Dagblaðið - 21.11.1975, Qupperneq 9
Ðagblaðið. Föstudagur 21. nóvember 1975
9
V
spœnsku stjórnarondstöðunnar
vorum í andstöðu við stjórn
Francos”.
Frekari samstaöa
andstöðuflokkanna
Lýðræðisáætlunin var sett á
stofn í Madrid i júni sl. af áður-
nefndum sósialistaflokki
Gonzalezar og 15 öðrum smá-
flokkum. Þeirra á meðal voru
tveir flokkar kristilegra demó-
krata, klofningsflokkur úr
Kommúnistaflokki Spánar,
Kalistar og nokkrir lands-
byggðaflokkar Katalóniumanna
og Baska.
Lýðræðisstjórnin var stofnuð i
Paris i júli af hinum útlæga
kommúnistaleiðtoga Satiago
Carrillo, hershöfðingja og
Rafael Calvo Serrer, fyrrum
ritstjóra i Madrid, sem lýsir
sjálfum sér sem konungssinna.
Rætt hefur verið um samruna
andstöðufylkinganna tveggja.
En kommmúnistar og
sósialistar, sem ekki unnu
saman með of glæsilegum
árangri i samsteypustjórninni
fyrir borgarastyrjöldina, van-
treysta hver öðrum jafnmikið
og þeir hata stjórn Francos og
allt sem minnir á hana.
Skömmu áður en Júan Carlos
tók víð völdum komu fylking-
arnar tvær saman og sendu
frá sér sameiginlega yfirlýsingu
þar sem þær fordæmdu aftökur
skæruliðanna fimm 27. septem-
ber og hin hrikalegu lög sem
sett voru i kjölfar þeirra af
Franco.
En yfirlýsingin var ekki fyrr
komin i lokað umslag og af stað
i póstkassann en ágreiningur
hópanna tveggja brauzt upp á
yfirborðið.
Aætlunarfélagar ásökuðu
Carrillo fyrir að auka á ringul-
reið og að nota yfirlýsinguna i
eiginhagsmunaskyni.
Felipe Gonzalez, leiðtogi
harðlinuflokks sósialista og
Lýðræðisáætlunarinnar, segir
hverja þá tilraun sem stjórn
Júans Carlosar geri til að við-
halda rikjandi valdaskipulagi
verða til að auka mjög á þá
spennu sem fyrir er i landinu.
Þriðji leiðtoginn, lögfræðing-
urinn Jaime Cortezo, sem er i
forsvari hinna vinstrisinnuðu
Kristilegu demókrata, er einnig
eiga aðild að Lýðræðisáætlun-
inni, segir að ef konungur flýti
ekki fyrir umbótum. þá ,,mun
flokkur okkar snúast gegn
honum á sama hátt og við
Juan Carlos prins sem á morg-
un verður krýndur konungur
Spánar: Stjórnarandstaðan
kann að verða honum erfið.
Stuðningur á reiki
Áætlað er að fjöldi stuðnings-
manna kommúnista á Spáni sé
einhvers staðar á milli 5000 og
30.000. Sósialistar segjast vera
með um 20 þúsund félaga en þar
sem þeir hafa ekki fengið að
taka þátt i kosningum á Spáni
siðan fyrir borgarastyjöldina,
er erfitt að segja til um
raunverulegan styrk þeirra.
Fréttaskýrendur eru flestir
þeirrar skoðunar að stuðnings-
menn sósialista séu fleiri en
stuðningsmenn kommúnista en
aftur á móti hafi hinir siðar-
nefndu fleiri virka félaga innan
sinna vébanda.
Eftir áralangan dvala undir
stjórn útlægra leiðtoga, sem nú
taka að gerast gamlir og ekki
lengur í sambandi við ástandið
á Spáni, gerði flokkurinn tilraun
til að hleypa nýjum og auknum
krafti i foringja sína á flokks-
þinginu i Paris á fyrra ári þegar
Felipe Gonzalez, ungur lög-
fræðingur, var kjörinn aðal-
ritari flokksins.
Sósialistar halda enn áhrifum
sinum i bönnuðum verkalýðs-
félögum landsins en þar getur
nú brugðið til beggja vona
vegna elli leiðtoganna.
Sumir hinna yngri og rót-
tækari félaga eru óánægðir með
flokkinn og hafa þvi snúið sér að
nýjum, öfgasinnuðum vinstri-
hópum á borð við Byltingar-
samtök and-fasiskra föður-
landsvina (FRAP) sem bera
ábyrgð á mestu þvi ofbeldi, sem
riðið hefur yfir landið að undan-
förnu. Þrir skæruliðanna fimm,
sem liflátnir voru nýlega, voru
félagar i FRAP.
Öðruvisi
mér áður brá
1933 lét kommúnistaflokk-
urinn af fyrri stefnu sinni, er
meira og minna spúði eldi og
brennisteini, og tók upp aðra og
hógværari stefnu sem dró að sér
mikinn fjölda herskárra sósial-
ista. stjórnleysingja og lýð-
ræðissinna.
A timum borgarastriðsins var
kommúnistaflokkurinn sterk-
asta stjórnmálaaflið i spænska
lýðveldinu fyrir tilstilli
sovézkra vopna og alþjóðlegra
samúðarherferða fyrir tilstilli -
heimskommúnismans.
Þegar lýðræðið féll 1939
leystist flokkurinn nær upp og
leiðtogar hans flýðu úr landi.
Nú leggur kommúnista-
flokkurinn mesta áherzlu á frið-
samlega herferð til öflunar allra
lýðræðissinnaðra afla sem óska
eftir frjálslyndari stjórnar-
stefnu.
„Markmið okkar er að hjálpa
þeim öflum er vilja steypa
fasismanum og einræðinu — og
koma á lýðræði,” sagði Carrillo
nýlega i London.
Hann bætti þvi við að
kommúnistar gætu ekki viður-
kennt Júan Carlos nema hann
gerði þegar i stað ráðstafanir til
að slaka á stjórnarfari i landinu.
Arias sá að sér — en
gamli maðurinn samur
við sig
Meðal kristilegra demókrata
er hvað eftirtektarverðast Sam-
band vinstri lýðræðissinna.
Leiðtogi þess er fyrrum
menntamálaráðherra Spánar,
Joaquin Ruiz Jimenez. Vel má
segja að Sambandið sé á vinstri
væng kristilegra demókrata.
Carlos Arias Navarro, for-
sætisráðherra stjórnar
Francos, gerði sér grein fyrir
nauðsyn þess að stjórnmálaöflin
i landinu hefðu einhvern lög-
legan starfsgrundvöll á Spáni
nútimans. Því gerðist það i
desember á fyrra ári að hann
lagði fram lög sem gerðu ráð
fyrir starfsemi stjórnmálalegra
sambanda og lauslegra stjórn-
málaflokka.
Franco brá skjótt við og
neitaði að undirskrifa lögin en
leyfði stjórnmálaflokka sem
voru reiðubúnir að fallast á
skilyrði hans fyrir starfseminni.
Vegna þessara takmarkana
létu stærri flokkarnir undir
höfuð leggjast að sækja um
starfsleyfi.
Áhrifamiklir stjórnmálamenn
hægra megin við miðju á dans-
gólfi stjórnmálann„, sem vildu
taka þátt i stjórnmálastarfsemi
án þess að svinbeygja sig fyrir
stjórn Francos, tóku til þess
ráðs að setja upp fyrirtæki,
kallað Fedisa, sem hafði
„stjórnmálanám” á stefnuskrá
sinni.
1 hópi þeirra er Maunuel
Fraga Iribarne, til skamms
tima sendiherra lands sins i
Bretlandi og fyrrum
upplýsingamálaráðherra, og
greifinn af Motrico, Jose Maria
Areilza, fyrrum sendiherra i
Bandarikjunum.
Báðir eru þeir taldir geta
komið til greina sem forsætis-
ráðherrar fyrstu stjórnar Júans
Carlosar.
Föstudags-
grein
ofvitar þurfum við i komandi
átökum fyrst og fremst að reyna
að ná samstöðu og trúnaði.
Forustumenn okkar i þessum
málum þurfa að tengjast
tryggðaböndum þó svo að þeir
séu ólikir persónuleikar og hafi
ólikar pólitiskar skoðanir.
Þjóðarhagur krefst þess. Út frá
trúnaði þeirra og innbyrðis
drengskap, sem flekkur falli ekki
á, má svo byggja trúnað og traust
þjóðarinnar með opnari tengslum
og upplýsingamiðlun.
Ég vil minnast siðasta þorska-
striðs og rifja það upp að innan
vinstri stjórnarinnar, sem þá fór
með völd, tókst slikt trúnaðar-
samband. Þó Lúðvik væri dálitið
órólegur og stundum skrum-
kenndur hélt hann þó aftur af
strák sinum þar til undir lokin að
efnahagskreppa með
vinstri-gengislækkun riðlaði vin-
skapnum sem var sennilega
raunverulega ástæðan fyrir þeim
miklu mistökum sem þá uröu i
lokaþætti Bretasamninganna.
En mestallan timann mynduðu
vinstristjórnar-ráðherrarnir
sterkan samhentan hóp. Ólafur,
Einar, Lúðvik og Magnús Torfi
mynduðu hóp s.em var þess
umkominn að mæta ensku
lafðinni.
Mér finnst að nú strax i byrjun
hafi þetta farið á misvixl. Allt
hefur einhvernveginn orðið los-
aralegt, i hálfgerðum molum,
málstaður okkar virðist ekki hafa
verið skýrður né leiddur nógu vel
fram i samningaumræðum. Ekki
sést mótun trúnaðarsambands
innan forustuhópsins og málin
siðan skýrð og túlkuð óglöggt
fyrir þjóðinni. Ég vil ekki taka of
sterkt upp i mig en mér finnst ein-
hvernveginn að þetta allt sé ekki i
nógu góðu lagi núna. Ég er dálitið
smeykur um að veikindi Matthi-
asar kunni að koma inn i og eiga
einhvern þátt i þessu. Það er
vandamál þegar ráðherrar veikj-
ast á örlagastundum. Persónu-
lega getur það verið svo við-
kvæmt að enginn þori að benda
þeim á að mikilvæg mál van-
rækjast i fjarveru. Þvi verða
menn að framkvæma sjálfsmat.
hvort einhver annar ætti ekki að
taka við starfi og ábyrgð, þó ekki
væri nema i forföllum, þegar
mikið liggur við.
Það er.nú illskiljanlegt og mjög
loðið hvernig og hvers vegna
sextiu og fimm þúsundin komu á
döfina, alltof há og snemmbær
tala, en grunur leikur á að hér
hafi orðið einhver mistök sem
e.t.v. rekja rætur til þess að
vantaði á mótun samstarfshóps
og e.t.v. of mikið lagt á Einar
Ágústsson að standa einan i eld-
linunni á móti skörpum og eld-
mælskum manni eins og Hatters-
ley virðist vera.
Eftir á skorti og mjög á opin-
bera útskýringu á málstað
Islendinga. Hér voru þá staddir
fjórir fréttamenn enskra stór-
miðla sem mér virðist að hafi
ekki fengið nægilega upplýsingu.
Þetta gæti aftur bent til þess að
málstaðurinn hafi heldur ekki
verið nægilega túlkaður á samn-
ingafundunum. Það var t.d. mjög
áberandi hvernig Hattersley
sópaði burt sem fráleitum,
umdeilanlegum og óklárum
rökum fiskifræðinga um veiðitak-
markanir. Af þvi mátti greinilega
ráða að hann hefði ekki einu sinni
viljað ræða þau á samninga-
fundum. Þungamiðjunni i öllum
málflutningi tslendinga var sópað
af borðinu.
Framsetning skýrslu visinda-
mannanna hefur verið mjög
óskipuleg. Fyrstu viðræður við
Breta fóru fram án vitneskju um
hana, siðan skall hún yfir eins og
sprengja, enhefur fremur verkað
hér innanlands til að auka ugg og
æsing og deilur. Þó er fjarri þvi
að hún hafi enn verið fyllilega
útskýrð innanlands svo almenn-
ingur skilji hana til fulls. En hitt
er þó alvarlegast að hún hefur lit-
ið getað notast sem vopn á er-
lendum vettvangi. Þar vita menn
varla að hún sé til. Mér skilst að
enn hafi hún ekki verið þydd á
ensku. nema stuttir hávisindaleg-
ir þættir sem almenningur getur
með engu móti skilið. Þó er sagt
að hún eigi að vera tromp.
Ég vil hér ekki að sinni gagn-
Eitt verndarskipanna, dráttarbáturinn Sirius, á siglingu i gær undan Langanesi.
rýna einstaka þætti landhelgis-
málsins efnislega en vil leggja
áherslu á þetta, að sé fyrirsjáan-
leg löng deila með árekstrum og
samningaumleitunum þá þarf hið
bráðasta að koma á traustara og
virkara samstarfi til ákvarðana-
töku isamningaumleitunum. Þeir
ráðherrar, sem hér koma einkum
við sögu, Geir og Einar, Ólafur og
sjávarútvegsráðherra verða
ásamt ráðuneytisstjórum og for-
stjóra landhelgisgæslu að mynda
eins konar virkt herráð með
stöðugu vakandi trúnaðarsam-
bandi sin á milli og 24 klst. sima-
tengslum á sólarhring. Þeir verða
að mynda gengi þar sem hönd sé
alltaf reiðubúin að styðja hönd og
veita samhæfð andsvör. Einnig er
mikilvægt að upplýsingamiðlanir
séu greiðar og öruggar. Lipur og
greinargóður fulltrúi landhelgis-
gæzlunnar hefur undanfarna
daga unnið gott starf i
miðlun upplýsinga. Nú heyrist að
sérstakur blaðafulltrúi hafi verið
ráðinn þar og hefur hann mikil-
vægu hlutverki að gegna. Hins
vegar er miðlun utanrikis-
ráðuneytis of hæglát og þyrfti að
fjörga hana og tryggja að hún sé
snögg að ná tengslum við erlenda
fréttamenn. Einnig má rifja það
upp að blaðafulltrúi forsætis-
ráðherra i siðasta þorskastriði
liðkaði oft mjög fyrir miðlun
islenskra sjónarmiða svo að
honum gátu fyrirgefist nokkur
mistök.
öllu þessu skipulagi þarf nú að
kippa hið skjótasta i liðinn ef ekki
eiga að dynja yfir sifelld mistök
og misskilning þar sem ósam-
kvæmni rikir og einn veit ekki
hvað annar sagði, þar sem allt
lokast uggvænlegri leynd og
gagnkvæmu vantrausti.
Á þessu stigi er ekki fyrst og
fremst ástæða til að gagnrýna
heldur til að hvetja menn til
samstöðu og leita gagnkvæms
trausts.
Hitt er svo alveg kapituli út af
fyrir sig hvað eigi að gera við
islenska skipstjóra sem nota tæki
færið. þegar landhelgisgæslan er
önnum kafin að fást við Breta. til
að stelast inn á friðunarsvæði.