Dagblaðið - 22.11.1975, Síða 5

Dagblaðið - 22.11.1975, Síða 5
5 \ Pagblaðið. Laugardagur 22. nóvember 1975. ................. ' Almóttugur, með 38,4 — í rúmið, ég er fúrveikur Flest okkar hafa orðið meira eða minna lasin á lifsleiðinni eða hver kannast ekki við að hafa fengið beinverki, höfuð- verk, magaverk með meiru — og mælt sig. Almáttugur 38,4 maður verður þegar i stað fár- veikur i stað þess að vera aðeins lasinn áður. Og það er farið i rúmið og ef maður er heppinn fær maður matinn og kaffið á bakka og heldur áfram að vera veikur þótt hitinn nái nú vart 38 stigum. A þriðja eða fjórða degi eftir að kunningjar og vinir eru búnir að hringja og spyrja um liöanina, fjölskyldan orðin þreytt á dekrinu við sjúklinginn, ekkert kaffi i rúmið lengur og hitastigið komið i 37.5, þá er maður leiður á öllu saman og vill komast i vinnuna á ný, hvort sem hún er heima eða heiman. Nú er bara að drifa sig úr rúm- inu og af stað. En viti menn, eft- ir rúmleguna i nokkra daga eru menn orðnir dálitið valtir á fót- unum og það tekur tima að komast i form á ný. Eftir nota- legheitin? Bergþóra Sigurðardóttir læknir lætur sér ekki nægja að fræða sjúkl- inga sina um nauðsyn hreyfingar. Hún er mikið fyrir útiveru og stundar skiðaiþróttina af kappi. Hér er hún i gönguferð á Lamba- tungnajökli. Einmittisambandi við þessar hugleiðingar varð okkur hugsað til útvarpserindis sem Bergþóra Sigurðardóttir læknir flutti ekki alls fyrir löngu. Hafði hún ýmislegt við rúmlegur að athuga. Við heinisóttum Bergþóru og spurðum fyrst af hverju hún væri á móti rúmleg- um. Út i hött að liggja hitann úr sér „Það er jú fyrst og fremst það að ekki er hægt að sjá áberandi mun á að þeir hressist fyrr sem liggja i rúminu en hinir sem eru á fótum. Það hefur rikt mikil oftrú á blessun rúmlegunnar bæði hjá lærðum og leikum við alls konar uppákomu. Ég man heldur ekki eftir að hafa séð það i minum fræðum að tveggja til þriggja daga rúmlega sé nein lækning i sjálfu sér. Þá ber þess einnig að geta að konur eru oft með hærri en 37 stiga hita seinni hluta tiðatimabilsins. Eftir mikla hreyfingu hækkar hitinn einnig. Það er algjör óþarfi að gera sér rellu út af sliku og að liggja úr sér hita er alveg út i hött. Hitt er svo annað mál að sé fólk lasið i nokkra daga er sjálf- sagt að taka það rólega. Oft erfitt að greina likamlegan þátt veik- indanna frá hinum sál- ræna. ,,Er eitthvað um að fólk legg- ist i rúmið til þess að vekja á sér athygli?” „Það er áreiðanlegt. Það er oft erfitt að greina hvað likam- legi þátturinn i veikindunum er stór undir þessum kringum- stæðum Svo sjáum við lika oft það gagnstæða. Fólk sem eftir öllum sólarmerkjum ætti að vera lagz't i kör, til dæmis liða- gigtarsjúklingar, neitar hrein- lega að gefast upp. Þeir gefa sjálfum sér aldrei eftir og leggjast aldrei heldur sinna bæði vinnu og áhugamálum þrátt fyrir sin örkuml. Þá er það lika stórkostleg sjón að sjá skiðamenn á einum fæti sýna meiri hæfni en margur sem hef- ur báða fætur. Eins og ég sagðí áðan má þó ekki skilja þetta svo að hvild eigi aldrei við en við sjáum það hvarvetna innan læknisfræðinn- ar að reynt er að koma fólki löngu fyrr á fætur en áður tiðk- aðist og einnig er byrjað á hreyfimeðferð.” Það þarf ekki að hvetja börnin til að lireyfa sig, sizt þegar snjórinn er annars vegar. Ef ekki er til þota eða sleði má not- ast við pappaspjald og hvaö sem er. Ljósin. Bjarnleifur. Blóðið að storkna i æð- unum — andagiftin horfin út i veður og vind „Hvað gerist eiginlega þegar maður liggur þvi sem næst Hreyfið ykkur! Þið verðið hraustari, kátari og duglegri Þau eru hressileg þessi þar sem þau eru i göngutúr með ungviðiö, en eru það ekki allt of margir sem sitja inni og neita sér þar með um friskt ioft I lungun? Hvernig væri nú að taka fram skjólflíkurnar og fá sér hressilega göngu? DB-mynd Bjarnleifur hreyfingalaus i rúminu ein- hvern tima? Ég las einhvers staðar mergjaðar setningar, sem voru eitthvaö i þessum dúr: Sjáið þið sjúklinginn i rúminu? Hve aumkunarveröur hann er. Blóðið er að storkna i æðunum, kalkið að bverfa úr beinunum, saurkögglarnir að hlaöast upp i görnunum og öll andagiftin horfin út I veður og vind.” „Þarna er hraustlega til orða tekið en má þó til sanns vegar færa. Vist rennur blóðið hægar um bláæðarnar i fótum og getur leitt til blóðtappa. Kalk leysist úr beinum, sem ekki er reynt á. Hægðatregða er algeng afleið- ing hreyfingaleysis. Vöðvar rýrna. Blóðmagnið minnkar. Liðirnir stirðna, sérlega þegar fullorðið fólk á i hlut. Slim safn- ast fyrir i lungum og öndunin verður lélegri. Stundum þarf ekki nema eina nótt til þess aö slim safnist fyrir i lungum, eins og margir reykingamenn kannast eflaust við. Þetta leiöir stundum til lungnabólgu, sér- lega hjá veikluðu fólki. Alagið á hjartað ey.kst við það eitt að leggjast út af enda þykir fólki með hjartabilun betra að sitja uppi. Hjartað slær hægar ef fólk liggur og þarf þar af leiðandi að dæla meira blóði við hvert slag. Eftir 2—3 vikna legu eru sjúklingarnir þreyttir og máttlausir og fá svima þegar þeir standa upp. Ef til vill eru þeir veikari af legunni heldur en sinum upprunalega sjúkdómi. Það var til dæmis gerð tilraun á fjórum hraustum karlmönnum. Eftir 6 vikna legu höfðu þeir misst að meðaltali 1.7 kg af vöðvum, svo að betra er að af einhverju sé að taka. í sambandi við kransæðasjúk- linga, þá þótti það sjálfsagt hér áður fyrr að þeir lægju i 6 vikur. Nú hefur legan stytzt allt niður i 2—3 vikur eftir aðstæðum auð- vitað. Það er einnig álitið að hreyfing verndi menn gegn kransæðastiflu. Nýlega var skýrt frá könnun sem fór fram i Dublin. Rúmlega 15 þúsund karlmenn á aldrinum 25—74 ára voru rannsakaðir. Það kom i ljós að hreyfing sem gerð var sér til ánægju var meiri vörn gegn kransæðastiflu en sú sem var hluti af vinnu. Þeir einstak- lingar sem stunduðu likams- rækt höfðu minna cholesterol (blóðfita) i blóði og lægri blóð- þrýsting en kyrrsetumenn. Einnig reyktu þessir menn minna og voru grennri. Það er alkunna að áhættu- þættir i sambandi við kransæða- stiflu eru hreyfingaleysi, hátt cholesterolmagn i blóði, hár blóðþrýstingur, offita og reyk- ingar.” Hreyfing virkar slak- andi á taugakerfið „Burtséð frá kransæðastiflu og rúmlegum, hefur hreyfinga- leysi ekki alvarleg áhrif á heils- una?” „Jú, vissulega og það ekki bara á likamann heldur einnig á sinnið. Hreyfing virkar slakandi á taugakerfið, kviða og spennu. Hver kannast ekki við hvað góður sundsprettur getur gert manni eða röskur göngutúr eða bara 10 minútna morgunleik- fimi. Dæmi eru til að fólk kýs frekar að taka inn eina eða tvær vitarhintöflur á dag en byggja likamann upp með hreyfingu. En vitamin getur aldrei komið i stað hollrar hreyfingar.” „Hvað veldur þessu hreyf- ingaleysi. Erum við svona löt eða þykjumst við ekki hafa tima?” „Hvort tveggja. Mér finnst það hreint og beint óhugnanlegt hve margir íslendingar telja sumarfriunum vel varið með þvi að flatmaga á sólarströnd og kunna ekki ^að njóta eigin lands. Af hverju sér maður varla hér, eins og ég sá i fyrra i Noregi, fólk á öllum aldri leggja land undir fót með mal sinn á bakinu. Jafnvel voru konur á áttræðisaldri i hreyfingum eins og ungar stúlkur. Sumir bera þvi kannski við að það rigni eða að það sé kalt. En það er Rægt að klæða sig i ull og skjólflikur og þá sér maður sjaldan eftir útivist. Eða hefur þú aldrei reynt það sjálf svo að ég gerist lika spyrill?” Jú blaðamaður kannaðist við það frá þvi i fornöld (á siðasta vetri) að hafa klifið fjall. Þrátt fyrir litið sem ekkert útsýni, þegar á toppinn var komið, þóttist hann hafa afrekað heil- mikið að hafa lagt i slikt stór- virki i vitlausu veðri. „En hvað þarf að hreyfa sig mikið á viku til að halda sér i sæmilegri þjálfun”? Ja, viðgætum byrjað með 1/2 tima þrisvar i viku. Það þýðir ekki að byrja af of miklu kappi. Það verður að þjálfa sig smám saman. Aður en maður veit af er maður eins og ný manneskja. Það er nefnilega eitt sem vert er að muna að likaminn lagar sig eftir þvi sem maður reynir — eða reynir ekki — á hann. Ef likamsþrekið er litið verkar dagleg vinna jafnvel þreytandi. Reglubundin likamsrækt eyk- ur þolið. Menn verða afkasta- meiri án þess að verða þreyttir og þvi fylgir aukin velliðan. Dá- litill sviti er hraustum manni aðeins hollur.” —EVl— V l£3S3«Ee£a«*e

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.