Dagblaðið - 21.11.1975, Page 14

Dagblaðið - 21.11.1975, Page 14
14 Dagblaðið. Föstudagur 21. nóvember 1975. Haukar stefna í LP- upptöku 15. janúar „Þetta verða lög úr ýmsum átt- um. Magnús og Jóhann hafa látið okkur fá lög, Axel Einarsson, Einar Vilberg og svo við sjálfir, þetta eru nú höfundarnir,” sagði Gunnlaugur Melsteð, bassaleik- ari og söngvari Hauka, i samtali við fréttamann blaðsins i gær- kvöldi. Var Gunnlaugur að svara spurningu um væntanlega LP- plötu Hauka sem þeir eru nú farnir að undirbúa. Gunnlaugur sagði plötuna verða tekna upp i London undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. ,,Ég reikna með að Gunnar verði einn- ig eitthvað með okkur á æfing- um,” sagði Gunnlaugur. „Við er- um að koma þessu á hreint, fá inn texta og svoleiðis. Viö stefnum á að geta byrjað að taka upp 15. janúar, en það er kannski fremur til að hafa einhvern fastan punkt svo vinnan komist almennilega af stað. Svo kann að fara að ein- hverjir textanna verði á ensku, það verða gæðin látin skera úr um.” Að sögn Gunnlaugs verður mestmegnis rokk á fyrstu LP- plötu Hauka. „Kannski verður þarna ýmislegt innan um,” sagði Melsteð, ,,en meiningin er að gefa eins góða mynd af Haukum og hægt er.” Þaö veröur hljómplötuútgáfa Hljóma sem gefur Haukaplötuna út. -ÓV. Haukar ásamt Paradis I Klúbbnum i siðustu viku. Plata Hauka er i undirbúningi, Paradisarkabarettinn á morgun. Frá vinstri: Rafn Har- 1 aldsson (H), Kristján Guðmundsson (H), ólafur J. Kolbeins (P), Gunnar Hermannsson (P), Ragnar Sigurðsson (P), Pétur kafteinn Kristjánsson (P), Gunnlaugur Melsteð (H), Pétur W. Kristjánsson (P) og Pctur Hjaltesteð (P). Sven Arve gitarleikari Hauka var farinn heim. DB-mynd: BP. Dylan á óvœntu hljómleikaferðalagi Bob Dylan er á óformlegu hljómleikaferðalagi um Banda- rfkin. Er um að ræða einskonar ,,út í buskann” ferðalag meist- arans, þ.e. að hann heldur hljómleika þar og þegar honum sýnist. Ekki er þó allt saman einber tilviljun þvf ný tveggja laga plata, Hurricane.er nýlega komin út og breiðplata á leið- inni. Til þessa hefur Dylan aðeins haldið hljómleika f smábæjum og gjarnan auglýst þá með að- eins nokkurra tíma fyrirvara. Alltaf selst upp. 1 hljómsveit Dylans á þessu ferðalagi eru engir slordónar, þar eru Joan Baez, Roger „Byrds” McGuinn, Ronee Blak- ley, leikari úr kvikmyndinni Nashville, og meira að segja skáldið Allen Ginsberg. „Við erum mjög samrýnd,” sagði Dylan fréttamanni TIME. „Við kyntum þennan eld fyrir tfu árum og nú látum við hann brenna á ný.” Dylan syngur bæði gömul og ný lög á hljómleikum sínum nú. Hann ferðast ódýrt og virðist af- slappaður. Hann birtist óvænt á Dylan: „Kannski er annar Bob Dylan þarna úti.” ótrúlegustu stöðum og tekur lag. Hann segist einnig vera að leita að hæfileikafólki. „Kannski er annar Bob Dylan einhversstaðar þarna úti,” seg- ir hann brosandi og ýtir kúreka- hattinum aftur á hnakka. Ótrúlegt það. —ÓV. Söngvari Bay City Rollers sak aður um manndróp af gáleysi Söngvari skozku hljómsveitar- innar Bay City Rollers, Les McKeown, kemur fyrir rétt i Skotlandi i dag sakaður um manndráp af gáleysislegum akstri. 76 ára gömul kona varð fyrir Mustang söngvarans og lézt á sjúkrahúsi skömmu siðar. Bróðir I hafa ráðizt á tvo blaðaljósmynd- söngvarans, Harold, segir að ara og meitt annan þeirra á slysið hefði ekki orðið ef konan ! hljómleikum Bay City Rollers i hefði ekki „farið Ikerfi” og rasað Oxford. Það mun hafa verið fyrir bilinn. hljöðnemi Les sem hann sveiflaði Les McKeown var nýlega sekt- i höfuð ljósmyndaranna i „Bye aðurum 1100 sterlingspund (rúm- Bye Baby, Baby Goodbye”. Les lega 350 þúsund krónur) fyrir að er nitján ára. —óv. Pelican stóðst prófið! Pelican kom fram i fyrsta skipti i gærkvöldi eftir að Herbert söngvari hætti. Fjöl- mennt var i Klúbbnum og mikil eftirvænting i efsta sal, þar sem hljómsveitin kom fram. Full- yrða má, að Pelican hafi staðizt prófið. Þeir Ómar Óskarsson og Jón ólafsson eru enn dálitið hræddir við að syngja en þeir hafa það sem til þarf. Meira að segja Björgvin söng. —óv/mynd:BP. uppgötva „Imagine" Bretar Engar róttækar breytingar hafa orðið á vinsældalistum Cash Box i Bandarikjunum og Melody Maker i Englandi i þessari viku. Þó hefur það LONDON 1. (1) SpaceOddity 2. (2) Love Is the Drug 3. (-8) Love Hurts 4 (5) D.I.V.O.R.C.E 5. (14) Imagine 6. (4) RhinestoneCowboy 7. (21) You Sexy Thing 8. (6) Blue Guitar 9. (3) Hold Back the Night 10.03) Sky High..... undarlega gerzt að Bretar eru um þessar mundir að átta sig á að til er lagið „Imagine” með John Lennon og „You Sexy Thing” með Hot Choco: David Bowie Roxy Music Jim Capaldi .. Billy Connolly John Lennon Glen Campbell llot Chocolate Justin Hayward/John Lodge ................Tramps ................Jigsaw late. Siðarnefnda lagið var eitt þeirra laga sem Pelican og Pétur gátu ekki komið sér saman um á þeim tima. Var það furða? NEW YORK Neðar á listanum, i 20. sæti, er jólaplata Steeleye Span, „All Around My Hat”. Það er liklega bezta platan á listan- um þessa vikuna. Silver Convention KC & Sunshine Band Elton John Captain & Tennille Bee Gees Linda Ronstadt The Four Seasons Simon & Garfunkel Natalie Cole Staple Singers —ÓV. Mexíkani og Japani sigra í Yamaha Mexikani og japönsk stúlka sigruðu i alþjóðlegu Yamaha-söngvakeppninni sem fór fram iTokyoúm siðustu helgi. Skiptu þau á milli sin 10 þúsund dollurum, eða 1,6 milljónum is- lenzkra króna. Mexikaninn Jorge Garcia-Cast- il var með lagið „Lucky Man” og Miyuki Nakajima átti lagið „Time Goes Round”. 1500 lög bárust i keppnina frá 57 löndum — og var þó áður búið að vinza ýmislegt úr flóðinu. Það var sjö manna hópur sem söng mexikanska lagið en Miyuki söng sitt lag sjálf. Þeir Einar Vil- berg og Jónas R. Jónsson tóku þátt I þessari keppni 1972. —ÓV 1. (2) Fly, Robin, Fly ........ 2. (6) That’s the Way I Like It. 3. (1) IslandGirl.............. 4. (3) The Way I Want to Touch You 5. (9) Nights on Broadway....... 6. (4) HeatWave...... 7. (7) WhoLovesYou . 8. (12) MyLittleTown . 9. (10) This WillBe.. 10. (17) Lct’s Do It Again

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.