Dagblaðið - 20.10.1975, Blaðsíða 8
8
Dagblaðið. Mánudagur 20. október 1975.
MMBIABW
frfálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
iþróttirr Ilallur Slmonarson
Hönn.un; Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson,
Erna V. Ingólfsdóttir Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, ólafur
Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrlmur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur BjárnleifsSon, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirfksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, slmi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
grciðsla Þverholti 2, sími 27022.
Látum ekki blekkjast aftur
Þegar gerður var árið 1973 tveggja /I
ára samningur við Breta um undan-
þágur til togveiða innan 50 milna
fiskveiðilögsögunnar, litu íslendingar
almennt á árin tvö sem aðlögunar-
tima, þannig að undanþágurnar
rynnu út i nóvember á þessu ári.
Þorsteinn Thorarensen rifjaði þetta upp i föstu-
dagsgrein sinni hér i Dagblaðinu fyrir helgina.
Benti hann á að þáverandi landsfeður okkar hefðu
gefið til kynna, að samningurinn við Breta fæli það i
sér, að undanþágurnar mundu falla niður við lok
samningstimans.
Núkemur hins vegar i ljós, að Bretar túlka samn-
inginn á annan hátt. Þeir segja, að hvergi i samn-
ingnum standi, að veiðum þeirra innan 50 milna eigi
að ljúka i nóvember á þessu ári. Þeir telja sig geta
samið um framlengingu, jafnvel á óbreyttum
samningi, ella gildi eldra samkomulag um veiðar
upp að gömlu tólf milna mörkunum.
Þorsteinn bendir lika á i grein sinni, að árið 1973
hafi islenzk stjórnvöld haldið þvi fram, að samning-
urinn fæli i sér takmörkun á aflamagni Breta við 130
þúsund tonn á ári. Þeir hafi hins vegar að minnsta
kosti fyrra árið veitt töluvert meira en þetta.
,,Við höfum verið blekkt,” segir Þorsteinn og
heldur áfram: ,,Samningurinn frá 1973 hefur þannig
orðið meiri og minni mistök og blekking og við
skiljum það ekki, hvernig slik mistök geta orðið i
svo mikilvægu máli.”
Þetta sýnir, hve hættulegir geta verið samningar,
sem eru óljósir. ,,Höfum það i huga, að heppilegast
er að vera aldrei með neinar undanskildar mein-
ingar i samningum, heldur setja sem mest á papp-
irinn,” segir Þorsteinn.
Þessi ábending er timabær núna, þegar fyrir
dyrum standa viðræður við Breta og Vestur-Þjóð-
ver ja um hugsanlegar undanþágur innan 200 milna
fiskveiðilögsögunnar. Ef mistök hafa verið gerð i
fyrri viðræðum, verða stjórnvöld að læra af þeirri
reynslu.
Og við vitum lika af fyrri reynslu, að önnur mis-
töku voru gerð i samningunum við Breta og Belga.
Islenzk stjómvöld töldu þá, að þessir samningar
mundu leiða til þess, að refsitollar Efnahagsbanda-
lags Evrópu á islenzkum fiskafurðum yrðu felldir
niður. Það hefur ekki gerzt enn.
Ef samningar verða gerðir við einhver riki um
veiðar innan 200 milna, verður margt að vera ljós-
ara i þeim samningum en i fyrri samningum. Ekki
dugir að trúa i blindni á meira eða minna vafa-
samar túlkanir.
1 slikum samningum verður að standa,hvort þeir
eru samningar um aðlögunartima eða um eins
konar endalausar undanþágur. í þeim samningum
verður lika að standa, hvaðá áhrif þeir hafa á ýmis
viðskiptakjör og viðskiptabönn. 1 samningunum
verða að vera ákvæði um smáfiskadráp og möskva-
stærð. Ennfremur verða þar að vera skýrari ákvæði
um strangt eftirlit en áður hafa verið i slikum
samningum.
Ef til vill léiðir allt þetta til þess, að engir
samningar takist. En það er þó betra en að byggja
samninga á sjálfsblekkingu.
Auðvitað ó að semja
Landhelgismálið ber hæst
þessa dagana sem eðlilegt er
vegna útfærslu landhelginnar i
200 sjómilur. Samninga-
viðræður munu eiga sér stað við
Þjóðverja, Breta og Belga innan
skamms, og vegna þess hafa
dunið yfir samþykktir fjolda
funda um að rlkisstjórnin gangi
ekki til samninga um neinar til-
slakanir innan 200 markanna.
Askoranir og samþykktir
streyma að rikisstjórninni og
eru birtar I fjölmiðlum, svo ætla
mætti að almenningsálitið geri
rikisstjórninni fullerfitt um vik,
ef hún þá tekur nokkurt mark á
þvi sem birt er henni til höfuðs i
blöðum og sjónvarpi.
Er ekki fulllangt gengið með
þessum samþykktum um engar
tilslakanir? Er ekki hyggilegra
og reyndar aðalatriðið aö fá
aðrar þjóðir til að viðurkenna
200 sjómilurnar sem fyrst.
Við verðum að gera okkur
grein fyrir þvi, að fyrir óvin-
veittum þjóðum, sem við ekki
viljum ganga til samninga við,
höfum við ekkert bolmagn til að
verja víðáttumikil svæði, þó við
lýsum þvi yfir að þau skuli vera
friöuð. Við höfum engan mátt til
hernaðar og kunnum
reyndar lltið til slikra verka. I
reýnd múnu þvi stórþjóðirnar
veiða að vild sinni eftir sem
áöur, undir herskipavernd, ef
ekki vill betur, nema það verði
samið. Friðunin verður' þvi
aðeins viljayfirlýsing okkar en
engin friðun I reynd.
Við munum leggja lif og limi
sjómannanna á varðskipunum i
stórhættu án þess að áhætta
þeirra komi að nokkru verulegu
gagni. Jafnframt munu
verzlunarhömlur þær, sem við
Kjallarinn
Jón Kr.
Gunnarsson
búum nú við, halda áfram að
verka okkur til höfuðs og gæti
staðan frekar versnað verulega
frá þvi sem nú er.
Aðalatriðið hlýtur þvi að vera
að hljóta viðurkenningu á 200
sjómllna fiskveiðilögsögu, þó aö
við þurfum að láta eitthvað i
sölurnar i takmarkaðan tima.
Þaö er aðeins timaspursmál
þangað til öðrum þjóðum, eins
og Bretum og Þjóðverjum,
verður það ljóst, að meirihluti
þjóða heims er hlynntur 200
sjómilna fiskveiðilögsögu.
Hugmyndinni um 200 milurnar
vex stöðugt fylgi i heiminum,
þvi það er öllum að verða betur
og betur ljóst að skipuleggja
verður hagnýtingu auðlinda
eins og fiskveiða vegna friðunar
á fiskstofnum, sem eru i yfir
vofandi hættu, og svo að réttur
strandrikjanna verður ekki
sniðgenginn til að sitja i fyrir-
rúmi á nálægum fiskimiðum.
Stórþjóðirnar skilja ekkert
annað en meirihlutavald, en
láta sér i léttu rúmi liggja hags-
muni smáþjóðar, eins og
Islendinga. Við eigum þvi að
semja, sé þess nokkur kostur.
Auðvitað liggur okkur á að
friða ofveidd fiskimið, en við
friðum ekki fiskimið, sem okkur
er ofviða að gæta. Það er ekki
friðun á fiskimiðum, þó skráð
séu niður nöfn og númer skipa
úr flugvélum og veiðunum síðan
mótmælt. Það er heldur engin
friðun að gagni þó einn og einn
óvelkominn togari sé „hala-
klipptur” og á meðan nota
hópar landhelgisbrjóta tæki-
færið og veiða einhvers staðar
annars staðar. Friðun mun
aðeins komastá í reynd fyrir til-
stilli samninga.
Landhelgismálið er stórmál
okkar Islendinga, en að veröur
ekki farsællega til lykta leitt
með stórkarlalegum yfir-
lýsingum og kröfum um enga
samninga og engar tilslakanir.
Það er affarasælla að leggja
nokkuð i sölurnar og öðlast i
staðinn fulla viðurkenningu á
200sjómilna fiskveiðilögsögunni
og tryggja um leið að manns-
lifum verði ekki sóað i fárán-
legum og ójöfnum átökum.
Jafnframt þurfum við að reyna
að halda öllum viðskiptaleiðum
opnum, þvl það virðist ekki
alltaf vera jafnauðvelt að
tryggja framleiðslu okkar
brautargengi á erlendum mörk-
uðum.
V.
Tónlist
JON KRISTINN
CORTES
Með ógœtum
Sinfóniuhljómsveit tslands, 2.
tónleikar I Háskólabiói 16.10. ’75.
Efnisskrá:
Glinka: Russlan og Ludmila, for-
leikur
Leifur Þórarinsson: ,,Jó”.
W.A. Mozart: Píanókonsert nr. 23
I A-dúr.
R. Schumann: Sinfónia nr. 3 i Es-
dúr
Eins og sjá má af efnisskránni
eru verkin frá fjórum timabilum
tónbókmenntanna. Klassiskur
pianókonsert, rómantisk sinfónia,
forleikur- frá upphafi þjóðernis-
stefnu og að lokum islenskt sam-
timaverk, eða það sem venjulega
er nefnt nútimatónlist.
Upphaf þjóöernis-
stefnu
Michail Glinka er oft nefndur
faðir rússneskrar tónlistar, þvi
hjá honum eru fyrst greind merki
þess, að rússnesk tónskáld væru
að brjótast undan þeim þýzku og
itölsku áhrifum er tröllriðu rúss-
nesku tónlistarlifi.
Russlan og Ludmilu samdi
hann árið 1842. Á tónleikunum sl.
fimmtudagskvöld var verkið
nokkurskonar aukaverk, þvi ekki
var gert ráð fyrir þvi i efnisskrá,
en það var sett inn i sennilegást til
að ná fullri lengd tónleikanna.
Hljómsveitin lék forleikinn af
miklu fjöri, a.m.k. framan af, en
þótt aðeins dofnaði yfir þá var
það besta verk tónleikanna.
„JÓ"
Hljómsveitarverkið ,,Jó” eftir
Leif Þórarinsson er dökkt og
drungalegt, nánast hrikalegt á
köflum. Var sem Leifur væri að
likja eftir hafróti eða brimi, sjálf-
nema Agnes mátti vera ákveðn-
ari þvi hún kom ekki alltaf nógu
sterkt i gegn.
3. sinfónia Roberts Schumanns,
eða Rinarhljómkviðan eins og
hún er oftast nefnd, var vel leikin
af hljómsveitinni. Sérstaklega
voru hornin góð, sterkur og á-
kveðinn leikur þeirra setti svip á
allan leik hljómsveitarinnar.
Dansandi léttur
Alun Francis er skemmtilegur
stjórnandi, dansandi léttur og á-
kveðinn. Honum tókst að hrifa
hljómsveitina með sér, nema i
fjórða kafla sinfóniunnar, þar
held ég að hljómsveitin hafi ekki
gefið það sem hann vildi fá. Hvað
um það, tónleikarnir tókust með
ágætum.
ur bendir hann á söguna af Jó og
Júpiter ef einhver vill leita skýr-
inga á nafninu.
Agnes Löve
A-dúr pianókonsert Mozarts er
einn af þekktustu konsertum
hans. Hann var saminn 1786, er
frægðar- og vinsældasól Mozarts
var að hniga til viðar.
Verkið er létt og skemmtilegt,
þótt undir búi nokkur alvara, en
það verður að hlusta eftir þeirri
alvöru til að hún komi i ljós.
Agnes Löve er vel þekkt fyrir
leik sinn með hinum ýmsu kórum
og söngvurum er hafa troðið upp
undanfarin ár, en þetta er i fyrsta
sinn sem hún kemur fram með
Sinfóniuhljómsveit tslands sem
einleikari. Það var þokki yfir leik
hennar, hraðaval ágætt i flestum
tilfellum, en stundum fannst mér
vanta meiri léttleik og hlýju i leik
hennar.
Samspil píanós, hljómsveitar
og stjórnanda tókst með ágætum,
Agnes Löve
Alun Francis