ingum efnafræðings verður að hafa verið 25-30 stiga frost i kistunni. Hún hefur þvi verið á fullu, en ólán Húsvikingsins er öðrum til varnaðar. —ASt. Hvað er dyravörður að derra sig? Til áfloga kom seint i gær- kvöldi við þær dyr Reykjavik- urborgar, sem flestir virðast vilja ganga um, en það eru úti- dyr Klúbbsins. Tveir ungir menn voru orðnir langþreyttir á að biða eftir leyfi til inn- göngu, enda kl. orðin 23,50. Hófu þeir aðgerðir gegn dyra- verðinum i þeim tilgangi að knýja fram vilja sinn. Var lög- reglan tilkvödd og tók hún báða mennina, sem voru i æstu skapi og ölvaðir. Annar þeirra gisti fangageymslu I nótt. Dyravörðurinn taldi sig meiddan eftir aðförina og á- tökin. —ASt. Vanmat ó aðstœðum Nú liður varla sá sólar- hringur að lögreglan á Kefla- vikurvelli handsami ekki menn, sem eru ölvaðir við akstur. 1 nótt um eittleytið voru tveir stöðvaðir I hliðinu þannig á sig komnir. Sýnir það mikið vanmat á aðstæðum aö ætla sér að komast gegnum vallarhliðið, um nálarauga lögreglumanna, undir áhrif- um, og eiga svo e.t.v. ólokiö næturakstri um Reykjanes- braut, sem oft reynist allsgáð- um nógu erfið. —ASt. Grunaðir um heroinneyzlu 1 nótt voru tveir útlendingar og tslendingur teknir i gæzlu lögreglunnar á Keflavikur- velli. Liggja þeir undir grun um þjófnað svo og heroin- neyzlu. Þeir voru einnig ölv- aðir er þeir voru teknir. Hér er um að ræða svokallaða „poka- ferðamenn”. Mál þeirra átti að rannsaka nánar i morgun. —A.St. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.