Dagblaðið - 21.10.1975, Side 3

Dagblaðið - 21.10.1975, Side 3
nagblaðiP. Þriftjudagur 21. október 1975. RiSAR FLUGVÉLAIÐNAÐARINS KEPPA Nlí UM FRAMLEIÐSLU Á HENT UGUM VÉLUM f LANDHELGISGÆZLU: ÍSLAND VERDUR GÓD AUGLÝSING! Fyrirsjáanleg landhelgisút- færsla velflestra rikja heims hefur opnaft nýjan markað fyrir hentugar flugvélar til eftirlits- flugs. Er þegar hafin gifurleg samkeppni flugvélaframleið- enda um þennan markað og áróðursherferðir þegar i fullum gangi, þótt þeirra verði ekki vart i auglýsingum á hinum al- menna neyzlumarkaði. Þegar landhelgi Islands var færð út i 200 milur, voru hér staddir blaðamenn frá sérstöku timariti Fokker-verksmiðjanna i Hollandi. Fóru þeir meðal ann- ars i landhelgisflug með Gæzl- unni og má þvi búast við frásögn um það i hausthefti timaritsins. Mörg þeirra rikja, sem á næstunni eru likleg til þess að færa út lögsögu sina, hafa engum flugherjum á að skipa, enda ekki vist, að algengustu gerðir litilla flugherja eigi þær vélar, sem bezt henta til land- helgisgæzlu. Sækir vaxandi fjöldi risafyrir- tækja inn á þennan nýja markað fyrir ,,MPA”-,,Marine Patrole Aircraft”-fiugvélar. Auk Fokk- er-verksmiðjanna i Hollandi er vitað um japönsk fyrirtæki, svo sem Mitsubishi og de Havilland- verksmiðjurnar brezku. — BS — t ifflf /• 1 — -- ' m Gæzlan á eina Fokkervél og aftra pantaða. Þá munu möguleikar á viftskiptum vift Flugleiöir, ef með þarf. Hér er Gæzluvélin TF-SÝR. DAGBLAÐK)" ÁTOPPNUM ##‘ W Höfundur Dogbloii-la9>iiu: HANN ÓMAR í PELICAN ÓMAR t PELICAN,— hann samdi lagift um Dagblaðiö. I VESTMANNAEYJUM Eitt vinsælasta lagið, sem hljómsveitin Logar i Vest- mannaeyjum leikur á dansleikj- um þar, er auglýsingalagið fyrir Dagblaðið. „Hvort það er af tónelsku Vestmannaeyinga eða af öðrum hvötum veit ég ekki,” sagði Hermann Ingi, söngvari hljómsveitarinnar, ,,en hitt veit ég, að lagið er geysivinsælt og verðum við að leika það oft á hverju balli. Við i hljómsveitinni reiknum með að geta komið upp á land einhvern tima á næstunni og spilað á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu,” sagði Hermann Ingi ennfremur. „Svo er eitthvað verið að velta fyrir sér plötugerð, en það hafa verið tið mannaskipti hjá okkur und- anfarið, svo við erum ennþá að syngja okkur saman.” HP SKIPTI ÞYFINU — brenndi bankabókina Um miðjan dag i gær var kærður þjófnaður i húsi innar- lega við Kleppsveg. Þar vann stúlka að heimilishjálp, en er hún hafði lokið dagsverki sinu komst hún að raun um að um 20 þús. kr. I peningum og banka- bók var horfið úr tösku hennar. Lögreglan var kvödd á vett- vang og bárust böndin fljótt að 13—14 ára pilti, sem viðurkennt hefur þjófnaðinn. Peningunum, sem stolið var, hafði pilturinn skipt á milli fé- laga sinna, en bankabókina átti hann ekki við að öðru leyti en þvi að hann bar hana á bál og fann rannsóknarlögreglan að- eins tætlur af henni og öskuleif- ar. —ASt. KINVERSKI A Tröft. t baksýn sést veggklæftningin sem Sveinn hannafti. Tekift skal fram aft möguleikar klæftningar- innar hafa ekki verift nýttir er myndirnar á veggnum voru hengdar upp. DB-mynd,Björgvin Pálsson. „SYSTEM KJARVAL" Ný tegund af veggklœðningu Veitingastofan Tröð er fyrir margra hluta sakir merkilegur staður. Hún var innréttuð fyrir fimmtán árum, og þá voru arki- tektinum, Sveini Kjarval, gefnar algjörlega frjálsar hendur til að gera það sem hann vildi. En eitt skilyrði settu eig- endurnir þó: á veggjunum átti að vera klæðning sem væri hentug fyrir skiptanlegar málverkasýningar. „Satt að segja stóð ég frammi fyrir dálitlum vanda,” segir Sveinn Kjarval,” ég prófaði allt mögulegt, bæði af innlendri og erlendri framleiðslu, en ekkert dugði. Svo var það einn sunnudags- morgun að ég var að velta þessu fyrir mér. — Algengasta aðferðin til að hengja upp mál- verk hafði viðgengizt um aldir, allt frá timum Loðviks fimmtánda Frakkakonungs. — Og allt i einu datt mér i hug að hægt væri að útfæra þá aðferð á einfaldan máta, — svo einfaldan að ég er enn þann dag i dag steinhissa á þvi að engum skuli hafa dottið þetta i hug á undan mér.” Siðan þetta gerðist eru liðin fimmtán ár, og enn þann dag i dag er Sveinn að endurbæta þessa uppfinningu sina. Siðast- liðin fimm ár hefur hann verið búsettur i Danmörku og þar hefur hann orðið að berjast harðri baráttu fyrir aö fá hana viðurkennda. Þaö var siðast fyrir tæpu ári að verksmiðja á Jótlandi féllst á að taka hana i framleiðslu, og nú hefur annað józkt fyrirtæki tekið að sér að selja klæðninguna. Það fyrir- tæki hefur jafnframt einkarétt á að setja hana upp i verzlunum. Sjálfur hefur Sveinn tryggt sér einkaleyfi á uppfinningunni i Noregi, Danmörku og Sviþjóð. Einnig hefur hann einkaleyfi á framleiðslunni hérlendis, og á næstunni mun hann sækja um leyfi i Benelux-löndunum. Veggklæðninguna, sem hlotið hefur nafnið „System Kjarval”, er hægt að nota á fleiri stöðum en i sýningarsölum. Hún kemur að góðu haldi i verzlunum, skólum, verksmiðjum og jafn- vel á heimilum. Hér á landi hafa til dæmis tvær verzlanir, Kaup- félagið á Laugum og bóka- verzlun á Akranesi, verið inn- réttaðar með klæðningunni. „Fólkið mitt er farið að kalla uppfinninguna eilifðarvél,” segir Sveinn, ,,en ég hef tröllatrú á hugmyndinni og er sannfærður um að hún eigi eftir að ná mikilli útbreiðslu i framtlðinni.” —AT— J 16 ölvaðir við akstur Sjö voru teknir ölvaðir við akst- ur i Reykjavik um helgina. Allir viðurkenndu þeir brot sin en að- eins einn þeirra hafði lent i árekstri, smávægilegum þó. En sá hinn sami var sofnaður við stýrið er lögreglan kom á vett- vang. A Keflavikurflugvelli voru 4 ökumenn teknir fyrir meinta ölv- un við akstur og lögreglan i Keflavik stöðvaði einn slikan i fyrri nótt. Lögreglan i Hafnarfirði tók þrjá ökumenn fyrir ölvun, tvo i Hafnarfirði og einn á Seltjarnar- nesi. Lögreglan á Akureyri grunar einn ökumann um ölvun. Lenti sá i árekstri á mótum Skipagötu og Glerárgötu. Fór hann af slysstað en náðist siðar. Málið er i rann- sókn. — ASt. Skert haustlón: — Greiðum 5/12 af umframfjár- þörfinni nú" Útborgun hluta haustlána frá Lánasjóði islenzkra náms- manna hefst i dag, eftir að sjóðnum hefur tekizt aö verða sérúti um 100 milljón króna lán- tökuheimild. Hefur sjóðurinn þvi 165 milljónir til umráða nú,en að sögn Sigurjóns Valdi- marssonar framkvæmdastjóra þyrfti 290 milljónir til þess að standa undir lánabeiðnum. „Við ætlum að reyna að lána öllum sem farið hafa fram á haustlán, bæði fyrri og seinni hluta,” sagli Sigurjón. „Það þýðir að við verðum að skera út- hlutun til hvers og eins allveru- lega niður. Undanfarin ár hefur haustlán verið 7/12 af umfram- fjárþörf námsmanns, en ég reikna með að úthlutunin nú verði um 5/12. Þeim peningum má fólk fara að búast við nú i vikunni og við vonum að við get- um greitt afganginn i fyrrihluta janúar,” sagði Sigurjón enn- fremur. LOFTFIMLEIKAFLOKKURINN Síðustu sýningar flokksins: Miðvikudag kl. 5.00 Miðvikudag kl. 8.00. SÝNIR y KVÖLD KL. 20 I LAUGARDALSHÖLL Verð aðgöngumiða: Sæti kr. 800.- Stæði kr. 500.- AUKASÝNING VERÐUR MIÐVIKUDAG KL. 5,00 . , , , , „ „ Míð.sai. i Laugard.ishöii i d.g kl. 5,30 - 8,00 Iþrottabandalag Reyk|0V,kur

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.