Dagblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 14
14 Pagblaðið. Föstudagur 7. nóvember 1975. r CABARET — ein efnilegasta hljómsveitin í langan tíma Nýlega fór hljómsveitarnafnið Cabaret að sjást i auglýsingum skemmtistaðanna. Hljómsveitin er þó ekki ný af nálinni, — hún var stofnuð fyrir þremur mánuðum. Meðlimirnir fóru sér þó hægt i byrjun og vönduðu vel til æfing- anna. Óbeint má rekja fæðingu Cabarettsins til hræringanna sem mynduðust er Paradís var stofnuð, en þá leystist hljóm- sveitin Ernir upp vegna Péturs kapteins Kristjánssonar. Tveir af meðlimum Arna, þeir Sveinn Magnússon, og Ingólfur Sig- urðsson, hóuðu þá saman i hljóm- sveit, og útkoman var ,,dúndur- grúppan” Cabaret. Þrátt fyrir að stutt sé siðan þeir félagar hófu að koma fram opin- berlega hafa þeir þegar getið sér mjög gott orð fyrir skemmtilega tónlist. Meira en helmingurinn af efnisskrá þeirra er þeirra eigin tónsmiðar. Það virðist þó alls ekki há hljómsveitinni, nema siður sé, þvi að hún hefur tveimur góðum tónsmiðum á að skipa. Tónlistina, sem Cabaret leikur, vilja meðlimirnir flokka undir „léttjazzaða soulfeeling”, en enginn þarf að láta sér verða bumbult af þeirri skilgreiningu. Sviðsframkoma þeirra félaganna er með liflegra móti, og setja ljós- kastarar, sem þeir stilla upp, skemmtilegan svip á sviðið. Hljómsveitina Cabaret skipa eftirtaldir: Tryggvi Július Hubner gitar- leikari, sem kemur úr Stofnþeli; Ingóifur Sigurðsson trommu- leikari, úr örnum; Magnús Finnur Jóhannsson, söngvari úr Stofnþeli; Valgeir Skagfjörð pianó- og mogleikari, sem áður lék með Hafróti, og Sveinn Gliturmennin tróno efst Toppurinn á brezka vinsældalistanum i þessari viku er afskap- lega glansandi. David Bowie og Roxy Music tróna þar efst með glitur og glæsibrag sem á ekkert skylt við tónlist en er þó afar dæmigert fyrir ástandið i hinum alþjóðlega rokkheimi nútimans þar sem allt fæst fyrir peninga. Athygli vekur að Glen Campbell — fyrrum einn leiknasti session-gitaristi Bandarikjanna — rýkur úr 13. sæti upp i 5. með lagið „Rhinestone Cowboy” og þykir ýmsum nafn lagsins vel við hæfi. Þá er og vert að geta þess að Esther Phillips, sem er i 8. sæti i London með lagið „What A Difference A Day Makes”, varð fyrst vinsæl á krám og litlum klúbbum i Bretlandi fyrir rúmlega fjöru- tiu árum. ENGLAND 1. (1) Space Oddity.......................David Bowie 2. (7) LovelsTheDrug......................Roxy Music 3. (2) I Only Have Eyes For You ........ArtGarfunkel 4. (3) Feelings.........................MorrisAlbert 5. (13) RhinestoneCowboy.................GlenCampbell 6. (8) What A Difference A Day Makes ....Ester Phillips 7. (5) S.O.S....................................Abba 8. (12) Hold Back The Night...................Trammps 9. (10) Don’t Play Your Rock And Roll To Me....Smokey 10. (4) There Goes My First Love..............Drifters BANDARÍ KIN 1. (2) Island Girl..........................EltonJohn 2. (1) BadBlood............................NeilSedaka 3. (3) TheGames PeoplePlay...................Spinners 4. (5) Miracles.......................Jefferson Starship 5. (6) Low Rider..................................War 6. (4) Lyin’Eyes ............................ Eagles 7. (9) HeatWave.........................Linda Ronstadt 8. (13) Fly, Robin, Fly ..............Silver Convention 9. (7) WhoLovesYou ...................The Four Seasons 10. (11) TheWay I WantToTouch You .The Captain And Tennille i Þýzkalandi er „S.O.S.” i efsta sæti, i Hollandi lagið „Morning Sky” með George Baker Selection, og gamla góða „Love Will Keep ,Us Together” er efst i Hong Kong. —ÁT/ÓV. CABARET: frá vinstri Valgeir Skagfjörð, Tryggvi Hubner, Sveinn Magnússon, Ingólfur Sigurðsson og súpersöngvarinn Magnús Finnur Jóhannsson. PB-mynd — Björgvin Pálsson. Magússon, bassaleikari úr örnum. Þeir Ingólfur og Valgeir sjá um tónsmlðar hljómsveitar- innar. Allir eru þessir menn hinir beztu hljóðfæraleikarar, en ef nefna ætti einn öðrum fremri mætti helzt nefna Magnús Finn söngvara. Hann má hiklaust telja eitt mesta efni sem hefur komið fram á sjónarsviðið á siðustu árum. Rödd hans er með afbrigð um áheyrileg og sviðsframkoman með ágætum. Ég spái þvi að margir eigi eftir að öfunda Cabarettinn af þeim söngvara. —ÁT Pelicon verður 4 monna hljómsveit! „Höldum öllum möguleikum opnum/' segir Ómar Óskarsson „Við höfum ákveðið að vera bara fjórir og sjá sjálfir um söngirm. Þar til við höfum æft hljómsveitina vel upp verður Herbert með okkur áfram.” Svo fórust orð Ómari Óskarssyni, gitarista Pelican, þegar fréttamaður blaðsins ræddi við hann i gær Hann bætti við: „En að sjálfsögðu eru allir möguleikar opnir á að við tökum inn söngvara, ef góður maður býðst.þá gjarnan maður sem einnig getur gripið i hljóð- færi.” Um brottför Herberts Guðmundssonar úr hljóm- sveitinni sagði Ómar að aug- ljóslega hefðu þeir félagar gert mistök i upphafi þegar hann var ráðinn. Aðdáendur hljóm- sveitarinnar hefðu aldrei fellt sig almennilega við þessa ráðstöfun, sem auk þess hefði ekki borið þann árangur, sem vænzt hefði verið. „Við erum allsendis óhræddir að halda fjórir áfram,” sagði Ómar og brosti breitt, „enda hefur þessi kjarni alltaf verið sterkasta hlið hljómsveitar- innar. Við Jonni (ólafsson bassaleikari) munum skipta söngnum bróðurlega á milli okkar,ogeinnig getur vel komið til greina að Björgvin (Gislason gitar- og hljómborðsleikari) taki lagið við og við ef honum býður svo við að horfa.” Brottför Herberts úr hljóm- sveitinni kom þvert ofan i yfir- lýsingu Pelican i Dagblaðinu fyrir viku þess efnis að engar breytingar á hljómsveitinni væru fyrirhugaðar. „Ætli maður neyðist ekki til að skýra það einfaldlega sem ótimabært frumhlaup, ” sagði Ómar Óskarsson um þá yfirlýsingu. „Allavega erum við allir mjög sáttir með skipan mála eins og hún er i dag.” —óv Pelicanar loks lausir við áhyggjur af söngvaramálum sinum : Jón Ólafsson, ómar Óskarsson, Björg- , vin Gislason og Asgeir óskarsson. DB-myndir, BP. Harðnandi samkeppni í íslenzkri plötuútgófu: Um 20 ísl. hljómplötur út fyrir jól Eik kynnir plötu sína í Tónabœ Þegar allt er tint til má búast við að um 20 islenzkar hljóm- plötur verði á markaðinum nú fyrir jólin og er það um helm- ings aukning frá þvi i fyrra. Fáar plötur, en góðar, hafa komið út það sem af er þessu ári og hafa þær selzt vel. Stuðmenn eru i um 7000 eintökum, Lonli Blú Boysi kringum 6000og plata Gylfa Ægissonari yfir 3000 ein- tökum. Gæðum hljómplatna hefur fleygt fram hér að undanförnu með tilkomu þeirra tveggja studióa sem eitthvað eru, og auk þess eru framleiðendur farnir að vanda pressun þeirra að mun, sem er mikil framför. Það er hins vegar augljóst að fullmikil bjartsýni rikir hjá út- gefendum hijómplatna að telja að allar þessar 20 plötur seljist að ráði. Áður var þetta svo að allar plötur, sem gefnar voru út á islenzku, seldust og seldust yfirleitt vel. Þá var ekki úr neinu að velja og flestir vildu eignast plötur með islenzkum hljómsveitum og listamönnum. Nú er hins vegar hætt við að fólk hafi ekki ráð á þvi að kaupa obbann af islenzkum plötum, sem gefnar verða út, og er lik- legt að það komi hart niður á þeim hljómsveitum og lista- mönnum sem óþekktari eru og nota þurfa mikla peninga i aug- lýsingar. Um 1000 eintök þurfa aö seljast til þess að standa und- ir kostnaði, en það er auðvitað misjafnt. Sumir hafa unnið sin- ar plötur á tiltölulega stuttum tima hér heima og sleppa senni- lega vel, en aðrir — og jafnvel ó- þekktar hljómsveitir — hafa farið til Ameriku og London og tekið þar upp með ærnum til- kostnaði. Er þvi liklegt að bilið milli þeirra, sem vel seljast og eru gamli’r i hettunni, og hinna, sem nýrri eru, verði. enn stærra en fyrr. Er það skaði þvi það kem- ur ennþá betur i veg fyrir að ný- ir kraftar komi fram. —HP Hljómsveitin Eik mun kynna nýútkomna hljómplötu sina i Tónabæ annað kvöld þar sem hljómsveitin leikur. fyrir dansi. Verður það i fyrsta skipti sem lögin af tveggja laga plötunni „Hotel Garbage Can" / „Mr. Sadness” verða leikin opinber- lega af hljómsveilinni sjálfri. Nánar verður greint frá plötu Eikar — auk nýútkominna tveggja laga platna Megasar og Bjarka Tryggvasonar— i blaðinu á miðvikudaginn. —ÓV. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.