Dagblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 2
2
Pagblaðiö. Föstudagur 7. nóvembcr 1975.
Viðskiptakjörin við útlönd:
Komumst enn ekki
úr úlfakreppunni
— þrátt fyrir hœkkun á mjöli, lýsi og freðfiski
Illa gengur að ná bata á okkar
löku viðskiptakjörum við út-
lönd. Þótt verðhækkun hafi orð-
ið á mjöli, lýsi og freðfiski sem
við seljum útlendum, kemur á
móti verðhækkun sem búast má
við á innflutningi. „Fátt bendir
þvi til þess að viðskiptakjörin
séu að batna, en kannski eru
þau heldur ekki aö versna,”
sagði Ólafur Daviðsson, hag-
fræðingur i Framkvæmdastofn-
un, i viðtali við Dagblaðið i gær.
Viðskiptakjörin versnuðu
nokkuð á öðrum fjórðungi árs-
ins eftir að þau höfðu versnað
mikið á fyrsta fjórðungi. Það,
sem vitað er um breytingar á
þriðja fjórðungi ársins, gefur til
kynna að kjörin séu mjög svip-
uð. Breytingin er litil, og það
sem er, liklega heldur til hins
verra. Verð á útflutningi lækk-
aði fremur'en hitt á þriðja árs-
fjórðungi, en innflutningsverð
hækkaði þá heldur ekki svo að
heitið gæti. Verð á saltfiski
lækkaði til dæmis nokkuð á
þeim ársfjórðungi, það er að
segja um mitt árið.
Breyting, sem varð á gengi i
september þegar dollar hækk-
aði, var hagstæð fyrir verð á
innfluttum vörum þar sem
gengi gjaldmiðla rikja sem við
kaupum mikið af lækkaði þá
nokkuð gagnvart krónu. Þetta
hefur áður komið fram hér i
blaðinu. Siðasta breytingin,
hækkun á verði nokkurra út-
flutningsvara okkar, hefur ekki
dugað til þess að við gætum snú-
iðvöm i sókn á þessu sviði efna-
hgsmála sem kannski er hið
allra mikilvægasta fyrir okkur á
„krepputimum”.
—HH
QcrcrajHQ
Ef þú byrjar aö reykja feröu út á mikla hættubraut.
Þad flan gæti endað með þvi aö þú yröir
háöur súrefnishylki, eins og sumir
lungnasjúklinganna á islenzkum sjúkrahúsum.
Þeir ætluöu aldrei aö falla fyrir sigarettunni, en
hún náöi aó menga svo i þeim lungun aö þeir
ná ekki lengur nægu súrefni úr andrúmsloftinu
og veröa aö draga andann úr súrefnishylki, sem
þeir þurfa aö hafa meó sér hvert sem þeir fara.
Hugsaóu máliö til enda.
Reyktu aldrei fyrstu sigarettuna.
SAMSTARFRWFFMn IIM RFVlílKm amadmid
Peningaveski
stolið
Hún var sannarlega ekki hepp-
in, bóndakonan af Vestfjörðun-
um, sem kom á dögunum i inn-
kaupaleiðangur til höfuðborgar-
innar. Peningaveskinu hennar
með hundrað og fimmtiu þúsund
krónum var stolið á meðan hún
mátaði föt i Hagkaupi við Lauga-
veginn.
Atburður þessi átti sér stað á
þriðjudaginn rétt fyrir lokunar-
tima verzlunarinnar. Konan
skildi tösku sina eftir i tösku-
geymslunni, en tók peningaveskið
með sér. Vinkona hennar, sem
var með i förinni, geymdi veskið
á meðan konan mátaði, en lagði
það frá sér smástund. Þegar til
átti að taka var veskið horfið.
t veskinu voru um 120.000 krón-
ur i peningum og ávisun upp á
15.640 krónur frá Búnaðarbank-
anum i Búðardal.
Þessi stuldur kemur konunni
ákaflega illa. Arsiaun bóndakonu
eru nú reiknuð 170.000, svo að
hana munar um eyrinn. Þeir sem
kynnu að geta gefið einhverjar
upplýsingar um þjófnað þennan
eru beðnir um að snúa sér til
rannsóknarlögreglunnar. —AT
Styðja INSÍ
Aðalfundur Iðnnemafélags
Suðurnesja hefur sent frá sér
samþykkt þar sem fundarmenn
lýsa yfirfullum stuðningi við þær
aðgerðir Iðnnemasambands Is-
landssem fram hafa farið til þess
að opna augu ráðamanna fyrir
nauðsyn aukins fjármagns til
verkmenntunar: „Fundurinn lýs-
ir furðu sinni á þvi tómlæti, sem
stjórnmálamenn hafa sýnt þessu
mikla hagsmunamáli þjóðarinn-
ar að eignast góða iðnaðarmenn.
Ennfremur leggur fundurinn á-
herslu á aö meistarakerfiö er orð-
ið algjörlega úrelt og til þess eins
fallið að stöðva iðnþróun á Is-
landi,” segir ennfremur i sam-
þykktinni. HP
Umferðin: 25. banaslysið
Lézt í bílveltu
í Tálknafirði
Banaslys varðá Tálknaf jarðar-
vegi i fyrrinótt. Frambyggð
jeppabifreið valt út af veginum,
skammt frá vegamótunum til
Bidudals og varð ökumaður
hennar, Sigurður Hjörtur Stef-
ánsson undir henni. Mun hann
hafa látizt samstundis. Allmikil
ising var á veginum og þar sem
bifreiðin rann út af er vegkantur-
inn um 5 metra hár.
Sigurður var verkstjóri við nið-
ursetningu véla i rafstöð Raf-
magnsveitna rikisins i Tálkna-
firði og hafði komið til Patreks-
fjarðar i fyrradag. Hann var tæp-
lega 33ja ára, til heimilis að
Skólagerði 61 i Kópavogi og lætur
eftir sig konu og tvö börn. —HP
lllaðan cr orðin tvilyft meö gagnsæju plastþaki. Teikningar gerði
Vífill Magnússon arkitekt. Db-mynd Ragnar Sig.
Blómabúð í
f jósi, hlöðu og
súrheysturni
Sérkennileg verzlun í gamla
Breiðholtsbœnum
Sérkennileg en glæsileg
blómaverzlun verður opnuð i
Breiðholtsbænum á morgun.
Það er Gróðrarstöðin Alaska
sem búðina rekur, en Alaska
hefur verið með gróðrarstöð i
Breiðholtslandi undanfarin ár.
Búðin sem nú verður opnuð er
rekin i fjósi, hlöðu og súrheys-
turni gamla Breiðholtsbæjarins
eftir að umfangsmiklar breyt-
ingar hafa verið gerðar á hús-
næðinu.
Búðin verður rekin með sér-
stöku sniði. Blómabúðin er á
tveimur hæðum i hlöðunni,
einkar snoturlega útbúin. Þar
verða allar tegundir blóma og
jurta auk kerta, gjafavöru og
keramikshluta ásamt fleiru.
1 fjósinu verða einnig alls
kyns blóm og stærri jurtir en
þar verða jafnframt haldnar
ýmiss konar sýningar. Við opn-
unina nú verður Glit með sér-
staka sýningu og verður renni-
bekkur á staðnum svo sýna
megi hvernig framleiðslan
verður til.
Þá verður og sett upp mál-
verkasýning i fjósinu og þar
sýnd allmörg verk eftir Jón
Haraldsson.
Verzlunarstjóri nýju Alaska-
búðarinnar verður Aad Groene-
weg en þar koma til með að
starfa 4—6 manns. Þetta er
fyrsta blómabúð Breiðholts og
gróðrarstöðin verður rekin
áfram eins og verið hefur. ASt
Landspítalinn:
ENGIN FJÖLGUN Á
FÓSTUREYÐINGUM
„Ekki hefur orðið nein fjölgun
á fóstureyðingum siðan nýju
lögin gengu i gildi,” sagði Sig-
urður Magnússon, yfirlæknir
kvensjúkdómadeildar Landspit-
alans i viðtali við blaðið. „Að
visu höfum við ekki neinar tölur
handbærar ennþá, en við höfum
ekki talið að aukning hafi orðið,
þrátt fyrir rýmkun þá á reglum
um fóstureyðingar er lögin
höfðu i för með sér.”
Sagði Sigurður að fóstureyð-
ingar væru nú framkvæmdar á
öllum spitölum á landinu. en
aðeins á Landspitalanum fyrir
þær konur sem búsettar eru hér.
1 þessu sambandi má geta að
þróun þessara mála hefur orðið
ailmjög á annan veg á Norður-
löndunum. Þar hafa fóstureyð-
ingar stóraukizt og hafa jafnvel
verið framkvæmdar tvisvar —
þrisvar á sömu konunni. Hafa
læknar þar kvartað yfir þvi, að
svo virðist sem margar konur
noti þennan möguleika sem
getnaðarvörn og væri þar alvar-
legur misskilningur á ferðinni.
—IIP