Dagblaðið - 25.10.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.10.1975, Blaðsíða 8
8 Hcldurðu að hass verði einhvern tima lögieitt hér á landi? ’ Benedikt Baldursson: Nei, — al- veg örugglega ekki. Staðreynd- irnar i sambandi við þetta mál tala örugglega gegn sliku leyfi. Gréta Baldursdóttir nemi: Ég vona ekki. Ég sé enga ástæðu til sliks og held að við ættum að stoppa þar sem við erum nú kom- in i þeim málum. Björn Morthens nemi: Það vona ég, — þar sem vin er mun hættu- legra en hass. Ég hef sjálfur neytt þess i þrjú ár og veit þvi hvað ég | er að tala um. Gunnlaugur Kr. Jónsson nemi: | Ég vona að það sé langt i það. | Eins og nú horfir i eiturmálum þessarar þjóðar fæ ég ekki séð að j hass hæfi henni. Þorvaldur Baldursson nemi: Ég veit ekki hvað kann að gerast i þeim málum. Hins vegar mun ég leggjast gegn þvi. Við eigum við nægilegt böl að striða i okkar þjóðfélagi svo þessu sé ekki bætt ofan á. Karl Þorsteinsson bakarameist-l ari: Ég er nú ekki kunnugur þess- um málum. En er ekki öll þess fiknilyfjaneyzla komin til vegna þess að brennivinið er orðið allt of dýrt? r DagblaOiö. Laugardagur 25. október 1975. ................... "" '\ Ka seigiði umm orð einso fóbolti o knassbidna? „Hvaðan úr fjandanum fáið þið þetta -ir i mennirnir?” spurði færeyskur vinur minn i sumar. íbúi Háaloftsins þykist kunna nokkúð fyrir sér i islensku en við þessari spurningu varð hann hvumsa. Hvaðan kemur þetta -ir i mennirnir? Mennirnir er eins og allir sjá nefnifall fleirtölu með greini af orðinu maðúr, sem i eintölu nefnifalli með greini er maðurinn, i fleirtölu nefnifalli án greinis menn. Samkvæmt for- múlunni ætti aðeins greinirinn að bætast við og orðið þá að vera menninir en einhverra hluta vegna kemur þarna r eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Og þurfti útlending til að sýna mér. Ég er hræddur um að það þurfi útlendinga til að sýna okkur ýmis undarlegheit i málinu okkar. Við státum okkur oft af þvi að það sé svo auðvelt að lesa islensku og bera hana fram, að þvi að hún sé lesin eins og hún er skrifuð. En er þetta öldungis rétt? Við skulum reyna að skrifa hér eins og eina máls- grein eftir framburði. Sægt er að isslenskan sé fjassga auvveld i frabburði aþþi hún sé borin framm alve einso hún e sgrivuð. En ka seigiði umm orð einso fóbolti o knassbiddna? Eða baddn og fuddlorðin? öddl böddnin i gaggnfræjasgólanum kunna að rikna og tikna en þare reingin saungkennsla. Sjálfsagt verða ekki allir á eitt sáttir um hversu kórrétt þetta sé skrifað eftir framburði, enda sannast sagna að ekki er framburður allra eins, né heldur skilningurinn á þvi hvernig hann sé réttast táknaður með stöfum. Engu að siður er þetta mikið mál og alls ekki til að hafa i flimtingum. Þetta er meira að segja svo mikið mál að þegar stafsetning er annars vegar er sérfræðingum alls ekki trúandi til að greina á milli hvað sé æskilegt þar og rétt, þeim sem hafa gert það að ævistarfi sinu að skilja eðli máls, tilgang og notkun. Nei, þeir eiga ekki að ráða réttri stafsetningu. Það skal- alþingi vort gera, þessi virðulega samkunda þar sem furðu margir eiga bágt með að koma út úr sér skammlausri setningu á mæltu máli. Þeir eru kannski eitthvað skárri á skrif- uðu máli, kannski sendibréfs- færir? Maður skyldi nú halda að þeir hefðu eitthvað þarfara að gera, þeir sem sitja á þingi, heldur en skipta sér af þvi hvort rétt sé að skrifa fánýtan staf eins og setu eða ekki. Og þá lika þeir, sem nota góða islensku og fallega. Ekki sist þegar tillit er tekið til þess hvernig þeim hefur farist þau alvörumál sem þeir eiga einna helst að fást við, svo sem stjórnun þjóðarinnar, þar með talin stöðvun verðbógu og efling lifskjara. Með tilliti til þess, hvernig þar hefur tekist til, held ég að réttast sé að vona af alefli að alþingi fari ekki að skipta sér af stafsetningu. Annars getur stafsetningin kannski farið að koma i staðinn fyrir trúarbrögð eins og kefla- vikursjónvarp eða herstöðina góðu. Að minnsta kosti tók sig til hópur manna, sem eiga það sam eiginlegt að þykjast allir vera nokkuð, og skoraði á alþingi að lögskipa aftur notkun aflóga setu. Ja hérna, miklir menn erum við Hrólfur (það má koma fram hér að finnist stafurinn seta hér á háaloftinu, er það vegna þess að einhverjir mér æðri hafa skipað hand- ritalesurunum að bæta setum inn i). Ættum við ekki lika að krefjast þess að tvöfalt k- verði framvegis skrifað ck? — Annars fáum við aldrei brúk fyrir séið. —En vikjum aftur að notkun útlendinga á islenskri tungu. Allir kunna söguna ef Háaloftið hermanninum, sem ætlaði að vera vel kurteis og fékk sér islensk-enska orðabók enda ekki greitt um bækur til sjálfsnáms i islensku, að þvi mér er sagt. Fljótlega taldi hann sig geta kvatt sómasamlega, þegar hann færi úr strætisvagninum, og gerði það lika, með svofelldum orðum: „Góða nótt, allir skrokkar” — (good night, everybody). Til er lika saga um það hvernig misskilningur getur risið þegar verst gegnir, og einnig hér kemur útlendingur við sögu. Það vár einhvern tima i fyrndinni að sögn, á fyrstu árum Skiðaskálans, að þar voru ekki klósett heldur nokkrir úti- kamrar. Éinu sinni á þeim tima bar svo við að upp kom matar- eitrun þar efra, að visu væg, en • nóg til þess að — þið vitið. Nú, jæja, það var fjölmennt við litlu útihúsin með loftgöt- unum á hurðunum og urðu ýmsir frá að hverfa. Það fengu sem sé ekki allir sæti. En Norð- maður einn, sem þarna var meðal gesta, ætlaði ekki að hverfa frá fyrr en i fulla hnefana. Hann barði þvi á einar dyrnar og kallaði kurteislega: „Ætlið þér að vera lengi?” Svo vildi til að inrian dyra var einn þjónustumeyja Skiðaskál- ans og var alveg til i að rabba. Einhverra hluta vegna misskildi hún spurninguna og setti hana i samband við starf sitt i skálanum. Hún svaraði þvi svo fjörlega sem heilsufarið leyfði: „Og ætli maður verði ekki eitthvað fram á haustið.” Þá var Norðmanninum nóg boðið. Skelfingarsvipur færðist yfir ásjónu hans um leið og hann sneristvarlega á hæli og stundi: „Vúú — þá fer ég út f móí!” nnv t dag ætla ég — lesendur góðir — að leggja fyrir ykkur nokkur úrspil og mun gefa stig fyrir hvert spil. Þú ert að spila i sveitakeppni og það eru ekki yfirslagirnir, sem verið er að spila upp á, heldur öryggisspila- mennskan. Dæmi 1. Vestur A 32 y ADG109 ♦ 32 * ÁK43 Austur ♦ D1084 ¥ K32 ♦ ÁK109 ♦ 65 Þú ert að spila fjögur hjörtu, eftir að suður opnaði á einu laufi. Norður spilar út laufaáttu, suður lætur niuna sem er drepin á ás. Hverju spilar þú i öðrum slag? Dæmi 2. Vestur ♦ D8 V A9 ♦ AG7654 ♦ : KG7 Austur A A6 ¥; K104 ♦ KD832 + D102 Suður opnaði á einu hjarta en vestur varð sagnhafi i sex tiglum. Norður spilar út hjarta- áttu og gosi suðurs var drepinn V. Ertu fróbœr bridgespilari? á ás. Eftir að hafa tekið trompin Dæmi 4. spilaði vestur laufi, suður drap Vestur Austur á ás og spilaði áfram laufi. Þeg- A ÁD 4k G103 ar sagnhafi spilar siðasta ¥ A5432 ¥ DG trompinu, hvaða þrjú spil á ♦ A5432 ♦ DG hann eftir i blindum? ♦ K ♦ AG10987 Dæmi 3. Vestur ♦ 765 ¥ AKG9 ♦ 54 ♦ KG102 Austur ▲ AG10 y 832 ♦ KD7632 * A Norður spilar út laufi i þrem gröndum hjá vestri. Hverju spilar þú frá blindum i öðrum slag? Þú ert að spila þrjú j grönd I vestur, norður spilar út | spaðasjö, suður lætur litið og þú færð á spaðadrottningu. Hvern- ig spilar þú spilið? Dæmi 1: Laufaþristi. Stig 10. Laufaáttá gæti verið einspil, og það er engin ástæða fyrir sagn- hafa að taka áhættuna af að spila laufakóng. 1 siðustu lands- liðskeppni kom fyrir spil, sem var mjög likt þessu, og i þeirri keppni voru nokkrir, sem spil- uðu ás og kóng og töpuðu spil- inu. Dæmi 2. 1 blindum á að vera spaðasex, hjartakóngur og tia. Stig 10. Þegar siðasta tiglinum er spilað frá vestri lætur maður spaðasex og suður á spaðakóng og hjartadrottningu aðra (það er gefið mál eftir sagnir) og getur ekki annað en gefizt upp. Lykillinn að þessari spila- mennsku er að taka á spaðaás áður en maður spilar öllum trompunum. (Vinarbragð). Dæmi 3. Tigultvisti. Stig 10. Sagnhafi er ekki veikur I nein-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.