Dagblaðið - 21.10.1975, Síða 4

Dagblaðið - 21.10.1975, Síða 4
rtagblaðið. Þriðjudagur 21. október 1975. 4 Það er notalegt fyrir húsbóndann að eiga frí ó kvennafrídaginn Jón var bara farinn að hlakka til kvennafridagsins. Það vildi svo vel tií að hanri átti fri þennan dag og hann skyldi svei mér hafa það gott. Þetta raus um að hans kæra frú ætlaði að fara i algjört verkfall var áreiðanlega bara raus. Þetta kvenfólk malaði alltaf svo mikið. Jón rifjaði upp fyrir sér hvað hann ætlaði að gera. Já, það var rétt, hann þurfti endilega að muna eftir að borga af vixli, sem var á siðasta degi. Svo ætlaði hann lika að vera svolitið góður við konuna sina, kaupa mjólkina ogbrauðiö og hann ætlaði að leyfa henni að sofa út, koma krökk- unum þeirra sjálfur i skólann og þeirri litlu á barnaheimilið. Þar með gat lika konan hans tekið við. Hann var húsbóndinn á heimilinu, ekki átti hann að standa I hús- verkum á frideginum sinum. Barnið þarf pelanysinn Og nú rann dagurinn upp. Sú litla vaknaöi upp með miklum bægslagangi. Hún vildi fá pelann sinn og engar refjar. Jón leit á klukkuna. Hjálpi mér, hún var ekki nema hálfsjö. Hann leit á konuna sina, sem bara sneri sér á hina hliðina. Hann fór fram og hitaði pelann. Þegar það var búið var timi til kominn að vekja krakkana i skólann. Hann smurði nesti, eldaði hafragraut, klæddi þá litlu i gallann og lagði af stað á barnaheimilið. Hvernig stóð nú á þessu? Þarna voru pabbar i löngum bunum með barnavagna og kerrur, allir að koma til baka frá barnaheim- ilinu. Jú, barnaheimilin voru bara lokuð, heyrði hann einhvern segja, svo það var ekki um annað að ræða en snúa heim á leið. Hann mætti stærri krökkunum i dyr- unum. Fri i skóíanum hrópuðu þau. Já, það er kona sem kennir mér, sagði annar. Annar hver timi hefði verið fri, sagði hinn, skólastjóranum fannst þvi ekki taka þvi að hafa skólann opinn i dag. Þau voru horfin út úr dyr- unum með það sama, þvi að fót- boltinn var i fullum gangi á næsta velli. Mjólkurbúðin lokuð Jón ætlaði að fá sér kaffisopa af hitakönnunni. Ha, ekkert kaffi. Hvar var konan hans eiginlega. Hann kom að henni I baðherberg- inu. Hún var að mála sig og komin i betri fötin. Bleyjurnar af þeirri litlu voru enn á gólfinu, þar sem hann hafði skilið við þær, og öll rúm voru óumbúin. Frúin raulaði lagstúf fyrir munni sér, kveikti á útvarpinu og i sigarettu og settist inn I stofu. Hún leit ekki einu sinni á þá litlu, sem enn var i gallanum. Jón færði hana úr og ætlaði að gefa henni pelann. Engin mjólk. Nú var konan farin að lakka á sér negl- urnar. Það var ekki um annað aö ræða en fara i mjólkurbúð og litlu yrði hann að taka með. Aftur færði hann hana i gallann. Hann þrammaði af stað en mjólkur- búöin varlokuð.brauðbúðin lokuö og eitthvað varlitið um starfsfólk i kjörbúðinni. Hann nældi sér samt I mjólkurpott þar eftir að hafa staðið i biðröð i heilan klukkutima. Engin blöð vini sinum, sem staddur var undir Eyjafjöllum. Hann hringdi i 02. Er þetta áríðandi, var sagt. Út af skytterii. Þvi miður, við sinnum bara neyðarvakt. Enginn póstur Hvernig var eiginlega með póstinn? Jón átti von á mjög svo spennandi bréfi. Heyrðu góða min, hefurðu séð póstinn? Kemur ekki i dag, það er kona sem ber út, póstinn I þessu hverfi og konurnar á Póststofunni eru i frii i dag, var svarið. Jæja, það var bezt að fara að borga af þessum víxli. Ha, ertu að fara á fund niðri á Lækjartorgi? Heim kom hann og kveikti á útvarpinu. Jón Múli var aö lesa fréttirnar, en eitthvað voru þær i styttra lagi. Jú, nú kom skýringin: þar sem kvenfólkið sem vinnur hér á útvarpinu, hefur tekið sig saman og farið i frl i dag verða fréttir I styttra lagi og litið verður um auglýsingar af sömu ástæðu. Jæja, hann Jón gat þá bara sætt sig við blöðin sin, þau höfðu þó komið um morguninn. En hvað stóð þarr.a i Mogganum, ekkert blað á morgun vegna kvenna- frisins. Jón mundi allti einu eftir þvi að hann hafði ætlað á skytteri meö Hver á þá að passa litlu meðan ég fer I bankann? Verð ég að taka hana með mér? Jón fór I bankann, þvilik biðröð, hann sá ekki betur en bankastjór- inn sjálfur stæði þarna kóf- sveittur og teldi peninga. Loks komst Jón heim. Nú ætlaði hann að teygja úr sér og lesa Dagblaðið eða Visi. En það bólaði ekkert á þeim. Það var vist kvennafriið einu sinni enn. Konan kom dragfin úr bænum, búin að vera á fundi með meiru. Enginn matur. Það var gott að til voru pylsur i frystikistunni, þvi að konan gerði sig ekkert liklega til þess að elda. Jæja, klukkan orðin átta. Bezt að horfa á sjónvarpið. En eitt- hvað var þetta skrítið. Útsend- ingarnar virtust ekki vera i lagi og þarna kom fréttamaður sjón- varpsins og afsakaði sig. Hann þurfti að fara heim að passa börnin, þvi konan hans ætlaði á fund. Þvi miður gat ekkert orðið af fréttaútsendingu i kvöld en aðrir dagskrárliðir yrðu senni- lega eins og venjulega, færðust bara aðeins fram. Þetta fannst Jóni bara ágætt eftir erfiðan dag. Það varð samt aldrei af þvi að hann horfði á sjónvarpiö til enda. Hann sofnaði sjálfur við að svæfa þá litlu. EVI Karlmennirnir geta veriö hinir myndarlegustu við eldhússtörfin, eins og við sjáum hér. En auðvitað hafa þeir það náðugt á kvennafrfdaginn eins og konurnar. Sýningartœki og nánari upplýsingar á staðnum Bílasmiðjan Kyndill 35051 09 85040 Réttingaverkstœði athugið Getum útvegað með stuttum fyrirvara hina fjölhœfu rétfingatjakka og réttingatœki frá Guy - Chart í Kanada fyrir allar stœrðir ökutœkja og verkstœða Skemmdarverk og póli- tískur skjalastuldur Innbrot var framið i bakari Hermanns Bridde við Háaleitis- braut aðfaranótt laugardags. Var öllu umturnað i vinnusal bakar- anna, hveiti og sykri stráð um allt, bökunardropum hellt, hlutum velt og alls kyns sóða- skapur i frammi hafður. Var bakariið óstarfhæft fram til há- degis á laugardag. Er þessi skemmdarverk höfðu verið unnin var farið I skrifstofu fyrirtækisins og þar stolið minnispeningi Sjálfstæðis- hússins, sem Hermann Bridde hefur til sölu, fyrir að verðmæti um 80 þús. kr. og auk þess skipti- mynt 5-6 þús. kr. Allt var þar brotið og bramlað, hellt úr skúffum og sérstök skjöl, póli- tisks eðlis, virðast hafa verið valin úr skjalabunkum og tekin, að sögn Hermanns Bridde. —ASt TVÆR BÍLVELTUR í BORGINNI Það var sérstaklega róleg helgi hjá starfsmönnum bifreiðaslysa- deildar rannsóknarlögreglunnar um helgina.. Þó urðu tvær bil- Kaupið bílmerki Landverndar w EKKI [UTANVEGA] \mmm Til sölu hjá ESSO og SHELL berfsinafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavöröustig 25 veltur i borginni og 9 ára drengur á reiðhjóli varð fyrir bil. Fyrri veltan varð á laugardag á mótum Lækjargötu og Hverfis- götu. Bill sem var á leið norður Lækjargötu athugaði of seint umferð frá Hafnarstræti og lentu fólksbilarnir saman. Sá sem Lækjargötuna ók valt og skemmdist mikið en li.tt sá á hinum. Stúlka var flutt I slysa- deild en meiðslin ekki alvarleg. A sunnudag varð önnur velta á mótum Tjarnargötu og Skothús- vegar. Sá er slysinu olli var að dást að húsum leikaranna' i kring og gleymdi umferðinni. Farþegi I bilnum sem valt fékk taugaáfall. Niu ára drengur hjólaði fyrir bil við Sólheima 27 á laugardaginn. Hlaut hann höfuðmeiðsl og var fluttur i gjörgæzludeild, en ekki lifshættulega slasaður. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.