Dagblaðið - 21.11.1975, Qupperneq 11
Dagblaðið. Föstudagur 21. nóvember 1975
11
ÞEGAR VINSTRI HÖNDIN VEIT
EKKI HVAÐ SÚ HÆGRI GERIR
Þegar vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri gerir. Þróunarstofnunin „skipulagði” þarna 1974 grænt svæði sem borgarráð hafði
þegarárið 1965 samþykkt sem vörugeymslu og iðnaðarsvæði. Svona fer þegar hespa þarf af skipulagi fyrir kosningar — já, kosninga-
brellurnar taka oft á sig furðulega mynd.
Ólafur Stefánsson hringdi:
„Menn minnast enn, og brosa
út í annað munnvikið, hinna
miklu áætlana um grænu bylt-
inguna.
Þvi vil ég spyrja: A milli
Samtúns og Borgartúns var
Raddir
lesenda
svæði sýnt grænt. Nú hefur hins
vegar komið á daginn að byggja
skal á þessu svæði. Var þetta
einungis kosningabrella eða
hvað?”
Dagblaðið hafði samband við
skipulagsdeild borgarverkfræð-
ings og tjáðu þeir okkur að þetta
svæði væri skipuiagt sem vöru-
geymslu- og iðnaðarsvæði.
Skipulagið var samþykkt i borg-
arráði 1965 og staðfest af ráð-
herra ’67. Hins vegar væri það
rétt — Þróunarstofnun Reykja-
vikur gerði ráð fyrir að vestasti
hluti þessa svæðis yrði grænn.
Þvi miður væri þetta ekki eina
villan sem þessi ágæta stofnun
hefði gert. Þeir meðal annars
settu grænt yfir byggingar sem
þegar höfðu verið reistar.
ERU TANNLÆKNINGAR
MUNAÐUR?
2929-1918 skrifar:
„Það þarf ekki að fara i nein-
ar grafgötur um það að tann-
læknaþjónusta er rándýr. Mörg-
um hrýs hugur við að leita til
tannlæknis vegna gifurlegs
kostnaðar.
Þvi vaknar sú spurning hvort
ekki beri að gera eitthvað til að
auðvelda fólki jafnsjálfsagða
þjónustu og tannlækningar eru.
Sjúkrasamlagið endurgreiðir
þeim sem eru 16 ára og yngri.
Hvers vegna fá aðrir ekki sömu
hlunnindi? Ef ekki er hægt að
komast i sjúkrasamlagið,
hvemig væri þá að fá tann-
læknaþjónustu frádráttarbæra
til skatts?
Nú er vitað að margir tann-
læknar gefa ekki kvittanir fyrir
greiðslu nema beðið sé sérstak-
lega um það. Hvernig get ég vit-
að að tannlæknirinn gefi upp til
skatts þau 3-400 þúsund sem ég
borgaði honum?
Ef til vill er þetta verðugt við-
fangsefni fyrir næstu endur-
skoðendur skattalaga?”
Lífeyrissjóðurinn Hlíf
Sjóðsfélagafundur verður haldinn i húsi
SVFÍ, Grandagarði, á morgun, laugar-
daginn 22. nóvember kl. 14.
Dagskrá:
1. Lögð fram ný reglugerð fyrir sjóðinn.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
sjóðsins fyrir árið 1974.
3. Stjórnarkosning skv. 5. gr. reglugerðar
sjóðsins.
4. önnur mál.
Stjórnin.
II
Ll BRA-stjórntækið
Mótorloki fyrir tækið
við óðinstorg,
sími 10322
Hafnarfirði,
simi 50022.
til upphitunar íbúða og
húsa
Gerð HTR 12 og 18
Orka: 12—24 KW
Tilbúnir til tengingar
Sparið orkukostnaðinn
án óþæginda, notið
sjálfvirka stjórnstilli-
tækið frá Satchwell
Auðvelt í uppsetningu.
Hentar vel fyrtr hita-
veitu-, olíukyndingu og
raf hitun
NÝn FRÁ
SATCHWELL
Gerð HKR 24
með neyzluvatnsspíral
Orka: 12—30 KW.
Utanmál = HxBxD
110x37x71 cm.
Verðið hagstætt