Dagblaðið - 25.10.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.10.1975, Blaðsíða 2
nagblaðið. Laugardagur 25. október 1975. Sjónvarp 9 f Útvarp Sjónvarpið í kvöld kl. 21.10: — Fíflaskipið (Ship of Fools) Mynd sem ollir œttu að sjó Myndin „Ship of Fools” fær fjórar stjörnur i handbók sjón- varpsáhorfenda og þau meö- mæli að hana eigi allir að sjá. Hún heitir Fiflaskipið á is- lenzku. Hún er byggð á metsölubók eftir Katharine Anne Porter og segir frá farþegum á leið frá Suður-Ameriku til Berlinar rétt íyrir heimsstyrjöldina siðari. Það eru engar spiástjörnur sem i myndinni leika. Með aðal- hlutverk fara Simone Signoret og Oskar Werner með þeim Vivian Leigh.Jose Ferrer, Lee Marvin og George Segal. Leik- stjóri er Stanley Kramer. Biómyndin er bandarisk og er frá árinu 1965. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. EVl ERNA V. INGÓLFSDOTTIR Lee Marvin og Vivian Leigh i hlutvcrkum sinum í Ship of Fools. Sjónvarpið í kvöld kl. 20.30: - Lœknir í vanda Gulo hœtton Duncan, Paul, Dick og Bing- ham varð það á að fá sér einum of mikið neðan i þvi og buðu þá Kinverja nokkrum, Len Yung, sem þeir hittu á kinversku mat- söluhúsi, að skoða spitalann. Herra Len Yung var hins veg- ar ekki einn á ferð. Hann hafði tekið það upp hjá sjálfum sér að taka hvorki fleiri né færri en 38 vini sina með sér. Loftus fær fyrstu vitneskju um þetta frá utanrikisráðuneytinu og er væg- ast sagt viti sínu fjær af vonzku. Hann segir félögunum fjórum að þeim sé ekki heimilt að sýna Kinverjunum neitt af hinum nýju tækjum spitalans og þeir verði að finna eitthvað annað að sýna þeim sem litla þýðingu hafi. Kinverjarnir koma og verða fljótt leiðir á að horfa á sima- klefa og eldhúsáhöld. Til þess að þeir ekki fari leiðir yfir öllu samari ákveður Duncan að óhlýðnast boði Loftusar og sýna þeim eitthvert nýtt áhald. Auð- vitað kemur Loftus á óheppileg- um tima og nú er að sjá hvernig vinirnir bjarga sér úr klipunni. EVI (flŒEl) I.AUGAIIDAGUR 25. október Fyrsti vetrardagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Árnadóttir les söguna „Bessi” eftir Doro- thy Canfield i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (18). óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 iþróttir. Bjarni Felixson sér um þáttinn. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 V'ikan framundan.Björn Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarþs. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. islenskt mál. Dr. Jakob Benedikts- son talar. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 „Nú haustar að”. Ingi- björg Þorbergs syngur eigin lög. Lenriart Hanning leikur á pianó. 18.00 Siödegissöngvar: Stúd- entalög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Veturnóttahugleiðing. Páll Bergþórsson veður- fræðingur flytur. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Spor i snjónum. Vetrar- dagskrá i ljóðum, lausu máli og ljúfum tónum. Um- sjón: Jökull Jakobsson. 21.30 Lög eftir Scott Joplin. Itzhak Perlman og André Prévin leika á fiðlu og pianó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. (22.35 Skákfréttir. 23.55 Fréttir i stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. í ^Sjónvarp Laugardagur 25. október 17.00 tþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 18.30 Pétur og úlfurinn Ba.llett eftir Colin Russel viðtónlist S) eftir Serge Prokofieff. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur undir stjórn Václavs Smetáceks. Söguna segir Helga Valtýsdóttir. Frumsýnt 22. mars 1970. 19.00 Enska knattspvrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Gula hættan. Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Viktoria SpansHollenska söngkonan Viktoria Spans, sem er islensk i aðra ættina, er orðin kunn viða um lönd. Undirleik annast ólafur Vignir Albertsson. Stjórnandi upptöku Tage Ammendrup. 21.10 Fíflaskipið (Ship of Fools) Bandarisk biómynd fra árinu 1965. Leikstjóri er Stanley Kramer, en meðal leikara eru Vivien Leigh, Simone Signoret, Jose Ferrer, Lee Marvin og George Segal. Myndin gerist árið 1933. Þýskt far- þegaskip er á leið til Bremerhaven. Farþegarnir eru sundurleitur hópur. Hver maður á við sinn vanda aðetja, og i myndinni er greint frá málum nokk- urra farþeganna. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.25 Dagskrárlok. Útvarpið í kvöld kl. 19.35: „Veturnótta- hugleiðing" „Þeir eru vanir að velja prest, en hafa skipt rækilega yfir núna,” segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur sem flytur „Veturnóttahugleiðingu” i kvöld, en eins og við vitum er fyrsti vetrardagur i dag. Páll kvaðst eþki vita hvort hann væri jafnoki presta i guð- rækilegum hugleiðingum, en eitthvað myndi hann fjalla um timann og eilifðina og vist væri að um ekkert guðlast yrði að ræða. Enda er það biblian sem hann styðst við og þá gamla testamentið. Þar er raunar að finna bæði það sem er guðræki- legt og það sem er það ekki. Pál þarf vart að kynna fyrir hlustendum, hann hefur látið skoðanir sinar i ljósi við ýmis tækifæri fyrir utan að segja okk- ur hvernig veðrið verði þann og þann daginn. Hann byrjaði fyrst á Veðurstofunni fyrir 29 árum en var fastráðinn þar fyrir 26 árum. Veðrið og veðurfræði er efst á baugi af hans áhugamál- um og þvi er hann oftast með reiknistokk eða tölvu sér við hörid, þvi eins og allir vita krefst veðurfræði mikilla útreikninga og betra að kunna að leggja saman tvo og tvo ef maður hefur slikt fyrir hobbi. EVI Páll Bergþórsson fyrir utan heimili sitt. Hann ætlar að flytja hug- leiðinguna fyrsta vetrardag. l! í) Sjónvarp Sunnudagur / 26. október 18.00 Stundin okkar.Sýnd verður siðasta myndin um kónginn i litla landinu og umferðarregl- urnar hans, skyggnst inn i hest- hús Mússu og Hrossa og farið i heimsókn i leikskólann Alfta- borg. Baldvin Halldórsson seg- ir söguna af Búkollu og loks verður sýndur 4. þáttur mynda- flokksins um bangsann Misha. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristin Páls- dóttir. Hié 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Veiðitúr i óbyggðum eftir Halldór Laxness. Sjónvarps- texti saminn eftir smásögu úr bókinni Sjöstafakverinu, sem kom út árið 1964. Frumsýning. Persónur og leikendur: Gjald- kerinn: Gisli Halldórsson Son- ur útibússtjórans: Sveinbjörn Matthiasson, Vinnukonan: Margrét Helga Jóhannsd. Dótt- irin: Saga Jónsdóttir. Skip- stjórafrúin: Þórhalla Þor- steinsd. Húsgagnameistari: Valdemar Helgason. Ung hjón: Helga . Stephensen og Harald G. Haralds. Flugafgreiðslu- maður: Sigurður Karlsson. Leikstjóri Helgi Skúlason. Myndataka Sigmundur Arthúrsson. Leikmynd Björn Björnsson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.50 Tientsin fjöllistaflokkurinn. Sjónvarpsmenn kvikmynduðu sýningu kinverska fjöllista- fólksins, sem hefur verið að sýna listir sinar i Laugardals- höllinni og vakið mikla hrifn- ingu. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 22.50 Að kvöldi dags. Séra Kol- beinn Þorleifsson flytur hug- vekju. 23.00 Dagskrárlok

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.