Dagblaðið - 25.10.1975, Blaðsíða 7
Pagblaðið. Laugardagur 25. október 1975.
Árum saman hefur málefni
borgarleikhúss i Reykjavik
verið málstaður sem allir vildu
lið leggja. öllum hefur að sjá
komið saman um það að
borgarbúar þyrftu á að halda
nýju fullbúnu atvinnuleikhúsi
við hlið Þjóðleikhússins til að
leiklist mætti halda áfram að
blómgast og dafna i höfuð-
staðnum, að Leikfélag Reykja-
vikur hefði með starfi sinu I Iðnó
á undanförnum árum sýnt fram
á mátt sinn og megin til að
takast á hendur rekstur sliks
leikhúss, og raunar bæri
borgarbúum, listarinnar vegna,
skylda til þess að láta Leik-
félaginu slika fullkomna starfs-
aðstöðu i té.
Enginn hygg ég að hafi mót-
mælt þessum hugmyndum —
haldið þvi t.d. fram að engin
þörf væri fyrir nýtt, stórt leik-
hús i Reykjavik, eða aðrar
þroskaleiðir væru hagkvæmari
leiklistinni en stefna Leikfélags
Reykjavikur að stofnun borgar-
leikhúss i sinni fyrirhuguðu
mynd. Minnsta kosti hefur ekki
kveðið mikið að slikum röddum
i fagnaðarkórunum fyrir minni
Leikfélagsins og málstað
borgarleikhússins.
En þegar svo er komiö að
ákvörðun hefur loks verið tekin
um hiö langþráða leikhús,
staðarval þess og allt skipulag
ytra sem innra, teikningar
gerðar að húsinu og kynntar
almenningi, samþykkt að hefja
byggingu þess og ljúka henni á
svo sem næstu tlu árum eða svo,
kostnaðaráætlun gerð og sam-
þykkt — þá ber svo við að ekki
verður vart við nein fagnaöar-
læti nema rétt í hóp nánustu
aðstandenda hugmyndarinnar,
Leikfélagsmanna og borgarfull-
trúa. Þvert á móti. Það er engu
likara en hið fyrirhugaða
borgarleikhús, eins og það hefur
verið kynnt að undanförnu, veki
víða tortryggni ef ekki beinan
óhug I þeirra hóp sem láta sig
leikhúsmálið einhverju skipta,
en taka ekki fréttunum með
tómu kæruleysi. Hvað kemur
til? Og er það nokkur furða þótt
Leikfélagsmenn verði eins og
hvumsa við þessar undirtektir
og taki óstinnt upp þá gagnrýni
sem að undanförnu hefur verið
beint að hugmyndum þeirra i
blöðum og útvarpi?
Vafalaust er það hinn gifur-
legi tilkostnaður af stofnun og
byggingu borgarleikhússins
sem mönnum blöskrar mest i
fyrstunni: heill milljarður
króna á næstu tiu árum. Ættu
menn þó að vera orðnir vanir
við háar tölur þegar mikils-
háttar opinberar framkvæmdir
eru annarsvegar. Og varla
þykir ástæða til að telja eftir
fjármuni, þótt miklir séu, þegar
um erað tefla frama og viögang
leiklistar i borginni og landinu.
En það er lika ljóst af
kostnaðaráætlun leikhússins að
allir þeir fjármunir sem
hugsanlegt er að falli um fyrir-
sjáanlega framtiö af borgar-
innar hálfu til leiklistar munu
renna til borgarleikhússins, i
fyrstunni til að grafa grunn og
steypa-upp veggi þess, siðar
meir til að bera kostnað af
rekstri þess. Og þá er kannski
vonlegt að menn staldri við og
spyrji hvort ekki væri unnt að
verja þessum fjármunum með
hagkvæmari hætti i þágu
borgarbúa og leiklistarinnar.
Það er ljóst að hið fyrirhugaða
borgarleikhús mun uppkomiö
nánast verða ,,nýtt þjóð-
leikhús”, tiltölulega stórt og
tæknilega mjög fullkomið eftir
nútimakröfum til leikhúsa.
Engin ástæða er til að efast um
að eins vel sé vandað til
leikhússbyggingarinnar fyrir-
fram og leikhússmenn og arkit-
ektar telja auðið, að það sam-
svari i einu og öllu hugmyndum
leikfélagsmanna og borgaryfir-
valda um listræna úrkosti og
félagslegt hlutverk leiklistar i
borginni um komandi ár eða
öld.
Menningar
mál
En áformin um borgarleikhús
bera það lika með sér að
aðstandendur þess gera alls
ekki ráð fyrir að úrkostir né
hlutverk leikhússins og leik-
listarinnar taki breytingum frá
þvi sem verið hefur undanfarin
ár og öld. Eftir sem áður er gert
ráð fyrir að leikhús sé einhvers
konar „musteri” þangað sem
menn komi i sparifötum sinum
að vitja „háleitrar listar”, eftir
atvikum i uppbyggingar eða
afþreyingarskyni. í raun
merkir þetta að I Reykjavik eigi
um alla framtiö tvö mjög svo
sambærileg leikhús, tiltölulega
stór og fullkomin aö búnaði, að
keppa um hylli hins sama áhorf-
endahóps með sambærilegu eða
alveg sams konar verkefnavali,
listrænu starfi og stefnumótun i
sama farvegi sem leiklist og
leikhúsrekstur hefur fallið
undanfarna öld eða svo. Og
þetta er vitanlega sama pólitik
og ráðið hefur leiklistarmálum i
Reykjavik undanfarinn aldar-
fjórðung, allt frá stofnun Þjóð-
leikhússins. Það er ekki þar
með sagt 'að þetta sé endilega
sjálfgefin og rétt og góð stefna.
Er þá einhverra annarra
kosta völ i leikhúsmálum, gæti
borgarleikhús ef til vill átt
einhverju nýju og breyttu hlut-
verki að gegna i borginni á
komandi árum frá þvi sem
menn eiga aö venjast? Það er
eftirtektarvert aö allur áróður
leikhúsmanna fyrir málstað
borgarleikhúss hefur til þessa
miðast við húsbyggingu fyrst og
fremst. Enginn hefur mér
vitanlega rætt um borgarleik-
hús sem stofnun sem kannski
mætti starfrækja án þess að
kosta fyrst tugum og hundr-
uðum milljóna i stál og stein-
steypu i Kringlumýrinni.
Arkitektar hafa að undan-
förnu verið að benda á að fyrir
áætlaðan byggingarkostnað
borgarleikhúss mætti byggja
5—10 minni og einfaldari leikhús
sem veittu þó margskonar
tæknilega úrkosti og möguleika
sem ekki verða i fyrirhuguðum
aðalsal borgarleikhússins. Og
vitaskuld mætti hugsa sér
borgarleikhús i Reykjavik sem
freistaði að neyta þessara
möguleika og úrkosta, leitaði
sjálft til móts viö fólk i borginni
i trú á nýtt félagslegt hlutverk
listarinnar i stað þess aö kalla
fólkið á fundi við sig i nýtt og
glanslegt musteri, þangað sem
allir kæmu auðvitað i nýjum
glansbónuðum bilum sinum að
hvilast við list og mennt frá sinu
hversdagslega amstri.
Það mætti t.a.m. hugsa sér
borgarleikhús sem starfrækti
ekki eitt stórt leiksvið i keppni
við Þjóðleikhúsið heldur mörg
og lítil á við og dreif um borg-
ina, þeim úthverfum hennar
sem þegar eru risin og þeim
sem bætastmunu við á komandi
áratugum, léki i Árbæ og Breið-
holti, Kópavogi og Seltjarnar-
nesi. Slikt borgarleikhús þyrfti
án efa á „aðalsviði” að halda,
miðstöð hins listræna starfs
stofnunarinnar. En einnig það
mundi að sinu leyti mótast af
nýjum hugmyndum um gildi og
hlutverk leiklistarinnar, og yrði
ekki einu sinni timabært að
byrja að byggja það fyrr en
nokkur reynsla væri fengin af
starfi hins nýja leikhúss — sem
stofnunar.
Borgarleikhúsið sýnir það
hins vegar i sinni fyrirhuguðu
mynd að samfara vexti og við-
gangi leikarastéttar og leikhús-
anna á undanförnum árum
hefur ekki orðið nein þróun i
hugmyndum leikhúsmanna og
ekki einu sinni nein umræða um
tilgang eða tilverurétt listar
þeirra. Borgarleikhúsiö er svo
sem innsigli á þeirri skoðun
þeirra að leiklistin sé og skuli
vera hluti „sparimenningar” en
ekki hversdagslifs og starfs. Og
án slikra hugmynda, umræðu
leikhúsmanna sjálfra er tómt
má.I að tala um „nýtt hlutverk”
leiklistar og leikhúsa i borginni.
Kjallarinn
Pétur Guðjónsson
fyrir 200 milna fiskveiðilögsögu
þá vil ég benda á, að svo yfir-
gnæfandi meirihluti af þjóðum
heimsins hefur lýst sig fylgjandi
200 milna efnahagslögsögunni,
að það skiptir ekki sköpum að
neinu leyti, hvort Belgar kaupi
sig inn i landhelgi Islands með
slikri viðurkenningu. Þvert á
móti er útilokað að standa nú á
sama hátt að samningum við
Belga og gert var i siðustu land-
helgisdeilu. Og að opna 50 mil-
urnarfyrir útlendingum eins og
Belgum nú, sem eru búnir að fá
nákvæmlega sama og fullan
umþóttunartima eins og Bretar,
er i dag kominn á 5. ár, er gjör-
samlega fráleitt og þjónar ekki
islenzkum hagsmunum á neinn
Stjómmál.
Til að auka vinnuafköst á Al-
þingi verði þingmönnum fækkað
niður I 40 að tölu. Varaþing-
mönnum verði aðeins leyft að
mæta á þingfundum við fráfall
aðalmanns eða gegn vottorði
um sjúkrahúsvist hans. Ráð-
herrar verði undanskildir þess-
um kvöðum.
Þjóðaratkvæðagreiðsla fari
fram um þetta mál.
Utanrikisþjónusta.
Ambassadorar verði 4, einn I
Danmörku, fyrir öll Nórður-
löndin, einn i Rússlandi fyrir
austantjaldslöndin, einn i
Frakklandi fyrir aðra hluta
Evrópu, einn i Bandarikjunum
fyrir alla Ameriku.
Ambassadorar verði frekar
ungir menn með viðskiptaþekk-
ingu.
Ólaunaðir konsúlar úr
verzlunarmannastétt verði
ráðnir sem viðastum heim, með
islenzka fánann og stórriddara-
kross hinnar Islenzku fálkaorðu
að veganesti. A fundum Sam-
einuðu þjóðanna mæti aðeins
utanrikisráðherra, eða annar
ráðherra i hans stað.
Menntamál.
Hamlað verði á móti ofvexti
háskóla menntaðra manna,
meðal annars með þvi að veita
aðeins 150 stúdentum námslán
og styrki árlega.
Námsfólk I eftirfarandi náms-
greinum sitji fyrir með lán og
styrki: í læknisfræði,
hjúkrunarfræði, rekstrarverk-
fræði, efnafræði, fisklifeðlis-
fræði og fiskiðnfræði.
Lánin verði veitt eftir náms-
hæfileikum og efnahag umsækj-
anda.
hátt.
Hugsanleg fyrirgreiðsla viö
Norðmenn, Færeyinga og Belga
má ekki undir neinum kringum-
stæðum koma til framkvæmda
fyrr en yfirráö Islands og viður-
kenning andstæðinga okkar i
orði og á boröi er komin fyrir 200
milunum. A þann eina hátt
bindum við hagsmuni okkar og
þeirra saman i landhelgisbar-
áttu okkar.
Pétur Guðjónsson.
50lán verði veitt á ári til nema
i alls konar listgreinum og fl.
Skipstjóra- og vélstjóranemum
verði veitt lán eftir þörfum.
öll námslán verði visitölu-
bundin til hálfs.
Listamannalaun.
V
Styrkveitingum til lista-
manna verði breytt þannig að
veitt verði árlega þrenn mishá
verölaun (500 þús., 250 þús., 125
þús.) til hverra listgreina, þ.e.
til rithöfunda, ljóðskálda, mál-
Ef
ég
mœtti
ráða
ara, myndhöggvara, arkitekta,
hljóðfæraleikara, söngvara og
leikara.
Atkvæðagreiðsla fari fram
meðal almennings I dagblöðum
i Reykjavik og vikublöðum úti á
landi, undir eftirliti fógeta.
Sami maður fái ekki 1. verð-
laun aftur fyrr en eftir 2 ár.
Stór-Reykjavikur
svæðið:
Reynt veröi að hamla á móti
ofvexti Stór-Reykjavikur,
meðal annars með þvi að veita
ekkert lán til Ibúöabygginga frá
hinu almenna ibúðarhúsa-lána-
kerfi rikisins, á svæðinu frá
Akranesbæ austur fyrir Selfoss-
hrepp og suður fyrir Hafnar-
fjarðarbæ, en innan þessa
svæðis telst nú Stór-Reykjavik-
ur svæðið.
öll lán, sem veitt verða og
þurfa að aukast, verði veitt út á
land við sjávarsiðuna, þar sem
byggöar verði meðal annars
leiguibúöir I stórum stil. Allt
kapp veröi lagt á að auka fram-
leiðslu sjávarafurða, en ekkert
getur betur örvað slíka þróun en
gott og fáanlegt ibúðarhúsnæði.
Þangað gætu þeir farið sem
teldu sig ekki hafa fullnægjandi
húsnæði eða atvinnu i Reykja-
vík.
Sjávarútvegur.
Afnumdar verði allar
greiðslukvaðir útgerðar til
hinna ýmsu sjóða á vegum
rikisins og útflutningstollar af-
numdir af sjávarafurðum,
þannig að hvert skip og skips-
höfn fái það sem aflað er.
Afskriftum af skipum verði
breytt og minnkaðar og sama
skipið veröi ekki afskrifað aftur
og aftur meö nýjum gervieig-
endum, þannig að staðfest verði
með fógetadómi hvort um raun-
verulega nýja eigendur sé að
ræða.
Skattamál.
Fiski-sjómenn og fólk, sem
vinnur að fiskframleiðslu, borgi
1/2 tekjuskatt, að óbreyttu
skattakerfi.
Fjármál.
Hætt verði hinu stórkostlega
eignaráni á eignum sparifjár-
eigenda, eða sama verði látið
gilda um eignir fasteignaeig-
enda, að undanskildu eigin
ibúðarhúsnæði.
Kjallarinn
Ólafur Á. Kristjánsson
Tillögur þessar miða að þvf að
færa bilið milli framleiðslu og
þjónustu aftur i eðlilegt horf.
Sem dæmi i þessum efnum
má taka að ef Vestmannaeyjar
heföu lagzt i eyöi vegna gossins
hefðu rúmlega 5000 manns að
mestu setzt aö i Reykjavik og
nágrenni og aðeins litill hluti
þessa fólks farið að vinna að
fiskframleiðslu til sjós og lands,
sem áður hafði eingöngu unnið
við þessi störf. Það hefði reynt
að koma sér varanlega fyrir við
hin ýmsu þjónustustörf i
Reykjavik og næsta umhverfi
og þar með hefði útflutnings-
framleiðsla landsmanna
minnkað um 5 til 10%.
Annað dæmi: Nú á þessu ári
hafa nokkrir trillukarlar úti á
landsbyggðinni aflað gjaldeyris
meö grásleppuveiðum fyrir 529
milljónir og 400 þúsund krónur,
samkvæmt nýútkomnum Hag-
tiðindum, á sama stað er þess
getið að kisilgúr hafi verið flutt-
ur út fyrir 373 milljónir og 400
þúsund krónur.
Þetta sannar að nú er nauðsyn
um næsta árabil að mestöll
fólksfjölgun i landinu fari út á
landsbyggðina til að vinna þar
beint og óbeint að útflutnings-
framleiðslu, og þar með gjald-
eyrisöflun, þvi svo virðist að
erfitt sé um slikt I Reykjavik,
þetta er hægt með réttum
stjórnarfarslegum aðgerðum.
Stjórn efnahagsmála minnir á
kött sem er að elta rófuna á sér,
ein hringavitleysa.
3500 námsmenn eiga afkomu
sina undir námslánum og
styrkjum, sami fjöldi og allir
ibúar Reyðarfjarðar, Eskifjarð-
ar og Neskaupstaðar. Svo eyð-
ast þessi námslán I verðbólgu-
eldinum, þannig að i raun verð-
ur þetta 90% styrkur, og al-
menningur borgar. Starfsfólk
rlkissjóðs er fleira en sjómenn
og bændur samanlagt.
A hverju hausti er talað um að
bjarga sjávarútveginum frá
hruni. Hverjir eru að bjarga og
með hverju? Er ekki aðeins ver-
iðaöskila aftur þvi, sem of mik-
ið var tekið af þjónustustéttun-
um?
Sjávarútvegur er sá atvinnu-
vegur landsmanna sem þjóðar-
búið stendur og fellur með, en
með vitlausri stjórn og rangri
tekjuskiptingu milli fram-
leiðslu- og þjónustustéttanna er
jafnvelsvokomiðihugum fólks,
sem fjarri er fiskframleiðslu, að
þetta sé einhver ölmusuat-
vinnuvegur sem væri jafnvel
réttast að leggja niður, likt og
frúin sagði: Þvi er verið að
þessu? Þ.e. koma fiskiflotan-
um á veiðar. Hún fékk það svar
að einhverjir yrðu að afla gjald-
eyris fyrir þjóðarbúið. Gjald-
eyris? svaraði frúin, „við fáum
gjaldeyri i bönkunum”.
Það geta ekki allir landsmenn
verið fint fólk I Reykjavik.
Ólafur A. Kristjánsson.
--------------■