Dagblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 24
Einbýlishús í smíðum brann og hrandi í Eyjum í nótt Steypueiningarnar hrundu eins og spiloborg og er húsið gerónýtt Mikill eldsvoði varð i Vest- mannaeyjum i nótt og gereyði- lagðist þar einbýlishús við Bröttugötu 35sem var i smiðum og stefnt var að flytja inn i fyrir jólin. Húsið var byggt úr tilbúnum steyptum einingum, og er þak hússins féll gliðnuðu einingarnar i sundur, sprungu og féllu og stendur ekki steinn yfir steini eftir af þessu nýja húsi. Er hér um milljónatjón að ræða. Slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn um kl. 2.30 og kom fljótt á staðinn að sögn Kristins Sigurðssonar slökkviliðsstjóra. Þá var þakið fallið og eldur skiðlogaði og léku eldtungur um steypueiningar i veggjum og tóku þær brátt að falla. Urðu slökkviliðsmenn að fara að öllu með gát þvi þeim var búin mikil slysahætta af hruni steypu- eininganna. Starf slökkviliðsins beindist að þvi að verja næsta hús, Bröttugötu 33,enþar bjó maður er fyrstur varð eldsins var og gerði viðvart. 1 þvi húsi sprungu tvöfaldar rúður á gafli er að Bröttugötu 35sneri. Slökkviliðið hafði þó beint úðadælum að gaflinum, en siðar var fengið segl og breitt á gaflinn og tókst eftir það alveg að verja húsið. Enginn maður var i húsinu Bröttugötu 35, enda húsið i smiðum. Lokið var við milli- veggi i þvi og voru þeir úr tré, en eldhúsinnrétting var ekki komin. Raflögn var að mestu komin i húsið og húsið hitað með rafmagni. Slökkviliðsstjórinn taldi að allvel hefði verið frá rafmagnslögninni gengið. Ráð- gáta er þvi hvernig eldurinn hefur komið upp. Enginn átti að hafa verið ihúsinu siðustu viku, þvi eigandi hússins, Sigurður Ragnarsson trésmiður, var i Reykjavik að ljúka við smiði innréttinga sinna. Um 20 manns unnu að slökkvistarfinu sem lokið var um kl. 5. —ASt Nautakjötið: „Nú kemur kippur í söluna" „Töluvert af birgðum hef- ur safnazt. Salan hefur verið litil siðustu vikur, þvi að fólk hefur átt von á lækkun. Nú kemur verulegur kippur i söluna.” Þetta sögðu menn i Fram- leiðsluráði landbúnaðarins i morgun. Þeir sögðu, að erfitt væri að gera sér nákvæma grein fyrir, hve birgðir væru miklar, þar sem slátrun stæði yfir fram undir 1. desember. Nýja verðið kæmi eftir helgina. Það verður 26- 37% lækkun vegna þess, að farið verður aðgreiða niður nautakjötið. Bændur, sem framleiða nautakjöt. hafa löngum þótzt bera skarðan hlut frá borði. Nú verður- hagur þeirra bættur, á kostnað niður- greiðslna á kindakjöti. Smá- söluverð kindakjöts hækkar eitthvað nálægt 5-6% vegna minnkaðra niðurgreiðslna. — HH Stórskemmdur steypubill Laust eftir hádegi i.gær valt steypubifreið frá Steypustöðinni ut af Suðurströnd á Eiðs- granda. Bilstjórinn slapp ómeiddur, en billinn skemmdist mikið auk þesssemljósastaur er bfllinn rakst á, féll niður. Voru starfsmenn fyrirtækisins lengi að bjástra við að koma bilnum á réttan kjöi og þurftu m.a. að hluta bilinn i sundur, þar eða steyputunnan var full þegar óhappið varð. Svona bilar kosta um 8-9 milljónir, en búizt var við, að hægt væri að gera við þennan. DB mynd Bjarnleifs sýnir starfsmenn fyrirtækisins vinna að þvi að koma bilnum á réttan kjöl, —HP BAT HVOLFDI Á EYJAFIRÐI Gúmbátur fannst á reki við Malarrif t morgun fann vélbáturinn Draupnir VE 550 gúmbát á reki um 2 1/2 sjómilu suð- vestur af Malarrifi. Var gúm- báturinn illa uppblásinn. Er skipverjar höfðu náð bátnum um borð kom i ljós að þarna var kominn annar gúm- bátanna af v.b. Brynjólfi sem sökk fyrir stuttu við Surtsey. ASt. Það hörmulega slys varð á Eyjafiröi i morgun, undan óiafsfjarðarmúla, að vél- bátnum Kristbjörgu frá Ólafs- firði hvolfdi. A bátnum var fjögurra manna áhöfn og komust þrir þeirra i gúmbát og var bjargaö, en formaður báts- ins, Kristján Asgeirsson drukknaði. Samkvæmt upplýsingum sem blaðinu tókst að afla sér i hádeginu hefur Kristbjörg stundað veiðar i nót. 1 morgun gekk á með hvössum hryðjum úti á firðinum, og getur þar orðið mjög sviptivindasamt. Er slysið varð kom v.b. Formaður bátsins drukknaði en þrír björguðust í gúmbát Guömundur Ólafs fljótlega á vettvang og bjargaði mönnunum þremur sem fyrr segir. Kristján Asgeirsson lét eftir sig konu og 3 börn. Vélbáturinn Kristbjörg var 27 tonna bátur, smiðaður úr eik og furu 1974. Eigandi bátsins var Kristbjörg h.f. óiafsfirði. —-ASt 7 milljónir í súginn? Vélin étur fiskinn og roðið Vanstilling á roðflettivélúm veldur miklum skaða i frystihús- um. Gætu allt að sjö milljónir far- ið i'súginn á ári fyrir það, að vélarnar eru ekki rétt stilltar, að sögn kunnáttumanna. Þetta eru skurðtæki, sem losa roðið. „Við urðum i vor varir við mikla vanstillingu, þegar við, ásamt Baader-Þjónustunni, fór- um i húsin,” sagði Sigurður Haraldsson, skólastjóri Fisk- vinnsluskólans, i morgun i viðtali við Dagblaðið. Sigurður kvaðst ekki vilja segja um, hve mikið tapið kynni að vera. Þegar vélin er rangt stillt, ,,ét- ur” hún töluvert af fiskinum, auk roðsins. Asgeir Hjörleifsson, Baader-Þjónustunni, sagði i morgun. að hann gæti hvorki staðfest né mótmælt tölum, sem mönnum dyttu i hug i þessu sam- bandi. Vitað væri, að tapið væri geysilegt. Það væri ekki vélunum að kenna heldur meðferð þeirra. Þetta væri að sjálfsögðu mjög misjafnt. Baader-Þjónustan hef- ur reynt með námskeiðum að kenna mönnum að nýta vélarnar betur. En ör mannaskipti yllu þvi meðal annars, að erfiðlega gengi að bæta úr skák. — HH frjálst, óháð dagblað Föstudagur 7. nóvember 1975. 5 ára drengur keyrður niður á gangbraut Fimm ára drengur liggur meðvitundarlaus i gjör- gæzludeild Borgarspitalans eftir umferðarslys er hann lenti í á gangbraut á Bú- staðavegi kl. 15.23 i gær. Drengurinn var að fara suður yfir Bústaðaveginn er bifreið bar að gangbrautinni. Var drengurinn komin lang- leiðina yfir götuna er hægra framhorn bifreiðarinnar skall á hann. Drengurinn kastaðist um 5 m vegalengd frá bifreiðinni. Þrátt fyrir höfuðhöggið er hann ekki höfuðkúpubrotinn. Hemlaför voru löng á þess- um stað og telur rannsóknar- lögreglan ferð bilsins hafa verið mikla. Bifreiðarstjór- inn telur að hann hafi verið á 60kmhraða. —ASt. Fluttur meðvitund- arlaus til Rvíkur Slys varð um borð i Óskari Magnússyni AK 177. Féll þar maður istiga og hlaut höfuð- högg og var fluttur með- vitundarlaus i sjúkrahúsið. Litlu siðar var hann fluttur flugleiðis til Reykjavikur. 1 Borgarspitalanum var gerð aðgerð á manninum i gær og i morgun varhann kominn til meðvitunar og leið eftir atvikum vel. Maðurinn er á fimmtugs- aldri. —ASt Stórskemmdirbílar Tveir harðir árekstrar urðu með 5 minútna millibili i morgun. Fólk slapp án meiðsla, en bilar urðu iila úti sérstaklega i þeim siðari. Fyrri áreksturinn varð kl 7.40 á móts við Nesti og hinn siðari kl. 7.45 á Miklatorgi. Mjög slæmt skyggni var i borginni i gær. Þótti lögreglu- mönnum helzt til fáir öku- menn taka nægilegt tillit til aðstæðna. —ASt Skemmdarvargur á ferðá Klapparstíg t nótt var stór sýningar- gluggarúða brotin i Leik- fangaveri við Klapparstig. Maður er þar átti leið um var valdur að þessum skaða og braut hann rúðuna með þvi að sparka i hana. Bilstjóri, sem þarna átti leið um, sá atburðinn og gerði lögreglu viðvart. Náöi hún skemmdarvarginum, sem ekki framdi verknaðinn i auðgunarskyni. —ASt FEKK LAMBS- LUNGU ÁTÁNA — og hún brotnaði Ekki virðist það i fljótu bragði þurfa að boða hættu eða draga dilk á eftir sér þó lambalungu falli á tær fuli- vaxins karlmanns. En sú varð þó raunin á i gær inni i Sundahöfn, þar sem verið var að afferma bil og lesta skip. Vann maðurinn við ferminguna en fékk lungna- pakka á tána. Var hún talin brotin og maðurinn fluttur i slysadeild. Þess bera að geta að lungun voru beingödduð. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.