Dagblaðið - 21.11.1975, Page 4

Dagblaðið - 21.11.1975, Page 4
4 Dagblaðið. Föstudagur 21. nóvember 1975 Landhelgin í gœr: Týr klippir aftan úr einum, — reynt að sigla ó Þór og Árvakur Um 40 brezkir togarar í landhelgi begar við renndum okkur nið- ur úr skýjunum yfir Ingólfs- höfða tók talstöðin heldur betur viðbragð, enda komu fyrstu brezku togararnir i ljós er flogið hafði verið stutta stund austur með ströndinni. Formælingum og klámi rigndi yfir Jón loft- skeytamann, sem tók lifinu með ró og brosti út i annað. Skipstjórinn á Huddersfield Town, sem var einn 11 togara á miðunum út af Hvalbak, kvart- aði undan þvi að hann heföi ekki getað bleytt net sin i 36 tima en aðrir höföu þó fengið eitthvað, m.a. var vitað um einn sem hafði fengið tvö tonn i hali, sem þeim brezku þótti gott. TF-Sýr sveigði nú norður með austurströndinni yfir svæði það er brezku togararnir höfðu ætl- að sér að veiða á, svæði sem markast af Hvalbak að sunnan og Glettinganesi að norðan, en svo brá við að enginn þeirra hafði komið þangað. Skýrjnguna töldu menn vera þá að snemma i gærmorgun klippti varðskiptið Týr aftan úr togaranum Benella frá Hull, skammt norður af Langanesi og hefðu togarararnir haldið sig þar áfram i mótmælaskyni. Dráttarbátarnir þrir, sem komu á miðin i fyrradag, lónuðu norð- ur á bóginn i átt að varðskipinu og ekki leið á löngu þar til við sáum varðskipið Tý, umkringt einum 15 brezkum togurum. Sigldi það þvers og krus miili togaranna og höfðu þeir litinn tima til að athafna sig. Norður með landinu var litið að sjá en er komið var á Hala- miðin var heldur meira lif i tuskunum. bar elti varðskipið Árvakur togarann Lord Jellico, sem gert hafði tilraun til að sigla á varðskipið eftir að hafa margreynt sömu kúnstir við varðskipið bór i fyrrakvöld. Gekk tilraun togarans illa, enda er Árvakur snar i snúningum þótt vélaraflið sé ekki mikið. Alls töldu flugliðar á gæzlu- flugvélinni Sýr 41 brezkan tog- ara á miðunum við ísland en nær allur islenzki flotinn hélt sig við Hala, ásamt tveim færeysk- um. HP Kjœrnested klippir: HEF EKKI EFTIR ORÐBRAGÐIÐ ,,bað er allt ósköp rólegt,” sagði Guðmundur Kjærnested skipherra á varðskipinu Tý er haft var samband við hann um talstöð gæzluflugvélarinnar Sýr á miðunum undan Langanesi. ,,beir byrjuðu að reyna að fiska hér i morgun en aflinn hefur verið heldur rýr.” Guðmundur var spurður að þvi hver við- brögð skipstjórans á togaranum Benella hefðu verið er klippt var á togvira hans, en sagðist Guð- mundur ekki geta haft það eftir. Ekki kvaðst Guðmundur heldur hafa miklar áhyggjur af tilvist dráttarbátanna þriggja og sagði að lokum að þeir á Tý myndu halda ótrauðir áfram aðgerðum sinum, „enda er olian ekki búin ennþá.” HP Ásiglingartilraun Lord Jellico: „Við eigum auðvelt með einn," sagði skipherra Togarinn Lord Jellico frá Grimsby tók upp þráðinn þar sem frá var horfið i siðasta þorskastriði er hann reyndi að sigla á varðskipin bór og Ar- vakur á miðunum norö-vestur af landinu i gær og i fyrradag. Við komum að Árvakri i gær er hann elti togarann og haft var samband við Höskuld Skarphéðinsson skipherra um talstöð er sveimað var yfir: „betta var hálftima strögl,” sagði Höskuldur, „en við átt- um aldrei i neinum vandræð- um enda getum við tekið krappar beygjur.” Kvaðst skipherra hafa byrjað að stugga viö togaranum er hann vildi ekki fylgja eftir 4 öðrum togurum er héldu austur á bóginn með morgninum og þá hefði skipstjórinn gripið til þessara ráða. „Við höldum vel i við einn slikan”, sagði Höskuldur, „en hins vegar er ekki að vita hvað gerzt getur ef þeir leggja margir til at- lögu.” hn. Verndarskipið Aquarius út sent af brezka heimsvcldinu til að vernda brezka landhelg- isbrjóta fyrir islenzku varð- skipunum. Hann stefnir hér til fundar viö Tý norður af Langanesi. Ljósm. Bjarni Helgason. „Ég er strax farinn að kviða fyrir jólaauglýsingaflóðinu,” sagði Vignir Sveinsson stjórn- andi föstudagspopphornsins. „Auglýsingarnar fara nefnilega oft illilega framyfir áætlaðan tima og þá er þátturinn hjá mér styttur.” Vignir er búinn að sjá um föstudagspopphornið siðan i mai 1974. Hann er sá eini sem sendir þátt sinn beint út. „Ég verð eiginlega að senda hann beint út vegna auglýsing- anna. Ég var stundum búinn að taka upp 45 minútna þátt, en svo var ekki sent út nema fimmtán minútur af honum. Ég kann miklu betur við þetta fyrir- komulag heldur en að vinna þáttinn i stúdiói.” Oft hefur verið kvartað yfir þvi að popphornin séu á óhent- ugum tima. Hvaða skoðun hefur Vignir á þvi? „Jú, þetta er afleitur timi, svona rétt eftir auglýsingar. Helzt vildi ég vera með þáttinn einhvern tima rétt eftir kvöld- mat eða einhvern tima um helgi.” — En finnast þér vera nógu margir poppþættir i útvarpinu? fyrir viðkomandi fólk.” — bú þykir spila töluvert mikið af soultónlist i þáttunum. Er það uppáhaldstónlistin þin? „begar ég byrjaði með popp- hornið fannst ,mér of litið gert fyrir þessa tónlist svo að ég sér- hæfði þáttinn i þéssu. Soulið var litið þekkt hér á þessum tima svo að mörgum likaði þetta ekki fyrst i stað. En nú er soultónlist- in orðin vel kynnt og ég heyri lit- ið sem ekkert af óánægjurödd- um nú orðið. Uppáhaldstónlistin min? Ég hlusta mikið á soul en ég hlusta einnig á flestar aðrar tónlistar- tegundir, meira að segja klassik þegar svo býður við að horfa.” — Og hvað á svo að vera i þættinum i dag? „1 dag ætla ég að hafa islenzkt popphorn. Ég kynni flestar þær plötur sem hafa komið út nú á siðustu dögum, svo sem Spil- verkið, bokkabótarplötuna, nýju plötuna hans Gunnar bórð- ar og jafnvel Ingimar Eydal, það er ef sú plata verður komin út. Einnig tek ég eitthvað af litl- um plötum sem hafa komið út að undanförnu.” —AT- „bað mætti svo sem bæta nokkrum þáttum við. En það er ekki aðalatriðið heldur ætti að byggja þessa þætti öðruvisi upp. Eins og þeir eru núna eru þeir bæði þurrir og leiðinlegir. bað myndi lifga mikið upp á að hafa viðtöl við poppara eða jafnvel almenning. Nú eru þættirnir lit- iö annað en „þetta var þetta lag og nú leikum við hitt” og þannig endalaust áfram.” — En hvað er i veginum fyrir að taka svona viðtöl? „bað er stranglega bannað af yfirmönnum útvarpsins á þeirri forsendu, að þvi er mér skilst, að þessi viðtöl séu auglýsing Útvarp í dag kl. 16,25: Vignir Sveinsson: Hlusta á allar tegundir tónlistar. ISLENZK TONLIST í POPPHORNI

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.