Dagblaðið - 21.11.1975, Side 18

Dagblaðið - 21.11.1975, Side 18
18 Dagblaðið. Föstudagur 21. nóvember 1975. Seðlabankinn seldur Bretum? 2 ,! Ekki ber á öðru en maöur kannist eitthvað við þessa bygg- ingu, sem stendur ekki alllangt frá Lundúnaflugvelli. Einhvern tima stóð til að reisa svipaða byggingu fyrir Seðlabankann á Arnarhóli, en heldur hraus mönnum hugur við þvi fyrir- tæki, enda átti sú bygging að risa á kostnað almennings og hólsins. Spurningin er bara, hvort samningar hafi tekizt um notk- un hugmynda á milli islenzkra og brezkra arkitekta, þvi þessi skrifstofubygging er nýbyggð. Væri slikt ekki úr vegi, ef við fengjum eitthvað nothæfara i staðinn. — HP. VESTUR-ÞJOÐVERJAR EIGA AÐ FÁ 60 ÞÚS. Vestur-Þjóðverjar eiga að fá að veiða allt að 60 þúsund tonn- um, samkvæmt drögum að samkomulagi, sem voru gerð i Bonn i gær. Islenzka sendi- nefndin kemur heim i dag með drögin, og verða þau lögð fyrir rikisstjórn og Alþingi. Þjóðverjar munu ætla að veiða svo til eingöngu karfa og ufsa. Gert er ráð fyrir tveggja ára samningí. Þá æla Vestur-Þjóðverjar að beita sér fyrir, að tollaivilnanir, sem um hafði verið samið við Efnahagsbandalagið, taki gildi fyrir islenzkar sjávarafurðir. Búizt er við, að Bretar setji hnefann i borðið og neiti að fall- ast á, að íslendingar fái þessi réttindi. í drögunum eru ákvæði um fjölda v-þýzkra togara sem mega veiða hér. — HH Úrslitin á Loftleiðum í dag Nú fer að draga til úrslita i Evrópumeistaramótinu Mono- poly, á Hótel Loftleiðum. Þeir sem urðu nr. eitt i sinum riðli keppa til úrslita i dag. Úrslitin i gær urðu þau að Frakkinn vann i riðlinum, norska konan varð önnur, sá svissneski þriðji og Katrin Sigurðardóttir fjórða. — Þessir keppendur höfðu orðið nr. tvö i sinum riöli. Kristin Halldórsdóttir sagðist hafa orðið óhress yfir þeim um- mælum sem höfð voru eftir henni i DB i gær, þar sem haft var eftir henni: ,,Get enn orðið heimsmeistari”. — — „Auðvitað vita allir sem þekkja mig aö ég hef aldrei sagt þetta”, sagði Kristin. — „Það sem ég átti við, var að ég hefði sama möguleika og allir hinir á heimsmeistaratitlinum”. Keppendurnir halda áleiðis til Bandarikjanna siðdegis i dag. A.Bj. NJOSNAFLUG- VÉLAR SJÁST EKKI ENN „Við höfum ekkert orðið varir við njósnaflugvélar,” sagði Jón Magnússon, talsmaður Land- helgisgæzlunnar, i morgun. Samkvæmt fréttum frá Bret- landi hefur varnarmálaráðuneyt- ið gert út að minnsta kosti eina Nimrod-flugvél til njósna um ferðir varðskipa við ísland. Þess- ar flugvélar voru alræmdar hér i siðasta þorskastriði. Þá mun hrezki flotinn hafa til taks tvær eða þrjár freigátur, sem tilbúnar eru til farar á ís- landsmið. Sex brezkir togarar fóru i nótt frá veiðisvæðunum fyrir norð- vestan i austurátt til að leita „verndar”. Meðal þeirra var Grimsbytogarinn Jellicoe, sem i gær reyndi að sigla á varðskipið Arvakur. — HH. 30 kœrðir í gœrdag Þrjátiu skýrslur liggja fyrir um alls kyns umferðarlagabrot i Reykjavik i gær. Eru þetta m.a. brot fyrir akstur á rauðu ljósi, fyrir að sinna ekki stöðvunar- skyldu og fyrir of hraðan akstur. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn sagði að umferðarlagabrotum færi nú fækkandi, en betur mætti ef duga skyldi og herferð lögregl- unnar gegn þeim yrði fram hald- ið. ASt. Akranes ón rafmagns Rafmagnslaust var á Akranesi siðdegis i gær og i gærkvöldi. Orsökin var linuslit i.Hvalfirði. Er enn ekki vitað af hvaða völd- um slitin hafa orðið. Linan fór út kl. 16.25 og viðgerð var ekki lokið fyrr en kl. 23.35 i gærkvöldi. Akranesbær fékk þó rafmagn frá Andakilsárvirkjun frá kl. 19.05 til 21.45. Sú orka var næg fyrir allan bæinn, en sementsverk- smiðjan og frystihúsin fengu ekki orku þar af. Rafmagnsleysið orsakaði nokk- ur unglingaærsl i skjóli myrkurs og varð lögreglan að gripa i taumana. ASt. 9 I landhelginni við Langanes: Reyndu veiðar Allt virðist nú i upplausn meðal brezku landhelgis- brjótanna og gæzluskipa þeirra út af Langanesi, en þangað hafa allir brezku togararnir hópast. Rétt fyrir hádegið skoraði Aquarius á togarann Benella að kasta vörpunni og Dráttar- bátarnir og togarinn Brucella myndu vernda hann við veiðarnar. en gófust upp Benella hóf tilraunir til vörpu- kastsins. Kom þá að varðskip og sigldi hringi umhverfis Benella með þeim afleiðingum að skipið hætti tilraunum til að koma út vörpunni. Brezku sjómennirnir kvarta mjög undan þvi að engin vernd sé að „aumingja dráttarbátiun- um” gegn hinum „hræðilegú og aflmiklu varðskipum”. ^St. Ók ófram þó götuna þrytí Ökumaður sem leið átti um Yztabæ i Árbæjarhverfi eftir miðnætti i nótt, veitti þvi at- hygli að gatan er blindgata. Hélt hann akstrinum áfram, þó götuna þryti og komst að sjálfsögðu i vanda. Lögreglan kom á vettvang og var ökumaðurinn grunaður um að hafa hresst sig á áfengi áður en ökuferðin hófst. ASt. Klúbburinn: Cabarett og Kaktus. Þórscáfé: Piccolo Sesar: Diskótek. Tónabær: Haukar. Röðull: Alfa Beta. Sigtún: Pónik og Einar. Tjarnarbúð: Pelican. llótel Borg: Kvartett Árna Isleifs. Leikhúskjallarinn: Skuggar. Ilótcl Saga: Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. óðal: Diskótek. Skiphóll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Glæsibær: Ásar. Ingólfscafé: Gömlu dánsarnir. Ungó: Paradis. Fuglaverndarfélagið Næsti fræðslufundur Fuglavernd- arfélagsins verður i Norræna húsinu miðvikudaginn 26. nóvem- ber kl. 20.30. Arni Waag flytur erindi með lit- skuggamyndum um náttúru- vernd. Myndirnr eru af ýmsum stöðum á landinu, af blómum, fuglum og gróðrisem ógnað er af ytri ástæðum, og lögð áherzla á að ekki má rjúfa hina viðkvæmu lifskeðju i náttúrunni án þéss að gera sér ljósar afleiðingar sem af þeim aðgerðum geta hlotizt. Arni er þekktur fyrirlesari um nátt- úruvernd , kunnur fyrir ágæta og skýra framsetningu og einstakan skilning á islenzkri náttúru. öllum heimill aðgangur. Hið islenzka náttúrufræðifélag ; Næstkomandi mánudag, 24. nóv- ' ember 1975, kl. 20.30 heldur Ólaf- ur Karvel Pálsson fiskifræðingur fyrirlestur i stofu 201, Árnagarði. Fyrirlesturinn fjallar um rann- sóknir á lifnaðarháttum þorsk- fisksungviðis i Isafjarðardjúpi. Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugamönnum. Húsnæðismála- ráðstefna Sjálfstæðisflokkurinn mun efna til ráðstefnu laugardag 6. des. og sunnudag 7. des. nk. um húsnæð- is- og byggingarmál. Fundarstaður: Skiphóll, Hafn- arfirði. A ráðstefnunni verður fjallað um stöðu húsnæðis- og bygg- ingarmála i dag, helztu vanda- mál, hugsanlega þróun og mark- mið. Dagskrár verður nánar getið siðar. Þátttöku þarf að tilkynna til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins fyrir þriðjudag 3. des. nk. Hlutavelta verðurá morgun, laugardag, kl. 2 i Alþýðuhúsinu, gengiö inn frá Ingólfsstræti. Margt góðra muna, svo sem kjötskrokkur. Engin núll. Stúkan Framtiðin og barna- stúkan Svava efna til Flóamark- aðar i Bergstaðastræti 13 á laug- ardaginn. Basar Basar Húsmæðrafélags Reykja- vfkur verður sunnudaginn 16. nóvember kl. 2 að Hallveigarstöð- um. Félagskonur eru vinsamlega beðnar að koma munum i félags- heimilið að Baldursgötu 9, dag- lega frá 2—5 til laugardags. UTIVISTARFERÐIR Laugard. 22/11. kl. 13 Með Elliðaánum. Fararstj. Friðrik Danielsson. Verð 400 kr. Sunnud. 23/11 kl. 13. Með Ilólmsá. Fararstj. Þorleifur Guðmundsson. Verð 500 kr. Fritt fyrir börn i fylgd með fullorðnum. Brottfararstaður B.S.l. (vestan- verðu). Útivist. Veðrið Austan kaidi eða stinn- ingskaldi. Dálitil rigning. Hitinn verður 6—7 stig. Andlát ___ Magnús Bjarnason, kennari, Sauðárkróki, lézt 13. nóvember sl. og verður jarðsunginn i dag frá Sauðárkrókskirkju. — Magnús var fæddur að Stóru-Gröf i Staðarhreppi 13. marz 1899. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Magnússon járnsmiður og Kristin Jósefsdóttir. Magnús stundaði nám i Kennaraskólanum og lauk þar námi árið 1924. Hann kenndi á ýmsum stöðum að námi loknu, en árið 1934 réðst hann að barnaskólanum á Sauðárkróki og kenndi þar til ársins 1961. Magnús tók mikinn þátt i félagsstörfum. Hann sat um ára- bil i hreppsnefnd Sauðárkróks og varð sfðar bæjarfulltrúi. Hann gekk ungur i Alþýðuflokkinn, sat i stjórn flokksins á Sauðárkróki og i miðstjórninni. Auk þessa gegndi hann fjölda embætta á félags- málasviðinu. Magnús var ókvæntur og barn- laus. Þorbjörg M. Kérúlf, Holti, Eyjafjallahr. lézt 13. nóvember sl. — Hún var fædd að Hrafnkels- stöðum i Fljótsdal 27. nóvember 1908, dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Metúsalems Kérúlf. Tuggugu og fjögurra ára að aldri giftist hún Jóni J. Kérúlf. Fyrstu árin bjuggu þau á ýmsum stöðum, en lengst af bjuggu þau á Brekkugerðishúsum. Arið 1971 fluttust þau svo að Holti undir Eyjafjöllum til dóttur sinnar og tengdasonar. Þau Jón og Þorbjörg eignuðust fjórar dætur. Sighvatur Bjarnason, Ási Vestmannaeyjum, sem lézt 15. nóvember, verður jarðsunginn frá Landakirkju 22. nóvember kl. 14. Erla Hjördis Kjartansdóttir.lézt i Landspitalanum 15. nóvember. Útför hennar fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins 21. nóvember kl. 15. Ásmundur Eiriksson, trúboði, verður jarðsunginn frá Fila- delfiukirkjunni laugardaginn 22. nóvember kl. 10. Lárus Guðmundsson, kennari, lézt 18. nóvember. Erlendur Magnússon, Kálfatjörn, lézt i Borgarspitalanum 19. nóvember. Bragi ólafsson, verkfræðingur, Sunnuvegi 13, lézt i London 19. nóvember. Einar Magnússon, verksmiðju- stjóri SR, Seyðisfirði, lézt 19. nóvember i Landspitalanum. Tilkynningar Jólabasar Vinahjálpar verður i ár haldinn sunnudaginn 23. nóv. að Hótel Sögu kl. 2. Að venju hefur verið vel vandað til basarsins. Verður hann mikill að vöxtum og glæsilegur, varningur- inn er allur handunninn af félags- konum, skyndihappdrætti og sæl- gætissala verður þar einnig. Góöur stuðningur bæjarbúa hefur gert okkur kleift á undanförnum árum að hlynna að ýmsum mán- úöarstofnunum með þvi að gefa þeim ýmis tæki og áhöld til að létta undir með þeim. Ágóði af siðasta basar fór óskipt- ur til kaupa á vönduðu röntgen- tæki handa St. Jósepsspitala að Landakoti. Tæki þetta, sem er á hjólum, er færanlegt og þvi not- hæft við öll sjúkrarúm innan spit- alans; mun það þvi létta mikið sjúku fólki það erfiði sem oft fylgir röntgenskoðunum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.