Dagblaðið - 20.10.1975, Blaðsíða 2
2
Dagblaðið. Mánudagur 20. október 1975,
,/ÞESSI FLOKKUR Á
EFTIR AÐ HAFA ÁHRIF
Á LEIKHÚSÞRÓUNINA"
— segir hollenzkt bloð um Þjóðleikhúsflokkinn, sem fer um
Evrópu í sýningarferð þessa dagana
Hollandi er á margan hátt hlúð
að leiklistarstarfsemi. T.d. er
ekki óalgengt að aðgangur sé ó-
keypis á sýningar. Mickery
Theater er þekkt langt út fyrir
landamæri Hollands. Stofnun
þessi ræður leikflokka viðs veg-
ar að til að koma og leika á sin-
um vegum i Amsterdam og
viðar, og það sem boðið er upp á
er jafnan athyglisvert. Mickery
Theater á sitt eigið hótel, þar
sem leikflokkar þess búa og er
fyrirgreiðsla öll fyrsta flokks.
t einu hollenzku blaði var tal-
að um, að þessi islenzki leik-.
flokkur ætti eftir að hafa áhrif á
þróun leikhúss almennt. Þessi
setning lætur fljótt á litið litið
yfir sér innan um mörg önnur
hrósyrði, en fari svo að innihald
hennar verði raunverulegt, þá
er vel. 1 Evrópu starfa hundruð
leikhúsa á sama grundvelli og
Þjóðleikhúsið. Þeir sem ráðnir
eru til leikhúsanna hafa ekki
möguleika á öðru en að fram-
kvæma skipanir ár eftir ár. Eins
og gefur að skilja er þar á meðal
margt hæfileikafólk, sem væri
þakklátt fyrir að fá tækifæri til
að starfa sjálfstætt með stuðn-
ingi leikhússins á sama hátt og
tnúk-flokkurinn. Vafalaust yrði
það til þess að ryka svolitið
upp i „betriborgaraáskrifenda-
móralnum”, sem tröllriður leik-
húsmenningunni viðast hvar
(það eru til undantekningar,
guði sé lof) og er á góðri leið
með að breyta leikhúsinu i safn,
þar sem allt lif tilheyrir liðinni
tið.
tnúk er fullkomið lifandi leik-
hús, þar sem áhorfendur sitja
agndofa og trúa þvi ekki að
þetta geti veriö pólitiskt leikhús,
úr þvi að þeir skemmtu sér
svona vel.
ÍNÚK í
HOLLANDI
Brynja, Helga og Þórhallui
spjalla við Sigrúnu Valgeirs
dóttur, fréttaritara Dagblaðsins
i Aachen (DB-mynd Gisli Már)
Aachen, frá Sigrúnu Valgeirs-
dóttur:
Leikflokkur Þjóðleikhússins
með leikrit sitt Inúk var á ferð-
inni i Hollandi fyrir stuttu.
Dvöldust þau þar á vegum
Mickery Theater i Amsterdam.
Var leikið i borgunum
Enschede, Rotterdam, Delft,
Tilburg, Haag og Amsterdam,
en þar voru flestar sýningar. t
allt var leikið 22 sinnum. Ferðin
var sannkölluð sigurför og hlaut
sýningin verðskuldaða athygli.
— „Þetta er búið að vera af-
skaplega gaman, en erfitt,”
sagöi Brynja Benediktsdóttir,
þegar við hittum tnúk-fólkið i
Tilburg. „við erum búin að leika
hér i Hollandi i rúmar þrjár vik-
ur og höfum átt þrjú frikvöld
siðan við komum út. Móttökurn-
ar eru alveg einstakar, bæði hjá
áhorfendum og svo eru blaöa-
dómarnir stórfinir. Sumt fólk
kemur jafnvel kvöld eftir kvöld
til að horfa á okkur og margir
hafa fært okkur gjafir eftir sýn-
inguna.”
„140 sýningar eru búnar,”
sögðu þau okkur, og skutu þvi
inn i, að ef þau kærðu sig um,
gætu þau haldið áfram að leika
tnúk næstu 2—3 árin, ef þau
tækjuöllum þeim tilboðum, sem
þau fengju. „Þetta er eins og
snjóbolti, sem hleður utan á
sig,” sagði Þórhallur, „ef svona
heldur áfram endar þaö senni-
lega með þvi, aö við verðum
einn góðan veöurdag skilin eftir
úti á isnum sakir elli.”
Þau voru öll ánægö með dvöl-
ina i Hollandi, sem er upDhafiö á
tveggja mánaöa sýningarferð.
Spánn er næstur á dagskrá og sið-
an leiklistarhátíö i Póllandi. 1
Skjöldur Ólafs
Thors hvarf
— en var á vísum stað
„Skjöldurinn á styttunni nýju af Olafi
Thors i Keflavík er horfinn,” sagði okkur
einn af velunnurum blaðsins og þótti að
vonum nýstárlegt þar sem styttan var af-
hjúpuð fyrir fáum dögum.
Við bárum málið undir rannsóknarlög-
regluna i Keflavik og þeir þar höfðu ekki
heyrt á máiið minnzt. En lengi voru þeir
ekki aö finna lausn „gátunnar”. Þegar
afhjúpunin fór fram var ekki lokið að fullu
við festingar skjaldarins, og framleið-
endur hans höfðu numið hann á brott til að
undirbúa varanlega festingu. Skjöldurinn
verður þvi aftur á sinum stað fljótlega.
. —ASt
1 HR&miimmmmmm FAST 1 RAFTÆKJAVERZLUNUM tíM AL LT LANÐ |
Leiguvélar í gœzluflugið:
„Fóum Flugleiðavélar
ef á þarf að halda"
segir Pétur Sigurðsson
„Landhelgisgæzlan er ekki að
reyna að semja við Flugleiðir
um að leigja af þeim eina
Fokker-vél,” sagði Pétur
Sigurðsson, forstjóri Land-
helgisgæzlunnar, i samtali við
fréttamann blaðsins i gær.
„Aftur á móti er i gildi óform-
legt samkomulag okkar og
Flugleiöa um að þeir hlaupi
undir bagga meö okkur, ef um
timabundna erfiðleika verður
aö ræða. Það sama myndum viö
gera.”
Pétur lét þess getið, að áætl-
unarvélarnar væru tæplega
nægilega vel búnar til að gegna
daglegum eftirlitsstörfum fyrir
Landhelgisgæzluna.
Eins og fram hefur komið i
fréttum, skýrði Bjarni Helga-
son, skipherra á TH-Sýr, frétta-
mönnum frá þvi um borð I flug-
vélinni á miðvikudaginn, að I
gangi væru samningaviðræður
við Flugleiöir um leigu á Fokk-
er-vél til gæzlustarfa. —óV
Það er rúmt um áhafnir og gesti i Fokkervélunum sem þurfa að sinna hálfgerðu miliilandaflugi i 200
milna gæzlunni. (DB-mynd, ómar Vald.).