Dagblaðið - 25.10.1975, Blaðsíða 10
10
Oagblaðið. Laugardagur 25. október 1975.
Af öllum þeim aragrúa af
hetjum sem Bandarikin hafa
eignazt hefur hann verið fyrir-
mynd allra ungra drengja og
jafnvel einnig feðra þeirra, og
enginn annar leikari hefur get-
að lagað sig eins vel að
sibreytilegum þörfum þjóðar-
innar fyrir fyrirmynd.
Wayne var atvinnumaður i
fótbolta áður en hann hóf kvik-
myndaleik á 4. áratugnum.
Hann er fæddur árið 1907 i Iova-
riki og hét fram eftir aldri
Frá árinu 1930. Ein af fyrstu
myndunum sem John Wayne
lék I, hét „The Big Trail”.
MarionMichaelMorrison. Hann
lék í nokkrum myndum á fjórða
áratugnum, en sló i gegn árið
1939 I kvikmynd John Fords,
„Stagecoach”.
A fimmta áratugnum lék hann
i fjölda kúrekamynda, svoköll-
uðum vestrum, og það var þá
sem hann varð hin eina rétta
imynd þjóðarinnar. Hann var
alltaf heiðarlegi maðurinn sem
barðist aldrei nema þegar það
var bráðnauðsynlegt.
Og enn þann dag er John
Wayne á kvikmyndatjaldinu, nú
68 ára gamall. Hann stendur
enn óhaggaður eftir rúmlega
fjörutiu ára feril og hefur senni-
lega lifað að sj*á fleiri
stórstjörnur verða til og falla
jafnharðan aftur en nokkur ann-
ar maður.
Þessi mynd af Wayne er úr
kvikmyndinni „Rio Lobo” sem
tekin var árið 1970. Og enn er
hann að berja á vondu mönnun-
um.
I
gmmm-vÁ
'±‘-.'F-rr i
.
/Hvar í ósköpunum
hefurðu verið?”
að trimma
t